Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 20

Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 20
Helgin fór að mestu í bakveiki. Þursabit eða skessuskot eða hvað það nú heitir. Ég var að tína saman bækur og blöð á föstu- daginn, beygði mig niður og fraus. Missti allt úr hönd- unum á mér nema símann sem ég hélt á. Hringdi í Sól- veigu sem kom heim og studdi mig inn í rúm. Það góða við þursabit er að það hverfur jafn skyndi- lega og það læsir klón- um í mann. Á laugar- dag eftir hádegi staul- aðist ég upp í Bankastræti á sýninguna mína og lóðsaði áhugasama gesti um salinn. Það var ljómandi skemmtilegt. Labbaði heim glaður og laus við bakverki. Vaknaði svo í gærmorgun rammskakkur og kvalinn. Fór samt og hitti 70 útlendinga sem Soffía Auður Birgisdóttir er að kenna í Háskóla Íslands. Það var gaman að spjalla við Íslands- vini sem líta svo á að Ísland sé meira en bara skondinn staður til að detta í það. Þunglyndi er ekkert grín. Alla jafna tekst að halda því í skefjum en svo laumast það að manni og í mínu tilviki virkar það eins og nokkurs konar andleg löm- unarveiki. Ég paufast gegnum lífið eins og á sjálfsstýringu. Ég er sannfærður um að bakveikin teng- ist þunglyndinu þótt ég sé ekki reiðubúinn að segja til um hvort þursabit veldur þunglyndi eða þunglyndi þursabiti. Það er soldið óljóst eins og spurningin um hvort er eldra eggið eða hænan. Var stirður í morg- un en fór í ræktina og er nokkuð brattur líkamlega. Rétt tæp 10 prósent allra sem eru 18 ára eða eldri finna fyrir þunglyndi ár hvert. Hver einasta manneskja mun einhvern tímann á ævinni verða fyrir barðinu á þunglyndi, sínu eigin eða annarra. Um 15 prósent fólks í hinum vestræna heimi þjáist af þung- lyndi einhvern tímann á ævinni. Þunglyndi er algengara meðal kvenna en karla. Rúmlega helmingur fólks, 54 prósent, álítur að þunglyndi sé persónulegt veikleikamerki. Um 80 prósent þunglyndra leita sér engrar aðstoðar. Um 15 prósent þeirra sem þjást af alvarlegu þunglyndi munu fremja sjálfsvíg. Árið 2020 verður þunglyndi algengasta dánarorsök fólks, næst á eftir hjartasjúkdómum – og rannsóknir sýna tengsl á milli þunglyndis og banvænna hjarta- sjúkdóma. Þetta eru fáeinir fróðleiksmol- ar sem ég tíndi saman á Netinu. Ég er greinilega ekki einn um að upplifa það hugarástand sem stundum er kallað „svartnætti sál- arinnar“. Það er fríður flokkur sem hefur þjáðst af þessum kvilla: Wolfgang Amadeus Mozart, mesti snillingur allra tíma var þunglyndur, sömuleiðis ævintýra- skáldið H. C. Ander- sen, málarinn Vincent van Gogh, skáldkonan Sylvia Plath og fleiri góðir listamenn eins og Edgar Allen Poe, Byron lávarður, William Blake, John Keats, T. S. Eliot, Mark Twain, Charles Dickens, Robert Louis Stevenson, Ernest Hem- ingway og Tennessee Williams. Og þunglyndi sækir ekki bara að lista- mönnum heldur smýgur það jafnvel inn fyrir þykk- an skráp stjórnmálamanna: Abraham Lincoln, Theodore Roosevelt og Winston Chur- chill svo að einhverjir séu nefndir. Það er augljóst að þung- lyndi er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það fylgt mannkyn- inu um langan aldur, og ekki bara mannkyninu því að vísindarann- sóknir hafa staðfest það sem margir vissu fyrir, sem sé að dýr geta líka þjáðst af þunglyndi. Kannski geta ég og aðrir bund- ið vonir við kátu mýsnar við McGill-háskólann í Montreal- borg, Quebec-fylki, Kanada. Af kátu músunum í Quebec er það að frétta að þær eru franskar að uppruna eins og svo margt í Quebec. Vísindamaður að nafni dr. Michel Lazdunski við háskólann í Nice í Frakklandi tók upp á því að rækta mýs sem ekki bera í sér svonefnt TREK-1-gen, en það ágæta gen mun hafa áhrif á magn serótóníns í heilanum. En serótón- ín er boðefni sem gegnir mikil- vægu hlutverki í sambandi við hugarástand, svefn og kynlíf. Dr. Guy Debonnel, prófessor í geðlæknisfræði við McGill- háskóla, hefur að undanförnu verið að rannsaka kátu mýsnar og látið þær undirgangast ferlis- fræðilegar, raflíffræðilegar og líf- efnafræðilegar athuganir og birti nýverið niðurstöður sínar í tíma- ritinu „Nature Neuroscience“. Dr. Debonnel segir að þetta séu mikilvægar rannsóknir því að tíunda hver manneskja verði fyrir barðinu á þunglyndi á einhverju skeiði ævinnar – og þau þung- lyndislyf sem við þekkjum í dag komi að engum notið fyrir einn af hverjum þremur sjúk- lingum. En kátu mýsn- ar vekja ákveðna bjartsýni því að til- raunir með þær leiddu í ljós að þær voru jafn kátar eftir til- raunirnar og þær hefðu verið á þung- lyndislyfjum í þrjár vikur, og það sem virðist valda hinu óbilandi glaðlyndi músanna er að þær eru lausar við TREK-1-genið. Ég er ekki jafn lukkulegur og kátu mýsnar í Quebec. TREK-1-genið held- ur áfram að gera mér lífið leitt. Reyndar er ég betur settur en margir þunglyndissjúklingar að því leyti að ég veit fullvel hvað amar að mér og hika hvorki við að leita mér hjálpar við þunglyndinu, né að tala um það sem hvern annan sjúkdóm. Það er reyndar furðu- legt hversu lítið er talað um þessa hræðilegu plágu sem veldur meiri þjáningum en flestir aðrir sjúk- dómar og hefur ekki bara áhrif á sjúklingana heldur líf aðstand- enda og vina – og veldur þjóðfé- laginu meira tjóni en flest önnur manna mein vegna fjarvista frá vinnu eða skertrar vinnugetu, auk þess að vera aðalorsök sjálfsvíga. Fáfræðin sem umlykur þennan sjúkdóm er geigvænleg, svo geig- vænleg að enn þann dag í dag er þunglyndi mætt með athugasemd- um og fordómum eins og þessum: Þunglyndi er bara ímyndun. Þunglyndi er ræfildómur og þeir sem segjast þjást af þung- lyndi nenna bara ekki að standa sig. Maður gefur híft sig upp úr þunglyndi ef maður vill. Þunglyndi er ein tegund af leti. Þunglyndi er sjálfsvor- kunn. Það er kominn tími til að breyta þessu og fá fólk til að horfast í augu við veru- leikann. Þunglyndis- sjúklingar allra landa sameinist! Í dag var dagur íslenskrar tungu og í því tilefni fór ég með tunguna í mér í heim- sókn í Bókasafn Kópavogs og gaf henni lausan taum- inn í fullum sal af áheyr- endum sem sátu og gættu tungu sinnar. Þetta var ljómandi skemmtilegt, og undir lokin var farið að losna um tungu þeirra sem voru komnir til að hlusta og þetta endaði á ánægju- legu spjalli um bækur og tungumálið okkar. Á laugardaginn lýkur svo málverkasýningunni minni hjá Sævari Karli og ég verð á svæðinu að taka á móti síðustu eftirlegu- kindunum. Það er þó altént til- hlökkunarefni í miðju þessu “svartnætti sálarinnar”. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Kátu mýsnar í Quebec Í Dagbók Þráins Bertelss onar er fjallað um glaðlyndar mýs og þungly ndisgenið dularfulla. Ennfremur er minnst á ísl enskar tungur í Kópa- vogi, fordóma og fræga þu nglyndissjúkl- inga frá Mozart til okkar tíma. Fataskápadagar hjá Axis Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi. Ís le ns k hö nn un o g fr am le ið sl a helgina 17.-19. nóvember Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Opið: föstudag 9:00-18:00 laugardad 10:00-16:00 sunnudag 13:00-16:00 Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Stuttur afgreiðslutími. Tilvalið að tryggja sér fataskápa fyrir jólin. Sjón er sögu ríkari...... Einnig býður Axis til rýmingarsölu á skrifborðum, hillum, skilveggjum, stólum á skrifstofu og á heimilið og ýmsu öðru. Útsalan er á efri hæð verslunar og afsláttur er á bilinu 15-80 %.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.