Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 25
3LAUGARDAGUR 18. júní 2005 Handhægir ferðafélagar BÆKLINGAR UM HVERN LANDS- HLUTA FYRIR SIG ERU NÝKOMNIR ÚT. ÞEIR ERU HANDHÆGIR FERÐAFÉLAG- AR, ALLIR EINS UPP SETTIR OG PRÝDDIR ÓTAL MYNDUM. Bæklingarnir eru sjö talsins, allir með svipaða textaframsetningu. Þeir birta ýmsar upplýsingar um sögu, náttúrfar og atvinnulíf á hverju svæði fyrir sig og þar er getið safna og upplýsinga- miðstöðva ferðamanna á hverjum stað. Pétur Rafnsson, formaður Ferða- málasamtaka Íslands, sem að útgáf- unni standa segir fyrst og fremst um ímyndarbæklinga að ræða. Aðaláherslan er á valdar myndir í hæsta gæðaflokki og hnitmiðaðan texta, ásamt kortum af svæðunum með teikningum af þeirri afþreyingu sem í boði er. Samtökin fengu út- gáfufélagið Heim til liðs við sig og þar voru bæklingarnir unnir af fag- mönnum. Ritstjóri þeirra er María Guðmundsdóttir en myndir eru eftir Pál Stefánsson. „Allar gönguferðirnar eru byggð- ar upp þannig að farið er í dags- göngur út frá hóteli og að kvöldi bíða ferðalanganna notalegheit á hótelinu,“ segir Halldór Hreins- son fararstjóri, sem ætlar að leiða gönguglaða Íslendinga í sjö daga stafgöngu um ítölsku Alpana í sumar. „Við verðum á göngu í 5-8 tíma á dag að jafnaði og ég vel nýja leið á hverjum degi miðað við bestu skilyrði hverju sinni. Við gistum allan tímann á sama stað, á góðu þriggja stjörnu hóteli í smáþorpinu San Vito di Cadore á Norður-Ítalíu. Loftslagið þarna á þessum tíma er notalegt og heppi- legt til gönguferða.“ Stafgöngukennsla verður á hverjum degi, en Halldór segir að góður búnaður sé nauðsynlegur, eins og góðir gönguskór, léttur göngu- og hlífðarklæðnaður, lítill bakpoki og göngustafir, en nánari ábendingar og listi yfir búnað verður sendur þátttakendum fyrir brottför. „Náttúrufegurðin þarna er ótrúleg, við göngum um fjöll og dali, engi og skóga og notum fjallalyftur og rútur milli staða þar sem á þarf að halda. Umfram allt eru þetta skemmtilegar ferðir og góður félagsskapur,“ segir Halldór. Flogið er af stað 7. júlí en áhugasamir geta skoðað göngu- svæði nánar á www.dolomiti.org og þeir sem hafa verulegan áhuga á að reyna eitthvað nýtt í fríinu sínu eru hvattir til að hafa sam- band við Heimsferðir eða Halldór fararstjóra (halldorh- @explorer.is). Sjö daga stafganga í Dólómítafjöllum Gönguferðir í útlöndum njóta æ meiri vinsælda og í sumar halda Heimsferðir með hatt og staf upp í ítölsku Alpana. Þátttakendur munu njóta ótrúlegrar fegurðar ítölsku Alpanna. Halldór Hreinsson er þaulvanur göngu- maður og mun leiða stafgöngu í Dólómít- unum í sumar. Pétur Rafnsson með bæklingana sem gefa glögga mynd af náttúru, mannlífi og menningu á landinu öllu. Fyrsti bitinn af stóra eplinu Þóru Ingólfsdóttur hafði lengi langað til New York en ekki haft tækifæri til að láta drauminn rætast. Um daginn ákvað hún að lífið væri of stutt til að fresta draumaferð- inni öllu lengur og dreif sig af stað. Hún varð ekki fyrir von- brigðum. „Ég viðraði hugmyndina við nokkrar vinkonur mínar og þá kom í ljós að ég var ekki sú eina sem langaði að heimsækja stór- borgina. Við ákváðum að fara fjórar saman og hittum þá fimmtu úti. Ég samdi við mann og börn um að ég færi í húsmæðra- orlof til New York að þessu sinni og samningar tókust bara vel,“ segir Þóra hlæjandi. Þóra vissi lítið um New York við komuna þangað, en ákvað að láta sig flæða með orkunni. „Mín- ar hugmyndir um borgina voru meira og minna óraunverulegar enda fengnar úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum. En ég varð síður en svo fyrir vonbrigðum. Þegar ég gekk út á götu í fyrsta sinn bókstaflega þöndust skiln- ingarvitin út. Þarna var allt svo stórt og mikið af öllu. Mikið af fólki, mikið af byggingum, margs konar hávaði, og stöðug sjónáreiti frá ljósaskiltum og auglýsingum sem reyndu að fanga athygli veg- farenda. Í New York virðist eins og hægt sé að gera allt, kaupa allt og sjá allt. Þrátt fyrir þetta er andrúmsloftið fremur afslappað og því fylgdi öryggistilfinningin sem stundum lætur sig vanta þegar farið er á nýjar slóðir. Ég hafði af einhverjum ástæðum ímyndað mér fyrir fram að New York-búar væru stressaðir og fúl- ir en það var síður en svo raunin. Fólk var brosmilt og þægilegt og skipulagið svo gott að þrátt fyrir mannfjöldann gekk allt meira og minna eins og smurt.“ Þóra mælir sterklega með því fyrir þá sem eru að fara til New York í fyrsta skipti að byrja á því að fara í tveggja til þriggja tíma skoðunarferð um borgina í þar til gerðum vagni sem hægt er að taka nánast á hverju horni. „Fyrir þá sem vilja skoða helstu staðina á stuttum tíma er sniðugt að kaupa sér tveggja eða þriggja daga passa í þessa vagna því þá er hægt að hoppa inn og út á helstu stöðum. Ég fór ekki í slíka ferð fyrr en á síðasta degi og þá rann upp fyrir mér að þrátt fyrir að margt hefði verið skoðað og gert hafði ég ekki tekið nema agnarlítinn, næstum ósýnilegan bita af stóra eplinu.“ edda@frettabladid.is Þóra Ingólfsdóttir var alsæl með fyrstu ferðina til New York þar sem allt er svo stórt og mikið af öllu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Costa del Sol M all or ca Sóla rlottó Síð ustu sætin í sólina í júní og júlí. • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 27. júní, 4. 25. júlí 22. og 29. ágúst Mallorca 29. júní, 6. 13. júlí 17. og 24. ágúst Costa del Sol 23. 30. júní 7. 21. júlí og 18. ágúst Portúgal 20. 27. júní, 4. 11.18. júlí 15. og 22. ágúst

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.