Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 8
Lýðveldið okkar varð 61 árs í gær. Það er enginn aldur – 61 árs. Og það er engin afmælisdagakurteisi að halda slíku fram. Jung, sá frjói en mollukenndi hugsuður, hefði flokkað þennan aldur innan mann- dómsára. Sá sem er 61 er enn ekki gamall þulur – grand old man – heldur er fullur þátttakandi í erli dagsins, of flæktur í vildar-, vensla- og vinatengsl til að geta búið yfir visku hins gamla. En er samt að vitkast. Hann á aðeins eftir tvö ár að næstu hlutverka- skiptum sínum. Fram undan er viska frelsuð frá hagsmunda- tengslum – viska þeirra sem geta metið framtíðina út frá almanna- hag og hinum eilífa einstaklingi; laus undan taumlausri frekjunni sem við berum í brjósti okkar og sífellt sífrar: Hvað með mig? Hvað fæ ég? Auðvitað þroskast samfélög ekki eins og einstaklingar og framsetning Jung á þroskaferli mannsins á ekkert skylt við þróun íslenskrar samfélagsgerðar undanfarna sex áratugi. Akkúrat ekki neitt. Og við ættum alls ekki að láta það eftir okkur að hugsa þannig. Nóg höfum við skaðað samfélagið okkar með persónu- gerð persónulausra þátta. Fjall- konan hefur hvorki gert íslensk- um konum greiða né auðgað þjóðernishugmyndir okkur. Persónugerð landsins, tungunnar og sögunnar hefur gert okkur að gæslumönnum fortíðar fremur en þeim sköpurum framtíðar sem við ættum að vera. Hin óblíðu nátt- úruöfl sem hafa mótað harðgert fólk öldum saman eru bara grín úr einhverjum pistlahöfundum frá miðbiki nítjándu aldar. Við höfum fyrir löngu snúið á harð- gerða náttúruna; komið okkur upp hitaveitu og þreföldu hljóðein- angruðu gleri. Ef vindurinn gnæðir, ýlfrar og gnaustar er hann aðeins að humma með sjálf- um sér á leið sinni gegnum dag- inn. Það er enginn að hlusta leng- ur. Hin óblíða náttúra er persóna úr leikriti sem er fyrir löngu fall- ið og verður ekki aftur sett upp hérna megin kjarnorkuveturs. En samt. Það er alltaf gaman að reyna að blása persónu í jafn leiðinleg fyrirbrigði í fjöll, gos- hveri, samfélagsgerð og pólitík. Og samkvæmt Jung er íslenska lýðveldið á síðasta spretti mann- dómsáranna. Að baki er bernskan og ungmanndómsárin og fram undan viska efri áranna. Og það er aldeilis eitthvað til að hlakka til. Er ellin ekki einmitt rétti aldurinn fyrir lýðveldi? Er lýð- veldi ekki líkara Guði að þessu leyti en til dæmis fótboltaliði? Þegar Guð var ungur átti hann í eilífu basli; setti svo ströng lög og illa útskýrðar reglur að hann varð að vísa þegnum sínum úr landi. Og voru þeir þó aðeins tveir. Seinna lét hann skapið hlaupa með sig í gönur og drekkti öllum nema allra dyggustu flokksmönn- um sínum. Stjórnartíð hins unga Guðs einkenndist af sífellum inn- gripum í líf einstaklinganna og endalausum lagasetningum. Það var ekki fyrr en á æskudögum Evrópusambandsins að mönnum tókst að semja lengri, óskiljan- legri og leiðinlegri lög en Guð las fyrir Móse á sínum tíma. Upp úr því missti Guð trúna á handstýrð samfélög, gaf eftir öll samskipti við mennina til sonar síns og hefur að mestu haldið sig til hlés upp frá því – lærði að sleppa og leyfa lífinu að hafa sinn gang. Jung segir að æskunni ljúki þegar við verðum 21. Lýðveldið náði þessum áfanga á viðreisnar- árunum. Að baki var hlaup okkar með stríðsgróðann í næstu gott- erísbúð, strákaslagur á skólalóð íslenskra stjórnmála og ákvörðun um að öruggast væri að hafa barnapíu á Miðnesheiði ef eitt- hvað kæmi upp á. Ungmanndóms- árin einkennast af ofmati á eigin getu, óbilandi trú á eigin dellu- hugmyndir og fyrirlitningu á reynslu aldanna. Fullyrðing Stein- gríms Hermannssonar um að lög- mál hagfræðinnar þyrftu ekki að gilda hér þótt þau ættu við annars staðar voru einkunnarorð þessa skeiðs. Samkvæmt Jung lauk því 1987 þegar hafinn var undirbún- ingur að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið; viður- kenning þess að okkur farnist best að laga okkur að heiminum í stað þess að bíða þess að hann lagi sig að okkur – sem er lærdómur og grundvöllur manndómsáranna. Og fram undan er viska efri ár- anna; þegar lýðveldið okkar verður loks grand old man og losnar við afganginn af sjálfs- hyggjunni, hagsmunagæslunni og öðlast virðingu fyrir fólki – ekki aðeins því fólki sem nýtist okkur. Þá hefur okkur tekist að bera þetta lýðveldi okkar þangað sem það á heima; sem staðgengill öldungaráðsins. Við skulum vona að svo sé – í það minnsta halda því fram daginn eftir afmælið – að lýð- veldið okkar sé hægt og bítandi að þroskast, eldast og vitkast. ■ H alldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt sína fyrstu þjóð-hátíðardagsræðu á Austurvelli í gær, í sömu viku og stjórn-arandstaðan hefur haldið uppi miklu málþófi vegna sölu ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankans. Forsætis- ráðherra kom hvergi beint inn á þetta mál í ræðu sinni, en talaði í upphafi hennar um úrtölumennn og þá sem eru bjartsýnir: „Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjartsýni og vilja til að sækja fram? Þeir sem sjá myrkrið í deginum, eða þeir sem sjá ljósið í myrkrinu? Hvorn hópinn viljum við hafa félagsskap af? Ég held að við vitum öll svarið,“ sagði forsætisráðherra. Hann fjallaði um gróða og umsvif í þjóðfélaginu, ekki síst á fjár- málamarkaði, og sagði þorra landsmanna hafa notið góðs af þeim breytingum sem orðið hafa, en ekki þó alla. Í framhaldi af því sagði hann: „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla ný- sköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörk- um, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins. Ríkisstjórnin vill samstarf um það og skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem við eigum ekki í dag.“ Þarna kemur forsætisráðherra inn á mál sem margir hafa velt fyrir sér, en það er hvernig stórfyrirtækin, sem mörg eru í mikilli út- rás, skila einhverju hingað heim, einhverju áþreifanlegu fyrir sam- félagið, en ekki aðeins fyrir stjórnendur og hluthafa. Mörgum hefur fundist að samfélagið hér á landi njóti ekki mikils ávinnings af útrás og stórgróða margra fyrirtækja. Þau skapa að vísu mörg störf fyrir Íslendinga innanlands sem utan, vekja mikla athygli á Íslandi og ís- lensku þjóðlífi, en menn hafa viljað sjá þetta enn skýrar í krónum og aurum, tölum sem hægt er að heimfæra sem ávinning fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er alþekkt fyrirbæri víða um lönd að stórfyrirtæki leggja ómælda fjármuni til menningar og lista, svo eftir er tekið. Heilu menningarstofnanirnar eru reistar fyrir framlög frá stórfyrir- tækjum. Hér hafa fyrirtæki á síðari árum stutt margvíslega starf- semi og veitt mikilvæga aðstoð við ýmis verkefni svo sem á sviði landgræðslu, heilbrigðismála og ýmiss konar menningarmála, sem ber að þakka. Hins vegar verður mönnum hugsað til ýmissa þjóð- þrifaverkefna þegar talað er um milljarða gróða bankanna á nokkrum mánuðum. Fer mest af þeim fjármunum aftur inn í bank- ana, svo kaupauki stjórnendanna verði enn meiri og stærstu hlut- hafarnir græði enn meira, eða fer eitthvað af þessum fjárhæðum til þjóðþrifamála? Það er kannski eitthvað af þessum fjármunum sem forsætisráðherra er að tala um að fari í öfluga sjóði til eflingar ný- sköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu. 18. júní 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Forsætisráðherra talaði um úrtölumenn og þá bjartsýnu í fyrstu þjóðhátíðardagsræðu sinni. Ljósi› í myrkrinu e›a myrkri› í deginum? FRÁ DEGI TIL DAGS Hér hafa fyrirtæki á sí›ari árum stutt margvíslega starfsemi og veitt mikilvæga a›sto› vi› ‡mis verkefni, svo sem á svi›i land- græ›slu, heilbrig›ismála og ‡miss konar menningarmála, sem ber a› flakka. Hins vegar ver›ur mönnum hugsa› til ‡missa fljó›flrifaverkefna flegar tala› er um milljar›a gró›a bankanna á nokkrum mánu›um. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Tjöld -landsins mesta úrval í Tjaldalandi við Glæsibæ Simex Coho 2ja manna Einfalt og skemmtilegt göngutjald. Þyngd 2,6 kg Verð 12.990 kr. Brá›um ver›ur l‡›veldi› gamalt og viturt Davíð að hætta? Sögur um að Davíð Oddsson sé að hætta í stjórnmálum hafa ágerst, og fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú sem er sögð vega þyngst er að Kristján Andri Stefánsson, sem hefur verið einn dyggasti starfsmaður í herliði Davíðs allt frá því hann tók við hefur verið fluttur til og er nú starfandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Kristján Andri mun hafa verið duglegur í starfi og tryggur Davíð. Eftir að hann er ekki lengur í herbúðunum er mik- ils saknað. Lítið heyrst Það hefur nánast ekkert heyrst frá Davíð Oddssyni meðan Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra sér ekki fram úr augum vegna anna. Þess er beðið að Davíð tjái sig um gang þjóð- mála, en langt er síðan hann hefur gert það af festu og hörku. Grunurinn styrkist Þeir sem telja að Davíð Oddsson sé að hætta í stjórnmálum benda á fleira. Hann hefur verið einstaklega duglegur við að koma vinum sínum í skjól. Frægast til þessa er skipun Júlíusar Hafstein í embætti sendiherra og ráðn- ing Láru Margrétar Ragnarsdóttur, fyrr- um þingmanns Sjálfstæðisflokks, í óþekkt starf sem borgað er með þeim peningum sem annars hefðu farið til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Nýjast er björgun Davíðs á Markúsi Erni Antonssyni úr útvarpshúsinu þar sem útvarpsstjóri, sem er gamall vinur ráð- herrans, hefur átt vonda vist síðustu mánuði. Guðmundur Árni Stefánsson gekk inn í innsta hring þegar hann studdi eftirlaunaforréttindi ráðherrans og fær nú sendiráð að launum. Sagt er að erfitt sé að sjá hvað Davíð á eftir að gera til viðbótar fyrir vina- garðinn. sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA f27160205_david_____05.jpg GUNNAR SMÁRI EGILSSON LAUGARDAGSBRÉF SKRIFAR UM BLESSAÐ LÝÐVELDIÐ OKKAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.