Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 104

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 104
Þegar ég á fimmtudagsmorgun stökk eins og hetja út í norðan- rokið til þess að binda niður rusla- tunnu fyrir utan húsið mitt – en hún hafði fokið þar með látum um nótt- ina, blessunarlega tóm – gat ég ekki varist þeirri hugsun í ljósi hins nístandi kulda að nú væri Golf- straumurinn farinn. eru margir vísindamennirnir sem hafa haldið því fram með sann- færandi rökum að ef lofthjúpur jarðar muni halda áfram að hlýna af manna völdum muni Golfstraum- urinn skipta um stefnu og hætta þar með að hlýja okkur Íslending- um eins og hann hefur gert frá upp- hafi byggðar. Þarna sem ég bograði grettinn yfir tunnunni og reyndi að hnýta bandið, sem var of stutt, var ég sem sagt alveg með það á hreinu að nú væri komið að þessu. ísöld væri skollin á. Nú væri bara tímaspursmál hvenær íshell- an myndi leggjast yfir og maður yrði endanlega dæmdur til þess að klöngrast á klakanum í bókstaf- legri merkingu, rennandi á rassinn í lélegum skóm. Ég leiddi alvarlega hugann að því með hvernig lurkum ég hygðist verja fjölskyldu mína í ísaldarsamfélagi hinna sterku og jafnframt hvernig ég ætlaði að við- halda loga í eldstæðinu. Verst hvað ég hef alltaf verið mikill klaufi við að kveikja eld með steinum. veður nær auðvitað ekki nokkurri átt. Ég hef oft haldið því fram að eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, sá þáttur sem aftri framförum hvað mest á þessu landi, sé veðrið. Þetta er einkar augljóst í skipulagsmálum. Sama hvað menn reyna að byggja aðlaðandi torg og opin svæði, alltaf skulu allar til- raunir til þess að skapa líf í bæjun- um stranda á þeirri grundvallar- staðreynd að hér er lungann úr árinu svokallað skítaveður, eða svo það sé umorðað í anda skáldlegra bókatitla: Veður skítsins. nú er útlit fyrir í ofanálag að nýtt kuldamet fyrir nóvembermán- uð verði slegið. Einn mest sannfær- andi kaflinn í myndinni hans Al Gores um gróðurhúsaáhrifin fjall- aði um það hvernig sífellt ný veður- farsmet hafa verið slegin á allra síðustu árum. Fellibylir verða stærri og öflugri. Vötn þurrkast upp. Það var í þessu samhengi sem djöfullinn hvíslaði í eyrað á mér við ruslatunnuna að nýja kuldametið á Íslandi væri liður í sömu þróun. Kannski er veðrið í veröldinni að breytast beint fyrir framan nefið á okkur? má ekki misskilja mig. Það er margt gott við kulda. Fátt jafnast á við nýfallinn snjó í köldu logni. Ekkert eykur meira samvistir kærustupara og hjóna og styrkir fjölskylduna betur en frosthörkur. En þetta breytir ekki því að lofts- lagsbreytingar eru mest aðkallandi vandamál stjórnmála samtímans. Skítakuldinn í vikunni sem fór yfir öll velsæmismörk ætti að vekja Íslendinga til umhugsunar um mik- ilvægi þess að láta til sín taka í þeim málum svo um munar. Ég per- sónulega ætla ekki að eyða efri árunum í hettuúlpu, þá væntanlega kominn ofan í blessaða ruslatunn- una, tálgandi lurka. Ný ísöld Kanntu jól að baka? © In te r I KE A Sy ste m s B .V .2 00 6 Virkir dagar Laugardagur Sunnudagur www.IKEA.is 10.00 - 20.00 10.00 - 18.00 12.00 - 18.00 Re yk ja n es b ra u t Sæ b ra u t Lokað hér Ný verslun 650,- ISIG svunta rauð L94 cm CHARMmæliskeiðar 4 stk. rautt/hvítt 95,- LEGITIM skurðarbretti 2 stk. hvít ISIG pottaleppar 2 stk. 23x23 cm 390,- VICKNING bökudiskur Ø25 cm 495,- ISIG piparkökumót 6 stk. H7-17 cm MAGASIN kökukefli Ø6 L43 cm 395,- PROMPTmuffinsform 35x27 cm 795,- MEDALJ pottur m/loki 2 l Ø16 H11 cm 1.990,- DUKTIG bökunarsett f/ börn 7 stk. 995,- ISIG barnasvunta 70x45 cm 290,- MIXA eldhúsáhöld 3 stk. gegnheill viður SKRAPA kökuspaði ýmsir litir 75,- ISIG diskaþurrkur 50x70 cm ýmsar tegundir 590,- ISIG löber 45x150 cm marglitt 690,- 490,- Sænskar kjötbollur með kartöflum, týtuberjasultu og rjómasósu (10 stk.) 195,- 75,- 350,- FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.