Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 40
Þó að Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður hafi farið oftar milli Reykjavíkur og Selfoss en tölu verður á komið finnur hann þar endalaust eitthvað nýtt að sjá og nema. Sigurður Bogi nefnir fyrst að veðrátta, birta, árstíð og farar- tæki skapi stöðugt ný sjónarhorn á gamalkunnri leið og bætir svo við: „Með ofurlítilli þekkingu á sögu, mönnum og málefnum fær ferðalagið líka nýjar víddir. Þannig erum við strax við Rauða- vatn komin inn í ævintýraheim bókmennta. Þarna eru heimkynni Valda koppasala og hans nóta sem Einar Kárason hefur gert ódauð- lega í bókum sínum. Nokkru ofar er Gunnarshólmi, herragarður sem ber sama nafn og magnað- asta ljóð íslenskrar tungu. Ofan við Lögbergsbrekku blasir við Vífilfell, fjallið sem kókfabrikkan er nefnd eftir og efst á Sandskeiði er Litla kaffistofan, þar sem Stef- án vert selur stærstu kleinur á Íslandi og veitir gestum góðan beina.“ Sigurður Bogi bendir á að kaffi- stofan standi undir Draugahlíð. „Þar týndi skáfrændi minn eigin flutningabíl í svartabyl endur fyrir löngu,“ segir hann drauga- lega og er svo í huganum kominn upp í Svínahraun eftir „undarleg- asta vegi á Íslandi þar sem skipt- ast á tvær akreinar í aðra áttina og hjólreiðabraut í hina!“ eins og hann orðar það og getur þess að veginum um hraunið sleppi við minnismerki um organista sem um aldur fram hvarf fyrir ætternisstapann. Sigurður Bogi rifjar líka upp sleðaferðir sem hann fór með foreldrum sínum barn að aldri að Kolviðarhóli þar sem nú er verið að reisa orkuver. „Hellisheiðin sem áður mátti kalla öræfi í alfaraleið er nú leikvöllur verkfræðinga sem hafa hana rúnum rist með gufupípum, raf- magnslínum og öðrum apparötum sem ég kann engin skil á,“ segir hann í ljúfsárum saknaðartón. Á Kambabrún er kappinn kom- inn á Drottningarbarm, bílaplan sem búið var til svo Margrét Þór- hildur gæti virt fyrir sér Suður- landssléttuna þegar hún kom hingað til lands í opinbera heim- sókn fyrir um 30 árum. „Sjálfur dokaði ég við á drottningarslóðum á bjartri Jónsmessunótt endur fyrir löngu og hlustaði á þjóðsöng- inn leikinn í útvarpinu um leið og ég horfði yfir breiðar byggðir í ævintýrabirtu blíðsumars,“ rifjar hann upp rómantískur og endar söguna á svipuðum nótum. „Þá kveiktu útvarpssöngurinn og útsýnið með mér slíkan anda þjóð- arstolts og gleði yfir lífinu að ekki er örgrannt um að grípa hafi þurft til vasaklúts, líkt og veikgeðja fólk gerir, sé endir í bíómynd harmrænni en hjarta þess býður.“ Hlýtt á þjóðsönginn á Drottningarbarmi British Airways hefur tekið í notkun nýtt og endurhannað viðskiptafarrými sem notað er á löngum flugleiðum. Á nýja viðskiptafarrýminu hjá British Airways eru meiri þæg- indi en áður. Sætin eru um fjórð- ung breiðari og þau er hægt að fella alveg niður svo úr verði rúm. Jafnframt verður tekið í notkun nýtt og fullkomið afþreyingar- kerfi á viðskiptafarrýminu. Far- þegar fá líka sér rafmagnsinn- stungu, tíu tommu sjónvarpsskjá, aðgang að sér eldhúsi þar sem má fá sér snarl á milli flugvélamála. Farþegar fá einnig afhenta snyrtitösku frá Anya Hindmarch og náttföt auk þess sem allir far- þegar í flugvélunum fá inniskó. Nýtt viðskiptafarrými Við leggjum okkur fram. Ertu að fara á skíði? Bókaðu bílaleigubílinn strax á avis.is Bílaleigubíll í Þýskalandi Vika fyrir flokk I Opel Vectra station eða sambærilegan bíl á 333 evrur. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, kaskó- og þjófatrygging, flugvallargjald og skattar. LEIÐSÖGUTÆKI TIL LEIGU Leigðu GPS leiðsögutæki í bílinn, fáðu kennslu á það hér heima og taktu það með þér til útlanda. Handhægt og mjög einfalt í notkun. Knarrarvogi 2 / Sími 591 4000 / avis.is P IP A R • S ÍA • 6 0 7 7 1 Á slóðum Þórbergsseturs eru tvö einbýlishús í boði fyrir þá sem vilja gista á Hala í Suðursveit. Gistihúsin tvö sem tilheyra Hala rúma samtals 26-28 manns og eru bæði með góðri eldunaraðstöðu og setustofu. Þar er hægt að dvelja yfir helgi eða í lengri tíma og á það við um hópa, fjölskyldur, fræði- menn eða skólahópa. Á vegum Þór- bergsseturs er hægt að panta sér- staka dagskrá sem hentar hverjum og einum hóp, stórum eða smáum. Sem dæmi má nefna gönguferð að kvöldlagi og stjörnu- skoðun, upplestur úr verkum Þórbergs eða efni úr Suðursveit. Einnig vettvangsferðir úti í náttúrunni og rat- leiki auk þess sem áhugafólk um fiskeldi og ála getur kynnst slíku á Hala. Hátíðarkvöldverð er hægt að fá í Þórbergssetri með fyrirvara og þar sem jarðhiti hefur fundist á svæðinu er fremur frumstæður heitur pottur í grennd við gistihúsin þar sem gott er að dorma. Frekari upplýsingar gefur Þor- björg Arnórsdóttir í síma 867 2900 og einnig er fróðleikur um Þór- bergssetur á vefnum thorbergur.is. Hátíðarkvöldverður og huggulegheit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.