Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 98

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 98
 Alan Pardew, fram- kvæmdastjóri West Ham, segir að félagið muni njóta góðs af því að fá nýja eigendur en Pardew fund- aði á dögunum með Eggerti Magn- ússyni og sagði eftir fundinn að Eggert gæti lyft félaginu upp á við. „Fundurinn gekk mjög vel og stuðningsmenn West Ham væru alveg til í að heyra það sem Eggert hafði að segja. Mér finnst hann hafa góðar hugmyndir um hvað hann vill gera fyrir félagið. Ég verð að segja að ég var mjög ánægður þegar ég kom út af fund- inum, líkt og ég var eftir fundinn með Kia Joorabchian. Ég hef hlustað á báða þá aðila sem huga að yfirtöku á félaginu og ég er mjög áhugasamur af því ég vil taka framförum með þetta félag og komast í meistaradeildina. Það er löng leið þangað úr þeirri stöðu sem við erum í núna en lið eins og Aston Villa hafa sýnt að yfirtökur geta haft jákvæð áhrif fljótt. Það er samt viss óvissa sem heldur aftur af mönnum núna en ég vona að þetta gangi hratt fyrir sig,“ sagði Alan Pardew eftir fund sinn með Eggerti Magnús- syni. Líst vel á hugmyndir Eggerts Ungverska knattspyrnu- goðsögnin Ferenc Puskas lést á sjúkrahúsi í gærmorgun eftir langa baráttu við sjúkdóm, 79 ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús árið 2000 með hjarta- sjúkdóm og greindist síðar með Alzheimer. Puskas vann meistaratitla bæði með ungverska liðinu Honved og með spænsku risunum Real Madr- id, auk þess sem hann vann þrjá Evróputitla með Madridarliðinu. Puskas var einn besti knatt- spynumaður allra tíma og var hug- myndasmiðurinn á bak við frá- bært landslið Ungverja sem m.a. sigraði Englendinga 6-3 árið 1953, en það var fyrsta tap Englendinga á Wembley. Þetta gullaldarlið Ung- verja tapaði aðeins einum leik á sex árum en það var einmitt úrslitaleikurinn gegn Þjóðverjum á HM í Sviss árið 1954. Puskas var fæddur í apríl árið 1927 og hóf að leika í meistara- flokki fimmtán ára gamall. Hann lék sinn fyrsta landsleik sautján ára og skoraði mark í leiknum sem var gegn nágrönnunum frá Aust- urríki. Eftir kommúnistauppreisnina í Ungverjalandi árið 1956 fór Puskas í útlegð til Spánar og lék fjóra leiki með spænska landslið- inu á sínum tíma. Puskas fékk uppreisn æru með Real Madrid og myndaði ógnvekjandi sóknardúett með Argentínumanninum Alberto Di Stefano, en Puskan vann sex spænska meistaratitla með Real Madrid auk þess sem félagið hafði yfirburði í Evrópu. Einn frægasti leikur knatt- spyrnusögunnar var viðureign Real Madrid og Eintracht Frank- furt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1960 þar sem Puskas skoraði fjögur mörk og Di Stefano þrjú í 7-3 sigri spænska liðsins. Puskas lagði skóna á hilluna árið 1967 en alþjóðlegt samband um knattspyrnusögu og tölfræði valdi Puskas fjórða besta knatt- spyrnumann 21. aldarinnar í lok síðustu aldar. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir Ungverja, 357 mörk í 354 leikjum fyrir Honved og 512 mörk í 528 leikjum fyrir Real Madrid. Ungverjinn Ferenc Puskas lést á sjúkrahúsi í gær Freddy Adu vonast til að fá samning hjá Manchester United en bandaríski táningurinn mun æfa með enska liðinu næstu tvær vikurnar. Adu kemur til Manchester á morgun. „Það eru forréttindi að fá tækifæri til að æfa með einu stærsta félagsliði í heimi. Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney eru tveir af mínum uppáhalds leikmönnum og það er ótrúlegt tækifæri að fá að æfa með þeim. Vonandi mun þessi dvöl mín leiða til þess að Manchester United bjóði í mig. Það væri frábært. Ég vona bara að ég nái að sanna mig,“ sagði Adu við breska blaðið Daily Express. Adu vonast til að fá samning Hugo Sanchez hefur verið ráðinn næsti landsliðsþjálf- ari Mexíkó í knattspyrnu. Sanchez, sem er 48 ára gamall, er af flestum talinn vera besti knatt- spyrnumaður Mexíkó frá upphafi en hann vann fimm meist- aratitla með Real Madrid á sínum tíma. Sanchez þjálfaði mexíkóska liðið Pumas frá 2000 til 2005 og vann deildina tvisvar í röð með félaginu, áður en hann tók við Necaxa. Sanchez tekur við landsliðinu af Ricardo La Volpe sem þjálfar nú Boca Juniors í Argentínu. Hugo Sanchez næsti þjálfari KR mun í febrúar næstkomandi halda í æfingaferð til La Manga á Spáni þar sem þeir taka þátt í sterku æfingamóti eins og þeir gerðu síðastliðinn vetur. Hin liðin sem taka þátt eru Rosenborg, Brann, Vålerenga og Lilleström frá Noregi, Zenit St. Pétursborg og Rubin Kazan frá Rússlandi og Metallist frá Úkraínu. Fimm Íslendingar leika með síðastnefndu þremur norsku liðunum. Mæta aftur norskum liðum Ronaldinho hefur látið hafa eftir sér að hann vilji ólmur fá Frank Lampard, leikmann Chelsea, til Barcelona. Lampard hefur gjarnan átt góða leiki þegar Barcelona og Chelsea hafa mæst í meistaradeild Evrópu undanfarin ár og skoraði m.a. frábært mark í viðureign liðanna á Camp Nou í síðasta mánuði. „Frank Lampard er frábær leikmaður og ég er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að hitta hann nokkrum sinnum og kynnst honum, bæði innan vallar og utan vallar. Hann er vinur minn, mér finnst mjög gaman að sjá hann spila og ég yrði mjög ánægður ef hann kæmi til Barcelona til að spila,“ sagði Ronaldinho. Unnusta Lampards er frá Barcelona og hann hefur verið duglegur að læra spænsku undanfarin ár, en hann er samningsbundinn Chelsea til ársins 2009. Ronaldinho vill fá Lampard Mike Tyson var á sínum tíma yngsti heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum en ferill hans hefur farið niður á við nánast frá þeim degi sem hann sló í gegn. Nú virð- ist Tyson vera búinn að ná botnin- um því hann mun senn hefja störf á folabýli sem fyrirhugað er að reisa í grennd við Las Vegas í Nevada. Sú sem stendur fyrir þessu folabýli er engin önnur en Heidi Fleiss, Hollywood maddaman, en hugmynd hennar er að ráða nokkra fola í vinnu sem tilbúnir eru að þjónusta konur gegn greiðslu og hugmynd Fleiss er að gera Tyson að aðalfolanum, þrátt fyrir að Tyson sé dæmdur nauðgari. „Ég sagði Tyson að hann yrði aðalfolinn hjá mér. Öllum mönn- um mun hrylla við þá tilhugsun að konan þeirra fari til Mike Tyson,“ sagði Fleiss. „Mér sama hvað aðrir segja, það er draumur hvers karlmanns að gleðja konu og fá borgað fyrir það,“ bætti Tyson við. Tyson hefur mátt muna sinn fífil fegurri því hann var á sínum tíma talinn óstöðvandi í hnefaleik- um. Eitthvað skrikaði honum þó fótur og hann hefur oft komist í kast við lögin, bæði fyrir ofbeldi og naugun. Árið 1992 var Tyson dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun en hann var látinn laus árið 1995. Tyson er þekktur skaphundur og það kom bersýnilega í ljós í einum frægasta hnefaleikabar- daga síðustu ára þegar Tyson mætti Evander Holyfield árið 1997. Bardaginn er ekki frægur fyrir gæðin eða dramatíkina heldur fyrir það að í þessum bardaga beit Tyson stykki úr eyra Holyfields og hrækti því út úr sér. Ræsti- tæknir fann stykkið að loknum bardaganum og það var að lokum saumað aftur á eyra Holyfields. Eftir að Tyson hætti atvinnu- hnefaleikum hefur hann aðallega stundað sýningabardaga og í októ- ber fór hann af stað með sýningu sem ber nafnið The Mike Tyson World Tour eða Heimsferðalag Mike Tysons. Mike Tyson hefur munað sinn fífil fegurri en þessi fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum mun á næstu dögum hefja störf í vændi á folabýli í Las Vegas. i Keflavík tapaði með einu stigi fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro í „Sláturhúsinu“ í gærkvöld, 96-97. Þetta var annar leikur Keflavíkur í Áskorenda- keppni Evrópu en liðið tapaði einnig fyrsta leiknum en það var gegn tékknesku liði. Hinn nýbakaði faðir, Magnús Gunnarsson, átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði 23 stig. Stigahæstur Keflvíkinga var þó Thomas Soltau sem skoraði 25 stig og tók þar að auki 8 fráköst. Williams var síðan með 16 stig. Tim Ellis átti ágætan leik og skoraði 14 sig og tók 5 fráköst. Jón Nordal Hafsteinsson gaf ekkert eftir og skoraði 10 stig og tók 4 fráköst. Arnar Freyr Jónsson kom næstur með 6 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Grátlegt tap hjá Keflavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.