Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 102

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gaml- an draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinn- ar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Ang- eles en það gekk ekki því umboðs- skrifstofan mín er hérna í Nas- hville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjól- in fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöf- unda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjón- varpsstöðin CMT, sem er kántrí- tónlistarstöð, búin að hafa sam- band við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angel- es alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leik- arar en hérna eru allir lagasmið- ir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nas- hville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatn- ið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað. ...fær Gunnar Garðarsson, matreiðslumaður á Café Bifröst, sem býr til nýjar hefðir og kynnir Íslendinga fyrir nýjum jólamat, antílópu og krókódíl með kanil. „Mér var orðið dálítið kalt á þum- alputta hægri handar en annars hafði ég það bara fínt,“ segir Gunnar Jónsson, yfirdyravörður á Kaffi Oliver, var hífður upp í 30 metra hæð fyrir framan NASA á Austurvelli á fimmtudagskvöld. Þar var hann látinn hanga í fimb- ulkulda og roki í eina klukkustund í sex stiga frosti og talsverðum vindi. Það var sjálfur Hemmi Gunn sem fékk Gussa í uppátækið, sem kallaðist Karlinn í krapinu. Á meðan Gussi dinglaði í kalsanum hafði Hemmi ofan af fyrir sjón- varpsáhorfendum sem fengu að fylgjast með hvernig dyraverðin- um reiddi af. „Hemmi þurfti ekk- ert að plata mig út í þetta, ég er alltaf til í svona fíflalæti. Ég gætti að því að klæða mig vel, það var sex stiga frost og tals- verð vindkæling en ég hafði vit á að fara í föðurland og hlýja sokka, þannig að það væsti ekki um mig,“ segir Gussi, sem er að vísu vanur að standa úti í frosthörkum og gæta að biðröðinni fyrir fram- an Café Oliver. Hann viðurkennir þó að örlítil lofthræðsla hafi gert vart við sig. „Hún stakk sér aðeins niður þarna fyrst en maður verður bara að bægja svoleiðis frá sér.“ Að þættinum loknum var Gussi látinn síga niður og tók stefnuna rakleitt á Kaffi París þar sem hann gæddi sér á heitu kakói til að fá í sig yl. „Og hef það bara þokka- legt í dag.“ Gussi úti í kuldanum hjá Hemma Kuldakastið sem riðið hefur yfir landið undanfarna daga hefur væntanlega aftrað einhverjum frá sundferðum. Þeir sem lagt hafa leið sína í Laugardalslaugina hafa hins vegar þurft að eiga við mikl- ar, grófar saltbreiður á bökkun- um, sem eiga að koma í veg fyrir hálkumyndun en eru varla til þess að gera sundferðina þægilegri. „Maður þarf helst að vera góður fakír í þessu,“ sagði Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Grófa saltið, sem er eins og grjót að ganga á, er það eina sem hefur dugað hingað til. Hálkumyndunin er ótrúleg, vatnið frýs alveg um leið,“ sagði hann. Starfsfólk laugarinnar stendur nú í tilraunastarfsemi með saltpækil. „Við þorum ekki að nota hann á gönguleiðirnar fyrr en við erum viss um að hann virki almennilega. Hálkan er svo lúmsk og það verða svo slæm slys af henni,“ sagði Logi, sem vonast þó til að pækillinn geti tekið við í framtíðinni. „Hann dugar á Reykjanesbrautina,“ sagði hann. Meðan á kuldakastinu stendur mælir Logi með því að fólk hafi sundskó meðferðis í laugarnar til að geta rölt á milli potta. „Menn rölta að vísu ekki mikið í þessu veðri, það er bara sprettað á milli,“ bætti hann við. Saltbreiður í sundlaugunum Magni Ásgeirsson, sem gerði garðinn frægan í Rockstar: Supernova, heldur aftur á öldur ljósvakans á næstunni, en hann mun ásamt vini sínum Ómari Berg Torfasyni stýra útvarps- þætti á KissFM í desember. „Þetta er svona bara upp á fjörið. Ómar er að byrja með útvarpsþátt og ég ætla að vera með honum fyrsta mánuðinn,“ sagði Magni, sem hefur ekki verið í útvarpi áður nema útvarp Menntaskólans á Egilsstöðum sé talið með. „Við ætlum að vera hressir og skemmtilegir á morgnana, svona til að komast í jólastemninguna. Þegar jólin koma hætti ég þessu og fer aftur í að vera tónlistar- maður í fullu starfi,“ sagði Magni, en þátturinn verður í útsendingu á morgnana. Magni hefur ekki áhyggjur af að þurfa að stíga snemma úr rekkju. „Marinó, sonur minn, vekur mig alltaf klukkan sjö hvort sem er, svo ég get alveg eins drifið mig í vinn- una,“ sagði Magni. Magni með útvarps- þátt fram að jólum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.