Fréttablaðið - 18.06.2005, Page 46
Opi› frá 10-16 l
augardag og sun
nudag.
Komdu e›a kík
tu á www.geym
sla1.is
Opnunarhelgi
18. júní 2005 LAUGARDAGUR
> Við finnum til með ...
... íslenskum
íþróttamönnum sem
standa í ströngu á
erlendri grundu þessa
dagana og hafa lent í alls
kyns vandræðum með
vegabréf sín og tollverði
sem vinna störf sín ekki
heiðarlega. Vonandi hefur
það ekki áhrif á gengi okkar
fólks.
Heyrst hefur ...
... að stuðningsmenn KR séu búnir að fá
upp í kok af gengi liðsins og séu farnir að
öskra eftir blóði. Margir þeirra vilja sjá
Magnús Gylfason hverfa úr þjálfarastóli
en miðað við hasarinn á spjallsíðu
félagsins vilja enn fleiri sjá Jónas Krist-
insson og félaga í stjórninni á bak og
burt. Kominn er titringur í Vesturbæinn.
sport@frettabladid.is
26
> Við hrósum ...
.... RÚV fyrir að bjóða landsmönnum upp á
landsleik Íslands og Hvíta-
Rússlands í beinni
útsendingu í dag.
Leikurinn er mikilvægari en
margur gerir sér grein
fyrir og framtíð
landsliðsins veltur
á hagstæðum
úrslitum.
Forma›ur KR-Sports segir stjórn félagsins bera fullt
traust til fljálfarans, Magnúsar Gylfasonar.
Við erum ekki að
fara á taugum
FÓTBOLTI Knattspyrnurisinn KR er í
krísu. Eftir sex leiki í Landsbanka-
deildinni situr liðið í sjötta sæti
deildarinnar með aðeins sjö stig,
ellefu stigum minna en topplið
FH. Það sem meira er hefur liðið
aðeins skorað fimm mörk í
þessum sex leikjum og það þrátt
fyrir að hafa innan sinna raða ein-
hverja mestu markaskorara
Íslandsmótsins frá upphafi.
Miklar væntingar voru gerðar
til KR fyrir tímabilið enda fékk fé-
lagið tvo „feitustu“ bitana á leik-
mannamarkaðnum – Grétar Ólaf
Hjartarson og Bjarnólf Lárusson –
og teflir fram ekki síðri hóp en síð-
ustu ár. Í brúnna var fenginn
Magnús Gylfason, sem hafði náð
athyglisverðum árangri með ÍBV.
Velgengnin hefur látið á sér
standa hjá liðinu og þegar slíkt
gerist fara ávallt af stað sögur um
að reka eigi þjálfarann.
„Það er ekki fótur fyrir svona
umræðu,“ sagði Jónas Kristins-
son, formaður KR-Sports, við
Fréttablaðið í gær. „Ég er búinn að
vera í þessu í 20 ár og hef ekki
nokkrar áhyggjur af þessu Ís-
landsmóti. Ég hef kannski ekki trú
á því að við verðum Íslandsmeist-
arar en hef fulla trú á því að við
getum gert fína hluti í bikarnum.
Boltinn er bara þannig að stundum
ganga hlutirnir upp og stundum
ekki..“
Jónas var á leiknum í Grinda-
vík og sagðist hafa verið sáttur
með spilamennsku liðsins í þeim
leik. Honum skildist að liðið hefði
skapað sér fín færi í hinum
leikjum sumarsins og því væri
þetta spurning um að nýta færin.
„Það er ástæðulaust að fara á
taugum yfir þessu gengi. Það væri
samt lygi að segja að gengið hefði
staðið undir væntingum en hlut-
irnir eru ekki að falla með okkur.
Það er í sjálfu sér ekkert annað við
þessu að gera en að halda áfram.
Við erum ekki að fara á taugum og
það leysir engin vandamál að
henda mönnum út af lóðinni. Við
berum fullt traust til þjálfarans og
leikmannanna,“ sagði Jónas Krist-
insson.
henry@frettabladid.is
Íslenska handboltalandsliðið leikur í
dag síðari leik sinn gegn Hvít-
Rússum í einvíginu um sæti í loka-
keppni Evrópumóts landsliða sem
verður í Sviss í janúar á næsta
ári. Leikurinn fer fram
ytra en Ísland vann
stórsigur í fyrri leikn-
um sem fram fór í
Kaplakrika 33-24
og ekkert nema
stórslys getur
komið í veg
fyrir að Ísland
komist áfram á
EM.
Það gekk þó
ekki klakklaust
hjá strákunum
okkar að komast til Hvíta-Rúss-
lands í gær því þeir voru látnir
dúsa í um tvo tíma á tollinum
við komuna til landsins. „Þeir
þóttust vera að skoða passana
okkar, það var fólk með okkur í
vélinni sem fór í gegn á tíu
mínútum en
svo lendum
við í þessu.
Þetta er sál-
fræðihernaður
og ekkert ann-
að. Við vorum
látnir hanga í
lokuðu herbergi
og gátum ekki farið
á klósettið eða neitt,
það má eiginlega segja að
þetta hafi verið þriðja flokks grín. Það
var komið fram við okkur eins og við
værum glæpamenn að koma inn í
landið. Skoðaðar voru upplýsingar um
hvern og einn í tölvu,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn Viggó Sigurðsson á leið upp í
rútu í gær.
Það er því alveg ljóst að þeir í Hvíta-
Rússlandi reyna allar leiðir til að fá
íslensku landsliðsmennina til að mis-
stíga sig. Leikurinn í dag hefst kl.13.00
að íslenskum tíma, eða 16.00 að stað-
artíma. Allt uppistandið í gær riðlaði
dagskrá íslenska liðsins en um leið og
strákarnir voru búnir að koma sér fyrir á
hótelinu í gær fóru þeir beint á æfingu.
Viggó sagði að andinn í hópnum væri
góður og ástandið á leikmönnum eins
og best verður á kosið.
STRÁKARNIR OKKAR: MÁTTU BÍÐA Í TVO TÍMA Í TOLLINUM Í HVÍTA-RÚSSLANDI
Sálfræ›iherna›ur og ekkert anna›
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
15 16 17 18 19 20 21
Laugardagur
JÚNÍ
■ ■ LEIKIR
14.00 Keflavík og ÍBV mætast í
Landsbankadeild kvenna.
■ ■ SJÓNVARP
12.50 Landsleikur í handbolta á
RÚV. Hvíta-Rússland – Ísland í
beinni.
15.45 Álfukeppnin á Sýn. Túnis –
Þýskaland í beinni útsendingu.
17.50 Formúla 1 á RÚV. Bein
útsending frá tímatökum.
18.00 US Open á Sýn. Bein
útsending frá þriðja keppnisdegi.
23.00 Álfukeppnin á Sýn. Upptaka
frá Ástralía – Argentína.
01.00 Hnefaleikar á Sýn. Glen
Johnson – Antonio Tarver. Bein
útsending.
SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR Jónas
Kristinsson, formaður KR-Sports, ber
fullt traust til þjálfara síns, Magnúsar
Gylfasonar, þótt lítið hafi gengið hjá
KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Detroit Pistons jafnaði metin gegn San Antonio:
Or›i› einvígi á n‡jan leik
KÖRFUBOLTI Alger viðsnúningur
hefur orðið í einvígi Detroit Pist-
ons og San Antonio Spurs í loka-
úrslitum úrslitakeppni NBA, en
Detroit rótburstaði San Antonio,
102-71, í fjórða leik liðanna í fyrri-
nótt og hefur jafnað metin í 2-2.
Sjö leikmenn Detroit skoruðu
yfir 10 stig í leiknum og þeir
Chauncey Billups og vara-
maðurinn Lindsay Hunter voru
atkvæðamestir með 17 stig hvor.
Tim Duncan var stigahæstur hjá
Spurs með 16 stig og hirti 16 frá-
köst, en virkaði afar slappur eins
og allir félagar hans í liðinu. „Ég
held að þetta hafi verið besta
frammistaða liðs sem ég hef
þjálfað í úrslitakeppni á mínum
ferli,“ sagði Larry Brown, þjálfari
Detroit, eftir leikinn. Næsti leikur
liðanna fer fram í Detroit, en svo
verða þeir leikir sem eftir verða
háðir í San Antonio í Texas. - bb
GÓÐUR Chauncey Billups fór fyrir liði
Detroit að venju og skoraði 17 stig.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
2. deild Evrópubikars landsliða í frjálsum íþróttum:
fiórey Edda án vegabréfs
og komst ekki til Tallinn
FRJÁLSAR Íslenska frjálsíþrótta-
landsliðið sem er nú mætt til
Tallinn í Eistlandi varð fyrir
miklu áfalli í gær þegar ljóst
varð að stangarstökkvarinn
Þórey Edda Elísdóttir verður
ekki með í Evrópubikarkeppn-
inni en Ísland keppir ásamt
heimamönnum, Austurríki, Dan-
mörku, Ísrael, Lúxemborg,
Noregi, Slóvakíu, Lettlandi og
Litháen í 2. deild um helgina.
Þórey Edda var sterkasti
keppandi íslenska liðsins og var
sigurstrangleg í stangarstökki
kvenna en ástæða þess að hún
keppir ekki í Evrópubikarnum er
sú að vegabréf hennar gleymdist
í Tékklandi um síðastliðna helgi.
Vegabréfið var sent í pósti
síðastliðinn þriðjudag en barst
henni ekki í tæka tíð fyrir ferð
hennar til Tallinn. Þetta eru
mikil vonbrigði fyrir hana og ís-
lenska liðið.
Þrátt fyrir þetta áfall er mikil
stemning í íslenska hópnum.
Vígsla nýliðanna gleymdist
ekki og var hún haldin með til-
heyrandi látum og skemmtun
eins og fram kemur á heimasíðu
sambandsins. Óvenju margir
voru vígðir þar sem liðið er mjög
ungt. - óój
ÁN VEGABRÉFSINS Þórey Edda Elísdóttir
komst ekki til Eistlands og verður ekki
með í Evrópubikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR