Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 10. maí 1986 HREINSAD í BORGINNI - íbúarnir taka til hendinni Fjöldi íbúa- og hverfissamtaka efnir á næstunni til hreinsunar- daga þar sem ætlunin ^r að íbúar hvers hverfis taki höndum saman og hreinsi hverfið sitt. í dag verður hreinsað í Hlíðar- skóla-, Selás, Árbæjar- og Aust- urbæjarskólahverfi, Breiðholti III, Suðurhlíðum, gamla Vesturbæn- um og Laugarneshverfi. 24. maí verður svo hreinsað í Bakka- og Stekkjarhverfi, Graf- arvogi, Hvassaleitisskóla- Skóga og Seljahverfi og Grjótaþorpi. Þessi hreinsun er undanfari hreinsunarviku í Reykjavík sem verður 7.-15. júní. f mörgum hverfanna verður hreinsunardagurinn gerður að eins konar hátíðisdegi þar sem jafnframt hreinsuninni verður efnt til margs konar skemmtunar og samveru. í fyrra var efnt tii svipaðrar hreinsunar sem tókst mjög vel. Fegrunarnefnd Reykjavíkur hefur staðið að undirbúningi verk- efnisins. Formaður hennar er Gerður Steinþórsdóttir. Graskögglaverksmiöjur í eigu ríkisins: Framleiðsla miðuð við lágmarksaf köst í sumar - er tillaga nefndar á vegum landbúnaðarráðherra „Ég mun leita leiða til þess að hægt verði að fara eftir tillögum nefndarinnar, en ég þarf að ræða málið við fjármálaráðherra áður en endanleg ákvörðun verður tekin,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráð- herra. Að undanförnu hefur starfað nefnd á vegum landbúnaðarráðherra til að skoða stöðu og rekstur gras- kögglaverksmiðjanna fjögurra sem ríkið á og hefur hún skilað áliti. Leggur hún til að verksmiðjurnar framleiði 4000 tonn af graskögglum í sumar sem skiptist þannig: Ólafs- dalur framleiddi 1000 tonn, Stórólfs- vellir og Gunnarsholt samanlagt 2.400 tonn og Flatey í Mýrahr. 600 tonn. Þessi skipting var grundvölluð á markaðsstöðu og birgðum sem til eru í landinu og til þess að hægt sé að nota þann tækjabúnað sem til er við að nýta skástu túnin sem eru við verksmiðjunnar- svo þau fari ekki í órækt á meðan endanleg ákvörðun verður tekin um starfsemi verk- smiðjanna í framtíðinni sagði Bjarni Guðmundsson einn nefndarmanna. „Það hafa komið fram hugmyndir um að láta rekstur verksmiðjanna í hendur heimamönnum en í því sambandi er ekki ljóst hvað gert yrði við þann skuldahala sem fylgir þeim,“ sagði Bjarni. ABS Hvítasunnan: Útihátíð í Borgarfirði Magnús Magnússon fréttaritari Tímans í Borgar- firði: Um hvítasunnuhelgina, dagana 16.-19. maí verður haldin úti- skemmtun hér í Borgarfirði. Mót- staðir eru þeir sömu og um hvíta- sunnuna 1985 en það eru félagsheim- ilin Logaland í Reykholtsdal og Geirsárbakkar í sömu sveit. Tjald- stæðin og veitingasalan verða á Geirsárbökkum. Dagskrá hátíðahaldanna verður þannig: í Logalandi verða tveirdans- leikir, á föstudagskvöld skemmtir hljómsveitin Tíbrá en á sunnudags- kvöldið spilar hljómsveitin Goðgá, og einnig sú hljómsveit sem vinnur hljómsveitarkeppnina sem haldin verður á Geirsárbökkum á laugar- deginum. Hljómsveitin Goðgá mun stjórna hljómsveitarkeppninni og þurfa þátttökutilkynningar að berast Guðjóni Guðmundssyni í síma 93- 5213 fyrir fimmtudag, í næstu viku. Diskótekið Dísa vakir á Geirsár- bökkum og spilar þar alla mótsdag- ana. Sætaferðir verða á hátíðina frá BSÍ, Akranesi, Borgarnesi og víðar. Björgunarsveitin Ok, ásamt landeig- endum, mun sjá um framkvæmd mótsins og einnig um gæslu á svæð- inu. Læknir verður á staðnum. Afengi með í för? Ökuferð tveggja manna endaði utan vegar við Jaðarsel í gær. Bíllinn kom á umtalsverðri ferð eftir götunni, bremsuför mældust um sjötíu metrar. Hann lagði að velli einn Ijósastaur og hcntist út af veginum og lenti á hvolfi úti í móa. Ókumaður og farþegi meiddust lítillega og voru fluttir á sjúkrahús. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið búinn að innbyrða eitthvað af áfengum drykkjum. Tímamynd Sverrir Aðeins 12% Islendinga spá verðbólgu undir 10% Önnur hver kona býst við 20-50% verðhækkunum Þótt nýlega sé búið að ganga frá kjarasamningum þar sem gengið er út frá minna en 10% verðbólgu var það aðeins um 12% þjóðarinnarsem bjóst við að hún yrði svo lítil - en hins vegar um 17%, að hún yrði yfir 30% - í skoðanakönnun sem Hag- vangur gerði um verðbólguvænting- ar almennings nokkru eftir kjara- samningana. Konurnar eru mun svartsýnni en karlarnir og höfuð- borgarbúar svartsýnni en lands- byggðafólkið. Hagvangur, sem vann þessa könn- un fyrir tímaritið Frjálsa verslun, spurði fólk hversu mörg prósent það teldi að verðbólgan yrði næstu 12 mánuðina. Um 12% spáði undir 10% verðbólgu, sem fyrr segir, alls 36% undir 15% verðbólgu og um 60% minna en 20% verðbólgu. Um 44% karlanna trúði á verð- bólgu undir 15% en hins vegar aðeins um 27% kvennanna. Samtals um 69% karlanna spáir minna en 20% verðbólgu en tæp 47% kvenn- anna. Um 4% kvennanna (20 konur) á allt eins von á meira en 40% verðbólgu en aðeins 1,2% (4) karl- anna. Aðeins um þriðjungur höfuðborg- arbúa reiknar með minna en 15% verðbólgu en það hlutfall var 41% úti á landi. Þá kom og í Ijós að aðeins þriðjungur yngsta fólksins reiknar með minna en 15% verðbólgu, en um helmingur þeirra fimmtugu og eldri, -HEI Sunnudag kl. 13.00: Reykjavíkur- ganga Útivistar Gengið verður frá Grófinni í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkurborgar mun Ferðafélagið Útivist efna til afmælisferða þar sem kynntar verða gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstaferðin og ein sú athyglisverðasta verður farin á morgun, sunnudaginn 11. maí og nefnist hún Reykjavíkur- ganga Útivistar. Ferðin hefst kl. 13. og verður lagt upp frá bílastæðinu á milli Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4. Hægt verður að slást í hópinn á eftirtöldum stöðum: Við bensín- sölu BSÍ, kl. 13.30, við heita lækinn um kl. 14. og í Skógræktarstöðinni kl. 15. Áætlaður göngutími er um þrjár og hálf klukkustund. Þátttökugjald er ekkert og verða sérfróðir menn um jarðfræði, skógrækt, sögu o.fl. með í förinni. PHH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.