Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 18.06.2005, Qupperneq 52
Benedikt Erlingsson leik- stýrði sýningunni Draum- leikur, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og valin var sýning ársins á Grímunni – Íslensku leik- listarverðlaunum sem fram fór í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag. Hann hlaut einnig nafnbótina leik- stjóri ársins og er ánægð- ur með heiðurinn sem honum hefur verið sýnd- ur. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið verðlaun og finnst það mikill heiður að kollegar mínir skuli vilji heiðra mig með slíkum hætti. Það kom mér á óvart að ég skyldi vinna þetta því margir góðir voru tilnefndir ásamt mér og mér finnst gaman að tilheyra þessum hópi,“ segir Benedikt og bætir því við að glíman við Draumleik hafi verið ógleymanleg. „Ég á Ágústi Strindberg, höfundi Draumleiks, mikið að þakka. Þegar hann átti erfitt and- lega skrifaði hann sig August Rex Strindberg en Rex þýðir kóngur. Ég held að slík ofurmennisþrá sé klassísk hjá mörgum geðsjúkling- um,“ segir Benedikt. Benedikt segir að slíkar verð- launaafhendingar, þar sem kast- ljósinu er beint að ákveðnum mönnum, geti verið hættulegar því að leiklistin snúist fyrst og fremst um samvinnu. „Verðlaun búa til fókus á einhverja hetju sem orðu er nælt í boðunginn á, en það er ákveðin mótsögn falin í því að veita slík verðlaun í leiklistinni því niðurstaðan er alltaf afrakstur samvinnunnar og til lengri tíma lit- ið megum við ekki láta slíkar verð- launaafhendingar á okkur fá. Ég hefði aldrei fengið nein verðlaun ef ég hefði ekki haft svona gott fólk með mér,“ segir Benedikt. Benedikt segist alltaf fyrst og fremst hafa þráð það að fólk sæi þær sýningar sem hann tekur þátt í eða leikstýrir. „Leikhús er til- gangslaust nema fólk komi og sjái verkin. Ég er ekki ánægður með að gera eitthvað sem fólk nennir ekki að sjá, ég vil að fólk sjái það sem ég geri, ég er popúlisti hvað þetta varðar. Besta auglýsing sem leik- hús getur fengið er ánægður áhorf- andi,“ segir leikstjórinn. Benedikt ætlar að söðla um og gefa leikhúsinu frí um tíma sem leikstjóri og einbeita sér að eins manns sýningu sem hann ætlar að setja upp sem unnin er upp úr Egilssögu. Auk þess er Benedikt að gera stuttmyndir, skrifa hitt og þetta sem og að mennta sig þar sem hann býr í Danmörku. Dóttir hans er að byrja í skóla og hann segist ætla að halda sig nokkuð mikið heima við á næstunni. „Mér finnst mjög fallegt að Gríman sé uppskeruhátið í lok leik- húsársins og ég upplifði mikla hlýju og vinsemd þegar verðlauna- afhendingin fór fram. Það er mjög gaman að 28 aðilar skoði verkið og meti það á faglegum forsendum,“ segir Benedikt og bætir því við að kannski verði Draumleikur sett aftur upp í haust. 32 18. júní 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ..athöfn í Hólavallakirkjugarði klukkan 11 í tilefni af því að 90 ár eru liðin síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. ...leikþáttunum Hreindýr og Ís- björn óskast í Hafnarfjarðarleik- húsinu klukkan 20. Ókeypis inn. ...sólstöðutónleikum kammer- hópsins Camerarctica í Norræna húsinu klukkan 22. Þann 11. júní var grínharmleikurinn Dauði og jarðarber frumsýndur í Gúttó í Hafnarfirði. Sýningin er farandsýning sem aðstandendur hennar ætla að ferðast með um landið í sum- ar. Ætlunin er að setja verkið upp á sem flest- um stöðum út um allt land eins og á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Reykjanesbæ. „Leikritið fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla sína tíð sem staðið hefur í veginum fyrir því að þeir geti látið drauma sína rætast. Á afmælisdag ömmunnar komast þeir að því sér til skelfing- ar að amman hefur geispað golunni. Nú eru bræðurnir lausir undan járnhæl ömmunnar en þá vaknar upp sú spurning um hvað taki við hjá bræðrunum þegar þeir geta nú loksins um frjálst höfuð strokið,“ segir Stefán Ben. Vil- helmsson, grafískur verkamaður og stjóri sýningarinnar. „Sýningin er drepfyndin á sorglegan hátt, og byggist algerlega á trúðleik en það er ekki við hæfi að segja meira að stöddu því það spillir bara fyrir,“ segir Stefán. Leikarar eru Gunnar B. Guðmundsson og Snorri Engilbertsson. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Kl. 13.00 og 14.00 Á morgun eru hátíðahöld víða í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Baráttuhátíð verður á Þingvöllum á morgun klukkan 13.00 sem og uppákoma í Lystigarðinum á Akureyri klukkan 14. menning@frettabladid.is Dauði og jarðarber BENEDIKT ERLINGSSON Sýningin Draumleikur sem Benedikt leikstýrði var valin sýning ársins á Grímunni á fimmtudaginn. Hann var auk þess kosinn leikstjóri ársins. Leiklist snýst um samvinnu ! Hollenska reaggae hljómsveitin á Víkingahátíðinni um helgina fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag FIVE-4-VIBES Rammíslenska hljómsveitin ...auk þess VÍKINGASVEITIN FJÖRUKRÁIN Sími 565-1213 - www.fjorukrain.is DANSLEIKIR Myndlistarmaðurinn Rúrí og kvik- myndagerðarmaðurinn Páll Stein- grímsson voru valin borgarlista- menn Reykjavíkur árið 2005 en þau Rúrí og Páll eru hjón. Tilkynnt var um útnefninguna í Höfða í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti listamönnunum viðurkenningar af því tilefni; ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Þó að þau Rúrí og Páll beri titil- inn saman að þessu sinni eru þau sjálfstæðir listamenn sem standa einir að sínu höfundarverki. „Þetta er mikill heiður og mikil hvatning og það er afskaplega ánægjulegt fyrir listamenn þegar þeir finna að fólk kann að meta það sem maður er að gera,“ segir Rúrí en hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í fyrra og segir Páll að það hafi verið mikill vendipunktur fyrir konu sína því hún sé orðin þekktari í listaheim- inum fyrir vikið. „Mér finnst þetta mjög ljúft, það er örvandi að fá svona klapp á bak- ið og það mundi sérhverjum manni þykja. Ég ætla að minna vini mína kvikmyndagerðarmennina á að það er gott að vita að við erum með í leiknum og erum ekki í skuggan- um,“ segir Páll Steingrímsson um útnefninguna en þetta er í fyrsta sinn sem kvikmyndargerðarmaður er útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. „Ég er þakklátur fyr- ir þetta og vona að þetta verði ekki bara örvandi fyrir mig heldur einnig aðra kvikmyndagerðar- menn,“ segir Páll. Páli var einnig í gær veittur riddarakross íslensku fálka- orðunnar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og gat hann því ekki verið við athöfnina í Höfða en Duf- þakur sonur hans tók við verðlaun- um fyrir hönd Páls. Hjónin Rúrí og Páll borg- arlistamenn Reykjavíkur GRÍNHARMLEIKUR Dauði og jarðarber er saminn af þeim Birni Thorarensen, Ágústu Skúladóttur leikstjóra og Gunnari B. Guðmundssyni og Snorra Engilbertssyni sem leika í sýningunni. BORGARLISTAMENN REYKJAVÍKUR 2005 Myndlistarmaðurinn Rúrí og kvik- myndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson eru borgarlistamenn ársins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.