Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn VERKFRÆÐISTOFA SIGUROAR THORODDSEN HF, VERKFRÆÐIRÁÐGJAFAR FRV Útboð - Raflagnir Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í raflagnir fyrir verslanamiðstöð í Kringlu- mýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti: A. Norðurhús 1. Raflagnir og töflur fyrir 7.000 m2 verslunarhús- næði. 2. Raflagnir fyrir 2.500 m2 skrifstofuhúsnæði. * 3. Lampa fyrir hluta af ofangreindu. B. Suðurhús og bílageymslur 1. Raflagnir og töflur fyrir 5.000 m2 göngugötu. 2. Raflagnir og lampa fyrir 2.000 m2 ganga og geymslur 3. Raflagnir og lampa fyrir 15.000 m2 bílageymslu. C. Aðaltafla 1. Smíði og uppsetningu aðaltöflu, 3.000 A. Heimilt er að bjóða í lið A, B eða C eða alla saman. Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 13. maí 1986 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4. Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 10. júní 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup h.f. Lækjargötu 4, Reykjavík. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar kennarastöður við Tækniskóla íslands: 1. í eðlisfræði, kennsla einkum í frumgreinadeild. 2. í stærðfræði, kennsla einkum í frumgreina- deild. 3. í tölvu- og viðskiptagreinum í rekstrardeild. 4. í lögnum og veitukerfum í byggingadeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,105 Reykjavík, fyrir 3. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 7. maí 1986 Orðsending frá Fósturskóla íslands Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skólanum fyrir 6. júní n.k. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri Súgþurrkunarmótor óskast Óska eftir að kaupa súgþurrkunarmótor, 13,6 kW, rafmótor 440 wött. Upplýsingar í síma 93-4384 sjálfra okkar vegna! SPENNUM BELTIN Á Laugardagur 10. maí 1986 Skákþing Sovétríkjanna þegar þrem umferöum var ólokið: Sjö skákmenn í keppni um titilinn Skákþingi Sovétríkjanna voru gerð nokkur skil í þessum þáttum í Tímanum um síðustu helgi. Mótið fór fram í næsta nágrenni við hið hræðilega kjarnorkuslys í Chern- obyl, nefnilega í Kiev en það er sú borga Sovétríkjanna sem einna verst hefur orðið úti vegna geislunar. Blátoppur sovéskra skákmanna var ekki meðal þátttakenda að þessu sinni.Karpov og Kasparov undirbúa sig nú sem best má verða fyrir HM-einvígið og þátttakendur í áskorendaeinvíginu þeir Yusupov, Sokolov og Vaganian höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Þegar 14 umferðir höfðu verið tefldar á mótinu var afar tvísýnt um úrslit og keppni vægast sagt æsi- spennandi. Yuri Balashov sem undan- farin ár hefur verið á stöðugu undan- haldi virðist hafa náð að hrista af sér slyðruorðið á þessu móti og var efstur ásamt tveimur öðrum og fjöl- margir skákmenn fylgdu fast á hæla þeirra. Staðan eftir 14 umferðir var þessi: 1.-3. Balashov, Malanstjúk, og Checzkovskí 8 lA v. 4. Bareew 8 v. + 1 biðskák. 5.-7. Eingorn, Gur- evitch og Lerner 8 v. 8.-9. Gawrikov og Khalifman 7 !ó v. Stigahæsti þátttakandinn Alex- ander Beljavskí virðist eiga alveg sérstaklega erfitt uppdráttar á innan- landsmótum sovéskum en stendur sig hinsvegar jafnan vel þegar hann teflir á erlendri grund. Hann þarf varla að óttast um sæti sitt í Olymp- íuliðinu eftir glæsilega frammistöðu á 1. borði síðast, en það merkilega er að Sovétmenn gætu stillt upp þrem til fjórum sigurstranglegum liðum á slíku móti, breiddin er gífur- leg. Þeir Balashov og Beljavskí hafa marga hildi háð og gengið á ýmsu. í viðureign þeirra að þessu sinni hafði sá fyrrnefndi betur: Hvítt: Yuri Balashov. Svart: Alexander Beljavskí. Katalónsk byrjun. 1. d4 d5 2. c4 eó 3. RI3 Rf6 4. g3 (Beljavskí teflir Tartakower-af- brigðið sem kemur upp eftir 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 betur en flestir aðrir. Það er því skynsamlegt af Balashov að velja aðra leið.) 4. .. dxc4 5. Bg2 b5 (Afar áhættusöm leið og raunar vafasöm en Beljavskí var mikið í mun að vinna þessa skák og tekur því áhættuna. Atburðarásin gerist nú hröð og spennandi). 6. a4 c6 7. axb5 cxbS 8. Re5 Rd5 9. Rc3 Bb4 10. O-O! Bxc3 11. e4 Bxb2 12. exd5 Bxal 13. Ba3 a5 14. Dg4! I 1< k.H ii i ■I i 1 III! i 1 II ■I 1 IIIA mJ. lllllllllll i U3I 1111 % B III,1 1,11 Illlllllll 10 ii JL 101 ■ 1 III lllll I H (Þessi öflugi leikur tryggir hvítum mikla sóknarmöguleika en Beljavskí virðist hafa verið heldur vantrúaður þó staðan sé þekkt úr fræðunum og almennt talin betri á hvítt.) 14. .. b4 15. Dxg7 Hf8 16. Hxal Ha6 (Nauðsynlegur leikur. Ef 16. - bxa3 þá 17. dxe6 Ha7 18. exf7t Haxf7 19. Rxf7 Hxf7 20. Helt He7 21. Dg8t Kd7 22. Bh3t Kc7 23. Hxe7t Dxe7 24. Dxc8t Kb6 (24. - Kd6 25. Dc5 mát!) 25. Dxb8t Db7 26. Dd6t og 27. Dxa3.) 17. Bcl! (Biskupinn kemst í spilið á kóngs- vængjum en það kostar tíma og svartur virðist koma skipulagi á lið sitt.) 17. .. exd5 18. Bh6 Hxh6 19. Dxh6 Be6 20. Hel De7 ii mSK ■1 ■ lllllllllll ■ ill 11 i lllllllll A iiiiiiii * ■I i «i) WJ ■I i 101 iiiii i 1 101 i m IjrjVvJjH IHI E (Þó svartur sé tveim peðum yfir og peðastaða hans á kóngsvæng virki ógnandi þá er frumkvæðið í höndum hvíts. Menn svarts vinna illa saman og kóngurinn er í bráðri hættu. Og Balashov finnur einlægt leiðir til að halda sókn sinni gangandi.) 21. Rxc4! (Molar niður varnir svarts.) 21. .. dxc4 22. d5 Kd7 23. De3! (Nákvæmur leikur. Biskupinn hleypur ekki í burtu og hvítur notar tímann til að bæta vígstöðu drottn- ingarinnar.) 23. .. Dd6 24. Da7t Dc7 25. dxe6t fxe6 26. Dd4t Kc8 27. Hxe6 c3 28. Bh3! (Banvæn sending. Kóngurinn hrekst nú yfir á a-línuna þar sem hann ræður í engu við sameinaða atlögu drottningar, hróks og biskups.) 28. .. Kb7 29. Dd5t Ka7 30. Bg2 Ra6 31. Hc6 - Svartur gafst upp. 31. - Db7 strandar á 32. Dd4t og 31. - Dd8 má svara með 32. Hxaót! Kxa6 33. Db7 mát. Halldór Jónsson Fyrir skömmu lést einn sterkasti skákmaður Akureyringa um langt árabil, Halldór Jónsson. Halldórvar margfaldur Skákmeistari Akureyrar og Norðurlands og á tímabili bar hann höfuð og herðar yfir aðra Norðlendinga. Þekking hans á skák- listinni stóð uppúr og það var ekki fyrr en á hinum allra síðustu árum að hann eignaðist verðuga andstæð- inga á skáksviðinu þar nyrðra. Skák- unnendur minnast sérstaklega bar- áttu hans um Norðurlandsmeistara- titilinn við Jónas Halldórsson frá Leysingjastöðum í A-Húnavatns- sýslu sem lést á sviplegan hátt haust- ið 1973. Fáir skákmenn komu jafn rækilega við sögu skáklistarinnar utan höfuðborgarsvæðisins eins og þessir tveir heiðursmenn. Hjálparkokkurinn sem þreytist aldrei á því að hafa hreint og fínt í kringum sig Effco þurrkan er ómissandi við bara nothæf i eldhúsinu. Notaðu eldhússtörfin. Hún hjálpar þér að halda eldhúsinu hreinu og fínu, sama á hverju gengur. Effco þurrk- an gerir öll leiðinlegustu eldhús- störfin að léttum og skemmti- legum leik. Það verður ekkert mál að ganga frá í eldhúsinu eftir elda- mennskuna, borðhaldið og upp- vaskið. En Effco þurrkan er ekki Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og verslunum. hana til að þrífa bílinn, bátinn eða taktu hana með þér í ferðalagið. Það er vissara að hafa Effco þurrkuna við hendina. ----— ^ w.Effco-burríon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.