Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 72
Fyrsta James Bond-bókin eftir Ian Flemming, Casino Royale, kom út árið 1953 þannig að það er óhætt að segja að Bond sé í grunn- inn kaldastríðshetja. Hann tókst strax í upphafi á við skúrka frá Sovétríkjunum, útsendara KGB og aðra austantjaldstudda sem ógnuðu hinum frjálsa heimi eftir- stríðsáranna. Flemming skrifaði alls tólf bækur um njósnarann sem nú hafa, með Casino Royale, allar ratað á hvíta tjaldið. Fyrsta Bond-myndin kom út árið 1962 og síðan þá og allt til ársins 1987 stóð 007 vaktina í bíó og var eina von hins vestræna heims í baráttunni við Rússa- grýluna. Þessi dyggasti njósnari hennar hátignar hennar hefur reynt að halda sjó síðan og verið svolítið eins og steingervingur í breyttum heimi og nú kemur það í hlut Daniels Craig að skila gömlu kaldastríðshetjunni inn í 21. öld- ina. „Ég lít fyrst og fremst á Bond- myndirnar sem skemmtun og þetta er ekki pólitísk mynd,“ segir Craig og er talsvert niðri fyrir. „Þetta er fyrst og fremst skemmt- un og ég er ekkert að stíga upp á kassann og koma með einhverjar pólitískar yfirlýsingar í mynd- inni. Auðvitað höfum við samt ýmislegt að segja og persónurnar gera það. Skúrkurinn Le Chiffre, til dæmis, er skrifaður 1953 en er alveg í takt við samtímann. Honum er sama fyrir hvern hann vinnur svo lengi sem hann græðir peninga á því. Við sjáum það allt í kringum okkur í dag að það er verið að græða á þjáningu fólks þannig að það eru mórölsk skila- boð í myndinni. Bond er að reyna að kljúfa þessa dellu, reyna að ná vondu mönnunum og bjarga þannig heiminum. Hvernig hann gerir það er svo það sem gerir myndina skemmtilega.” Sagan segir að Ian Flemming hafi ekki síst skapað Bond til þess að hressa upp á sjálfstraust breskrar þjóðarsálar sem stóð í skugga tveggja stór- velda eftir að seinni heims- styrjöldin hafði verið gerð upp. Það má segja að það hafi tekist þar sem Bond hefur orðið ofan á í við- skiptum stórveldanna í sýndar- veruleika kvikmyndanna í 44 ár og hin ramma enska taug njósnar- ans heillar Craig. „Hvað er James Bond fyrir mér? Hann er margt. Hann er Roger Morre, Sean Connery, George Lazenby, Pierce Brosnan. Sem leikari lít ég fyrst og fremst á hann sem persónu. Þessi mann- gerð á sér langa sögu í bókmennt- um og kvikmyndum. Hann er ein- mana stríðsmaðurinn sem berst fyrir réttlætinu og við höfum séð hann í ótal bíómyndum. Hjá Kurosawa og Sergio Leone er í það minnsta einn svona maður í hverri mynd. Clint Eastwood er gott dæmi um þetta í myndum Leones. Við vitum ekki mikið um hann en það þarf að berjast fyrir réttlætinu og hann gerir það. Bond er svo sér á parti þar sem það er eitthvað einkennilega breskt við hann. Nú er ég alls ekki brjálaður Breti eða veifa fána okkar í þjóðrembu við öll tæki- færi en mér finnst kjarninn í Bond vera dyggðugur og að mínu mati er það að vera breskur að vera heiðarlegur. Ég er ekki að segja að hann geri ekki slæma hluti. Hann er vondur maður sem drep- ur fólk og hann er ekkert sérstak- lega góður við konur en innst inni er hann dyggðugur og heiðarleg- ur. Hann klárar málin, leysir sín verkefni og nær vonda karlin- um.“ Þó Casino Royale sé fyrsta skáld- saga Flemmings um Bond hefur hún ekki verið notuð sem grunn- urinn að Bond-mynd fyrr en nú sem er að mati Craigs mjög heppi- legt enda má segja að með nýju myndinni sé farið með Bond aftur á byrjunarreit. „Það er kannski full langt geng- ið að tala um byrjunarreit en við förum þess á leit við áhorfendur að þeir trúi því að við séum að fara aftur til upphafsins. Ástæðan fyrir því að ég var til í að gera þetta var að með þessu móti gátum við gert eitthvað öðruvísi og að mínu mati hefði verið tilgangs- laust að fara út í þetta nema við hefðum getað farið með Bond út á nýjar brautir. Þetta þýðir samt alls ekki að Casino Royale sé ekki Bond-mynd vegna þess að það er hún svo sannarlega. Við köfum hins vegar dýpra ofan í persónuna og skoðum hvers vegna hann er eins og hann er. Ef við höldum svo áfram og gerum fleiri myndir þá erum við komin með þennan grunn. Ég vona að við vinnum nýja áhorfendur með þessu um leið og eldri aðdáendur Bonds fá skýrari sýn á það sem drífur hann áfram. Af hverju hann hegðar sér eins og hann gerir, hvers vegna hann er karl- remba og kemur fram við fólk eins og hann gerir, hvernig hann klárar málin og upp úr hverju ofbeldið sprettur.“ Craig er sjötti leikarinn sem tekur að sér hlutverk Bonds á 44 ára kvikmyndasögu persón- unnar og hann viðurkennir að hann hafi ekki getað horft fram hjá forverum sínum og þeim tökum sem þeir tóku njósnarann. „Ég horfði á allar myndirnar aftur og aftur. Ég horfði á þær á meðan ég lék í München og svo aftur í fyrra. Ég gerði þetta aðallega til að ganga úr skugga um að við myndum ná hreinræktuðum Bond-augnablikum inn í Casino Royale. Ég get hins vegar ekki verið að velta mér upp úr saman- burði fólks á mér og öðrum Bond- um og ber mig ekki saman við þá sjálfur. Ég studdist samt senni- lega mest við Sean Connery og sjálfsagt hafa allir sem hafa leik- ið Bond einhvern tíma sagt það sama. Hann skilgreindi hlutverk- ið og hann var harður. Til dæmis í From Russia With Love sem er ekki aðeins uppáhalds Bond- myndin mín heldur ein af mínum uppáhaldsbíómyndum. Hún er svo stílfærð og ofbeldisfull og stenst tímans tönn mjög vel. Ein ástæðan fyrir því er Robert Shaw sem er frábær í hlutverki ill- mennisins. Hann er alvöru and- stæðingur og maður trúir því að Bond sé í hættu þar sem Shaw gæti hæglega drepið hann. Ég held að við náum þessu sama í Casino Royale með Le Chiffre enda tekst honum næstum að fella Bond.“ Harðir Bond-aðdáendur fóru margir hverjir á límingunum þegar tilkynnt var um ráðningu Craigs í hlutverkið og óhætt er að segja að farið hafi verið út í áróð- Fordómafullir gagnrýnendur geta farið til fjandans Það vakti takmarkaða lukku þegar breski leikarinn Daniel Craig var fenginn til að taka við hlutverki James Bond af Pierce Brosn- an. Gagnrýnendur hafa hins vegar tekið honum tveim höndum í Casino Royale og hann stendur uppi sem sigurvegari. Þórarinn Þórarinsson hitti leikarann að máli og ræddi við hann um andstreymið, forverana og byrðina sem fylgir því að vera James Bond. Þau persónulegu markmið sem ég vil ná í lífinu eru þau sömu og allir þrá enda er ég ekkert öðruvísi. Ég þrái hamingju og öryggi fyrir mig og mína og ég vil frið þó ég muni ekki fá mikið af honum á næstunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.