Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 30
N íu lyklar urðu til eins og flest smá- sagnasöfn. Ég skrifaði eina og eina sögu og tíndi þær svo saman í bók. Ég fór hins vegar aðra leið með Aldingarðinn og skrifaði hana meira eins og maður skrifar skáldsögu,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann segir að smásagan sé sér afar kær og hann hafi haft gaman af því að glíma við formið á ný. „Ég var náttúrlega alinn upp við gífurlega virðingu fyrir smá- sögunni. Pabbi skrifaði mikið af smásögum og ég hef alltaf lesið mikið af smásögum.“ Í Aldingarðurinn eru tólf sögur og hver þeirra ber nafn eins mán- aðar í árinu en í þeim öllum fæst Ólafur Jóhann við ástina og tím- ann í samskiptum kynjanna. „Mig hafði lengi langað til að skrifa um þetta efni, það er að segja það sem gerist á milli karls og konu, og var lengi búinn að pæla í hvaða form þetta ætti að taka. Ég ákvað að lokum að fara þessa leið og skrifaði bókina næstum eins og skáldsögu, vann hana sleitulaust og skrifaði sög- urnar eina af annarri, að vísu ekki endilega í sömu röð og þær koma fyrir í bók- inni. Ég hafði á tímabili hug- myndir um að láta sögurnar tengjast á ein- hvern hátt en fannst það frek- ar ódýrt þannig að það eina sem tengir þær saman eru efni og andrúm.“ Þegar Ólafur Jóhann lagði rit- störfin fyrir sig fetaði hann í fót- spor föður síns Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og þar sem það er ljóst að hann þarf ekki að skrifa sér til lífsviðurværis mætti ætla að skrifin séu sprottin af innri þörf. „Ég ætlaði alltaf að gera þetta en ég var náttúrlega hikandi þótt ég hafi ungur byrjað að pára. Ég ólst samt ekki upp við neina glamúrímynd af lífi rithöfunda og kynntist vel fyrirhöfninni sem liggur að baki hverju ritverki. Ég var aldrei lattur og pabbi hvatti mig alltaf en ýtti þessu þó aldrei að mér á nokkurn hátt. Ég hefði auðvitað frekar átt að varast vítin heldur en hitt en einhvern veginn hefur þetta alltaf verið hlutur sem ég hef þurft að gera.“ Ólafur Jóhann er aðstoðarfor- stjóri Time Warner, stærstu fjöl- miðlasamsteypu heims, og hefur því að vonum meira en nóg að gera í sínum daglegu störfum og þarf að skipuleggja sig vandlega svo rithöfundurinn fái notið sín í amstri viðskiptalífsins. „Ég hólfa líf mitt svolítið niður og nota morgnana til að skrifa. Þá loka ég mig alveg af og reyni að ná fjór- um tímum á dag. Það er passlegt enda er ég venjulega þurrausinn eftir það. Ég gæti ekki gert þetta öðruvísi og er ferskastur á morgnana. Það væri útilokað að ætla að byrja daginn á einhverju öðru og fara svo að skrifa.“ Nokkrar persónur Ólafs í Aldin- garðinum eru Íslendingar sem hafa búið lengi í Bandaríkjunum og það er ekki laust við að hjá sumum þeirra gæti nokkurs trega sem er blandaður heim- þrá og Ólafur þvertekur ekki fyrir það að hann gæti hugsað sér að eyða meiri tíma á Íslandi. „Strákarnir mínir eru að verða stálpaðir og þeir hafa farið alla sína skóla- göngu fyrir vest- an en við erum hér alltaf á sumr- in og í kringum jólin. Við vorum hér í sex vikur í sumar og eftir það sagði ég við Önnu, konuna mína, að ég gæti alveg hugsað mér að vera meira hérna. New York er samt að vísu vanabindandi og það er mjög gott að búa þar, allt öðruvísi en annars staðar í Bandaríkjunum. Þetta er alþjóðlegt samfélag og mér finnst mjög gott að vera þar en það getur vel verið, einn góðan veðurdag, að maður verði meira með annan fót- inn hérna. Það kæmi ekkert á óvart.“ Ólafur Jóhann er hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgun- blaðsins, og þar sem hann lifir og hrærist í fjölmiðlaumhverfinu í Bandaríkjunum er ekki annað hægt en spyrja hann hvort hann hafi trú á að áskriftardagblöð muni halda velli í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi. „Umhverfið í Bandaríkjunum er talsvert frábrugðið því sem þekkist hér þar sem Fréttablaðið hefur slegið algerlega í gegn. Það er ekki mikið um fríblöð í Banda- ríkjunum þar sem þetta eru aðal- lega áskriftardagblöð og lausa- sölublöð. Áskriftardagblöð ein og sér kunna að eiga undir högg að sækja, sérstaklega í umhverfi þar sem öflug fríblöð eru til staðar. Ég held samt að ef rétt er að þessu staðið og nógu mikið lagt í þetta og aðrar leiðir farnar en hjá sam- keppnisaðilunum þá sé enginn dómsdagur yfirvofandi. Í þessu samhengi þarf að huga sérstak- lega að tengslum inn í nýja heim- inn eins og hefur til dæmis verið gert mjög vel með mbl.is. Það ríður svo náttúrlega fyrst og fremst á því að gefið sé út gott blað sem fólk er tilbúið að borga fyrir. Þetta er í raun ekki flóknara en það.“ Ólafur Jóhann hefur af og til verið orðaður við ritstjórastól Morgunblaðsins en hann segir allt slíkt af og frá. „Ég held að mín skrif muni halda áfram að birtast í sama formi, í bókum. Ég hef heyrt þetta en get alveg tekið af skarið um að fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ég sé að fara að taka við ritstjórn Morgunblaðs- ins.“ Ólafur Jóhann hefur horft á upp- gang og útrás íslensks viðskipta- lífs með augum gestsins en segir það ekki hafa freistað að stökkva á íslenska vagninn. „Ég hef náttúr- lega aldrei stundað viðskipti hérna og fjárfesting mín í Mogganum er meira eins og áhugamál og ég hef ekkert hér að sýsla. Ég held bara áfram að gera það sem ég kann og uni mér ágætlega þar og sé enga ástæðu til að breyta því. Uppgangurinn hér hefur verið mikill meðal annars í kjölfar þess að losað hefur verið um höft í kerf- inu sem hefur skilað sér í ákveð- inni grundvallarendurskipulagn- ingu á því öllu. Stráin hafa því eðlilega sprottið hratt og teygt sig upp. Það er mikill kraftur í útrásinni og stórar hugmyndir skjóta upp kollinum. Íslendingar eru líka duglegir, kraftmiklir og fljótir. Það þarf alls ekki að þýða að þeir séu fljótfærir en mér sýn- ist þetta allt enn vera í mótun og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta leggst allt saman.“ Ólafur Jóhann hefur átt góðu gengi að fagna í viðskiptalífinu í Banda- ríkjunum sem skapar honum óneit- anlega sérstöðu í hópi íslenskra rit- höfunda og ætla mætti að viðskiptamógúllinn hafi verið lit- inn hornauga þegar hann fór að hasla sér völl á íslenskum ritvelli. „Ég hef átt því láni að fagna að mér var strax vel tekið og get ekki verið annað en þakklátur. Ég skil samt alveg að fólk hafi ákveðna fordóma þegar það kemur einhver maður sem er að sýsla í viðskiptum og fer að skrifa bókmenntir. Þetta stang- ast á við steríótýpuna og allar venjur. Ég þarf ekki annað en að líta í eigin barm til að geta að mörgu leyti skilið þessa afstöðu og er ekkert að álasa mönnum fyrir að hafa einhverja smá for- dóma.“ Ákveðin glansmynd var dreg- in upp af Ólafi snemma á ferlin- um en þegar hann gaf út sínar fyrstu skáldsögur var hann á uppleið í viðskiptalífinu ytra. Ólafur Jóhann segist þó ekki láta þá mynd sem aðrir hafi af sér trufla sig, hvorki í leik né starfi. „Þetta er erfitt við að eiga þar sem maður málar ekki myndina af sjálfum sér. Hún er dregin upp annars staðar og það eina sem ég bið um er að verk mín fái að standa óháð höfundinum og persónu hans. Ég veit alveg hvað skiptir máli þegar ég sest niður til að skrifa bækur. Það er sama hvað ég geri þegar ég er ekki að skrifa. Það eina sem skiptir máli er bókin og það sem maður hefur fram að færa. Hún stendur og fellur með sjálfri sér. Allt mitt annað brambolt breytir því ekki.“ Ólafur Jóhann Ólafsson vakti ungur athygli með smásagnasafni sínu Níu lyklar. Hann spreytir sig nú aftur á smásagnaforminu 20 árum síðar með bókinni Aldingarðurinn. Þórarinn Þórarinsson ræddi við hann um ritstörfin, viðskiptalífið og glansmyndina af sjálfum sér. Þetta er erfitt við að eiga þar sem maður málar ekki myndina af sjálfum sér. Hún er dregin upp ann- ars staðar og það eina sem ég bið um er að verk mín fái að standa óháð höf- undinum og persónu hans. Lætur ímyndina ekki trufla sig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.