Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 1
GEISLAVARNIR ríkisins hafa mælt geislavirkni í regnvatni á suö-aust- urhorninu. Örlítillar geislunar varö vart, eöa um 15-30 bq (alþjóölegar einingar á geislavirkni). Þetta er margfalt minni geisl- un en mældist hér 1960-1964 eftir tilraunir stórveldanna meö kjarnorkuvopn í and- rúmsloftinu, og langt undir hættumörkum. Austfirðingar ættu því ekki aö þurfa aö óttast heilsufarslegar afleiöingar geislun- arinnar. SPRENGJUHÓTUN barst tn sjónvarpsins á meðan á útsendingu þátt- arins „Vímulaus æska“ stóö. Engin sprengja sprakk og því var um gabb aö ræöa. Ekki tókst að rekja símtalið, en málið var sent til rannsóknarlögreglunnar. 8000 MANNS höfðu í gær látiö skrá sig í Landssamtök foreldra fyrir vímulausa æsku. Enn er hægt aö láta skrá sig í samtökin í síma 82399 hjá SÁA. Einar Kristinn Jónsson framkvæmdastjóri SÁÁ sagði í gær aö þátttakan væri framar björtustu vonum. Hann sagði aö fræðslu- starf yrði sett á oddinn hjá samtökunum. SÖNGVAKEPPNI og rallakstur viröist vera eina leiöin til þess að ná athygli ríkisfjölmiðla segir í fréttatilkynn- ingu frá Samtökum kvenna á vinnumark- aðnum. Fréttaflutningur útvarps og sjón- varps af hátíðahöldum 1. maí er gagn- rýndur harðlega af samtökunum. Telja þau að sniðgengið hafi verið hlutverk kröfugöngu sem gengin var gegn kjara- samningunum. ALNÆMI heldur áfram að breiðast út í Evrópu. Samkvæmt nýjustu tölum er fjöldi alnæmistilfella nú kominn upp í 2.337. Mest er um alnæmi í Frakklandi og þar á eftir koma V-Þýskaland og Bretland. Á íslandi hafa fundist tvö tilfelli og 21 einstaklingur að auki með forstigsein - kenni. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur sent frá sér ályktun þar sem sett er fram krafa þess efnis að ríkisstjórnin hætti að styoja árásar- og vígbúnaðar- stefnu Reagans en taki í þess stað upp sjálfstæða utanríkisstefnu og skipi sér utan hernaðarbandalaga og gerist aðili að kjarnorkulausum Norðurlöndum. Bent er á að slysið í Chernobyl hafi valdið mun minni geislun en hlytist af meðalstórri kjarnorkusprengju. HIN NYJA minnihlutastjórn norska Verkamannaflokksins tók formlega við völdum í aær. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra sagði við það tækifæri að harðar efnahagsráðstafanir væru nauðsynlegar til að mæta vanda þeim sem orðið hefur vegna verðfalls á olíu, helstu söluvöru Norðmanna. MATARLIST '86. sýning nema úr Hótel og veitingaskóla íslands var form- lega opnuð í gær. Mikið verður um dýrðir í Laugardalshöll, þar sem sýningin fer fram. Erlendir matreiðslumeistarar munu sýna listir sínar en gestum gefst tækifæri á því að smakka réttina. Bragð verður sögu ríkara í Höllinni. GÖTUVIT- AR í Reykjavík munu ekki blikka gulu (jósi framan i vegfarendur að næturlagi yfir sumarmánuðina. Umferðarnefnd samþykkti á fundi sinumþann7. maí að fyrst um sinn skuli umferðarljós ganga allan sólar- hringinn. KRUMMI Áfram Órækja! Bann á innflutningi á matvælum frá Sovétríkjunum ógnar rekstri K. Jónsson & Co á Akureyri: „Algerlega fráleitt og tilefnislaust" - segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráöherra, um banniö „Heilbrigðisráðuneytið setti þetta bann án þess að tala hvorki við okkur né viðskiptaráðuneytið. Að mínu mati er þetta bann aiger- lega fráleitt og tilefnislaust vegna þess að t.d. þessi rækja er veidd í norðurhöfum og það er alveg Ijóst að það er engin hætta á ferðum varðandi matvörur frá Sovétríkj- unum nema frá Úkraínu. Ég hélt að það væri öllum ljóst að Sovétrík- Ríkisstjórnin ákvað á fundi sín- um í gær, að höggva á hnútinn í farmannadeilunni með bráða- birgðalögum. Þessi ákvörðun ríkis- stjórnarinnar kom í kjölfar mara- þonfundar deiluaðila nteð sátta- semjara sem lauk án nokkurs árangurs í fyrrinótt. í bráðabirgða- lögunum eru bönnuð öll verkföll og verkbönn og Hæstiréttur mun skipa 3 menn í gerðardóm, þar af verði einn formaður dómsins. Dómurinn á að hafa lokið störfum fyrir 1. september 1986, en þangað til skal hafa viðmiðun af þeim kjarasamningum sem í gildi hafa in eru nánast tvær heimsálfur og þeir veiða í öllum heimshöfum. Ég tel því að þarna hafi átt sér stað alvarleg mistök sem heilbrigðis- ráðuneytið hlýtur að leiðrétta án tafar." „Svo fórust Halldóri Ásgríms- syni, sjávarútvegsráðherra, orð þegar Tíminn leitaði álits hans á banni heilbrigðisráðuneytisins á matvöru frá Austur-Evrópu og verið hjá viðkomandi félögum og því sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Þau félög sem bráðabirgðalögin taka til eru Skipstjórafélag fslands og þeir félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur sem eru á farskipum. Formenn þessara félaga, þeir Höskuldur Skarphéðinsson í Skipstjórafélaginu og Guðmundur Hallvarðsson í Sjómannafélagi Reykjavíkur sögðu í samtali við Tímann í gær, að hér væri um enn eina aðför að farmönnum að ræða, það væri nánast komin hefð á það þeim áhrifum sem þau hafa á starfsemi niðursuðuverksmiðja sem kaupa rækju sem veidd cr af Sovétmönnum í Barentshafi. Tíminn fékk þær upplýsingar hjá K. Jónsson & Co á Akureyri að ef þetta bann yrði ekki numið úr gildi, eða að þeir fengju undan- þágu til að kaupa þessa rækju, yrðu framtíðarhorfur fyrirtækisins mjög alvarlegar. Niðursuða á að setja bráðabirgðalög þegar far- menn hygðust ná fram bættum kjörum. Bæði þessi félög héldu fundi í gær þar sem samþykkt voru mótmæli gegn lagasetningunni. Höskuldur Skarphéðinsson sagði enn fremur að það hafi verið vegna vissu vinnuveitenda um að bráða- birgðalög yrðu sett, að þeir hafi verið eins óbilgjarnir og ófúsir til samninga sem raun bar vitni. Taldi hann það með öllu óvíst, að deilan hefði dregist á langinn ef ekki hefði staðið til boða að farmenn yrðu sviptir verkfallsréttinum. -BG rækju er langstærsti þátturinn í starlsemi fyrirtækisins og um 75% af þeirri rækju er keypt af sovésk- um bátum sem veiða í Barentshafi. Vcrtíðin þar er nú að hefjast, en ekki cr hægt að stunda þessar veiðar á vetrum. K. Jónsson & Co kláraði alla sína rækju í janúar síðastliðnum og hefur síðan beðið eftir því að sovésku bátarnir hefji veiðar. Um eitt hundrað manns vinna hjá fyrirtækinu. Matthías Bjarnason viðskipta- ráðherra, sagði að hann tryði ekki öðru en að undanþága fengist til þess að fyrirtækið gæti kcypt inn hráefni í framleiðslu sína. Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, er nú erlcndis og er ekki von á henni fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku. Matt- hías Á. Mathiesen gegnir embætti hennar á meðan. Hann sagði í samtali við Tímann að hann mundi ekkert aðhafast í þessu máli fyrr en Ragnhildur kæmi heim. Sigurður Magnússon, forstöðu- maður Geislavarna ríkisins, sem sæti á í nefnd er hefur hcimild til að veita undanþágur frá banninu, sagði í samtali við Tímann að tvær umsóknir um undanþágur hefðu borist og væri önnur um innflutning á rækju, en enn hefði ekki verið tekin afstaða til þessara umsókna. - gse Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra: Synumengan bilbug eða hræðslu viö að taka á vandamálunum Erfið verkefni eru framund- an en traust ríkisstjórn á að leggja metnað sinn í að sitja út kjörtímabilið og ekki sýna á sér minnsta bilbug eða hræðslu við að taka á vandamálunum. Ganila leiðin gengur ekki lengur, að leysa vanda með gengisfellingum og erlendum lántökum. Grái peningamarkaðurinn spennti fjármagnskostnaðinn upp úr öllu valdi og hafði áhrif á vaxtaákvarðanir bankanna. Nú hefur verið sett löggjöf um verðbréfamarkaðinn og hann á ekki lengur að leika lausum hala. Stærsta verkefni félagshyggju fólks er að standa vörð um velferðarríkið. Sjá nánar viðtal við Stein- grím Hermannsson, forsætis- ráðherra, á bls. 8-9. Ríkisstjórnin FARMANNADEILAN í GERDARDÓM - óánægja meöal sjómanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.