Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 54
 { austurland } 8 Gamla kaupfélagshúsið á Breiðdals- vík, elsta hús bæjarins, er óðum að taka á sig mynd eftir að hafa gengið í gegnum gagngerar endurbætur á síðustu árum. Að sögn Páls Bald- urssonar, sagnfræðings og sveitar- stjóra í Breiðdalshreppi, eru vonir bundnar við að hægt verði að opna húsið á ný næsta vor og þá sem eins konar menningartákn bæjarins. „Segja má að þetta verði nokk- urs konar safna- og menningarhús. Fyrirhugað er að fyrsta hæðin verði opið rými þar sem möguleiki er að halda sýningar en á annarri hæðinni er hugmyndin að hafa raunverulegt kaupfélag sem yrði í anda þess sem var áður í húsinu. Í enda hússins, þar sem íbúð kaupfélagsstjóra var áður, er síðan áætlað að sett verði upp minningarstofa um Dr. Stefán Einarsson, sem var fæddur og upp- alinn á Breiðdal,“ útskýrir Páll. Rúmur áratugur er liðinn síðan hópur fólks frá Breiðdal tók sig saman og stofnaði félagið „Gamla kaupfélagið“. Félagið barðist gegn áformum um að rífa kaupfélags- húsið og hafði á endanum sigur í þeirri baráttu. Framkvæmdir á hús- inu hafa staðið yfir í fjölda ára en að sögn Páls sér nú loksins fyrir endann á verkefninu. „Búið er að endurbyggja húsið algjörlega og má segja að það sé nánast allt nýtt, gluggar, hurðir, veggir, þak og fleira. Ef allt fer að óskum verður hægt að opna húsið næsta vor.“ Gamla kaupfélagshúsið verður að safnahúsi Eftir áralangar framkvæmdir standa vonir til að gamla kaupfélagshúsið á Breiðdalsvík verði tekið í notkun á ný á næsta ári, þá sem eins konar safnahús. Undirbúningur fyrir verkefnið Jól á Austurlandi er nú í fullum gangi en um er að ræða samstarfsverkefni sem nær yfir svæðið frá Bakkafirði til og með Djúpavogi. Jól á Aust- urlandi var einnig á dagskrá í fyrra og gafst einstaklega vel, að sögn Kötlu Steinsson hjá markaðsstofu Austurlands. Markmiðið með verkefninu er að auka verslun í byggðum Austurlands og þátttöku í þeim fjölmörgu viðburðum sem skipu- lagðir verða í kringum verkefnið. Einnig verður stórskemmtilegur jólaleikur haldinn í tengslum við verkefnið sem er í raun stórt og afar fjölbreytt happadrætti sem nokkur fyrirtæki á svæðinu leggja vinninga til. Gleðileg jól um allt Austurland Fjölbreytt jóladagskrá verður á Austfjörðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.