Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 29
7LAUGARDAGUR 18. júní 2005 Nissan Almera H/B Luxury F. skráð. 10.2003, ekinn 39.000 km Vél: 1800cc 5 g Litur: Blár Verð: 1.440.000 kr. Tilboðsverð: 1.290.000. kr. www.toyota.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 74 3 0 6/ 20 05 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Subaru Impreza WG GX 4x4 F. skráð. 05.2003, ekinn 37.000 km Vél: 2000cc ssk. Litur: Grár Verð: 1.590.000 kr. Peugeot 406 W/G F. skráð. 05.2001, ekinn 49.000 km Vél: 1800cc 5 g Litur: Grár 7 sæta Verð: 1.130.000 kr. Renault Mégane S/D RT F. skráð. 03.2004, ekinn 28.000 km Vél: 1600cc ssk. Litur: Grár Verð: 1.580.000 kr. TOYOTA Corolla W/G 4x4 F. skráð. 07.97, ekinn 72.000 km Vél: 1800cc 5 g Litur: Vínrauður Verð: 650.000 kr. Renault Mégane W/G Scénic F. skráð. 05.2001, ekinn 81.000 km Vél: 1600cc 5 g Litur: Grár Verð: 1.090.090 kr. Daewoo Nubira W/G F. skráð. 01.2000, ekinn 92.000 km Vél: 1600cc 5 g Litur: Grár Verð: 630.000 kr. Tilboðsverð: 450.000. kr. Suzuki Vitara XL-7 Grand F. skráð. 02.2003, ekinn 36.000 km Vél: 2700cc ssk. Aukab: Leður, álfelgur, dráttarbeisli, cruisecontrol, loftkæling Litur: Blár 7 sæta Verð: 2.850.000 kr. Búa yfir krafti, reynslu og staðgóðri þekkingu Sexí tryllitæki og grófur jeppi Nýja Batman-myndin, Batman Begins, var frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn og var hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. Nýr Batmobile var hannaður fyrir myndina sem hefur fengið lof bílaáhugamanna og -hönnuða. Batmobile, bíll Leðurblökumanns- ins, er án efa einn frægasti bíll í heimi. Hann er draumabíll bæði bílaáhugamanna og aðdáenda Leðurblökumannsins úti um allan heim. Hreinar línur og fágað snið á bílnum eru algjörlega horfin í nýju útgáfunni. Bíllinn er groddalegur og grófur enda ekki annað hægt á 44 tommu dekkjum. Batmobile er líka í takt við tím- ann því vélin í bílnum, 5,7 lítra Chevy V-8, er blendingsvél. Hún gengur sem sagt bæði fyrir bensíni og rafmagni og er því umhverfis- vænni en í venjulegum bensínbíl- um. Þessar ofurhetjur eru nú eftir allt svo umhverfisvænar og vinna ötult að því að bjarga öllu því sem bjargað verður í umhverfinu. Bíllinn er sambland af sexí tryllitæki og grófum jeppa sem undirstrikar þá dökku og drunga- legu ímynd sem Batman hefur ávallt tileinkað sér. Í myndinni er bíllinn þróaður fyrir herinn af Wayne Enterprises í Gotham-borg, heimkynnum Batmans. Bíllinn er kallaður „The Tumbler“ og er hannaður til að flytja hermenn og búnað yfir á óvinasvæði. Af þeim sökum býr bíllinn yfir stökkkrafti sem er álíka mikill og í þotu. Hönnuður bílsins, Nathan Crowley, vann að bílnum með leik- stjóra myndarinnar, Christopher Nolan, og blandaði saman módel- um af Hummer- og Lamborghini- bifreiðum. Bílahönnuðir eru mjög ánægðir met útkomuna og Patrick Schiavone, forstjóri bílahönnunar hjá Ford, gaf bílnum meðal annars toppeinkunn. Átta Batmobile-bílar voru búnir til fyrir myndina en einn skemmd- ist á leiðinni í tökur þegar fullur vörubílstjóri keyrði á hann. Tökur á nýju Batman-myndinni fóru meðal annars fram hér á landi, en tökulið dvaldi við rætur Svínafellsjökuls í nokkurn tíma við að taka upp upphafsatriði myndar- innar. Ekki sást til hins nýja og endurbreytta Batmobile á Íslandi enda hefur hvílt mikil leynd yfir bílnum hingað til. lilja@frettabladid.is Hinn nýi Batmobile er ansi vígalegur og minnir helst á skriðdreka. Batmobile í myndinni Batman frá árinu 1989. Sitt sýnist hverjum um það hvor Batmobile-bíllinn er flottari. Adam West og Burt Ward í hlutverkum sín- um sem Batman og Robin í Batmobile í sjónvarpsþáttunum um Batman árið 1967. STAÐREYNDIR UM NÝJAN BÍL LEÐURBLÖKUMANNSINS: Vél: 5,7 lítra Chevy V-8 Hestöfl: 340 0 upp í 60 kílómetra hraða: 5 sekúndur Breidd: Tæplega 3 metrar Lengd: 4,5 metrar Þyngd: 2,5 tonn Verð: Um það bil 3,27 milljónir íslenskra króna, eða 500.000 dollarar. M YN D G ET TY Nýr lágverðsbíll frá Volkswagen VOLKSWAGEN ÆTLAR AÐ FRAMLEIÐA ÓDÝRARI BÍL EN LOGAN, LÁGVERÐSBÍLINN FRÁ RENAULT. Hjá Volkswagen í Wolfsburg er nú verið að vinna að nýjum bíl eins og sagt er frá á heimasíðu FÍB, fib.is. Bíllinn á að kosta þrjú þúsund evrur í framleiðslu og verður svar Volkswagen við lágverðs- bílnum Renault Logan. Logan kostar 7.200 til 7.500 evrur sem þýðir að á Ís- landi myndi hann kosta undir einni milljón en bíllinn er aðallega seldur í Austur-Evrópu. Vinnuheiti nýja bílsins frá Volkswagen er -3-K. Bíllinn verður smíðaður í Kína og markaðssettur í Austurlöndum fjær fyrst. Samkvæmt heimildum Auto Motor & Sport verður nýi Volkswagen bíllinn fjögurra dyra stallbakur með til- tölulega stóru farangursrými og rúmbetri og ódýrari en brasilíski Volkswagen smábíllinn Fox. Logan er lágverðsbíllinn frá Renault en Volkswagen hyggst framleiða enn ódýr- ari bíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.