Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn 11 lllllllHllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillllllllllllllllllllllllill Dalglish valinn framkvæmdastj. ársins Kenny Dalglish, leikmaður og framkvæmdastjóri Liverpool var valinn framkvæmdastjóri ársins í Englandi fyrir þetta keppnistímabil. Dalglish er níundi framkvæmda- stjóri Liverpool til að hreppa þessi verðlaun á 14 árum. Lakers áf ram Pétur Guðmundsson og L. A. Lak- ers tóku stórt skref í átt að úrslita- leikjunum í NBA körfuknattleikn- um í fyrrinótt er þeir sigruðu Dallas Mavericks 120-107 í sjöttu viðureign liðanna. Lakers eru þar með búnir að vinna fjóra leiki gegn Dallas og mæta Rockets í úrslitaviðureignun- um í Vesturdeildinni. Rockets unnu Denver 126-122 eftir tvöfalda fram- lengingu. Pétur lék ágætlega með Lakers og gerði 8 stig í leiknum. f Austurdeildinni eru Milwaukee og Fíladelfía að kljást um það hvort liðið mætir Boston Celtics í úrslita- viðureignunum í þeirri deild. Bucks unnu 76ers í fyrrinótt með 113 stigum gegn 108 og eru 3-2 yfir í viðureigninni. Þurfa því aðeins að vinna einn leik enn til að mæta Boston. Meistarakeppnin Einn af stóru leikjunum í knatt- spyrnunni í sumar verður strax á morgun, sunnudag, á Kópavogs- velli. Þá leika íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram í meistara- keppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 19.00 og má búast við hörkuviður- eign. Framarar urðu á fimmtudaginn Reykjavíkurmeistarar annað árið í röð og þeir sigruðu reyndar í meist- arakeppninni í fyrra. Er greinilegt að þeir verða illviðráðanlegir í sumar. Valsmenn hafa verið óheppnir með meiðsl það sem af er vori en víst er að þeir leggja sig alla fram á morgun. Gæði sem hægt er að treysta §f§§| Steyr-Daimler-Puch AG Búvélar frá Boða - Boði hf. - Betri þjónusta NM í blaki í Digranesi: Urslitin í dag - Finnar og Svíar sterkastir - íslendingum gengur illa - Blak í gæðaflokki - Verður spennandi í dag Norðurlandamótið í blaki er nú í fullum gangi í íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi. Mótinu lýkur í dag með úrslitaleikjum um sæti á mót- inu. Úrslitaleikurinn sjálfur hefst í dag kl. 17.00. Þar spila að öllum líkindum Finnar og Svíar en úrslit í undanúrslitaleikjunum voru ekki kunn er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Mótið hófst á fimmtudaginn með leik íslendinga og Norðmanna. Er skemmst frá því að segja að Norð- menn höfðu algera yfirburði í leikn- um og unnu 3-0. Enduðu hrinurnar 15-2, 15-7 og 15-5. Það munar mjög miklu í þessari keppni hversu fs- lendingarnir eru mun minni en kepp- endur hinna Norðurlandaþjóðanna. Þannig áttu íslensku piltarnir í erfið- leikum með að koma upp góðri hávörn gegn Norðmönnunum. Skellir þeirra norsku voru þar að auki svo gríðarlegir að engum vörn- um var við komið er hávörnin klikk- aði. Strax á eftir þessum leik spiluðu Finnar, sem eru sigurstranglegastir á mótinu, og Færeyingar. Var þar um ójafna viðureign að ræða og sigruðu Finnarnir 3-0 og enduðu hrinurnar 15-3, 15-4 og 15-4. Síðasti leikurinn á fimmtudaginn var viðureign Svía og Norðmanna og var það hörkuviðureign þrátt fyrir að Svíar hafi unnið 3-0. Hefði verið sanngjamt að Norðmenn ynnu eina hrinu. Lokatölur í hrinunum voru 15-11, 15-11 og 15-9. 1 gær byrjaði keppni með leik Færeyinga og Dana í riðli 2 en leikið er í tveimur riðlum og eru Finnar einnig í riðli 2 en í riðli 1 eru Svíar, Norðmenn og íslendingar. Færeyingar voru vel vakandi á móti Dönum en máttu þó sætta sig við tap 15-10, 15-7 og 15-4. Strax á eftir spiluðu Svíar og íslendingar og var um algjöra ein- stefnu að ræða í þeim leik. Svíar unnu 3-0 og fóru hrinurnar illa eða 15-2, 15-1 og 15-1. Þarf ekki að fjölyrða meira um þann leik. Finnar og Danir spiluðu síðan hörkublakleik sem endaði með 3-0 sigri Finnanna 15-7,15-7,15-7. Dan- ir veittu öfluga mótspyrnu í fyrstu hrinunum en síðasta hrinan var formsatriði þrátt fyrir úrslit hennar. Síðasti leikurinn í gærdag var á milli fslendinga og Færeyinga og var það einskonar upphitunarleikur fyrir leikinn um 5.-6. sætið í dag. Er skemmst frá því að segja að leikur- inn var spennandi og jafn. Færeying- ar reyndust þó sterkari er á reyndi og unnu 3-2. Þeir unnu fyrstu tvær hrinurnar 15-3 og 15-11 en íslending- ar unnu næstu tvær 15-8 og 15-5. Síðan komst landinn í 10-2 í fimmtu hrinu en þá sögðu Færeyingar stopp og skoruðu restina af stigunum og unnu 15-10. Framarar tryggðu sér Reykjavfluirmeistaratitilinn í knattspyrnu á fimmtu- dagskvöldið er þeir sigruðu KR-inga 3-1 í framlengdum úrslitaleik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og hafði leikurinn þá veríð í jámum. Friðrík Fríðríksson varði mjög vel í marki Fram en KR-ingar ógnuðu og Framarar fengu líka sín færi er ekki nýttust. Vendipunkturinn í leiknumvar hins vegar sá að KR-ingar misstu mann útaf undir lok leiksins og urðu að spila 10 eftir það. Þá var ekki spuming um úrslitin því Framarar kunnu að nýta sér liðsmuninn. Pétur Ormslev skoraði fyrír Fram í byrjun Ieiksins en Júlíus Þorfinnsson jafnaði fyrír hlé. í framlengingunni skoraði Pétur aftur og Guðmundur Torfason bætti þríðja markinu við í lokin. Framarar voru Reykjavíkurmeistarar fyrir en hjá KR-ingum var þetta fyrsti möguleiki á titli í nokkur ár. Liðið verður þó sterkt í sumar svo og Framarar. Á mynd Péturs tekur Guðmundur Steinsson við bikarnum úr hendi 'Júlíusar Hafstein. UEFA bannar enska áfram UEFA, Knattspyrnusamband Evr- ópu, samþykkti á fundi sínum í gær að aflétta ekki banni því sem verið hefur í gildi varðandi þátttöku enskra félagsliða í Evrópukeppnun- um í knattspyrnu. Það er því íjóst að ensk lið fá ekki að taka þátt í Evrópukeppnunum þremur á næsta vetri. Þá er enn í gildi þriggja ára viðbótarbann á Liverpool vegna hörmunganna í Belgíu í fyrra. UEFA áskilur sér rétt til að endur- skoða afstöðu sína að ári liðnu. Fulltrúar UEFA hafa farið í vetur til Englands og fylgst með leikjum og hegðun áhorfenda og voru greinilega ekki ánægðir. Þess ber að geta að bann þetta hefur engin áhrif á skosk, írsk eða welsk lið. Tvö töp i Hollandi fslendingar og Hollendingar léku landsleik í körfuknattleik í gær og var leikurinn liður í undirbúningi liðanna fyrir B-Evrópukeppnina sem fram fer í Belgíu um næstu helgi. Hollendingar sigruðu í gær 98-80 (56-47). Birgir skoraði 22 stig og Torfi 12. í fyrradag töpuðu ís- lendingar naumt fyrir Hollendingum 87-94. Þá gerði Valur 34 stig og var óstöðvandi. STEHRfflM KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Kraftmikill og sterkur traktor. Rúmgott og hljóðeinangrað luxushús. Fjórhjóladrif. Framöxull með litlum beygjuradíus. Geysilega öflugt vökvakerfi og kraftmikið aflúrtak, gerir þyngsta verk létt. 91% af traktorum sem smíðaðir hafa verið síðan 1947 eru enn í vinnu. Traktorar frá 48 hp- 260 hp DIN. Fjárfesting sem borgar sig. • • Sterkur - Oruggur - Þægilegur ★ Eyðslugrönn diselvél með túrbínu ★ STEYR 8070-70 HP. SAE. ★ STEYR 8090-90 HP. SAE. ★ Sérsmíðaðar til að hæfa hverju verki sem er. ★ 2ja ára ábyrgð. Óháð vinnustundafjölda. ★ Pottþétt þjónusta. STEUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.