Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 16

Fréttablaðið - 18.06.2005, Side 16
„Ég ætla að fara í Hallorms- staðarskóg með systur minni,“ segir Kristbjörg Kjeld leikkona, sem á sjötugsafmæli í dag. Í Hall- ormsstað ætlar hún að dvelja í í sumarbústað og fara í afmælis- boð, þó ekki sitt eigið. „Ég er ekki sérstaklega mikið afmælisbarn, en mér er þó minnisstætt fimm- tugsafmælið sem ég hélt upp á ásamt stöllum mínum, Guðrúnu Ásmundsdóttur og Bríeti heitinni Héðinsdóttur. Það var svokallað 150 ára afmæli KGB og var óskaplega skemmtilegt.“ Krist- björg segir að það hafi ekki kom- ið til greina að hún og Guðrún héldu sameiginlega upp á sjö- tugsafmælin í ár. „Það væri bara 140 ára afmæli og það er ekkert merkilegt,“ segir hún hlæjandi. Stórafmælið er þó ekki einu tímamótin í lífi Kristbjargar um þessar mundir því hún er bæði nýflutt og nýhætt á föstum samn- ingi hjá Þjóðleikhúsinu eftir tæp- lega fimmtíu ára veru þar. „Jú, tímamótin hrúgast upp hjá mér. Núna er ég orðinn „freelance“. Það er spennandi að vera laus og liðug og tilboðunum á ábyggilega eftir að rigna inn héðan og það- an,“ segir Kristbjörg og hlær, en vill lítið meira gefa upp. „Það er svo sem ýmislegt í spilunum en óþarfi að tíunda það á meðan ekkert hefur verið neglt niður. Ég á eftir að hafa nóg fyrir stafni,“ segir hún sposk. Sumrinu hefur Kristbjörg ráðstafað út í ystu æsar og ætlar að ganga um þvert og endilangt Snæfellsnesið og Hornstrandir. „Ég fer í gönguferðir á hverju ári. Ég er í gönguhóp og við förum yfirleitt í fjögurra til fimm daga ferðir. En í sumar ætla ég að bæta um betur og fara í tíu daga gönguferð til við- bótar.“ Kristbjörg segist þó að öllu jöfnu ekki vera mikil úti- vistarmanneskja. „Það breytist hins vegar á sumrin því ég held að það sé ekkert eins gefandi fyrir sálina og að ganga um okkar fallega land.“ ■ 16 18. júní 2005 LAUGARDAGUR ROALD AMUNDSEN (1872-1928) lést þennan dag. Gefandi fyrir sálina að ganga um landið TÍMAMÓT: KRISTBJÖRG KJELD LEIKKONA SJÖTUG „Þeir ensku hafa haldið því fram um allan heim að skíði og hundar séu ónothæf á þessum slóðum og að föt úr loðfeldi séu rusl. Sjáum til, sjáum til.“ Roald Amundsen var norskur landkönnuður. Hann fór fyrir hópi manna í leiðangri árið 1911 til 1912 sem komst fyrstur allra á Suðurskautið. timamot@frettabladid.is JAR‹ARFARIR 10.30 Kristín Helgadóttir, Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju 11.00 Brynjólfur Jónatan Jónsson, Borg, Reykhólasveit, verður jarð- sunginn frá Reykhólakirkju. 13.00 Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Mýr- argötu 20, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju. 13.30 Sigurður Þröstur Hjaltason, Knarrarbergi 7, Þorlákshöfn, verð- ur jarðsunginn frá Þorlákskirkju. 14.00 Jörundur Sigurgeir Sigtryggsson verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju 14.00 Erla J.E. Gísladóttir frá Hergilsey, Kirkjuvegi 70, verður jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Kjartan Stefánsson, frá Móbergi, Hrísey, verður jarðsunginn frá Hríseyjarkirkju. AFMÆLI Stefán Baldursson leikstjóri er 61 árs. Júlíus Vífill Ingv- arsson er 54 ára. Tinna Þ. Gunn- laugsdóttir þjóð- leikhússtjóri er 51 árs. Viðar Eggertsson leikstjóri er 51 árs. Guðjón Hjörleifs- son, alþingismaður er fimmtugur. Vilborg Halldórs- dóttir leikkona er 48 ára. G. Pétur Matthías- son fréttamaður er 45 ára. Sveinn Helgason fréttamaður er 38 ára. Auðun Helgason knattspyrnumaður er 31 árs. Lára Sveinsdóttir leikkona er 31 árs. ANDLÁT Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Ytri- Veðrará lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 14. júní. KRISTBJÖRG KJELD Hélt veglega upp á 150 ára afmæli sitt, Guðrúnar Ásmundsdóttur og Bríetar Héðinsdóttur, KGB klíkunnar, fyrir 20 árum. Eitt versta flugslys í sögu Bret- lands átti sér stað þennan dag árið 1972. Allir farþegar um borð í flugvél British European Airways létust, 118 manns, þegar vélin hrapaði fáeinum mínútum eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli. Vélin end- aði á akri stutt frá bænum Staines og munaði minnstu að hún lenti í miðjum bænum. Vitni töldu að vélin hefði brotn- að í tvennt í loftinu og lentu hlutarnir tveir um 50 metra hvor frá öðrum. Tvennt var á lífi þegar björgunarmenn bar að en bæði dóu stuttu síðar. Rannsókn á flugslysinu leiddi í ljós að rangur hraði hefði leitt til þess að vélin ofreis. Þar sem vélin var ekki nógu hátt á lofti gat áhöfnin ekki náð stjórn á henni aftur. Krufning á flug- manninum sýndi að hann hafði þjáðst af hjartaveilu sem að öllum líkindum hafði valdið honum nokkrum sársauka stuttu fyrir slysið. Leiddar voru að því líkur að þetta hefði skert dómgreind flugmannsins og því hefði hann gert þessi banvænu mistök sem enginn í áhöfninni virtist hafa tekið eftir. Þetta flugslys var það versta í sögu Bretlands þar til Pan Am- þota var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi í desem- ber árið 1988. 18. JÚNÍ 1972 Allir um borð í vélinni létu lífið. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1000 Kristniboðarnir Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason taka land á Heimaey og skipa upp viði í kirkju sem Ólafur konungur boðaði að reist skyldi þar sem þeir kæmu fyrst í land. 1815 Napoleon er gersigraður við Waterloo. 1940 Hitler og Mussolini funda í München. 1955 Þrír bræður frá Hvítár- bakka í Biskupstungum kvænast þremur systrum úr Austurhlíð í sömu sveit. 1980 Fokker-flugvél nauðlendir á Keflavíkurflugvelli, eng- inn slasast. 1983 Fyrsta bandaríska konan flýgur út í geim, tuttugu árum á eftir fyrstu rúss- nesku konunni. Eitt versta flugslys í sögu Bretlands Útför okkar kæru Fanneyjar Gísladóttur sem lést 10. júní s.l. verður gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.00. Fyrir hönd ættingja og vina. Bóel Ísleifsdóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Þorgeirsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Álfaskeiði 49, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Garðakirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.00. Þorgeir Sæmundsson Margrét Guðmundsdóttir Helgi Sæmundsson Guðbjörg Harðardóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bergljót Þorsteinsdóttir frá Byggðarholti, Lóni, fyrrum húsfreyja, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn, Hornafirði, laugar- daginn 18. júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á elliheimilið Skjólgarð á Höfn. Guðmundur Þórðarson Arnór Þórðarson Ólöf Rafnsdóttir Freysteinn Þórðarson Guðlaug Þorgeirsdóttir Erla Ásthildur Þórðardóttir Hugi Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, Arent Pjetur Eggertsson Sindragötu 4, Ísafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 15. júní. Berglind Sveinsdóttir Pálmi Ó. Árnason Kristrún Sif Gunnarsdóttir Jóna Sigurlína Pálmadóttir Sveinn Jóhann Pálmason Ingibjörg Kristjánsdóttir Sveinn Jóhannsson Eggert Hjartarson Gríma Huld Blængsdóttir Lára Ósk Eggertsdóttir Gunnar Smári Eggertsson Laura Claessen. www.steinsmidjan.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.