Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 6

Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 6
6 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga fálkaorðunni í gær: Ei›ur Smári fékk riddarakross ORÐUVEITINGAR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í gær tólf einstaklingum heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn að Bessa- stöðum. Allir tólf fengu afhentan riddarakross fálkaorðunnar, sem er fyrsta stig orðunnar. Næstu stig eru stórriddarakross, stórriddara- kross með stjörnu og loks stór- kross. Fálkaorðan er veitt tvisvar á ári, 17. júní og 1. janúar. Að auki er orðan veitt erlendum ríkisborg- urum en þá sérstaklega í tengslum við opinberar heimsóknir. - aöe Rjómablí›a í Reykjavík Á me›an höfu›borgarbúar nutu ve›urblí›unnar á fljó›hátí›ardaginn sást ekki til sólar á Akureyri. Allir voru fló í sólskinsskapi eins og vera ber. Það var sannkölluð 17. júní stemning í miðbæ Reykjavíkur í gær enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur. Borgarbú- ar spókuðu sig léttklæddir um borgina sem skartaði sínu feg- ursta. Á Arnarhóli var skipulögð dagskrá langt fram á nótt. Í Hljómskálagarðinum höfðu verið sett upp leiktæki af ýmsu tagi sem heilluðu litlu börnin og á Austurvelli var saman kominn mikill fjöldi, aðallega ungt fólk, sem naut veðurblíðunnar. Þrátt fyrir sólarlausan 17. júní á Akureyri var fjölmenni við hátíðarhöldin sem hófust klukkan níu í gærmorgun og stóðu sleitulítið fram á rauða nótt. Dagskráin var fjölbreytt að vanda en sjálf hátíðardagskráin hófst klukkan tvö á Ráðhústorgi og stóð fram eftir degi. Að henni lokinni var meðal annars boðið upp á skemmtisigl- ingar á Akureyrarpolli og gest- um boðið að skoða Davíðshús eftir miklar endurbætur. Klukk- an átta um kvöldið hófst tónlist- ar- og skemmtihátíð á Ráðhús- torgi og eftir miðnætti fjöl- menntu Akureyringar í Síkis- dans við Torfunesbryggju en í framtíðinni mun göngugatan á Akureyri tengjast Akureyrar- polli með sjávarsíki. fgg / kk Kvæði Halldórs Nýtt safn margra þekktustu kvæða Halldórs Laxness sem hafa verið þjóðinni mest hjartfólgin. Laxness Verð 2.990 kr. edda.is Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 8. – 14. júní 1. Skáldverk Eru Íslendingar að verða of feitir? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að veita fólki fálkaorðu fyrir vel unnin störf? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 13%Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN 87% RIDDARAKROSS HINNAR ÍS- LENSKU FÁLKAORÐU 17. JÚNÍ 2005: Dr. Bjarni Guðmundsson, prófessor, Hvanneyri, fyrir landbúnaðarrannsóknir. Drífa Kristjánsdóttir,, fyrir störf að velferð- armálum unglinga. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnu- maður, fyrir íþróttaafrek. Eyjólfur Sigurðsson, forseti Kiwanis International, fyrir störf í þágu félagsmála á alþjóðavettvangi. Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, fyrir störf í þágu lista og menningar. Dr. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur, fyrir vísindastörf. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli,, fyrir störf í þágu lög- gæslu og fíkniefnavarna. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars, fyrir framlag til samgangna og ferðamála. Leifur Breiðfjörð, listamaður, fyrir framlag til glerlistar. Páll Samúelsson, kaupsýslumaður, fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar. Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmað- ur, fyrir framlag til heimildarmyndagerðar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir störf í þágu sveitarstjórnarmála. FRÁ BESSASTÖÐUM VIÐ LEIÐI JÓNS SIGURÐSSONAR Stefán Jón Hafstein, forseti borg- arstjórnar, lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. FÉLAGAR FAGNA Þeir Jón Tryggvi, Valur og Kristján Brynjar nutu veðurblíðunnar en þjóðhátíðardagurinn í ár er sá heitasti frá lýð- veldisstofnun. JÓLABOÐ 17. JÚNÍ Sindri Freyr og vinir hans héldu jólaboð á Austurvelli. Þau vildu með því minna á að jólaboðskapurinn ætti að vara allt árið. HUNDURINN KÓKÓ Það er ekki eingöngu mannfólkið sem heldur upp á þjóðhátíðardaginn. Hundurinn Kókó var mjög ánægður með þá athygli sem hann fékk. BROSMILD BLÖÐRUBÖRN Þessar glaðlegu systur tóku þátt í há- tíðarhöldunum á Akureyri og höfðu gaman af. Sú yngri er tæplega eins og hálfs árs og blaðran átti allan hug hennar. ÞÉTTSKIPUÐ GÖNGUGATA Hafnarstræti var lokað fyrir akandi um- ferð og iðaði gatan af lífi og fjöri frá hádegi og fram á nótt. MÆÐGUR Á UPPHLUT Þær Rannveig og Guðrún klæddu sig upp í upphlut í tilefni þjóðhátíðarinnar. Þær sögðu það vera skyldu allra kvenna sem ættu slíkan búning að klæðast honum á þessum degi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F RÉ TT AB LA Ð IÐ / H Ö RÐ U R / KK

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.