Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 52

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 52
 { austurland } 6 Leikverkið Listin að lifa var frum- sýnt á Iðavöllum um síðustu helgi en um er að ræða verk sem var sérstaklega samið í tilefni af 40 ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Fyrirhugað er að verkið verði sýnt alls sex sinnum á tveggja vikna tímabili og fer lokasýningin fram á sunnudaginn eftir viku. Leikstjóri verksins er Oddur Bjarni Þorkelsson, en hann er orð- inn Héraðsbúum að góðu kunnur fyrir uppsetningar á undanförnum árum og er skemmst að geta upp- setningu hans á Sex í sveit, sem sló gegn hjá leikfélaginu á síðasta leikári. Höfundur Listarinnar að lifa er Sigríður Lára Sigurjónsdótt- ir en helstu hlutverk eru í höndum Eyglóar Daníelsdóttur, Oddnýjar Ólafíu Sævarsdóttur og Þráins Sig- valdasonar. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur starfað nær óslitið frá árinu 1966 og heldur upp á 40 ára afmæli sitt um þessar mundir. Félagið hefur verið snar þáttur í menningarlífi Austurlands í allan þann tíma og stefnir félagið að fjölbreyttri og öfl- ugri starfsemi á þessu afmælisári. - vig Sýningar á Listinni að lifa verða sem hér segir: Sunnudag 19. nóvember Föstudag 24. nóvember Sunnudag 25. nóvember, lokasýning Allar sýningar hefjast kl. 20.30 Miðapantanir í síma 846 2121 eða á Bókasafni Héraðsbúa Frumsýnt í tilefni 40 ára afmælis Listin að lifa sýnd á Iðavöllum. Alls eru 24 nemendur teknir inn í Handverks- og Hússtjórnarskól- ann á hverri önn, en námið sam- anstendur af 31 einingu í hinum ýmsu fögum sem oft eru metin sem valfög í öðrum framhaldsskólum landsins. Að sögn Þráins Lárusson- ar, skólameistara á Hallormsstað, er að finna fólk á öllum aldri við nám í skólanum. „Elsti nemandinn sem hefur verið hér var 38 ára en algengasti aldur- inn er frá 16 til 17 ára og allt upp í 25 ára,“ segir Þráinn. Í sumar var tekin sú ákvörðun að breyta nafni skólans og var þá orðinu handverk bætt ofan á það sem áður var, það er Hússtjórnarskólinn. Nú heitir skólinn Handverks- og Hússtjórnarskólinn og eru bundnar vonir við að skólinn höfði meira til karla í kjölfarið. „Það hallar náttúrulega alltaf á strákana,“ segir Þráinn og glottir þegar hann er spurður um kynja- hlutfallið í skólanum. „En því fer fjarri að hér séu aðeins kennd fög sem hafa verið heimfærð á kven- þjóðina. Við kennum fög á borð við myndlist og handmennt sem á mjög vel við karla,“ útskýrir Þráinn. Handverks- og Hússtjórnarskól- inn er á framhaldsskólastigi og segir Þráinn að nemendur komi hvaða- næva af landinu. „Segja má að tvær forsendur séu fyrir komu nemenda til okkar. Annars vegar er þetta ungt fólk sem vill fá mikla og góða fagkennslu á þeim sviðum sem við erum að kenna, svo sem matreiðslu, textílfræðum, fatahönnun og ann- arri handavinnu. Hins vegar er stór hluti nemenda fólk sem hefur, ein- hverja hluta vegna, lent undir í hinu almenna skólakerfi. Þetta eru oft á tíðum krakkar sem reynast algjörir snillingar þegar þeir gefa sig í námið,“ segir Þráinn en ítrekar jafnframt að skólinn sé ekki einhver geymslustað- ur fyrir vandræðaunglinga. „Hér er aðeins fólk á eigin forsendum. Það er enginn sendur hingað og hér þarf að hafa mikið fyrir náminu.“ Þráinn bætir við að það sé ekki síst hinn félagslegi þáttur sem felst í því að vera á Hallormsstað sem nemendur læra svo mikið af. „Hér eru þeir í heimavist og þurfa að læra að umgangast samnemendur sem hafa annan bakgrunn og eru með aðrar skoðanir á hlutunum. Þetta er lítið samfélag sem við erum með hérna sem mjög þroskandi er að taka þátt í.“ Sjá nánari upplýsingar um Hand- verks- og Hússtjórnarskólann á heim- síðu skólans, www.hushall.is. - vig Námið á einnig vel við strákana Handverks- og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er nýtt nafn gamla Hússtjórnarskólans. Að sögn skólameistara er alltaf jafn mikil ásókn í skólann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.