Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 16
iníffiíT Auglýsing um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla í Seltjarnarneskaupstað og Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppum 1986 Skoðun fer fram sem hér segir: Seltjarnarnes: Þriðjudagur 20. maí Miðvikudagur 21. maí Fimmtudagur 22. maí Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppar: Mánudagur 26. maí Þriðjudagur 27. maí Miðvikudagur 28. maí Fimmtudagur 29. maí Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi. Skoðað verður frá kl. 8.00-12.00 og 13.00-16.00, alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á því að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vænræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðun- ar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi, Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu 7. maí 1986 Einar Ingimundarson Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða starfsmann til aðannasttelex- ogtelefaxþjónustu í ráðuneytinu. Til greina kemur að skipta starfinu þannig að um tvö hálfs dags störf verði að ræða. Launakjör eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt- inu, Hverfisgötu 115,105 Reykjavík, fyrir 21. þ.m. Utanríkisráðuneytið 9. maí 1986 m LAUSAR STÖÐUR HJÁ UrJ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Viðskiptafræðingur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða viðskiptafræðing í fjármála- og rekstrardeild. Hér er um að ræða nýja stöðu sem mun hafa að viðfangsefnum innra eftirlit varðandi fjárhagsað- stoð og umsjón með rekstri stofnana í þágu aldraðra ásamt verkefnum á sviði tölvuvæðingar. Þetta er fjölbreytt starf sem gefur góða reynslu og vinnuaðstaða er góð. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrar- deildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 20. maí nk. Kópavogsbúar Munið kaffisölu Mæðrastyrksnefnd- ar kl. 16.00 sunnudag í Félagsheimil- inu. Kvenfélagasamband Kópavogs 16 Tíminn llliíllllllllllllllHlllllll MINNING Laugardagur 10. maí 1986 Pétur Lárusson Fæddur 23. mars 1892 Dáinn 4. maí 1986 Þann 4. maí s.l. andaðist á sjúkra- húsinu í Keflavík Pétur Lárusson til heimilis að Suðurgötu 15, Keflavík. Pétur var Skagfirðingur, ólst upp í Skarði, Skarðshreppi, Skagafjarðar- sýslu í stórum systkinahóp, en for- eldrar hans voru Sigrfður Björg Sveinsdóttir og Lárus Stefánsson. A æskuárum hans voru oft erfið lífs- skilyrði og urðu börn þess tfma að vinna hörðum höndum og oft eins og geta hvers og eins leyfði. Þessi uppeldisáhrif mörkuðu sterk og á- kveðin viðhorf hans til lífsins. Pétur giftist eftirlifandi konu sinni Kristínu Danivaldsdóttur frá Litla- Vatnsskarði í Austur-Húnavatns- sýslu 1926. Þau hófu búskap á Ing- veldarstöðum í Skarðshreppi og bjuggu þar í eitt ár, en fluttu þá að Steini í sama hreppi, þar sem þau bjuggu til 1946, að þau brugðu búi og fluttust til Keflavíkur, þar sem þau byggðu myndarlegt hús að Sól- vallagötu 32. Börn þeirra eru: Hilm- ar Pétursson fasteignasali, Jóhann Pétursson skipstjóri, Kristján Pét- ursson deildarstj., Páll Pétursson fiskiðnfræðingur og Unnur Péturs- dóttir læknir, en þau tvö síðast nefndu eru búsett í Bandaríkjunum. Pétur starfaði mörg ár við skipa- smíðar í Keflavík, en síðustu starfs- árin var hann húsvörður við barna- skólann að Skólavegi í Keflavík. Hundruð ungmenna og kennara á Suðurnesjum minnast veru sinnar hjá Pétri í skólanum. Hann leit á börnin, sem þau væru hans eigin. hlýja, gleði og sérstök umönnun f umgengni við þau var með þeim hætti, að þau kölluöu hann ata. A merkisafmælum fékk hann fjölda afmæliskveðja frá þessum ungmenn- um, þau héldu tryggð við hann þó mörg þeirra væru komin til fullorð- insára. Foreldrar þessara barna og kennarar skólans kunnu vel að meta þessa frábæru umhyggju hans fyrir börnunum ekki síst í slæmum vetrar- veðrum, þá varð Pétur ávallt að vera vissum að þau kæmust heim til sín. Samviskusemi, heiðarleiki og hjálpsemi áttu ríkan þátt í hans lífsstarfi. Engum mátti hann skulda neitt, allt varð að greiðast á skilvísan hátt. Pétur var kraftakarl, hand- verksmaður góður og víkingur til frá Skarði verka. Haft var að orði hve frábær- lega hann sá um viðhald og umsjón gamla Barnaskólans í Keflavík. Pétur unni íþróttum og var áhuga- maður um allt sem laut að heilbrigð- um lífsháttum, enda bindindismað- ur. Allt fram í andlátið reyndi hann sem best að fylgjast með íþróttum, heilbrigð sál í hraustum líkama var kjörorð hans, enda vel þess meðvit- andi af eigin reynslu uni gildi þess. Kristín kona hans var honum traustur förunautur á langri lífsleið. Á þeirra heimiii ríkti gestrisni og einstakur hlýhugur mætti hverjum þeim, sem að garði bar. Þau eignuð- ust marga góða vini, sem alltaf héldu tryggð við þau. Að eiga slíka konu að lífsförunaut var Pétri ómetanlegt sérstaklega á erfiðum tímum þeirra fyrstu búskaparára og nú síðustu mánuðina reyndi hún eftir bestu getu að heimsækja hann nær daglega á sjúkrahúsið, enda þótt hún ætti við sjúkleika að stríða. Pétur var alla tíð mikill framsókn- armaður, hann trúði á hugsjónir og starfsemi samvinnustefnunnar. Hann fylgdist vel með pólitík og gat verið harður andstæðingur ef honum fannst ódrengilega vegið að flokks- mönnum sínum. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrirFramsókn- arflokkinn á yngri árum m.a. var hann einn af stofnendum Framsókn- arflokksins í Skarðshreppi. Allir ættingjar og vinir þeirra hjóna, sem átt hafa langa og gæfu- ríka samleið með þeim sakna þessa dugmikla heiðursmanns, en minn- ingarnar um hann standa áfram og þær eiga eftir að varða veginn urn langa framtíð. Kristínu móður- ömmu og langömmu vottum við okkar innilegustu samúð og óskum henni blessunar. Ættingjar í dag er til grafar borinn Pétur Lárusson húsvörður, Suðurgötu 15, Keflavík. Með honum er genginn mikill og merkur starfsmaður. Það er ekki ætlun okkar að rekja æviferil hans hér, heldur að minnast góðs manns og ötuls starfsmanns, sem við hjónin áttum kost á að kynnast og starfa með þegar hann var húsvörður í gamla skólanum við Skólaveg. Pétur var mikill félagshyggjumað- ur, glaðlyndur og hjartahlýr, vor- maður í þessa orðs fyllstu merkingu. Hann var mikill ræktunarmaður, sem gladdist yfir gróandanum og naut þess að rækta og hlúa að nýgræðingi, hvar sem hann var að finna. Hann naut þess að fylgjast með vorkomunni og sjá náttúruna lifna að nýju. Nýgræðingur vorsins er bóndanum jafnan svo mikilvægur. í jarðrækt og búskap voru rætur lífs hans. En Pétur fann að það er fleiru hægt að hlúa að en nýgræðingi jarðar. Sem húsvörður skóla, með ungviðið í kringum sig, var hann kominn í starf, sem hentaði ræktun- armanninum, sem vildi byggja upp og hlúa að ungviði sem var að vaxa og þroskast. Hér naut hann sín þó á öðru sviði væri. Hann var ætíð reiðubúinn að veita aðstoð, hlýr og uppörvandi sem faðir eða afi við alla sem til hans leituðu. Fyrir kennara og stjórnendur skóla er mikilvægt að hafa slíkan mann sér til aðstoðar, hjálpsaman og hjartahlýjan. Pétur lagði metnað sinn í það að bregðast aldrei í neinu sem honum var til trúað, enda bar skólahúsið sem hann sá um, þess ljósan vott. Gott væri að eiga marga slíka menn. Við hjónin kveðjum hann með virðingu og þakklæti. Við vottum hans ágætu eiginkonu, Kristínu Danivalsdóttur, okkar dýpstu samúð og svo og börnum hans, mökum þeirra og afkomendum. Aðalbjörg Guðmundsdóttir Rögnvaldur J. Sæmundsson Unnur Jónsdóttir Fædd 26. ágúst 1923 Dáin 29. apríl 1986. Fregnin um lát Unnar barst mér eins og kaldur skuggi á björtum vordegi. En minningarnar um Unni verða alltaf bjartar. Þær eru tengdar vori æsku minnar. Ég minnist Unnar þegar hún var kaupakona hjá foreldrum mínum á æskuheimili mínu Dröngum á Skógarströnd. Hún var björt eins og sólargeisli með ljóst, liðað hárið niður á bak. Hún var létt í spori og kvik í hreyfingum. Bjartur hlátur og ljómandi lífsgleði fylgdi henni hvar sem hún fór. Okkur krökkunum var hún ætíð sem besti félagi og vinur. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á Unni til lengri eða skemmri dvalar. Unnur var dóttir hjónanna Jóns Laxdal og Kristjönu Ingiríðar Kristj- ánsdóttur. Hún var elst af 7 systkin- um og eina stúlkan í hópnum. Má því nærri geta að snemma hefur hún þurft að taka til hendi með 6 yngri bræður sér við hlið. Það hefur þá komið sér vel að Unnur var létt á fæti og viljug til verka. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æviferil Unnar. Því miður urðu spor hennar ekki alltaf létt um dagana því hún átti um margra ára skeið við vanheilsu að stríða. Ég vil aðeins þakka Unni með þessum fátæklegu línum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Einnig vil ég flytja kveðjur og þakklæti foreldra minna fyrir vináttu og tryggð fyrr og síðar. Móður Unnar, bræðrum og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Ég vil ljúka þessum orðum mínum með broti úr Viðlagi eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum. Úr djúpinu stígur Ijóðsins Ijóð, er lygnir við strönd og grœði. Þótt skyggnist um heima skuggans örn og skýjum vestursins blœði, má heyra vonfagurt vængjatak, - það er viðlag í dagsins kvœði. Þá kveður sér hljóðs vort hjartaslag í heilagri bœn og trega, þá kveða álftir í sárum söng við silfurblik ölduvega. Og allt er í viðlagsins gimstein greypt og geymist þar eilíflega. Úr djúpinu stígur lífsins Ijóð og leiftrar i kvöldsins hljóði. Er skyggnist um heiminn Heljar örn og himinninn grœtur blóði fœr mannssálin hvítan vœng og veit: Hún er viðlag í drottins Ijóði. Guð blessi minningu Unnar. Krístjana E. Guðmundsdóttir frá Dröngum. Hver veit nœr reynist of þung sú dögg sem drýpur, sem drýpur svöl á krónu fíngerðs blóms? Hver skynjar hugarstríð þess á kné krýpur, í köldu húmi í fjötrum skapadóms. Hve sárt, er bresta í hörpu bjartir strengir og brosmild sunna felur sig bak við ský. Hve sárt, er í þjáning, fœst ei líknsemd lengur, og leggst á brjóstið harmur þungur sem blý. Á œfimorgni fórstu til fundar við vorið með fögnuð í lutg og trú á bjartan dag. Að blómum lékstu, sem breiddu sig yfir sporið og brosandi gáfu vonir um gœfuhag. En oft er stutt milli skins og skúra falla, og sköpin dulúðug, órœð og breytileg. Tjaldið fellur, - við þáttaskil klukkur kalla kominn er morgunn, - og lagt á hinn nýja veg. Hugir vina þér fylgja til friðarheima, fegursta vori heilsa þú nú mátt. Víðernið opnast, - um gróðurlönd geislar streyma - í geislanna brosi veitist fró og sátt. (1. maí, 1986, Jórunn Ólafsdóttir) Kveðja frá vinum á Sjúkrahóteli Rauða kross Íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.