Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 27

Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 27
LAUGARDAGUR 18. júní 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Brosum fyrir betri vegi Þetta sumar hefur byrjað óvenjulega vel hvað tíðarfar varðar. Ég býst reyndar ekki við að bændur séu sammála mér en sól og hiti henta alltént vel til útiveru og ferðalaga. Ég reyni að láta mitt ekki eftir liggja; held út úr bænum á vit ævintýr- anna þegar tími leyfir og nýt þess að keyra um landið okkar. Víða tefst för vegna framkvæmda við vegi og brýr og þegar verst lætur má litlu muna að það sé búið að moka veginn í burtu. Ég held ég viti fátt leiðinlegra en gatna- og vegavinnuframkvæmdir á sumrin. Jú – reyndar veit ég um eitt sem slær það út. Það er að vinna við vega- gerð á sumrin. Sumarið sem ég varð sautján ára var ég að vinna nokkrar vikur við vegagerð norður í landi. Vinnutíminn var langur, frí voru fá og stutt, veðrið stundum þannig að maður stóð ekki í lappirnar og umferðin var alltaf mest þegar vegurinn var verstur. Samt var þetta yfirleitt mjög skemmtilegt. Yfirleitt. Eðli málsins samkvæmt þurfti stundum að beina umferð um slóða þegar vegurinn sjálfur var ófær. Þetta var í fjallshlíð svo að stundum var slóðinn ekki beysinn. Þá þótti fínt hjá sumum vegfarendum að skrúfa niður rúðuna, skamma okkur fyrir að eyðileggja bílinn og líf sitt og hnýta svo nokkrum vel völdum uppnefningum aftast í mál sitt. Hótanir um málaferli voru ekki al- gengar en eitthvað slíkt þekktist þó. Sem betur fer blíðkaðist fólk þegar það komst á malbikið aftur og ekki minnist ég þess að neinn bílanna hafi hrunið fyrir augum mínum, líkt og eig- endurnir voru vissir um að þeir myndu gera. Vegavinnufólk er auðvitað bara að vinna vinnuna sína. Það reynir að búa þannig um hnútana að rask á umferð sé eins lítið og hægt er en stundum er það því miður óhjákvæmilegt. Að rífast við okkur um þá ákvörðun að bæta veginn þá og þarna var eins og að reyna að semja um verð á mjólkurlítran- um við kassadömu í Bónus. Eða skamma lamb fyrir lágt verð á lambakjöti til bænda. Við getum huggað okkur við það að tilgangurinn er okkur öllum til góða. Betri vegir og götur þýða greiðari umferð og færri slys. Í raun ættum við öll að skrúfa niður rúðuna þegar við keyrum framhjá vegavinnuflokki næst. Skrúfa niður, brosa og veifa. Þeir sem þurfa endilega að öskra eitthvað geta prófað að öskra: „Takk. Ég hlakka til að keyra hér þegar vegurinn er til- búinn.“ Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Það eina sem er erfitt við að kaupa nýjan bíl . . . H in ri k P é tu rs s o n l w w w .m m e d ia .i s /h ip . . . er að þurfa að leyfa krökkunum að keyra hann Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Verðlauna kerran loksins komin Klick-N-Go Kerran er með þremur hjólum og grind sem festist á pokan. Kerran er létt og þægileg Aukahlutir: Festingar fyrir kerru og poka til að hengja á vegg Regnhlífastatif Söluaðilar: Lexa - Golfbúðin Askalind 2 201 Kópavogur Sími 565 2000 / 897 1100 Umboðsaðili: Konur virðast óttast vélarbilun og að verða villtar á vegum úti. Konur keyra meira en karlmenn NÝ KÖNNUN Í BANDARÍKJUNUM LEIÐIR Í LJÓS AÐ KONUR ERU HRÆDDAR VIÐ HÆTTURNAR Í UM- FERÐINNI. Konur keyra meira með hverju ár- inu og nú keyra þær jafnvel meira en karlmenn. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var af um- ferðaröryggisráði Bandaríkjanna. Konum finnst, ef marka má niðurstöðurnar, þær vera ber- skjaldaðar í umferðinni. Fjórar af tíu konum finnst þær óöruggar þegar þær keyra einar og þrjár af fjórum sögðust verða áhyggjufyllri þegar börnin þeirra væru í bílnum. Margar konur óttast að það springi dekk eða vélarbilun geri vart við sig. Meirihluti kvenna sem tók þátt í könnuninni óttast að lenda í árekstri eða það sem verra er: villast á vegum úti. M YN D G ET TY Fjölskyldugleði og drulluspyrna Sniglanna Í ár er 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi. Sniglarnir fagna því eins og vera ber og halda hátíð til heiðurs hjólinu á Siglufirði um helgina. Baldvin Jónsson, stjórnarmaður í Sniglunum, segir að efnt verði til hópferða á hátíðina en langflestir fara að sjálfsögðu á hjólum. „Það eru þó alltaf einhverjir sem fara á bíl og þá drekkhlaðnir því fólk reynir að koma sem mestum far- angri á bílana til að létta á hjólun- um. Þetta er mikil fjölskylduhátíð en fyrir utan hefðbundið grill og gleði verða í gangi aksturskeppnir, drulluspyrna og klettaklifur með meiru og svo verður að sjálfsögðu hópakstur.“ Fyrsta mótorhjólið kom til Ís- lands frá Danmörku árið 1905 og var af gerðinni ELG. „Það hefur mikið breyst síðan þá,“ segir Bald- vin hlæjandi, en hann hefur verið Snigill í þrjú ár og forfallinn mótor- hjólaáhugamaður í sextán. „Ég hef oft hugleitt hvort ég geti ekki fund- ið mér annað áhugamál samhliða þessu en finn það bara ekki í hjarta mínu. Þetta er svo skemmtilegur fé- lagsskapur. Aðalmarkmiðið er auð- vitað að stuðla að betri umferðar- menningu en svo gleymum við ekki að hafa gaman saman.“ Á sumrin er mikið um að vera hjá Sniglunum en tveimur vikum eftir Siglufjarðarhátíðina verður efnt til Landsmóts í Tjarnarlundi. Þá eru fyrirhuguð í sumar mót- orcross víða um land, samvera í Fjölskyldugarðinum, Norðurlands- ferð á Fiskidaga, ferð um Reykja- nes og fjölskyldumót í ágúst, svo eitthvað sé nefnt. Allar uppýsingar um félagsskapinn má fá á heima- síðu samtakana, www.sniglar.is ■ Baldvin Jónsson segir að mótórhjólaáhuginn og félagsskapur Sniglanna sé lífsstíll. Aðal- markmið Sniglanna er að koma á bættri umferðarmenningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.