Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 30
8 18. júní 2005 LAUGARDAGUR www.bilaattan.is ALLT Á EINUM STAÐ! Verslun · Smurstöð · Bílaverkstæði · Dekkjaverkstæði Íslandsmeistaramótið í rallakstri er farið af stað og þykir Subaru-liðið sigur- stranglegt að þessu sinni. Jón Bergsson er aðstoðarökumað- ur Subaru-liðsins í rallakstri, sem er talið sigurstranglegt í sumar. „Ég hef keyrt með Guðmundi Guðmundssyni í þrjú ár, hann sem bílstjóri en ég sem aðstoðaröku- maður. Það hefur gengið vel hjá okkur og sumarið leggst vel í okkur,“ segir Jón. Þegar hafa farið fram tvær keppnir af sex á Íslandsmeistaramótinu, sem stendur yfir í allt sumar. Fimmtán lið taka þátt að þessu sinni og segir Jón að töluverður samdrátt- ur hafi orðið í sportinu. „Það verður stöðugt erfiðara að stunda þessa íþrótt. Sportið hefur fengið litla umfjöllun og þar af leiðandi er orðið erfitt að fá styrktaraðila og starfsfólk til að vinna á mótum. Mér finnst að við séum komin svona fimmtán ár aftur í tímann og mér sýnist að þetta sé eina íþróttin innan mótor- sportsins sem verður áfram í sumar,“ segir Jón. Guðmundur og Jón aka á Subaru Impreza RS sem er tveggja dyra bíll, árgerð 1995. „Það er búið að breyta bílnum gríðarlega mikið, setja í hann öfl- ugri bremsur og gírkassa sem kostaði yfir milljón,“ segir Jón en rallið er dýrt sport eins og flest mótorsport. Í fyrrasumar veltu þeir félagar bílnum og þurftu að smíða nýjan bíl á hálfum mánuði til að detta ekki út úr keppninni. Jón segir að það hafi verið ansi strembið en hafi tekist með hjálp góðra manna. Þeir mættu svo til keppni á nýjum bíl sem varla var búið að prófa enda lítið um æfingasvæði fyrir rallbíla. „Það eru ekki til nein æfingasvæði fyrir þetta sport og það gerir okkur erfiðara fyrir. Mótorhjóla- strákarnir hafa sína braut, kvart- mílan líka og svo eru víða brautir fyrir gokart-bíla. Við þurfum hins vegar að stelast til að æfa okkur einhvers staðar sem við megum eiginlega ekki vera og það er kannski ein ástæðan fyrir fækk- uninni í sportinu,“ segir Jón. „Keppnisbrautir eru líka af skorn- um skammti en þegar við keppum fáum við Vegagerðina og sýslu- menn í lið með okkur og vegum er lokað fyrir umferð svo við getum keppt. Oftast eru þetta fáfarnir vegir hér á suðvesturhorninu en stundum förum við út á land, til dæmis til Sauðárkróks eða Húsa- víkur, en næsta keppni fer einmitt fram þar um næstu mánaðamót.“ Jón segir að rallið sé góð útrás og gríðarlega skemmtilegt sport. „Ég keyri varlega úti í umferðinni og get fengið útrás í rallinu án þess að stofna neinum í hættu. Það mættu alveg fleiri fá útrás fyrir hraðaksturinn annars staðar en á götum bæjarins,“ segir Jón. Fimm manna hópur jap- anskra áhugamanna um nýt- ingu hreinnar orku lagði af stað í hringferð um landið síð- asta laugardag á harla óvenjulegu farartæki. Þeir ferðast um á svokölluðum vetnislunda, hydrogen puffin, sem er þríhjól sem gengur fyrir vetni. „Hjólið er byggt upp eins og þrí- hjól. Það var upprunalega með hjálparmótor en Japanarnir settu vetni í staðinn. Þeir sem sagt tóku rafgeyminn af og settu vetnis- geymslu í hans stað. Það er fót- stigið en getur líka gengið fyrir vetni og kemst auðvitað hraðar ef bæði fótaaflið og vetnið er notað,“ segir Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri NýOrku. Japanarnir lögðu af stað á hjól- inu á laugardaginn fyrir viku síðan og settu sér það markmið að vera tíu daga. „Þeir eru á undan áætlun og veðrið hefur leikið við þá þannig að það er aldrei að vita nema þeir komi fyrr heim. Það getur bara einn hjólað í einu á vetnishjólinu en hinir fylgja honum í bíl. Þeir eru með tvær flöskur fullar af vetni með sér frá Ísaga sem eru á stærð við hefð- bundnar gasflöskur,“ segir Jón en þessi ferð Japananna er miklu ódýrari og margfalt umhverfis- vænni en að ferðast um landið á bensínbíl. Hringferðin er samstarf inn- lendra aðila, NýOrku, Sendiráðs Íslands í Japan og Ísaga. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Japanarnir sendu mér tölvupóst þegar ég var á Kastrup af öllum stöðum, á leiðinni til Tókýó. Ég hitti þá í Tókýó næsta dag og við ræddum um verkefnið. Þeir höfðu heyrt mikið um vetnisumræðuna á Íslandi og stefnu íslenskra stjórnvalda um vetni og fannst til- valið að hjóla hringinn í kringum Ísland á vetnishjóli,“ segir Jón en aðalmaðurinn í hópnum er svo sannarlega ævintýramaður. „Já, hann hefur flogið í sólknúinni flugvél og labbað yfir Norður- pólinn.“ „Þessi ferð hefur gríðarlega góð áhrif á ferðamennsku hér á landi. Japanarnir hafa haldið marga blaðamannafundi í Japan um verkefnið og vakið mikla at- hygli. Vetni er ekki ódýrt í dag en með meiri umfjöllun og notkun mun það verða mun ódýrara en bensín í framtíðinni,“ segir Jón en Ísland hefur sýnt frumkvæði í nýtingu vetnis með vetnisstrætis- vögnunum. Vetnishjólið var til sýnis við Perluna fyrir viku þegar hópurinn lagði af stað í hringferðina. Eftir hringferðina fara Japanarnir með hjólið til Japan og verður það til sýnis á Íslandsdeginum á Expo- sýningunni þar í landi. „Það getur vel verið að það verði líka til sýn- is hér á landi áður en það fer til Japan. Við værum líka til í að fá það aftur til Íslands eftir sýning- una en það kemur allt í ljós.“ lilja@frettabladid.is Erfiðara að stunda sportið en áður Guðmundur og Jón við Imprezuna sína. Guðmundur er ökumaður en Jón er að- stoðarökumaður og segir Guðmundi hvað er fram undan. Rallakstur byggir á gagn- kvæmu trausti ökumanns og aðstoðarökumanns og samvinnan verður að vera góð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Japanarnir hafa verið mjög heppnir með veður. Hjólað í kringum landið á vetnislunda Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fékk að prófa hjólið áður en hópurinn lagði af stað frá Perlunni. Hér er stór vörubíll nýbúinn að keyra framhjá og þyrlar aldeilis upp ryki yfir einn af Japönunum. Íslenska sauðkindin veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar vetnishjólið fer fram- hjá henni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.