Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Alexander Stefánsson, félagsmálaráöherra: Ný framfarasókn í bvggðum landsins Nýir kjarasamningar Samkomulag aðila vinnumark- aðarins og ríkisstjórnar um nýjar leiðir í kjaramálum - markar „tímamót" í efnahagsmálum á ís- landi. - Horfið var frá hefðbundn- um aðferðum, sem ávallt hafa mistekist - ákveðin var niðurtaln- ingarleið - sem þýðir lækkun verð- lags og tilkostnaðar á öllum sviðum, lækkun gjalda, lækkun vöruverðs og þjónustu, lækkun fjármagnskostnaðar þ.m.t. vextir - stöðugt gengi - sem gefur von um hækkandi kaupmátt. Áhrifin láta ekki á sér standa, verðbólgan lækkar, áætlað að í árslok verði hún komin niður í 6%. Uppbygging atvinnulífsins í landinu fær grundvöll sem beðið hefur verið eftir. Samstaða um þessar aðgerðir er mjög sterk, þrátt fyrir tilraunir forystu Alþýðu- bandalagsins til að eyðileggja jress- ar aðgerðir, vonbrigði þeirra eru skiljanleg miðað við vonir þeirra um sundrung meðal launþega, sem hafnað hafa afskiptum þeirra og forsjá. Einn merkasti þáttur í þessu samkomulagi er efling húsnæð- iskerfisins með því að lífeyrissjóðir leggi fram stóraukið fjármagn í byggingasjóðina, sem á að gera mögulegt að hækka húsnæðislán í allt að 70% af kostnaðarverði með- alíbúðar frá og með 1. september nk. Nefnd, skipuð fulltrúum ríkis- Þjóðin fagnar þessum málalokum sem vekur bjartsýni og von um nýja möguleika til betri kjara og meiri fram- leiðnimöguleika at- vinnuvega sjórnar og aðila vinnumarkaðar hefur gengið frá frumvarpi, sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Verður frumvarpið lög- fest fyrir þinglok. Þjóðin fagnar þessum málalok- um sem vekur bjartsýni og von um nýja möguleika til betri kjara og meiri framleiðnimöguleika at- vinnuvega. Full ástæða er til að hvetja alla til að fylgjast vel með verðlagi á vöru og þjónustu og taka höndum saman um að koma í veg fyrir hækkun verðlags. Við megum ekki missa tök á verðbólgunni. Um það eru allir landsmenn vonandi sam- mála Ef verðbólgan verður nú kveðin niður, mun það leggja grundvöllinn að nýrri framfara- sókn í byggðum landsins. Ný sveitarstjórnarlög Alþingi hefur samþykkt ný sveit- arstjórnarlög. - Fagna ber þessari lagasetningu, sem er svo mikilvæg fyrir framtíðarstöðu sveitarfélaga í landinu - eldri lög eru um margt úrelt, raunar hemill á meðferð sveitarstjórnarmála miðað við nú- tímaaðstæður og kröfur. - Þessi nýju lög opna möguieika til að efla sjálfræði og sjálfstæði sveitarfé- laga. Réttarstaða allra sveitarfé- laga verður sú sama. Nýju lögin opna möguleika sveitarfélaga til að skipa sér saman, með samningum eða sameiningú til að taka til sín stærri verkefni frá ríkinu en áður hefur verið mögu- legt. Ákvæði um samstarf sveitar- félaga marka tímamót, megin- áhersla er lögð á að samstarf verði frjálst og óþvingað og hvergi geng- ið á hlut minni sveitarfélaga. - Þetta samstarf á grundvelli héraðs- nefnda eða byggðasamlaga mun styrkja litlu sveitarfélögin til átaka við það mikilsverða verkefni að styrkja og bæta búsetu í landinu. Þegar félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í Efri deild Al- þingis fyrir skömmu sagði hann m.a.: „Einn af mikilvægustu hlekkjun- um í stjórnsýslunni í landinu eru sveitarfélögin. Ég er þeirrar skoðunar að þau eigi að ráða sjálf sem mestu af eigin málefnum og vera þannig sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu. Ríkisvaldið á að Einn af mikilvægustu hlekkjunum í stjóm- sýslunni eru sveitarfé- lögin. Ég er þeirrar skoðunar að þau eigi að ráða sjálf sem mestu af eigin málefn- um og vera þannig sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu stuðla að því með ýmsum hætti að samvinna sé þeirra á milli til að leysa þau verkcfni sem eru ofviða hverju um sig. Löggjafarvaldið á að skapa sveitarfélögunum grund- völl og setja þeim starfsramma. Þegar talað er um grundvöll er átt við að þau hafi sjálfstæða tekju- stofna sem séu óháðir ríkisvaldinu. Ríkisvaldið á hins vegar að koma til sögunnar þegar um er að ræða verkefni sem svcitarfélögin geta ekki leyst.“ Frumvarp til nýrra laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú til- búið hjá félagsmálaráðherra, þar er um að ræða róttækar breytingar - frumvarpið verður sent út til kynningar í sumar og lagt fyrir á Alþingi næsta haust. Ákveðið er að hefja undirbúning verkefnatilflutnings milli ríkis og sveitarfélaga í sambandi við fjár- lagagerð fyrir næsta ár. Félagsmálaráðuneytið mun gera sérstakt átak til að aðstoða litlu sveitarfélögin við að kanna hag- kænrni aukinnar samvinnu og/eða sameiningar við nágrannasveitar- félög og beita sér fyrir fjárstuðningi í slíkum tilvikum. Sveitarstjórnarkosningar á þessu vori cru mikilvægar - skv. nýju lögunum cr kosningaaldur miðað- ur við 18 ár. Um 25 þúsund manns, allt ungt fólk, fær nú að kjósa í fyrsta sinn. Þessar sveitarstjórnarkosningar skipta ntiklu máli fyrir Framsókn- arflokkinn - forysta framsóknar- manna í sveitarstjórnum hefur reynst farsæl víðast um land, í sveitarstjórnum sem í landsstjórn hefur framsóknarfólk sýnt ábyrgð og festu, stefna flokksins í atvinnu- og byggðamálum hefur borið árangur, þar tala verkin skýru máli um byggðir landsins jafnt í dreif- býli sem þéttbýli. Ég hciti á framsóknarfólk og félagshyggjufólk um allt land að fylkja sér um frambjóðendur flokksins og stuðla þannig að ör- uggri stjórn og framförum í sínu byggðarlagi. Grein þessi birtist sem forystugrein í Magna 1. maí s.l. Ólafur F. Hjartar: Unglingareglan 100 ára 10. janúar 1984 varð Góðtempl- arareglan á íslandi 100 ára. Fyrsta stúkan á íslandi var stofnuð á Akur- eyri og hlaut nafnið ísafold nr. 1. Það var nýjung á íslandi að berjast gegn neyslu áfengra drykkja og vinna bindindisheit. Frá Akureyri barst Reglan með skjótum hætti um landið og bar þess vott, að málefnið hlaut góðan hljómgrunn. Ekki leið langur tími, uns stofnuð var fyrsta barnastúkan hér á landi. Var það barnastúkan Æskan nr. 1 í Reykjavík og stofndagur hennar var 9. maí árið 1886. Stofnandi hennar var Björn Pálsson ljósmyndari. Enn starfar barnastúkan Æskan með full- um krafti og heldur hátíðafund í Templarahöllinni til þess að minnast stofndagsins. Verndarstúkur Æskunnar eru Verðandi nr. 9 og Einingin nr. 14. Hafa þær lagt barnastúkunni til gæslumenn. Þannig varð til fyrsti vísir að Unglingareglunni, sem mun vera elsti félagsskapur barna og unglinga á íslandi. Skömmu eftir stofnun Æskunnar bættust við barnastúkur í Hafnar- firði, Akureyri, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Barnastúkurnar starfa eftir sér- stökum siðbókum og gegna börnin vissum embættum þegar fundir fara fram. Oft sjá bömin sjálf um skemmti- atriði á fundum og geta þau verið af margvíslegum toga. Oft fer það eftir gæslumönnum barnastúknanna hversu félagsstarfið er fjölbreytt. Markmið Unglingareglunnar er: Að kenna þeim ungu að skilja þá hættu, sem leitt getur af nautn áfengis og tóbaks og brýna fyrir þeim nauðsyn bindindisstarfsem- innar. Að hafa áhrif á börn og unglinga til að verða bindindismenn. ■t Að fá æskulýðinn til að vinna samtaka gegn áfengis- og tóbaks- nautn og fjárhættuspilum. Að vinna á móti Ijótu orðbragði og öðrum löstum og koma vel fram við menn og málleysingja. Að kenna börnum og unglingum að starfa í félagsskap og efla alhliða félagsþroska þeirra. Að vinna að því að göfga æskumanninn og styðja hann að því að geta orðið góður og nýtur maður. Kjörorð Unglingareglunnar er: Sannleikur. Kærleikur. Saklevsi. Árið 1911 voru starfandi 40 barna- stúkurmeð 2400félögum. Árið 1919 voru barnastúkur aðeins 18 og félag- ar tæplega 1200. Var það á bannár- unum þegar félögum fækkaði einnig í undirstúkum. Þá töidu margir að búið væri að sigrast á áfenginu og ekkert lengur til þess að berjast við. Bannið stóð frá 1909-21 og að fullu afnumið 1933. Það ætti seint að gleymast landsmönnum, að árið 1916 og 1917 var enginn íslenskur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróf afbrot. Það kom fljótt í Ijós eftir afnám bannsins að aftur var þörf fyrir stúkur unglinga sem fullorðinna. 1946 voru barnastúkur starfandi í flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins og í nokkrum sveitum. Árið 1966 voru 65 stúkur með 7720 félaga. Hefur Unglingareglan aldrei verið fjölmennari. En stúkum fór aftur fækkandi og nú er svo komið að Unglingareglan á í vök að verjast. Árið 1982 voru starfandi barnastúk- ur aðeins 25. Margir gæslumenn barnastúkna hafa starfað langan tíma. Jón Þ. Björnsson skólastjóri á Sauðár- króki, gæslum. st. Eilífðarblómsins rúm 40 ár, Magnús V. Jóhannesson framfærslufulltrúi í Reykjavík, gæslum. Unnaryfir30 árogSteindór Björnsson frá Gröf gæslum. Svövu í 23 ár og ennfremur gæslum. Díönu í 9 ár. Samtímis voru þeir tveir síðastnefndu stórgæslumenn 7 ár hvor. Guðlaug Guðjónsdóttir var gæslum. barnastúkunnar í Keflavík í 49 ár. Sigurður Eiríksson regluboði Stórstúkunnar hafði stofnað 36 af öllum barnastúkum sem voru starf- andi 1911. Síðar hafa ýmsir stór- gæslumenn ungtemplara stofnað barnastúkur eða endurreist þær víða um land. Frá 1886-1986 hafa 19 karlmenn og tvær konur gegnt emb- ætti stórgæslumanns unglingastarfs. Margir þeirra eru þjóðkunnir. Fyrsti gæslumaður unglingastarfs var Frið- björn Steinsson bóksali, Akureyri. Núverandi gæslumaður unglinga- starfs er Kristinn Vilhjálmsson fv. forstjóri Templarahallarinnar, Reykjavík. Haustið 1909 var stofnað ung- lingaráð í Reykjavík. Það hafði umsjón með öllu unglingastarfi í bænum. Árið 1948 gekkst ráðið fyrir námskeiðum á Jaðri og voru þau haldin í nokkur ár. Stórstúkan varð að láta húsið á Jaðri af hendi vegna hættu á mengun í vatnsbólum Reyk- víkinga. Húsið á Jaðri var starfrækt frá 1939-1972. Árið 1940 stofnuðu þau hjónin Gissur Pálsson og Sigþrúður Péturs- dóttir sjóð með 5000 kr. höfuðstóli til minningar um Bryndísi dóttur þeirra, er fædd var 18. febrúar 1939, en andaðist 9. sept. 1948. Þau hjón höfðu bæði verið gæslumenn í barna- stúkunni Æskunni. í skipulags skránni, 2. gr. segir svo: Tilgangur sjóðsins er að styrkja tónlistarstarf- semi barna í barnastúkunum í Reykjavík til samæfinga í söng og hljóðfæraleik. Einkum skal styrkja kennslu í þeim flokkum, sem börn úr öllum barnastúkunum eru þátt- takendur í.“ Sjóðnum er aflað tekna með minningargjöfum, barna- skemmtunum o.fl. Barnastúkan Æskan hefur nokkur skipti hlotið styrk úr sjóðnum til þess að æfa gítarflokka. Hafa þeir komið fram á merkisafmælum. Sigrún Gissursdóttir hefur verið gæslumaður í Æskunni um árabil og eiginmaður hennar, Sigurður Jörg- ensson, hefur verið gjaldkeri stúk- unnar í mörg ár. Barnablaðið Æskan, sem gefið er út af Stórstúku íslands hóf göngu sína 1898. Blaðið hefur oft birt fréttir af Unglingareglunni og grein- ar á merkisafmælum. Barnastúkun- um er sent ókeypis eintak af blaðinu, sem enn nýtur mikilla vinsælda. Einnig fcngu stúkurnar barnablaðið Vorið, sem kom út á Akureyri 1932-61. Ristjórar þess voru hinir kunnu bindindismenn Hannes J. Magnússon og Eiríkur Sigurðsson. Vegna forgöngu Sigurðar Gunn- arssonar, þáverandi stórgæslumanns unglingastarfs, hóf Unglingareglan útgáfu árið 1963 á barnablaði er hlaut nafnið Vorblómið. Barnastúk- urnar fá 40% af sölu Vorblómsins. Hefur sala þess gengið framar vonum. Úr sjóði Vorblómsins hafa verið veittir styrkir til útbreiðslu- starfa. Á merkisafmælum barna- stúknanna fá þær nokkurn fjárstyrk úr þessum sjóði. 1974 hóf Unglingareglan sumar- starf, sem nýtur mikilla vinsælda. Það eru vormót barnastúkna á Norð- ur- og Suðurlandi. Á Norðurlandi hafa þau verið haldin í Þelamörk í maílok en á Suðurlandi hafa mótin verið haldin um Jónsmessuna í Galtalæk. Hefir þátttaka verið góð bæði fyrir norðan og sunnan. Á heimsmót templara í Bergen 1982 fóru 14 börn frá íslandi ásamt fararstjóra. Það er Ijóst, að margt fólk er að vakna til vitundar um nauðsyn þess að berjast gegn áfengi og vímugjöf- um. Vonandi getur það verið sam- mála um, að hugsjónir Reglunnar eigi erindi við börn og unglinga og ■framtíð þessa lands sé best borgið með sem flestum alls gáðum þegnum, sem erfa munu landið. Ólafur F. Hjartar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.