Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 32
mörgum,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upp- lýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um fjármál sveitar- félaganna 2005, og í erindi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélag- anna í vikunni færði hann rök fyrir því að verst væri staðan hjá þorp- unum í landinu, eins og sjá má í töflu hér á síðunni. Gunnlaugur skipti sveitarfélög- unum í fjóra flokka eftir stöðu þeirra, Reykjavíkurborg, höfuð- borgarsvæðið utan Reykjavíkur, vaxtarsvæðið sem nær yfir suð- vesturhornið frá Borgarbyggð til Árborgar, Fjarðabyggð og Fljóts- dalshrepp og svo öll önnur sveitar- félög. Afkoma ársins 2005 sýnir að Reykjavíkurborg stendur á núlli í sínum rekstri, vaxtarsvæðin hafa jákvæða afkomu en önnur sveitar- félög neikvæða afkomu. Tæpur fjórðungur sveitarfélag- anna á ekki fyrir útlögðum kostnaði svo að skuldir sveitarfélaganna hafa aukist á þessum þenslutímum sem þjóðin hefur verið að upplifa og um helmingur sveitarfélaganna er rekinn með neikvæðri afkomu. Það þýðir að sveitarfélögin eiga ekki fyrir afskriftum eða breyting- um á lífeyrisskuldbindingum. Á vaxtarsvæðunum hafa sveit- arfélögin skuldsett sig til að standa undir auknum kröfum og í sumum tilfellum hafa sveitarfélög, sem ekki geta selt eignir, jafnvel neyðst til að taka skuldir til að standa undir gjöldum. „Staðan er býsna þröng hjá mörgum,“ segir Gunnlaugur. „Menn selja ekki eilíflega land og byggingarétt.“ Vandi sveitarfélaganna speglast í byggðavanda. Atvinnuhættir hafa gjörbreyst á Íslandi, þýðing sjávar- útvegs hefur minnkað og mörg sveitarfélög eiga við íbúafækkun að stríða, tekjur hafa þar af leiðandi dregist saman og sveitarfélögin hafa því oft átt í erfiðleikum með að mæta þjónustukröfum og jafnvel orðið að draga saman þjónustu. Gunnlaugur segir að bilið milli sveitarfélaganna sé að aukast, meðan þenslan er í fullum gangi, skatttekjur aukast sums staðar og kaupmáttaraukningin er stöðug og fasteignaverð hækkar á suðvestur- horninu, Norðurlandi og Vestur- landi, standa tekjurnar í stað ann- ars staðar og rekstrarkostnaðurinn hækkar stöðugt. En hvað er til ráða? „Ég segi eins og spákonan í Djöfla- eyjunni: Sérðu ekki að dreng vantar pening?“ segir hann. Sveitarfélögunum er skylt að veita ákveðna þjónustu og fá til þess tekjur af útsvari, fasteigna- skatti og úr Jöfnunarsjóði. Meira fjármagn vantar og mörg þeirra nýta sér tekjulindir til fulls auk þess sem skattgreiðendur komast undan útsvarsgreiðslum í gegnum einkahlutafélögin. „Vegna þessarar þróunar verðum við að horfast í augu við að það hefur skekkst á stilliskrúfum. Það þarf að færa eitt- hvað af fjármagnstekjuskatti til Jöfnunarsjóðs sem er brúin milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir hann. Ríkissjóður leggur sjö hundruð milljónir króna á ári í aðstoð við sveitarfélögin 2006, 2007 og 2008, verið er að endurskoða úthlutunar- reglur Jöfnunarsjóðsins og eftir- litsnefndin vinnur með sveitar- stjórnum að samningum um markvissar aðgerðir. S veitarfélögin í landinu hafa verið rekin með halla til fjölda ára. Á síðasta ári urðu nokkur umskipti í rekstri þeirra á heildina litið þar sem nokkur sveitarfélög hafa notið þenslunnar í efnahagslífinu og tekjurnar þar með aukist. Þetta á þó aðeins við um sveitar- félög á afmörkuðum svæðum þar sem sala byggingaréttar vegur þungt í tekjum, einkum sveitarfé- lögin á suðvesturhorninu, frá Borg- arbyggð í vestri til Árborgar í austri, kringum Akureyri og kring- um álversframkvæmdirnar fyrir austan. Mörg önnur sveitarfélög eiga í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eins og sést á því að á árunum 2003- 2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfé- lög bréf frá eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga. Auðvitað hafa ekki öll þessi sveitarfélög átt við djúpstæðan rekstrarvanda að stríða og flest ef ekki öll þeirra hafa snúið vörn í sókn. Sum þessara sveitarfé- laga hafa þó ekki átt annan kost en að draga saman rekstur. Þegar litið er á fjárhagsstöðuna í dag eru það einna helst víðfeðm en tiltölulega mannfá sveitarfélög sem eiga við rekstrarvanda að stríða. Þessi sveitarfélög hafa lítið sem ekkert notið þenslunnar og hafa sum átt við fólksflótta að stríða. Þessi sveitarfélög hafa verið í samkeppni við stóru og sterku sveitarfélögin um íbúa og tekjur. Þau hafa orðið að auka og halda uppi þjónustu við íbúana meðan tekjurnar hafa staðið í stað eða jafnvel dregist saman auk þess sem launahækkanir hafa verið þeim erfiðar enda hafa þau ekki haft neina stjórn á þeim. Á milli sveitarfélaganna hefur myndast gjá sem sveitarstjórnar- menn telja að þurfi að brúa. Meðan mörg sveitarfélög berjast við skuldir og erfiða fjárhagsstöðu telja margir sveitarstjórnarmenn að ástæða sé til þess að bregðast við misskiptingu í tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Ríkið hafði níu milljarða króna í tekjur af fjár- magnstekjuskatti árið 2004 og í fyrra voru tekjurnar orðnar tæpir 22 milljarðar króna. Hröð þróun hefur verið í skattaum- hverfinu síðustu árin og hefur einkahlutafélögum í landinu fjölgað um fjórðung, úr tuttugu þúsundum árið 2004 í tuttugu og fimm þúsund og sex hundruð það sem af er þessu ári. Árið 2005 höfðu 6.600 fjölskyld- ur hærri fjármagnstekjur en launa- tekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagns- tekjur og greiddu ekkert útsvar. Einyrkjar hafa því fært starf- semi sína yfir í einkahlutafélög í stórum stíl og hafa þar með ekki þurft að greiða útsvar til sveitarfé- laganna. Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og krefjast sveitarstjórnarmenn því nú hlutdeildar í fjármagnstekju- skattinum. Sú hlutdeild færi inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og yrði notuð til að jafna stöðu sveitarfé- laganna. „Staðan er býsna þröng hjá Skekkst hefur á stilliskrúfum Tæpur fjórðungur sveitarfélaga árið 2005 átti ekki fyrir útlögðum kostnaði. Sveitarfélög í þeirri stöðu verða að fjármagna laun og annan rekstrarkostnað með lánum og sölu á landi og byggingarétti. Guðrún Helga Sigurðardóttir kannaði fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna eins og hún var í ársreikningum síðasta árs. Það þarf að færa eitthvað af fjármagnstekju- skatti til Jöfnunarsjóðs sem er brúin milli ríkis og sveit- arfélaga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.