Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 84
Á fimmtudaginn skellti ég mér í bíó og bar nýjan James Bond augum. Ég kom mér fyrir í bíó- sætinu í Smárabíó og deildi slúðri um menn og mál- efni við bíófélagana mína. Þegar ljósin í salnum slökknuðu sló þögn á bíó- hópinn og skrjáfhljóð í popppok- um og smjatt í bíógestum ómaði milli veggja. Töfrar Hollywood og nýr James Bond voru um það bil að birtast á skjánum og ég var bara orðin nokkuð spennt. Enda hef ég ákaflega gaman af því að horfa á myndarlega menn. James Bond staulaðist loks á tjaldið og gamanið hófst. Bond hljóp, skaut, sprengdi, kyssti, daðraði og gerði aðra hluti sem Bondar gera. Mér fór hins vegar fljótt að leiðast þófið og leiddi hugann að því sem skipti mestu máli. Ég spáði í nýja Bondinn sem var bara nokkuð myndarlegur. Svolítið „hott“, svolítið flagaraleg- ur, banvæn blanda. Bondinn nýi tekur sig einnig vel út í sundskýlu þó að hálsinn á honum sé heldur stuttur miðað við breiddina á þess- um agalegu öxlum sem hann ber. En axlirnar fara mjög vel við upp- handleggina sem eru banvænir út af fyrir sig. Nýi Bondinn er einnig með himinblá gullfalleg augu sem bæði geta sindrað sakleysislega ásamt því að senda brjálað „bad boy“ augnaráð ef óvinir Bretlands koma til tals. Andlitsdrættirnir eru sterkir og brosið fallegt. Hins vegar fannst mér nýi Bondinn svo- lítið „pósaður“ í framan. Alltaf var hann með einhvern Zoolander stút á munninum og pírð augu, tilbúinn að pósa í myndatöku fyrir MI6 Monthly, og ef andlitið var slakt, þá minnti nýi Bondinn mig á ótrú- lega hissa önd. Sem gaf honum nokkur mínus stig. Þannig Önd, James Önd, fær um sjö og hálfan á kynþokkaskalanum. Myndina ætla ég ekki að leggja dóm á enda var ég svosum ekkert að fylgjast með henni. Helgi, góða helgi. Hafið hana hrista og hrærða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.