Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 10. maí 1986 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í skrifstofu sinni í Stjórnarráðinu við Lækjartorg. Ríkisstjórnin á ekki að sýna á sér minnsta bilbug eða hræðslu við að taka á vandamálunum Þrjú ár eru nú liðin frá síðustu alþingiskosningum og eitt ár er eftir af kjörtímabilinu. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur staðið af sér allar holskeflur sem yfir hafa gengið, en vissulega hafa skipst á skin og skúrir þetta tímabil. Stund- um hefur stjórninni verið spáð falli, sambúðarörðugleikar sagðir innan hennar og í annan tíma hafa ytri skilyrði versnað til muna og valdið örðugleikum við að halda þjóðar- skútunni á réttum kili. Skoðana- kannanir sýna að fylgi ríkisstjórnar- innar hefur ýmist dalað eða aukist og eins og nú horfið sýnist hún hafa góðan meðbyr. Tíminn fór þess ál leit við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að hann skýrði blaðinu frá hvað áunnist hefði í tíð núverandi ríkisstjórnar og hverjar framtíðarhorfur væru að hans mati. Hann var fyrst spurður hvort hann teldi ástæðu til annars en að ætla að ríkisstjórnin sæti út kjörtímabilið. Ríkisstjórnin á að stefna að því að sitja út kjörtímabilið. Að vísu benda nýlegar skoðanakannanir til þess að fylgi okkar sé betra nú en oft áður og traust á okkur að aukast. Þegar svo stendur á kynnu menn að freist- ast til að vilja nýjar kosningar. En mér finnst að traust ríkisstjórn eigi að leggja metnað sinn í að sitja út kjörtímabil. Stjórnmálamenn eiga ekki að reka hentistefnu að þessu leyti. Stór og erfið verkefni framundan Sjálfsagt er að viðurkenna að framundan eru stór og erfið verk- efni, t.d. að ná saman fjárlögum. Það getum við gert ef við setjum okkur það. Frá slíkum verkum á ekki að hlaupa. f öðru lagi er eðlilega ekki ennj komið í Ijós hvort við náum eins stafs tölu í verðbólgu í desember fyrr en sá mánuður rennur upp. En að því er stefnt og yfirgnæfandi líkur á að það takist, og ég vil sýna fram á að það tekst. Síðan eru samningar f upphafi næsta árs, sem margir telja að verði erfiðir, en ég er ekki viss um að svo verði. Ég hef t.d. þá trú að sjávarafli fari vaxandi og þá verður staðan auðveldari fyrir alla aðila. En að sjálfsögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir að ríkissjóður komi inn í þá samninga í eins ríkum mæli og sfðast var gert, enda ætti ekki að vera ástæða til þess í lítilli verðbólgu og ríkissjóður hefur ekki fjárráð til þess. Ég held hins vegar að með vaxandi afla og góðum framtíðarspám, ætti að vera hægt að ná viðunandi kjara- samningum, sem færa kaupmáttinn enn eitthvað upp á við og jafna kjörin. Þá mega þeir lægst launuðu ekki verða útundan. Þegar að kjarasamningum kemur verða ýmsar ráðstafanir farnar að skila sér. Má þar t.d. nefna það mikla átak sem felst í nýju húsnæð- ismálalöggjöfinni. Af framansögðu tel ég ljóst að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sitja út kjörtímabilið og ekki sýna á sér minnsta bilbug eða hræðslu við að taka á vandamálunum. Framsóknarflokkurinn var kom- inn langt niður í fylgi í skoðana- könnunum. Nú er hann greinilega á uppleið og hefur aukið fylgi sitt Framsóknar- flokkurinn á uppleið verulega. Hverju þakkar þú þessa þróun og hefur þú trú á að hún haldi áfram? - Flokkurinn virðist nú á uppleið og er það í samræmi við það sem ég hef hvað eftir annað sagt. Flokkur- inn gekk til þessa stjórnarsamstarfs á þeim yfirlýsta grundvelli að 'ná niður verðbólgunni. Örugglega hefði ekki verið gengið til samstarfs- ins, ef sú hefði ekki verið raunin, að við og Sjálfstæðisflokkurinn vorum tilbúnir að gera það. Enda höfum við ætíð verið sannfærðir um að þjóðin þoldi ekki þá verðbólgu sem við blasti árið 1983. Sqmuleiðis töld- um við og teljum óhjákvæmilegt að draga úr erlendum skuldum. Þetta tókst vel í upphafi þegar farið var eftir lögbundnum, hörðum leiðum, sem við framsóknarmenn lögðum ríka áherslu á. Það tókst aftur á móti heldur illa árin 1984-85, það verður að viðurkennast. Margt benti þá til þess að við værum að festast í kringum 30 af hundraði verðbólgu og hún gæti farið á stað upp á við á hverri stundu og af hinu minnsta tilefni. Ég held að við verðum að kalla þetta tímabil frjálsræðisins. Þó að það sé kannski heldur mikið úr því gert, þá er staðreynd að stjórnvöld héldu nokkuð að sér höndum og treyst var á að frjálsir samningar og aukið frjálsræði leysti málin. Þó vil ég leggja áherslu á að markaðshyggjan, eða frjálshyggjan, fékk aldrei lausan tauminn á þessum árum. En á þessu tímabili var fyrst og fremst farið að tillögum Sjálf- stæðisflokksins um aukið frjálsræði en vitanlega með okkar samþykki og mér dettur ekki í hug að varpa allri ábyrgð á annan aðilann. Grái = markaðurinn Hér er rétt að bæta við að stjórn peningamála er gífurlega mikilvæg, Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn 9 Stœrsta verkefni félagshyggjufólks er að standa vörð um velferðarríkið ekki síst í þjóðfélagi þar sem þenslu- ástand ríkir og menn eru að reyna að hafa hemil á ofþenslu í gegnum peningamál, og ég held ég verði að segja eins og er, að peningamálin fóru úrskeiðis á þessu tímabili. Ekki vegna þess að allir vextir væru gefnir frjálsir, því útlánsvextir hafa verið bundnir. Én hinn svokall- aði grái markaður, verðbréfa- markaðurinn, spennti fjármagns- kostnaðinn upp úr öllu valdi, eftir- spurningin var svo mikil. En það er kannski auðveldara um að tala en í að komast. Helmingur- inn af því fjármagni sem hér er í umferð er erlent fjármagn, sem við ráðum ekkert um vexti á. Mikið er talað um vanda húsbyg- gjenda vegna þessa tímabils, sem vissulega voru miklir, en í raun voru erfiðleikar margra atvinnuvega ennþá meiri vegna þess misgengis sem varð. Tökum t.d. sjávarútvegs- fyrirtækin, sem fjárfestu mikið á árinu 1981-82, og voru yfirleitt með lánin í dollurum. Á einu ári tvöfald- aðist dollarinn í verði. Á sama tíma hrundi verðmæti fiskafla um 16 af hundraði. Þarna varð gífurlegt mis- gengi og margar þessara atvinnu- greina lentu í miklum greiðsluerfið- leikum vegna fjármagnskostnaðar. Ég held að ég megi segja að stjórnun peningamála hafi að því leyti farið úrskeiðis, að þessi fyrir- tæki sem við byggjum allt okkar á, fengu ekki eðlilegan aðgang að nægi- legu fjármagni. Óeðlileg áhrif Þú talar um gráa markaðinn. Heldur þú að hann sé farinn að hafa óeðlilega mikil áhrif á peningamál og jafnvel á vaxtaákvarðanir bank- anna? Enginn vafi leikur á að hann hefur haft áhrif á vaxtaákvarðanir bank- anna, að minnsta kosti aukið þrýst- inginn upp á við, og bankarnir hafa margir hverjir reynt að fara fram hjá vaxtaákvörðunum Seðlabankans, svo sem með því að kaupa víxla með afföllum og fleira af því tagi. Þetta verður að viðurkennast. Hitt er svo annað mál, að þessi grái markaður hefur að sumu leyti leyst úr nokkrum vanda og að ein- hverju leyti beint fjármagni, þó dýrt hafi orðið, til ýmissa fyrirtækja, sem hafa farið með skuldabréfasölu á þennan markað. En nú er búið að setja lög um verðbréfamarkað og það er fyrst núna t.d. að bankaeftirlitið fylgist með honum. Skráningarskylda hefur verið lögleidd og fleira gert til að stemma stigu við að grái markaður- inn leiki alveg lausum hala. Ég er að vona að þessar ráðstafanir breyti verulega stöðu þessa markaðar í stjórn peningamálanna. Margt af því sem ég hef hér rakið tel ég vera ástæðurnar fyrir minnk- andi gengi flokksins í skoðana- könnunum á s.l. ári. Fullkomið frjálsræði leysir ekki vandann En það mikilvægasta er, að í lok þessa tímabils varð stjórnarflokkun- um Ijóst, og ég vil leggja áherslu á, að okkur framsóknarmönnum þótti alltaf Ijóst, að íslenskt efnahagslíf var ekki komið í það jafnvægi að fullkomið frjálsræði leysti vandann, eða þjóðfélagið þyldi það. Við buðum því mjög ákveðið upp í þátttöku í kjarasamningum. Allir þekkja þá sögu og þarf ekki að rekja hana hér. Samráð og samningar Samningarnir tókust eftir þeim línum sem lagðar voru. Það er náttúrlega hin mesta firra, eins og stjórnarandstæðingar og jafnvel fleiri eru að láta í veðri vaka, að efnahagsráðstafanir ríkisstjómar- innar hafi verið ákveðnar vestur í Garðastræti. Þetta tókst fyrst og fremst vegna þess að stöðugt samráð var milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Og án þess að taka neinn þar út úr, er það mín skoðun, að mjög gott samband við Magnús Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra VSÍ, hafi verið hvað mikilvægast í þessu sambandi. Við hittumst oft heldur leynt hér í Stjórnarráðinu og fórum yfir hlut- ina. Einnig var ágætt samband við ýmsa aðila í verkalýðshreyfingunni. Það var fyrst og fremst þetta góða samband, sem tókst að halda uppi án þess að fjölmiðlar og ýmsir aðilar, svo sem stjórnarandstaðan, sem vildi málið feigt, kæmust í málið, og samningar tókust eins vel og raun ber vitni. Nú sýnist mér að það yfirlýsta markmið okkar framsóknarmanna, sem við samþykktum á aðalfundi miðstjórnar á Ákureyri vorið 1984, að stefna skilyrðislaust að því, að hér yrði eins stafs verðbólga, sé að komast í höfn. Og ég tel að fylgis- aukning okkar núna stafi af því að fólki er að verða ljóst að þetta mun takast. Ég tel að stór hópur manna hafi verið óviss óg ekki viljað svara í skoðanakönnunum. Ég tel að það hafi verið mikill hluti okkar fylgis, menn sem vildu bíða átekta og sjá hverju fram yndi. Aldrei legið við stjórnarslitum Oft hefur verið urgur innan stjórn- arliðsins. Hefur einhvern tíma verið hætta á a stjórnin bæðist lausnar? Það er rétt, stundum hefur verið urgur í samstarfinu en ekki legið við stjórnarslitum. Þessar raddir hafa oft heyrst, einkum úrfrjálshyggjuliði Sjálfstæðisflokksins, en ég heft lagt á það mikla áherslu að leysa málin innan ríkisstjórnarinnar og með við- ræðum við ráðherra, og ég vil leggja á það áherslu, að yfirleitt eru ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins sama sinnis. Þegar ágreiningur hefur risið hafa menn sest niður og leyst hann. Ég hef aldrei heyrt minnst á stjórn- arslit í ráðherraliði stjórnarflokk- anna. Orðrómurinn hefur orðið til annars staðar og úr lausu lofti gripinn. Staðreyndin er sú, að ef birtur væri listi frumvarpa sem einstakir ráðherrar hafa viljað fá fram, þá eru þar mörg frumvörp sem ekki hafa náðst í gegnum samstarfsflokkinn og menn hafa sætt sig við það. Ráðherrum beggja flokka hefur ver- ið það ljóst frá upphafi að lagafrum- vörp yrðu ekki flutt án samkomu- lags. Ég held að eina tilfellið um mis- sætti hafi verið frumvarp sem iðnað- arráðherra núverandi vildi flytja og hann sætti sig illa við að ná því ekki fram. Málamiðlanir í stað deilna Það sem ráðið hefur skoðunum mínum og gjörðum hvað þetta snert- ir er reynslan, sérstaklega frá ríkis- stjórninni sem sat 1978-79, þar sem stöðugt loguðu deilur milli Álþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Þótt sú stjórn sæti aðeins í 13 mánuði var hún nánast óstarfhæf síðustu mánuð- ina. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var ég ákveðinn í að gera það sem á mínu valdi væri til að koma í veg fyrir að svo færi nú. Hitt er annað mál að vitanlega hefur maður oft orðið að sætta sig við málamiðlanir, en það fylgir því þegar ólíkir flokkar starfa saman. Engin lausn að binda fyrir augun Framsóknarflokkurinn á nú langa, samfellda stjórnarsetu að baki og þú hefur haft stjórnarforystu síðustu þrjú árin. Er ástæða til að breyta einhverju í stefnumörkun flokksins eða áhersluatriðum? Nei, ekki í grundvallaratriðum. Framsóknarflokkurinn er frjálslynd- ur, umbótasinnaður félagshyggju- flokkur og auðvitað störfum við þannig, viljum jafnræði, bæði milli þjóðfélagshópa og á milli manna án tillits til hvar þeir búa á landinu. Ég held þó að ég megi segja, að við höfum lært það af reynslu undan- farinna ára að öll uppbygging verður að vera með mátulegum hraða. Ekki má spenna bogann um of, einkum vegna þess að íslenska þjóðfélagið er mjög viðkvæmt fyrir kreppum, sérstaklega í sjávarútvegi. Ánnars konar kreppur koma einnig mjög illa við okkur. Olíukreppurnar á síðasta áratug t.d. Þær voru miklu alvarlegri en menn horfuðust í augu við. Ég held að við höfum lært, að við þurfum í fyrsta lagi að koma hér á fót fleiri atvinnugreinum og hafa önnur atriði í huga sem gætu dregið úr slíkum sveiflum. í öðru lagi þegar slíkar kreppur ganga yfir, þá verður að takmarka og fara varlega í ráð- stafanir sem áður voru notaðar, sem var nánast að binda fyrir augun og leysa vandann með gengisfellingum og erlendum lántökum, slíkt getur ekki gengið lengur. Við verðum að vera íhaldssamari að þessu leyti og varkárari. Þó vil ég taka fram að það er mikill misskilningur að síðasti ára- tugur hafi verið sérstaklega slæmur að þessu leyti. Greinilega kom til dæmis í ljós að uppbyggingin sem ráðist var í 1971- 73 var byrjuð að skila sér og skuldir að lækka þegar olíukreppan skall yfir. Hinar gífurlegu olíuverðhækk- anir 1978-79 keyrðu þó um þverbak. Staðreyndin er sú að hin mikla uppbygging sem við réðumst í 1971 skilaði góðum árangri og á henni byggist að miklu leyti sú velferð sem við búum við í dag. Varðstaða um velferðarríkið Hver munu verða helstu áherslu- atriði í stefnumótun Framsóknar- flokksins í alþingiskosningunum að ári? - Ég tel að við verðum að leggja áherslu á að halda verðbólgu niðri og gæta þess mjög vel að verðbólgu- draugurinn rísi ekki upp á ný og að erlendar skuldir lækki. Þær munu vonandi lækka aðeins á þessu ári því ég hygg að viðskiptahallinn fari minnkandi, en í þeim efnum á eftir að vinna mikið verk. Við þær aðstæður sem við búum við tel ég að leggja verði enn vaxandi áherslu á nýsköpun í atvinnulífinu, sem við höfum haft á oddinum, en þar eru margir stórir hluti að gerast. Síðast en ekki síst á það að vera stærsta verkefni félagshyggjufólks að standa vörð um velferðarríkið, en til að svo megi verða þarf að auka tekjur ríkissjóðs. Hvort það tekst með því að ná til skattsvikaranna sem um er talað, eða hvort hækka þarf skattana er erfitt að segja um á þessari stundu. Taka þarf til höndum vegna alls konar félagslegra fram- kvæmda, sem því miður hafa setið mjög á hakanum undanfarin ár vegna fjárskorts. Þetta er okkar stefna samandregin í fáum orðum. Stöðugt bjartsýnni Ýmis skilyrði eru hagstæð núna, aflabrögð góð, markaðir ágætir, olía lækkar og þjóðarsátt hefur tckist ■ kjaramálum. Er bjart framundan í ■slensku þjóðlífí? - Ég verð stöðugt bjartsýnni um framtíð þessarar þjóðar, samt með nokkrum fyrirvörum. Okkur verður að takast að halda verðbólgunni niðri og draga úr erlendum skuldum, því það er gífurleg blóðtaka að þurfa að greiða 5-6 milljarða króna í vexti á ári. En ég held að framtíðarmöguleik- ar séu miklir hér. Margir nefna greinar eins og loðdýrarækt og ekki síður fiskeldi. Ég er viss um að eftir nokkur ár eða áratug getur fiskeldið orðið á borð við sjávarútveg. Fisk- eldi hefur aukist um 40 af hundraði á ári í Noregi og er farið að velta þar upphæð sem svarar 8-9 milljörðum ísl. kr. á ári. Hér er aðstaða öll betri. Ég óttast að vísu að viss skakkaföll geti orðið, eins og gerist oft með nýjar greinar. Þetta er mjög við- kvæmur atvinnuvegur og landinn er dálítið fljótur á sér stundum. Svo hef ég ekki síður álit á ýmsu því sem hér er að gerast á öðrum sviðum, ekki síst því sem ungir menn og konur eru að sýsla á sviði margs konar hátækni. Það eru ótrú- lega margir sem eru að hasla sér völl. Og ég held að það háa menningarstig sem við búum við eigi eftir að verða ein af okkar meiriháttar auðlindum. Ég hygg að það séu ekki margar. þjóðir sem geta státað af svo stóru hlutfalli af fólki sem talar fleiri tungumál og er orðið vel að sér á ýmsum sviðum stærðfræði og há- tækni, eins og margt af okkar unga fólki er í dag. Árangur að koma í ljós En erfíðleikar steðja að á öðruni sviðum, húsbyggjendur eru í vanda, kvótinn er umdeildur og landbúnað- urinn í klípu. Hvað er til ráða? - Mikið hefur verið unnið að þessum málum og þau eru ekki látin sitja á hakanum. Margir mikilverð- ustu málaflokkar heyra undir fram- sóknarráðherrana og oft er því kast- að að við látum lítið á okkur bera. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur yfir að ráða svo yfirgnæfandi fjölmiðlakrafti þar sem er Morgunblaðið og DV og sjónvarp og útvarp meira og minna en við höfum ekki annað en okkar litla blað. Okkar verk eru ekki básúnuð út þótt við förum með ýmsa stærstu málaflokkanna innan ríkisstjórnar- innar. Fyrir utan heildaryfirstjórn efnahagsmála, förum við með sjávarútvegsmálin, landbúnaðar- málin og félagsmálin, en undir þau heyra húsnæðismál, málefni fatlaðra og margt fleira. f sjávarútveginum eru miklar deil- ur um kvótann og það hlaut alltaf að vera, en það var mikill meirihluti hagsmunaaðila sem vildi þetta form á stjórnun fiskveiða. Ég er viss um að sagan mun sýna að sjávarútvegs- ráðherra hafi haldið á þessum mál- um af festu og þeim myndarbrag að árangurinn er þegar farinn að koma í Ijós. Sama er að segja um húsnæðismál- in. Þar hafa útlán aukist úr 2 af hundraði þjóðartekna 1982 í 3.6 1985 og enn er verið að auka við. Verja á 800 millj. kr. til þeirra sem urðu fyrir misgengi á þessu sviði á erfiðleikaárunum 1982-83 og mér er vel kunnugt um að þetta hefur bjargað mörgum. Hins vegar hafa sumir beinlínis reist sér hurðarás um öxl og lent í fjárhagsvandræðum eftir öðrum leiðum Landbúnað- urinn áhyggjuefni - Það er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af landbúnaðarmálunum. Miklu auðveldara hefði verið fyrir Framsóknarflokkinn að þurfa ekki að koma nálægt þeirri breytingu sem þar er óhjákvæmileg og gera verður hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Þjóð sem skuldar um 50 af hundraði þjóðarframleiðslu erlendis flytur ekki nokkra vöru úr landi með því að greiða með henni 70-80 af hundraði. Það er ekki hægt. Ein- hversstaðar verður að taka lán fyrir slíkum útflutningsbótum og það hækkar erlendar skuldir. Dæmið gengur ekki upp. Draga verður úr , framleiðslu. Ég hef miklar áhyggjur af því að neysla t.d. lambakjöts hefur dregist saman hérlendis og þarf að gera stórátak til að snúa þeirri þróun við. Landbúnaðarráðherra hefurorðið að taka á þessum málum og fram- kvæma viðkvæma og að mörgu leyti sársaukafulla breytingu á þann máta að sem flestir verði fyrir hvað minnstum skakkaföllum. En það verða alltaf einhverjir sem eiga um sárt að binda. Þarna er náttúrlega haft mjög náið samráð við samtök bænda, en' ég held að skoða verði þessi mál enn betur og reyna að finna leiðir til að draga úr erfiðleikunum. Mörg byggðarlög á landinu þar sem búin eru í lágmarki þola bók- staflega ekki nokkurn samdrátt, t.d. í sauðfjárræktinni. Ég nefni Stranda- sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Til þess verður að taka tillit, ef ætlunin er á annað borð að viðhalda byggð á slíkum svæðum. f landbúnaðinum eru margir mjög viðkvæmir málaflokkar sem að sjálf- sögðu verða mjög til umræðu í næstu kosningabaráttu, en ég er sannfærð- ur um að þegar málin er skoðuð af sanngirni þá munu menn sjá að þarna hefur verið tekið á af þeirri réttsýni sem búast má við. Stöndum vörð um það sem áunnist hefur Hverjar telur þú sigurlíkur framsóknarmanna í sveitarstjórnar- kosningunum síðar í þessum mánuði og munu úrslit þeirra hafa einhver áhrif á landsmálapólifíkina? - í sveitarstjórnum eru að sjálf- sögðu staðbundin deilumál og stað- bundin stefnumál sem hafa mikil áhrif á útkomu kosninganna á hverj- um stað. En ég vil leggja áherslu á við frambjóðendur Framsóknar- flokksins, að þeir kynni vel grund- vallarsjónarmið flokksins, sem eiga alveg eins við í sveitarstjórnarmálum og þjóðmálum. Sveitarstjórnunum sjálfum ber einnig að stuðla að jafnræði og öryggi og að varðveita velferðarkerfið eins og það snýr að sveitarstjórnunum einnig að halda uppi félagslegum framkvæmdum. Ég held að e.t.v. hafi sjaldan verið meiri þörf á en nú að félagshyggju- menn haldi vörð um það sem áunnist hefur í velferðarríki til lands og sjávar, bæði í sveitarstjórnum og á landsvísu. Án þess þó og steypa sveitarstjórnum eða stjórnvöldum í öll mál. Einstaklingurinn á líka sinn rétt og skyldur. Það gerir enginn betur en Fram- sóknarflokkurinn að rata þessa milli- leið. Heldur þú að úrslit sveitarstjórn- arkosninganna geti koniið til nieð að hafa áhrif á stjórnarsamstarfíð og væntanlegar þingkosningar? - Ég hygg að mjög líklegt sé að stjórnarflokkarnir meti stöðu sína eitthvað á grundvelli sveitarstjórnar- kosninganna. Hjá því verður aldrei komist. Mín skoðun er hins vegar sú, að alþingiskosningar eigi að ráðasf af öðrum sjónarmiðum. _ qó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.