Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is A llmiklar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum vegna greinar sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóraembættisins, skrifaði í nafni stöðu sinnar í Morgunblaðið liðinn miðvikudag. Að hluta til hefur sú umræða þó sneitt framhjá merg málsins. Í Morgunblaðsgreininni segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferð- ina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugs- málið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands.“ Einn æðsti maður ríkislögreglunnar hefur hér komist að þeirri niðurstöðu að hornsteinn réttarríkisins, jafnræðisreglan, sé óvirk í sakamálum. Brotalömin er annaðhvort hjá lögreglu og ákæru- valdi eða dómstólum. Vafalaust yrði það talinn útúrsnúningur að halda því fram að aðstoðaryfirlögregluþjónninn hafi verið að beina spjótum að lögreglunni og ákæruvaldinu. Eftir stendur þá að hann telur dómstólana hafa brugðist á svo afdrifaríkan hátt. Jafn þung ásökun frá jafn háttsettum embættismanni um að dómstólarnir hafi brugðist í varðstöðu um sjálfan grundvöll rétt- arríkisins er einstök. Á þessum vettvangi verður hins vegar ekki á neinn hátt tekin afstaða til þess hvort aðstoðaryfirlögregluþjónn- inn hefur á réttu að standa. Hitt er ljóst að ekki verður við það unað að sú staða sé uppi í dómskerfinu sem aðstoðaryfirlögregluþjónninn lýsir. Hafi hann rétt fyrir sér þarf án tafar að gera reka að því að þeir dómarar sem hlut hafa átt að dómum og úrskurðum í Baugsmálinu verði leyst- ir frá störfum. Jafnframt verða dómsmálaráðherra og Alþingi að endurreisa dómstólana með nýrri löggjöf svo fljótt sem verða má. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn kallar í grein sinni á viðbrögð yfirvalda. Þau eru dómsmálaráðherrann í þessu tilviki. Óvanalegt er að embættismaður stilli ráðherra upp við vegg með þessum hætti. Jafnvel má segja að það sé óviðeigandi gagnvart ráðherran- um. En það er orðinn hlutur sem ekki verður horft framhjá. Ráðherrann á tveggja kosta völ: Að sýna með beinum eða óbein- um hætti að hann hafi traust á dómstólunum eða taka opinberlega undir fullyrðingu aðstoðaryfirlögregluþjónsins og bregðast þá við með þeim ráðstöfunum sem duga til þess að tryggja að jafnræðis- reglan verði virk á ný. Hafi ráðherrann traust á dómstólunum getur hann að sjálfsögðu sýnt það með yfirlýsingu þar að lútandi. En þögn hans um málið er einnig jafnskýr og afgerandi yfirlýsing þar um. Líta verður svo á að þögn ráðherrans dugi í þessu tilviki sem klár yfirlýsing um traust á dómstólunum fyrir þá sök að honum bæri skylda til að grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða ef hann væri sam- mála aðstoðaryfirlögregluþjóninum. Engin ástæða er til annars en að hafa fulla trú á að mat dóms- málaráðherra muni byggjast á traustum málefnalegum sjónarmið- um. Á hvern veg sem það fer er því fyrirfram unnt að lýsa yfir að það verður virt. En óvissa um traust réttvísinnar á dómstólunum er óhugsandi í réttarríki. Mat ráðherra verður virt Íslenskan á ekki mörg hugtök sem eru gjörsamlega óþýðan- leg, en í hópi þeirra er „jólabóka- flóð“. Reynið að útskýra þetta fyrirbæri fyrir útlendingum og þið munuð komast að því að það er gjörsamlega vonlaust. Reynið að útskýra það að drjúgur hluti af allri bóksölu eigi sér stað í tvo mánuði, nóvember og desember; að bókabúð sem ekki er opin á Þorláksmessu geti ekki gert sér vonir um mikla sölu það árið; að rithöfundar sem taka sig hátíðlega miði skrif sín við að bókin komi út í nóvember; að bókaútgefendur þjóni jólabóka- markaðnum markvisst með því að gefa út bókatíðindi í nóvember. Hvernig eiga framandi þjóðir að geta séð fyrir sér bókabúðir „bókaþjóðarinnar“ hálftómar allan ársins hring á meðan væntanlegir lesendur sitja heima fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir næstu jólavertíð? Þannig umgengst ekki nokkur önnur þjóð nýsköpun á sviði bókmennta. Hver stendur á bak við þetta? Hver hagnast á þessu? Ekki eru það bóksalarnir. Það mundi augljóslega minnka álag og yfirvinnu ef hægt væri að dreifa bóksölu jafnt yfir árið, eins og tíðkast alls staðar annars staðar en á Íslandi. Af sömu ástæðum hafa bókaútgefendur lítinn hag af því að vera í stöðugri upphitun allt árið fyrir stuttan endasprett sem ræður úrslitum um afkomuna. Það getur heldur ekki verið mikið hagsmunamál fyrir útgefanda að þurfa að gefa 30% afslátt af „föstu verði“ nýrrar og spennandi bókar daginn sem hún kemur. Ekki eru það rithöfundarnir sem þrá það að sjá bækur sínar týnast í stöflum á Þorláksmessu, innan um allan hinar bækurnar sem einmitt þurftu að koma út nokkrum vikum fyrir jól. Ekki græða þeir á undirboðunum á jólabókamarkaðnum, þegar reglurnar um fast verð bóka eru skyndilega teknar úr sambandi í nokkrar vikur. Ekki er það hagsmunamál rithöfundar að lesa snöggsoðna gagnrýni um bók sína í dagblaði, samda af þreyttum bókmenntarýni sem þarf að lesa allar bækur ársins á nokkrum vikum. Eru það lesendurnir sem hagnast? Eru íslenskir lesendur virkilega þeirrar gerðar að þeir vilji lesa yfir sig á nokkrum vikum; að bókaskápar heimil- anna séu lokaðir yfir árið þar til þeir fyllast á aðfangadag? Það mætti hafa um það mörg orð, hvert sé æskilegt samband lesanda og bókar. Eitt er þó víst, að fáir bókaunnendur mæla með árstíðabundnum skyndikynnum á þessu sviði. Á jólabókaflóðinu finnast engar rökréttar skýringar. Það er enn einn vitnisburðurinn um molbúahátt Íslendinga, sem halda ennþá að landið sé verstöð og að ekkert starf sé nokkurs virði nema hægt sé að vinna það í skorpum. Jólabókaflóðið sem fyrirbæri segir mikinn sannleika um Íslendinga og það virðingar- leysi sem þjóðin sýnir bók- menntaarfinum. Það er ekki komið til vegna samsæris hagsmunaaðila, þvert á móti. Það er sinnuleysi okkar sjálfra sem veldur því að ekki er hægt að breyta þessum ósið. Eflaust er margt fólk íhalds- samt í eðli sínu og finnur einhverja rómantík við það að bækur flæði yfir það í holskefl- um fremur en sem lygn straum- ur. Það er líka hægt að venja sig á að borða súran og ónýtan mat af einskærri fortíðarþrá. Sem betur fer höfum við matvælaráð sem varar fólk við vondri meðhöndlun á mat, en hverjir ætla að taka að sér að vara þjóðina við illri meðferð á bókum? Það er kominn tími til að Íslendingar reisi garða til að verjast jólabókaflóðinu. Við eigum ekki að dekra við ósiði okkar, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Stöðvum jólabókaflóðið í eitt skipti fyrir öll og gerumst bókaþjóð í verki. Flóð í uppsiglingu Sérfræðingar og jafnvel afar og ömmur hafa að undanförnu viðrað þær skoðanir sínar að íslensk börn séu undir of miklu álagi, foreldrar gefi sér ekki tíma til að sinna þeim og að Ísland sé ekki nægilega barnvænt samfélag. Sitt sýnist hverjum en tölu- vert skortir á að umræðan sé byggð á staðreyndum eða á reynsluheimi for- eldra. Til dæmis er mikið vísað í tölur um að tæplega 90% barna dvelji 8 tíma eða lengur á leikskóla á dag. Leikskólaskrifstofa Reykjavíkur- borgar kannaði nýlega í öllum hverfum borgar- innar raunverulegan vistunartíma í leikskólum. Könnunin sýndi að börnin eru að meðaltali 7,4 klst. á dag í skólunum en að foreldrar greiða fyrir dvalartíma sem nemur 8,2 klst. á dag. Enginn munur var á vistunartíma eftir aldri og aðeins 3% barna voru í vistun eftir kl. 17. Líklega liggur munurinn á rauntíma og samningstíma í að for- eldrar vilji eiga borð fyrir báru með tímann sinn og vilji ekki að leikskólakennarar þurfi að vinna lengur ef eitthvað kemur upp á. Með þessari könnun fengu margir foreldrar sem leggja sig hart fram við uppeldið uppreisn æru enda nær þorri foreldra að samræma ágætlega fjölskyldu- líf og starf. Dvalartími barna í leikskólum hefur vissulega breyst mikið undanfarin ár. Til að mynda voru tæplega 60% barna í heilsdagsvistun árið 1999 en 90% árið 2005. Þessi breyting skýrist ekki nema að litlu leyti af fjölgun barna heldur jókst dvalartími barna sam- fara auknu framboði heilsdagsplássa. Á tímabilinu 1999-2005 fjölgaði börn- um sem sækja leikskóla um 800 þrátt fyrir að íbúum með ung börn í Reykja- vík fækki. Við fyrstu sýn virðast þessar tölur skýra vel umræðuna um aukið álag á börnin en ef nánar er rýnt kemur í ljós að á sama tímabili hefur vinnumarkaðurinn ekki breyst mikið. Tölur Hagstofu sýna að atvinnuþátttaka kvenna og karla er sú sama og vinnustundir eru eins hjá konum og aðeins færri hjá körlum. Þær tölur gefa til kynna að einhvers staðar hafi börnin verið í vistun áður en plássum fjölgaði og að jafnvel felist breytingin í að nú sé sýnilegri eða teljanlegri sá tími sem börn eru frá heimili. Hér er þó ekki lagður dómur á hvað sé hinn rétti vistunartími barns í leikskóla eða í vistun enda eru þær ákvarðanir teknar af foreldrunum sjálfum. Í þessu samhengi er þó mik- ilvægt að nefna að á þessum tíma hefur fagfólki leikskóla fjölgað og umræðan um fagmennsku og menntun í leikskólum blómstrað sem aldrei fyrr. Foreldrar treysta vel gæðum þeirrar umönnunar og menntunar sem er í boði og taka í auknum mæli upplýstar ákvarðanir um þarfir barna sinna út frá hugmyndafræði og fagmennsku skólanna. Eru foreldrar alvondir? Það er kominn tími til að Íslendingar reisi garða til að verjast jólabókaflóðinu. Við eigum ekki að dekra við ósiði okkar, hvorki sem einstaklingar né þjóð Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.