Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 6
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aöstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Hvert stefnir? Síöustu ár hefur mikið borið á umræðu um dagvistun- armál og hafa margir geyst fram á ritvöllinn og skammað stjórnvöld fyrir að ekki sé til nægilegt dagvistunarrými og standi það mörgum heimilum fyrir þrifum varðandi tekjuöflun. Það er efalítið mikil þörf fyrir dagvistunarstofnanir eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag. Aldrei hafa verið fleiri einstæðir foreldrar og ástandið í launamálum, ásamt kröfum, er þannig að ekki nægir að einn sjái um tekjuöflun heimilisins. Hjá mörgum er þörfin brýn en við ættum öll að staldra við og skoða hvert stefnir. Það skyldi þó aldrei vera að ástæðuna fyrir öllum þessum fjölda einstæðra foreldra sé sumpart að finna í vinnuálaginu og þeirri upplausn sem skapast á heimilum þegar fólk vinnur svo mikið að það hittist aldrei óþreytt og má ekki vera að því að leysa vandamál sín. Og hvert stefnum við svo í uppeldismálum? Það er erfitt fyrir foreldri að afhenda börn sín kornung til vandalausra inn á stofnanir þar sem starfsfólk er svo fáliðað að reynt er að móta öll börnin eftir sömu uppskrift og engin tök eru á að sinna sérþörfum eða fylgjast með sveiflum sem verða á persónuleika hvers einstaklings sem er í mótun. Margir foreldrar þrá að vera með börnum sínum í uppvextinum eða hvaða starf eða menntun er mikil- vægara en það að móta og leiða unga einstaklinga sem stíga sín fyrstu skref í lífinu. Uppvaxtarárin geta skipt sköpun fyrir hamingju þeirra og velgengni í lífinu. Þetta er það sem fólk þarf að hugsa vel um á þessum tíma umræðu um vímulausa æsku. Framsóknarflokkurinn hefur bent á í stefnuskrá sinni að hann muni berjast fyrir því að þeir foreldrar sem kjósa að vera heima með börnum sínum og nota ekki dagvistunarstofnanir fái greiddan frá borginni ákveðinn prósentuhluta þeirrar upphæðar sem borgin greiðir með hverju barni í dagvistun. Þrátt fyrir allt hlýtur það að vera mesta gæfa hvers barns að hljóta kristilegt uppeldi í faðmi foreldra. Hættulegt alræðisvald Nú líður senn að borgar- og sveitarstjórnarkosning- um. í Reykjavík eru menn þegar farnir að karpa um hin ýmsu málefni og sýnist sitt hverjum. Hæst ber þó umræðuna um ímynd og alræði Davíðs Oddssonar og hina gleymdu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Það verður að viðurkennast að fólk úr öllum stjórn- málaflokkum hefur stuðlað að þessu einræði borgar- stjórans með atkvæðum sínum. Það kann að vera að fólk sem aðhyllist lýðræði hafi ekki gert sér grein fyrir því valdi sem það færir einum manni með því að setja hann á slíkan stall og krýna með geislabaug eins og gert hefur verið, bæði með atkvæðum og umtali og verður að vona að slíkt endurtaki sig ekki í komandi kosningum. Alræðisvaldi fylgir ávallt sóun og spilling eða hvað segðu borgarbúar um það ef borgarstjóranum, Davíð Oddssyni, dytti í hug að kaupa gjaldþrota fyrirtæki flokksbróður eða land vinar síns, burt séð frá því hvort það yrði til heilla fyrir borgarbúa. Menn í opinberum stöðum mega aldrei verða það vissir um atkvæðin og vinsældirnar að þeir leyfi sér að taka ákvarðanir sem þeim fyrirgæfist vegna lýðhylli. 6 Tíminn Laugardagur 10. maí 1986 GARRI llllllli! Neyðarástand í borg Davíðs Mjög hefur sigið á ógæfuhliðina hjá málefnum aldraðra í Kcykjavík á kjörtímabili Davíðs Oddsonar. í samtali við Tímann upplýsti Sigrún Magnúsdóttir, sem skipar efsta sætið ó lista framsóknarmanna, að nú væru ellefu hundruð manns á biðlista eftir plássi á vistheimilum fyrir aldraða hjá Rcykjavíkurborg, þar af væru um 600 manns á svokölluðum forgangslista. Munu jafnvel vera dæmi þess, að fólk hafi veríð á biðlistum í 6-8 ár. Það ríkir þannig algert neyðarástand í þessum málaflokki, sem skrífast verður á Davið Oddsson sérstak- lega því að málefni gamla fólksins virðist ekki ofarlega á forgangslista borgarstjórans, sem nú er með allan hugann við stórkostleg veislu- höld, sem eru miklu skcmmtilegra viðfangsefni að hans mati en vandamál gamla fólksins. Albert píndi sína menn Það er táknrænt, að strax eftir að Davíð og hans mönnum tókst að setja Albert Guðmundsson út í horn ■ borgarmálunum, fór að slakna á áhuga borgarstjórnar- mcirihluta Sjálfstæðisilokksins á málefnum gamla fólksins. Þó að Albert Guðmundsson sé umdeild- ur stjómmálamaður, verður ekki af honum skafið, að hann átti mikinn heiður af því, að borgar- stjórn tók af festu á þcssum málum á síðasta áratugi. I rauninni píndi Albert flokksbræður sína til að taka þótt í því átaki, sem gert var í sambandi við uppbyggingu vist- heimila fyrir gamla fólkið. Þeir vom á móti tillögum hans og minnihlutaflokkanna. Atkvæði Al- berts réðu hins vegar úrslituin í á ■ M Davíð og Albert - ólíkar áherslur í málefnum aldraðra. Jjf 1 4 1 jé jl Sigrún og Gerður - VHja úrbætur. borgarstjórn á þcssum tíma, og því gerði hann bandalag við minni- hlutaflokkana um framgang málsins. Þegar svo var komið, létu flokksbræður hans loks undan, og víðtæk samvinna tókst í borgar- stjóminni um þessi mál. Þegar núvcrandi minnihlutaflokkar náðu svo meirihluta í borgarstjórn 1978 og áfram var haldið uppbyggingu vistheimila aldraðra, var áfram góð samvinna milli þeirra og Alberts Guðmundssonar um þessi mál. Popp-stíilinn Þessi tíð e'r að baki í borgar- stjórn. Nú ríkja hins vegar dagar glaums og gleði. Peningum er ausið á báðabóga í tilcfni 200 ára afmælis borgarínnar. Og hinn sjálfskipaði veislustjóri, borgarstjórínn sjálfur, gengur framfyrir skjöldu í eyðslu- seminni. Allir eiga að vera glaðir, ungir sem aldnir, því að borgar- stjórínn heldur veislu, sem slær út allar fyrri veislur hcima og erlend- is. Meira að segja afmælishátíð Kaupmannahafnar bliknar í þess- um samanburði. Menn em sendir út af örkinni til að kaupa tæki og tól fyrír 20 milljónir króna svo að það sé nú alveg tryggt, að hljómlist- in komist ömgglega til skila. Þetta er hinn nýi popp-stðl, sem ræður ríkjum hjá Reykjavíkurborg um þessar mundir, og minnir um margt á valdatíð rómversks keisara, sem lék á fiðlu meðan Róm brann. Ekki gert ráð fyrir gðmlu fólki En popp-stðlinn gerir ekki ráð fyrir gömlu fólki. I því liggur óheppni allra þeirra mörgu, sem nú em á biðlista eftir plássi á vistheimilum borgarinnar. Að mati borgarstjórans er fólkið einfald- lega ekki á réttum aldri og passar þar af leiðandi ekki í kramið. En það eru margir, sem hafa áhyggjur af þróun þessara mála. M.a. hefur Gerður Steinþórsdótt- ir, núverandi borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, vakið athygli á þessum vanda, og flutt tillögur til úrbóta. Sömuleiðis vðja frambjóð- cndur Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar nú taka þessi mál föstum tökum. Vax- andi þörf er fyrír vistheimili og leiguíbúðir fyrir aldraða, ásamt sérhönnuðu húsnæði með þjónustu, sem aldraðir eignast sjálfir. Gallinn er sá, að þær ðniðir eru allt of dýrar og mörgu fólki ofviða að eignast þær. En ekki er að vænta stuðnings borgarstjóra í þessu máli. Önnur mál em þýðingarmeiri að hans mati. Fyrir það geldur gamla fólkið á biðlistanum. Garrí VÍTTOG BREITT Gangi ykkur vel Landssamtök um vímulausa æsku Um 8000 manns hafa látið skrá sig í hin nýju landssamtök foreldra fyrir vímulausa æsku. Þessi mikli fjöldi sýnir þann áhuga sem foreldrar og aðrir hafa á þessu málefni og er vonandi að árangur af starfi þeirra verði sem mestur. Lengi hefur verið varað við vímu- efnanotkun hér á landi. Áfengis- neysla hefur verið tíðkuð hér svo lengi sem sögur herma og notkun þess hefur reynst mörgum háska- leg. Fjölmargir einstaklingar hafa fórnað lífi sínu á altari Bakkusar á einn eða annan máta. Áfengis- neysla hér á landi fer sífellt vaxandi sem er ískyggilegþróun. Umræðan um skaðsemi þess má ekki gleym- ast þótt augu manna nú beinist einkum af öðrum vímuefnum sem farið er að nota í auknum mæli. Þegar sögur fóru að birtast fyrir nokkrum árum um neyslu á svo- nefndum fíkniefnum eða eiturlyfj- um í grannlöndum okkar töldu margir að engin ástæða væri fyrir okkur að óttast það. ísland væri svo langt í burtu og efnin væru svo dýr að við þyrftum ekki að gera neinar ráðstafanir til að forðast þau. Reynslan hefur sýnt allt annað og verra. Innflutningur fíkniefna eykst með hverjum mánuðinum og fyrirhafnarlaust er að nálgast þessi efni ef vilji er fyrir hendi. Það er meira að segja svo að þessum efnum er otað að fólki ekki síst unglingum enda eina úrræði þeirra manna sem þurfa að fjármagna neyslu sína að selja öðrum hluta þeirra. Átakanlegt var að horfa á viðtöl við aðstandendur unglinga sem fallið hafa fyrir þessunt ófögnuði. Þeir höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að losa börn sín undan þeirri ógæfu sem þau hafa lent í en með litlum eða engum árangri. Þörfin fyrir neyslu eiturefnanna er öllu öðru yfirsterkari. Ábyrgð þeirra aðila sem flytja þessi efni inn er mikil. Af þeirra völdum hafa heimili ogeinstakling- ar verið lagðir í rúst. Þeir eiga sök á því að unglingur hefur breyst úr fallegu barni með góð áform til lífsins í vesaling sem fórnar hverju sem er til að fá skammt af eitri - en hrópar þó á hjálp samfélagsins. Hjálp til að losna úr viðjum afla sem það ræður ekki við. Það er því fagnaðarefni að full- orðið fólk sem telur sig geta hjálp- að tekur höndum saman og vill leggja sitt að mörkum til aðstoðar. Gegn innflutningi og notkun þessara efna verður að sporna með öllum tiltækum ráðum. Ekki duga orðin tóm, aðgerða er þörf. Herða verður verulega refsingar og aðgerðir gegn þeim sem standa að innflutningi efnanna og láta þá taka út sína dóma. Lögregla sem aðrir gefast upp við að taka á þessum málum ef árangur af starfi þeirra er sá að hinum seku sé sleppt jafn harðan og þeir hafa játað. Daginneftirersölumennska þeirra hafin á nýjan leik. Mikla áherslu þarf að leggja á fyrirbyggjandi aðgerðirs.s. fræðslu en fyrst þarf þó að skilgreina hverja þarf að fræða og um hvað? Hverjir eiga að fræða og hvernig skal að fræðslunni staðið? Ekki má gleyma því að fræðsla getur orkað sem auglýsing því þarf að vanda til hennar á allan máta. Besta vörnin er að unglingarnir eigi kost á heilbrigðu tómstunda- starfi þar sem þeir eru virkir og geta séð árangur af starfi sfnu. Því þarf að leggja mun meiri áherslu á uppbyggingu slíkrar aðstöðu og taka tillit til ábendinga og óska unglinganna sjálfra við mótun hennar og starfsemi. N.Á.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.