Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 80
S ennilega fara flestir vel yfir orð sín í hug- anum áður en þeir láta þau út úr sér við Njörð P. Njarðvík. Hann kenndi íslensku í Háskóla Íslands frá 1971 til árs- ins 2004 og hefur varið ævistarf- inu í rannsóknir á íslenskri tungu og bókmenntum. Hann er höfund- ur fjölda bóka um ýmis málefni og skrifar vikulega pistla í Frétta- blaðið sem hann kallar „Hljóð- færi hugans“ þar sem hann bend- ir lesendum á hvernig þeir ættu, og ættu ekki, að nota tungumálið. Njörður segist hafa verið orð- laus þegar menntamálaráðherra hringdi í hann og sagði honum að hann hlyti verðlaunin í ár. „Ég hefði átt að segja eins og Njáll gamli gerði forðum þegar honum voru sögð mikil tíðindi: „Þetta þarftu að segja mér þrim sinn- um.“ Mér finnst þetta mikill heið- ur því verið er að klappa mér á kollinn fyrir starf mitt í þágu íslenskrar tungu, eflingar hennar og miðlunar til nýrrar kynslóðar.“ Þrátt fyrir að margir haldi að menn eins og Njörður – mennta- og íslenskumenn á miðjum aldri eða meira – séu eingöngu svart- sýnir á framtíð íslenskunnar þá er það ekki skoðun Njarðar því hann telur stöðu tungunnar tví- benta: að mörgu leyti standi hún vel og að öðru leyti illa. „Tungu- mál annarra Evrópuþjóða hafa tekið meiri breytingum en íslenskan hefur gert, þannig að Íslendingar eiga sér lengri sam- fellda sögu ritmáls en aðrar þjóð- ir. Tökum sem dæmi vísu Egils Skallagrímssonar: „Það mælti mín móðir“, sem er að minnsta kosti 700 ára gömul og jafnvel eldri. Þessa vísu skilur hvert mannsbarn á Íslandi í dag. Þetta er einstakt því tungumál eru í sífelldri gerjun en samt getum við skilið svo gamlar vísur. Ég segi stundum að við séum eina Evrópuþjóðin sem talar klassískt mál í þessum skilningi og við þurfum að viðhalda því,“ segir Njörður og bætir því við að íslenskri tungu standi einkum ógn af þrennu: auknum áhrifum frá ensku, minnkandi bóklestri og minni tengsla á milli kynslóða. Njörður segist ekki hafa mestar áhyggjur af að slettur spilli mál- inu, heldur af minnkandi orða- forða Íslendinga sem hann segir að sé afleiðing af því að fólk lesi minna en áður. Hann spyr að því hvaðan íslensk börn fái orðaforða sinn; og svarar því til að þau fái hann einkum úr skólum og frá félögum sínum því þau umgang- ist foreldra sína minna en börn gerðu áður vegna þess að þeir vinna svo mikið. Auk þess segir hann að á þeim 33 árum sem hann kenndi við Háskóla Íslands hafi hann tekið eftir því að orðaforði nemenda hans hafi farið minnk- andi. „Ein afleiðing af þessari þróun er að tjáning manna verður fátæk- legri, og þegar það gerist er hætt við því að hugsunin verði það líka. Sumir segja til dæmis að einhver „labbi“ upp á Esjuna. Við þekkj- um ekki lengur þann blæbrigða- mun sem er á orðunum. Við „löbb- um“ ekki upp Esjuna heldur „göngum“ við, eða jafnvel eitt- hvað annað.“ Að mati Njarðar hefur það gerst á síðustu árum að börn eru í aukn- um mæli farin að eiga við lestrar- örðugleika að stríða. Hann tengir þessa örðugleika við aukið vægi ýmiss konar afþreyingariðnaðar í samfélaginu, minnkandi bóklest- ur og bóksölu og að fólk sé í aukn- um mæli farið að lesa af tölvu- skjám, sem þyki jafnvel fínna en að lesa bækur. „Þegar ég var ungur maður þá kom oft fyrir að í minningar- greinum stæði að maður hefði talað og ritað fagurt mál. Þetta sér maður aldrei í dag, þó enn séu menn á lífi sem hafa það mikið vald á máli sínu að þeir geta talað eins og þeir séu að skrifa. Þetta er vegna þess að fólk hugsar ekki eins mikið um málfar sitt og áður. Ef þú ferð út á götu þá viltu ekki vera skítugur í framan eða illa til fara því þú ert að birta öðrum þinn innri mann. Það sama gerist þegar þú skrifar, og hvernig viltu að aðrir sjái þinn innri mann: Þú vilt vanda þig,“ segir Njörður og bætir því við að tungumálið sé töfratæki og að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu magnað það er. Njörður segir að það sé undir Íslendingum komið hvort þeir nái að viðhalda íslenskunni og í því sambandi sé „vilji allt sem þarf“ svo hann noti klisju sem hann segir að eigi við í þessu tilfelli: „Írskan, gelískan, hvarf á þremur kynslóðum. Ég vona svo sannar- lega að það fari ekki eins fyrir íslenskunni.“ Klapp á kollinn fyrir ævistarfið Njörður P. Njarðvík, rithöfundur og kenn- ari, hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímsson- ar á degi íslenskrar tungu – fæðingardegi Fjölnismannsins 16. nóvember – síðastliðinn fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti Nirði verðlaunin við athöfn í sal Hjalla- skóla í Kópavogi. Ingi F. Vilhjálmsson ræddi við Njörð um hvaða þýðingu verðlaunin hafa fyrir hann og um skoðanir hans á stöðu íslenskrar tungu. „Írskan, gelískan, hvarf á þremur kyn- slóðum. Ég vona svo sannarlega að það fari ekki eins fyrir íslensk- unni.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.