Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 10

Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 10
18. júní 2005 LAUGARDAGUR AF NETINU H › DAGBLAÐIÐ VÍSIR 132. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2005 Logi leiddi Svanhildi sjálfur inn kirkjugólfið Smyglaði dópi og sneri við blaðinu „Mun sakna dóttur minnar í fangelsinu.“ Þegar kraftaverk snýst upp í svartnætti Allt um brúðkaup ársins Bls. 14-16 Bls. 53 Bls. 26-27 Bls. 4 Bls. 37 Klara í Nylonkomin á fast Nemendur Þorfinns vilja grýta hann með eggjum Fórnarlamb handrukkarasvarar fyrir sig FÆÐINGARÞUNGLYNDI Börn níðingsins íSmáíbúðahverfinubúa enn hjá honum Barnaníðingur gengur laus í Smáíbúðahverfinu. DV fékk hann til að játa.Foreldrar eru skelfingu lostnir og varnarlausir gagnvart níðingnum sem notaði eigin börn sem beitu. Bls. 12-13 Bls. 8 Hefurflúsé› DV í dag Allt um brúðkaup Svanhildar og Loga Hugsanlegt vanhæfi HalldórsÁsgrímssonar forsætisráðherra til afskipta af sölu Búnaðar- bankans síðla árs 2002 hefur verið í fréttum undanfarna daga og vikur. Með skömmum fyrir- vara boðaði hann til blaða- mannafundar síðastliðinn mánudag. Þar birti hann þá niðurstöðu Ríkis- e n d u r s k o ð u n a r, eftirlitsverkfæris Alþingis, að ástæðulaust væri að véfengja hæfi forsætisráðherra til afskipta af sölu ríkisbank- anna. Hagsmunir hans í krafti Skinneyjar-Þinga- ness væru smá- vægilegir, en fyrirtækið er að 34 prósentum í eigu ættingja f o r s æ t i s r á ð - herra. Stjórnar- andstæðingar vé- fengja réttmæti þess að Ríkisend- urskoðun fjalli um lögfræðileg álitamál sem þetta og raunar hefur ríkisendurskoð- andi sínar efasemdir sjálfur í þeim efnum. Hvað sem öðru líður sté Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra fram með minnisblað Ríkisendurskoð- unar sjálfum sér til varnar. Ríkisendurskoðandi haggast ekki og segir Halldór ekki vanhæfan. Halldór Ásgrímsson fæddist á Vopnafirði 8. september 1947 í þekktu húsi sem nú kallast Kaup- vangur en kennt var við dönsku verslunina Örum og Wulf. Þetta hús hefur nú verið gert upp og hýsir brátt kaffi- stofu og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Halldór er sonur Ásgríms Halldórssonar fram- kvæmdastjóra á Hornafirði og Guðrúnar Ingólfsdóttur hús- móður, en þau eru bæði látin. Til fróðleiks má geta þess að afi Halldórs í föðurætt og al- nafni var einnig alþingismaður á sínum tíma. Eiginkona Halldórs er Sigur- jóna Sigurðardóttir læknaritari og eiga þau þrjár uppkomnar dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld. Halldór er löggiltur endur- skoðandi að mennt og kenndi meðal annars slík fræði við Há- skóla Íslands skamma hríð. Lengstum hefur Halldór helgað sig stjórnmálabaráttunni og varð ungur áberandi í röðum Framsóknarflokksins. Reynd- ar er Halldór sá þingmaður sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi en hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Austfirðinga árið 1974. Þeir sem starfa með Halldóri innan Fram- sóknarflokksins sem utan hans segja hann mikinn dugnaðarfork og styrkur hans sé mikið vinnuþrek. Hann viti vel á hvaða leið hann sé, erfitt sé að hagga skoðunum Halldórs og ákvörðunum þeg- ar hann hafi tekið stefnuna og aldrei njóti hann sín betur en í andstreymi kosn- ingabaráttu. Halldór hefur hlið sem of sjaldan snýr að kjós- endum, segir einn af samherjum hans, en hún er sú að hann er góður húmoristi, rækt- arsamur við fjölskyldu sína og berst ekki mikið á. Þá er einnig nefnt að Halldór sé mikill úti- vistarmaður, gangi á fjöll og stundi líkams- rækt þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Hann er vinur vina sinna,“ segir samstarfsmaður Hall- dórs. Veikleiki Halldórs er þungt skap og stundum þung- lamaleg framkoma. Hann er ekki beinlínis lipur í samskipt- um og stundum ósveigjanlegur, segir einn af samflokksmönn- um hans en bætir við: Halldór er ekki kaldrifjaður. Hann er miklu fremur hrekklaus en tekur hlutina stundum of persónulega. MAÐUR VIKUNNAR Hrekklaus dugna›arforkur HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA OG LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Ríkisvatn er ekki gott Ég get fallist á það að aðgengi að vatni teljist til mannréttinda, þótt reyndar sjái ég ekki að þörf sé á sérstöku ákvæði sem fjallar um það og það einungis. En hins vegar er auðvitað fráleitt og gott að- gengi sé tryggt með opinberum rekstri. Ef svo væri þá hefði aðgengi manna að mat átt að vera best í þeim löndum þar sem framleiðsla og dreifing þess var einmitt „samfélagsleg“, en sagan sýnir að þannig var það ekki. Í þeim löndum var það hins vegar þannig að matur og vatn voru vissulega sjaldnast söluvara, heldur skömmtunarvara, og aðgengi að þeim líkt mannréttindum að því leyti að vera frekar takmarkað og háð duttl- ungum stjórnvalda. Pawel Bartoszek – deiglan.com Í orði og á borði Eins og við þekkjum hefur íslensk fjöl- miðlaumræða um innflytjendur verið mun jákvæðari, enda mun færri innflytj- endur á Íslandi. Það þarf þó ekki að merkja að almenn viðhorf til innflytjenda séu jákvæðari og eins líklegt að hatur á þeim gysi upp ef þeim fjölgaði nokkuð, eins og gerðist í Danmörku. Danir hafa stundum verið sagðir ræða málin til óbóta en að minnsta kosti merkir það að minna er um undiröldu sem hvergi kemur fram. Þess vegna eru viðhorf flestra Dana til innflytjenda öllu já- kvæðari en ætla mætti af lestri blaða. En ætli sú sé raunin á Íslandi? Ármann Jakobsson – murinn.is Ill tilhugsun Það er merkilegt að Heimssýn, hreyfing Evrópuandstæðinga á Íslandi, hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og nei-hreyfingin Evrópu. [...] Í þjóðar- atkvæðagreiðslunum í Evrópu voru hörðustu andstæðingar stjórnarskrár- innar pópúlistar af hægri vængnum sem kenna útlendingum um allt sem aflaga fer og ala á ótta við að Tyrkir fái inn- göngu í sambandið. Hinum megin voru svo vinstri pópúlistar sem nærast á ótta við hnattvæðingu og engilsaxneska markaðshyggju. Vandinn er að þetta lið hefur ekkert upp- byggilegt fram að færa í stjórnmálunum. Einu marktæku viðbrögðin við kröfum þess væri að reisa nýjar girðingar sem verða settar saman úr tortryggni, þröng- sýni, smásálarhætti. Krafan er um nýtt tímabil verndarstefnu – um að ríki Evrópu fari aftur að loka sig af. Það er ill tilhugsun. Egill Helgason – visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.