Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 20
Svala Björgvins er að leggjalokahönd á nýja plötu semSkífan mun gefa út í haust. „Platan kemur út í október en fyrsta lagið fer í spilun í ágúst,“ segir Svala, sem er þessa dagana að vinna að myndbandi við lagið. Aðspurð hvort hún stefni með plötuna á erlenda markaði segir hún það alveg hugsanlegt en það muni bara koma í ljós þegar nær dragi. „Þessi plata er eiginlega eins og barnið mitt,“ segir Svala. „Ég og pabbi stjórnuðum upp- tökum því mér fannst nauðsyn- legt að hafa einhvern með svo góða reynslu í þessu verkefni,“ segir hún, en eins og flestir vita er Svala dóttir Björgvins Hall- dórssonar. Hún samdi öll lögin á plötunni í samstarfi við aðra lagasmiði, þar á meðal Krumma bróður sinn, Friðrik Karlsson, Ian Morrow og Ben Barson. Text- arnir eru einnig eftir hana sjálfa og þeir eru á ensku. „Þetta er poppplata en hún er samt ólík plötunni sem ég gaf út 2001 því það eru heil sex ár frá því ég tók hana upp. Maður breytist og vill gera nýja hluti og þroskast sem tónlistarmaður,“ segir Svala, sem er að taka plötuna upp í stúdíói í Hafnarfirði sem tilheyrir Stúdíó Sýrlandi. „Þetta er gamalt og frægt stúdíó, helstu tónlistar- menn Íslands tóku upp plöturnar sínar þarna í gamla daga og and- inn þarna inni er frábær.“ Ameríkuævintýrið Svala segir að platan sem kom út 2001 hafi verið góð reynsla en hún hafi verið framleidd með ákveðinn markað í huga. Platan kom út í lok september það árið, en það var afar óheppilegur tími fyrir Bandaríkjamarkað. Skemmtanabransinn átti mjög erfitt uppdráttar í kjölfar hryðjuverkanna 11. september og ekki gott fyrir ungt fólk að koma sér á framfæri. Svala segir þó enga eftirsjá í sínum huga. „Nýja platan er mitt hugarfóstur og hún sýnir betur hver ég er,“ segir Svala. „Hún er meira lif- andi og öll handspiluð. Ég vil bara leggja áherslu á góða texta og vel samin lög sem fólk hefur gaman af.“ Samstarfið við kærastann Svala hefur í nógu að snúast því hún hefur einnig verið að vinna töluvert með kærastanum sínum, Einari Egilssyni. Þau vinna við hönnun og ljósmyndun og kalla sig Suzy & Elvis. „Mér hefur alltaf þótt gaman að stílisera og Einar er ljósmyndari og grafíker svo við ákváðum bara að sameina krafta okkar,“ segir Svala. „Við höfum líka verið að dj-a saman.“ Einar hlustar mikið á hiphop og soul en Svala segist ekki vera undir þess konar áhrifum,hlustar meira á 70’s-rokk og 80’s-tónlist. „Hann hefur ekki áhrif á tónlistarsmekk minn en hann gefur mér innblást- ur.“ Hefur sinn persónulega stíl Svala hefur mjög skemmtilegan fatasmekk og þykir ávallt vera mjög smart til fara. Hún lítur betur út en nokkru sinni fyrr og þegar blaðamaður mætti heim til hennar var hún í skemmtilegu bleiku dressi með ljósa þykka hár- ið í hnút á höfðinu. Hún segist kaupa mikið af fötum erlendis eða í „vintage“-búðum á netinu. „Ég hef ekki neinn ákveðinn stíl. Bara minn eigin,“ segir hún hugsi. „Hérna heima versla ég helst í Spúútnik, Zöru eða Kolaportinu. Það er oft hægt að finna eitthvað skemmtilegt þar.“ Krummi með í poppið Svala segir að samstarfið með Krumma bróður sínum hafi geng- ið vel og að hann eigi ekki í nein- um vandræðum með að skipta um stíl, en flestir kannast við Krumma sem harðan rokkara úr Mínus. „Hann á mjög auðvelt með að vinna við ólíka tónlist enda er gott fyrir tónlistarmenn að festast ekki í einum stíl heldur prófa fleiri stefnur“. Frægt er orðið að Krummi er með nafn Svölu tattú- verað á líkama sinn en Svala segir að ekki standi til að svara í sömu mynt og fá sér nafn Krumma. „Að minnsta kosti ekki í nánustu fram- tíð – en það er samt aldrei að vita. Ég er með tvö tattú núna og ætla að láta það duga í bili,“ segir hún og brosir. 20 18. júní 2005 LAUGARDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR E G IL SS O N N‡ plata á lei›inni Svala Björgvins er ein glæsilegasta poppsöngkona okkar Íslendinga. Sóley Kaldal fór og spjalla›i vi› hana um væntanlega plötu, Ameríkuævint‡ri› og samstarfi› vi› kærastann. SVALA Svala er á leiðinni til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til LA, á næstu vikum og ætlar bæði að vinna og slappa af. SUZY Svala kallar sig Suzy þegar hún er stílisti, en hægt er að skoða verkefni Suzy & Elvis á síðunni www.internet.is/suzy. Fyrir þá sem vilja forvitnast um Svölu bendir hún á síðuna www.svalasworld.com.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.