Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 59

Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 59
S M S L E I K U R 10. HVER VINNUR Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu komin/n í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SENDU SMS SKEYTIÐ JA FBAT Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! V I N N I N G A R E R U : MIÐAR FYRIR 2 Á BATMAN BEGINS GLÆSILEGUR BATMAN BEGINS VARNINGUR DVD MYNDIR MARGT FLEIRA Það tekur ekki langan tíma fyrir suma að vera alveg vissir um að einhver sé sá rétti. Það tók í það minnsta ekki langan tíma fyrir Tom Cruise og Katie Holmes. Þau byrjuðu saman í apríl og hafa verið stanslaust í fréttum síðan. Á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga fór Cruise niður á skeljarnar og bað Katie sinnar í Eiffel-turninum í París. Hjónabandið verður hið þriðja í röðinni hjá Tom Cruise. Hann giftist fyrst Mimi Rogers árið 1987 en það hjónaband entist ein- göngu í þrjú ár. Þá kom ung áströlsk leikkona, Nicole Kidman, og heillaði Tom upp úr skónum. Þau giftust sama ár og það hjóna- band varði í heil tíu ár. Eftir þann skilnað kynntist Tom spænsku leikkonunni Penelope Cruz og þau voru saman í heil þrjú ár. Katie er hins vegar öllu óreyndari, hennar fyrsta trúlofun var með leikaranum Chris Klein en þau slitu henni nýlega. Ekki er komin dagsetning á brúðkaupið en Tom sagðist ætla að tala fyrst við föður leikkonunnar. ■ Brú›kaup ársins í vændum TOM OG KATIE Það tók Tom Cruise og Katie Holmes ekki langan tíma að taka ákvörðun um að giftast. Þau eru hér að koma til frumsýningar á myndinni War of the Worlds. Engin eiturlyf Söngvari Coldplay, Chris Martin, segist ekki þurfa á einhverjum ólöglegum eiturlyfjum að halda. Honum nægi að bíta súkkulaðið. „Ég held að enginn fái sömu til- finningu og ég þegar súkkulaðið fer inn fyrir mínar varir,“ sagði söngvarinn í samtali við banda- ríska tónlistartímaritið Rolling Stone. „Einu sinni mætti einhver með helling af grasi og ég reyndi mitt besta til þess að verða skakk- ur. Það tókst ekki og því held ég mig bara við súkkulaðið.“ ■ CHRIS MARTIN Hann segist ekki þurfa á neinum eiturlyfjum að halda því að súkkulaðið geri alveg nóg fyrir hann. G ET TI I M AG ES /N O R D IC P H O TO S G ET TI I M AG ES /N O R D IC P H O TO S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.