Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 6

Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 6
Hugmyndir olíufélag- anna um að lítill sem enginn ávinn- ingur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til hér- aðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinar- gerðinni að ávinningurinn af sam- ráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöld- um að „lítill sem enginn ávinning- ur“ hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, sam- kvæmt greinargerð samkeppnis- eftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt“, eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektar- greiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini“ sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfir- valda“. Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verð- lagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu.“ Aðalmeðferð í máli Reykjavík- urborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvem- ber í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúm- lega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bóta- skyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hæstar- réttarlögmaður sækir mál á hend- ur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ávinningurinn af samráði ótvíræður Í greinargerð lögmanns Samkeppniseftirlitsins eru röksemdir olíufélaganna fyr- ir „litlum sem engum ávinningi af samráði“ taldar léttvægar. Ekkert sem bend- ir til þess að einhver ávinningur hafi verið fyrir hendi, segir lögmaður Kers. Ætlar þú að flýja vetrarkuldann til heitari landa? Fórst þú á tónleikana með Syk- urmolunum í gærkvöld? „Ég er hvorki bjartsýn né svartsýn,“ segir Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Jónína segir að helsti árangur- inn sem náðst hafi á loftslagsráð- stefnunni sé samþykkt aðlögunar- áætlunar fyrir þróunarríki. „Áætlunin felur í sér fimm ára loftslagsvæna aðstoð við þróunar- ríkin sem á annars vegar að gera þeim kleift að laga sig að loftslags- breytingum og hins vegar að styrkja þau í því að framleiða orku á endurnýjanlegan hátt,“ segir umhverfisráðherra. Í ræðu sinni á ráðstefnunni lagði Jónína áherslu á að bregðast þyrfti strax við þeim vanda sem steðji að loftslagsmálum. Í samtali við Fréttablaðið segir hún helsta verkefnið að fá þróunarríki á borð við Kína og Indland og auðríki eins og Bandaríkin og Ástralíu til að koma að borðinu með þeim ríkjum sem skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda samkvæmt Kyoto-bókuninni: „Hvorki Kína né Indland hafa tekið sérlega vel í það að ganga til viðræðna einu sinni. Hins vegar vekur það ákveðna bjartsýni að þrír nýkjörnir öldungadeildar- þingmenn sem gegna nú for- mennsku í sterkum þingnefndum hafa skorað á Bush forseta um samstarf um að setja lög og reglur sem takmarki losun í Bandaríkj- unum.“ Tveggja vikna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí, höfuðborg Kenía, lauk í gær án þess að nein afgerandi niðurstaða fengist um framhaldið á útfærslu Kyoto- bókunarinnar. Flestum meginmarkmiðum ráðstefnunnar var frestað þangað til á næsta ári, þegar haldin verður ný ráðstefna. „Við sjáum ekki þá djörfu forystu sem þörf er á. Frekari tafir eru algjört ábyrgðarleysi,“ sagði Catherine Pearce frá umhverfissamtökunum Friends of the Earth. Afraksturinn þykir heldur rýr Óánægju gætir hjá sumum sjúkraliðum vegna svo- kallaðrar brúar í námi til sjúkra- liða sem hófst í haust. Hundruð hafa skrifað sig á undirskriftar- lista til að mótmæla brúnni, að sögn Dagbjartar Óskar Steindórs- dóttur sjúkraliða. Hefðbundið sjúkraliðanám er 120 einingar en brúin er 60 eining- ar. Starfsreynsla, meðmæli og námskeiðsþátttaka er inntökuskil- yrði. „Þarna munar 60 einingum. Það er ekki hægt að leggja að jöfnu starfs- reynslu og nám upp á 60 einingar. Við viljum að áframhald á nám- inu verði stöðv- að.“ Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún segist harma þá óupplýstu umræðu og undirskriftir sem gengið hefur á vinnustöðum sjúkraliða síðustu vikur um nám á sjúkraliðabrú. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir tilganginn með brúnni að veita ófaglærðu starfsfólki sem hefur starfað tiltekinn tíma möguleika á því að taka sjúkraliðanámið í fullorðinsfræðslu. Kristín telur að um 1.500 sjúkraliða vanti á vinnumarkað og ófaglærðir fylli nú þau stöðugildi. Deilur um sjúkraliðanámsleið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.