Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 12
12 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Víkin er eins og kirkja „Fallegasti staður sem ég hef komið á er Hornvík,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Hún gekk á Hornstrandir síðastliðið sumar og féll svo fyrir staðnum að hún ætlar þangað aftur í sumar. „Þarna er allt. Ótrúleg náttúrufegurð, fámenni og auð- ugt fuglalíf,“ segir Ólína, sem líkir staðnum við kirkju. „Þetta er kyrrlát vík mót opnu hafi og þarna eru allir litir og mikil kyrrð.“ Ólína segir að Hornvíkin sé sá staður á Íslandi sem hafi orkað sterkast á hana á ævinni. Annar uppáhaldsstaður Ólínu er gljúfur í Álftafjarðarbotni en þangað liggur eingöngu göngu- leið. „Þar er óskaplega fallegt,“ segir Ólína en henni þykir vænst um Vestfirðina þó hún segi að vissulega eigi allir landshlutar sína helgistaði sem séu mjög fallegir. Staðir eins og Dritvík á Snæfellsnesi, Hvallátrar í Barða- strandarsýslu, Skaftafell, Fljóts- dalshérað, Eyjafjörður og Hornafjörður. „Það er einhver karakter í vestfirsku landslagi sem orkar mjög sterkt á mig,“ segir Ólína, sem á örugglega eft- ir að koma oft á Hornstrandir í framtíðinni. Varla jarðneskt að sjá laxa stökkva í Norðurá „Minn uppáhaldsstaður er Norðurárdalurinn í Borgarfirði,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamanna- hreppi, sem er að planta trjám þegar samband er haft við hann. Auk þess er Þórsmörk í miklu uppáhaldi hjá honum. Ísólfur var meðal annars kenn- ari í sex ár á Samvinnuskólanum á Bifröst og einnig veiðivörður í nokkur sumur í Norðurá. „Þar var svo fallegt að maður sveif um og fannst maður varla jarðneskur þegar maður sá laxinn stökkva í Norðurá,“ segir Ísólfur, sem á mikið af góðum minningum frá þessum tíma. „Þórsmörkin er líka óskaplega falleg og það er gaman að ganga um mörkina. Þar stendur tíminn nánast kyrr,“ segir Ísólfur, sem fer alltaf einu sinni á ári í Þórs- mörk og reynir einnig að komast reglulega í Norðurárdalinn. Ísólfur hefur mest gaman af því að ganga um og skoða náttúr- una. Þegar hann er staddur í Þórs- mörk finnst honum best að gera út frá Húsadal, því þar er gufubað sem gott er að fara í á kvöldin. Þá hefur hann gengið Fimmvörðu- hálsinn í nokkur skipti. „Það er himnaríki á jörð,“ álítur Ísólfur, sem finnst best að vera á ferðinni um hásumarið. Hins vegar séu bæði Þórsmörk og Norðurárdal- urinn mjög falleg í haustlitunum. Æskuminningar úr Hallormsstað „Ísland allt,“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráð- herra, þegar hann er spurður að uppáhaldsstað sínum á landinu. Honum finnst erfitt að gera upp á milli staða enda kann hann vel við sig hvar sem hann fer, að eigin sögn. Hann veit þó meira um Austurland en önnur svæði enda hefur hann skrifað um það svæði í nokkrum af árbókum Ferðafélags Íslands. Hallormsstaður er honum þó ofarlega í huga. „Þar er fjöl- breytni í landi og lífríki,“ segir Hjörleifur, sem kemur oft á ári í Hallormsstaðarskóginn. Hann á margar minningar þaðan enda var faðir hans skógar- vörður á staðnum. Hjörleifur segir það hafa verið mjög góðan stað til að alast upp á. „Þetta er þekktasti þjóðskógur á Íslandi og var ennþá frægari fyrir hundrað árum, áður en farið var að hlúa að skógum annars staðar,“ segir Hjörleifur, sem segir að sér hafi komið það spánskt fyrir sjónir þegar hann kom út úr skóginum sem krakki. Hjörleifur segist þó ekki síður kunna vel við sig uppi til fjalla. „Ég hef heildstæða skynjun á nátt- úrunni og kann alls staðar vel við mig. Hvert svæði hefur sín sér- kenni og sjarma og erfitt að gera upp á milli.“ Heimabærinn Reykjavík Jónína Bjartmarz alþingiskona á sér marga uppáhaldsstaði á land- inu. Reykjavík er henni ofarlega í huga enda borin þar og barnfædd. „Þetta er heimabærinn,“ segir Jón- ína, sem hefur búið í Smáíbúða- hverfinu, Vesturbænum og Breið- holti. Þá hefur hún einnig sérstakt dá- læti á Hornströndum, sem hún hefur gengið í fimm skipti, en þang- að fór hún í fyrsta sinn árið 1982. „Fyrst ég er komin með hug- ann vestur dettur mér líka í hug Haukadalur í Dýrafirði,“ segir Jónína. „Í fyrsta sinn sem ég kom þangað á æskuárum fann ég að ég væri ættuð þaðan,“ segir Jónína en hið sama segir hún að hafi verið uppi á teningnum þegar hún kom í Skaftafellssýslu þaðan sem amma hennar er ættuð. Það sem heillar Jónínu mest við Hornstrandir er hin ósnortna náttúra. „Ef maður er svo heppinn að koma þangað með góðum leið- sögumanni er það tvöföld ánægja,“ segir Jónína, sem segir sjarmann jafn mikinn hvort sem gengið sé í glampandi sól eða rigningu. Í fyrstu ferð Jónínu á Horn- strandir gekk hún í fjórtán tíma í nýjum skóm og þurfti það sem eftir var ferðar, níu daga að ganga í ullarsokkum og stígvélum þar sem hún fékk hrikalegt hælsæri. Jónína reynir að komast á fjöll á hverju ári. Hún segir það lífs- nauðsynlegt til að hlaða batteríin. Nú eru hins vegar tvö ár síðan hún fór slíka ferð síðast og því alls konar varaleiðslur komnar í gagnið. Hún stefnir þó að á að fara í lengri gönguferð í sumar. solveig@frettabladid.is Á Íslandi eru gríðarlega margir fallegir og áhugaverðir staðir og því um nóg að velja fyrir innlenda sem erlenda ferðalanga. Þó eru alltaf einhverjir sem standa upp úr í minningunni. Það er eitthvað við hvern stað sem orkar mismunandi sterkt á hvern þann sem sækir hann heim. Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar sögðu frá sínum uppáhaldsstað á landinu og hvar þeir vilja helst vera. Allt á grillið Lúðusteikur í hvítlaukskryddlegi.......1690,- Löngusteik í rauðvínskryddolíu.....1.290,- Keilusteik m/piparkryddblöndu....1.290,- Steinbítssteikur með hvítlauk og kryddjurtum...1.290 Laxasteik hunangslegin, beinlaus....1.290,- Humar stór................................5.350,- Humar medium........................3.990,- Risarækjur með skel.................2.000,- Hörpufiskur kanadískur..............2.990,- ÞÓRSMÖRK Einn af eftirlætisstöðum Ísólfs Gylfa. HORNVÍK Ólína Þorvarðardóttir á uppáhaldsstað sínum í Hornvík. Hér vil ég helst vera HALLORMSSTAÐUR Hjörleifur Guttormsson á margar æsku- minningar úr Hallormsstaðarskógi. REYKJAVÍK Jónína er borin og barnfædd í Reykjavík og kann því einna best við sig þar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.