Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 23

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 23
Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn 23 llilllllllllllílíllll ÚTVARP/SJÓNVARP Ílllilllillllllllllllilllllllllllllllllil Sjonvarp manudag kl. 21.45: Ó, mín f laskan f ríða Kl. 21.45 á mánudagskvöld verð- ur sýnd í Sjónvarpinu velsk sjón- varpsmynd, Ó, mín flaskan fríða, sem á frummálinu heitir „Yr Alc- oholig Llon“. Höfundur og leik- stjóri er Karl Francis. Myndin gerist í námubæ í Wales og er fylgst með örlögum drykkju- manns, sem sífellt verður háðari áfenginu. Það er ekki fyrr en hann hefur glatað fjölskyldu sinni, at- vinnu, söngröddinni, virðingu fé- laga sinna og sjálfs sín að hann ákveður að takast á við vandann. Baráttan framundan er löng og ströng. Með aðalhlutverk fara atvinnu- leikarar en þorpsbúar í velskum námabæ taka mikinn þátt í mynd- inni. Velski námamaðurinn er duglegur við drykkjuna. Hún er farin að stjórna lífi hans áður en hann reyndir að spyrna við fótum. í Myndinni Ó, mín flaskan fríða er fylgst með því ferðalagi hans í heimi víndrykkjunnar sem svo margir íslendingar kannast við. James Fox leikur unga manninn. Dirk Borgarde leikur þjóninn. Sjónvarp laugardag kl. 22.30: Þjónninntekurvöldin Síðari laugardagsmynd Sjón- varpsins er Þjónninn (Tlie Servant), bresk bíómynd frá 1963 í leikstjórn Josephs Losey. Með aðalhlutverk- in fara Dirk Bogarde, James Fox og Sarah Miles. Myndin var áður sýnd í Sjónvarpinu árið 1969. í myndinni er lýst samskiptum ung's' efnaðs manns og þjónsins hans, sem smám saman tekst að hafa hlutverkaskipti á heimilinu. Ungi maðurinn er veikur og veik- lundaður. Unnusta hans sinnir honum vel í veikindunum og reynir að porra hann upp. Einkum og sér í lagi reynir hún að styrkja hann í því að hafa stjórn á nýja þjóninum sem sýnir ráðríki og stjórnsemi meira en henni finnst góðu hófi gegna. Unnustan verður undir í barátt- unni og þar með á ungi maðurinn sér engan verndara gegn ágangi þjpnsins sem smám saman tekur öll völd á heimilinu. Dirk Bogarde leikur þjóninn og James Fox unga manninn. Ög Sarah Miles á sinn þátt í hnignun og niðurlægingu unga mannsins. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laug- um, bóndi, alþingismaður og skáld, „eitthvert það lýriskasta af hinum þingeysku átthagaskáldum sem fram hafa komið,“ segir Bolli Gústavsson, en hann hefur tekið saman útvarpsdagskrá um Sigurjón sem verður flutt á sunnudaginn kl. 13.30. Útvarp sunnudag kl. 13.30: „Áin niðar“ - dagskrá um Sigurjón Friðjónsson Á sunnudaginn kl. 13.30 verður flutt í útvarpi dagskrá sem Bolli Gústavsson hefur tekið saman um Sigurjón Friðjónsson skáld og bónda á Litlu-Laugum, sem var alþingismaður um skeið. Sigurjón fæddist 1867, albróðir Guðmundar skálds á Sandi, og lést 1950. „Tilgangurinn með þessari dagskrá er að vekja athygli á Sigurjóni sem skáldi fyrst og fremst, einhverju lýriskasta skáldi af hinum þingeysku átthagaskáld- um, sem fram hafa komið,“ segir Bolli. Eftir Sigurjón hafa komið út 7 bækur, en hann var orðinn um sextugt þegar fyrsta bók hans, Ljóðmæli, kom út. Sumar bækur hans eru mjög sérstæðar, segir Bolli og nefnir þar sérstaklega til aðra bók Sigurjóns, Skriftamál ein- setumanns, sambland af prósaljóð- um, heimspeki og trúarlegum hug- leiðingum. Sigurður Þórðarson gerði lag við kvæðið „Áin niðar“ en Bolli segir annars of lítið um það að lagasemj- endur hafi notað þann góða efnivið sem ljóð Sigurjóns eru við lög sín. Laugardagur 10. maí 7 00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Tónleikar. 8.35 Lesiö úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónieikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Step- hensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mái Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, framhald. H.OOFrá útlöndum - þáttur um erlend málefni Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú Fréttaþáttur I vikulokin. 15.00 Tónlistarmenn á Listahátíð 1986 Herbie Hancock, kvartett Dave Brubecks og poppsveitir. Hildur Eiríksdóttir og Magnús Einarsson kynna. 15.50 Islenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip Þáttur um listir og menn- ingarmál. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir. 17.00 „Geturðu notað höfuðið betur?“ Ýmislegt um það að lesa undir próf. Umsjónarmenn: Bryndis Jónsdóttir og Ólafur Magnús Magnússon. 17.30 Píanóleikur Franski píanóleikarinn Anne Queffelec leikur Sinfónískar etýður op. 13 eftir Flobert Schumann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegið" Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurösson. (Frá Akureyri) 20.30 Leikrit: „Hver er Sylvía?“ eftir Step- hen Dunstone Þýðandi: Guðmundur Andri Thorsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Sigurður Sigurjóns- son, Róbert Arnfinnsson, Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Guðbjörg Thoroddsen og Aðalsteinn Bergdal. Sigurður Björnsson syngur einsöng. Agn- es Löve leikur með á píanó. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 í hnotskurn Umsjón: Valgarður Stefánsson. Lesari með honum: Signý Pálsdóttir. (Frá Akureyri). 23.00 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Öm Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 tii kl. 03.00. 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi Sigurður Blöndal. 12.00 HLÉ 14.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. 17.00 Hringborðið Erna Arnardóttir stjórn- ar umræðuþætti um tónlist. 18.00 HLÉ. 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júlíusson kynna framsækna rokk- tónlist. 21.00 Djassspjall Umsjón: Vernharður Linnet. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk í umsjá Sigurðar Sverrissonar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Á næturvakt með Pétri Steini Guð- mundssyni. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 10. maí 13.30 Everton-Liverpool Úrslitaleikur í ensku bikarkeppninni. Bein útsendingfrá Wembleyleikvangi. 17.00 Norðurlandameistaramótið í blaki 19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Sautj- ándi þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dagbókin hans Dadda (The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13%) Loka- þáttur Breskur myndaflokkur i sjö þáttum, gerður eftir bók Sue Townsends. Leikstjóri Peter Sasdy. Aðalhlutverk: Gian Sanmarco, Julie Walters, Stephen Moore Og Beryl Reid. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 Áfram tjaldbúar! (Carry on Camping) Bresk gamanmynd frá 1972. Leikstjóri Gerald Thomas. Leikendur: Sidney James, Kenneth Williams, Char- les Hawthrey, Joan Sims, Terry Scott, Hathie Jacques, Barbara Windsor o.fl. Áfram-gengið fer í útilegu í sumarleyfinu og kemur saman í tjaldbúðum þar sem allt ætlar um koll að keyra. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.30 Þjónninn (The Servant) - Endursýn- ing. Bresk bíómynd frá 1963. Leikstjóri Joseph Losey. Aðalhlutverk: Dirk Bogar- de, James Fox og Sarah Miles. Efnaður, ungur maður ræður sér þjón. Með tíman- um færir hann sig upp á skaftið og tekur ráðin af húsbónda sínujn. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Áður sýnd I Sjónvarpinu árið 1969. 00.25 Dagskrárlok. VARAHLUTIR l dráttarvéla og heybindivéla á, að enn j eigum við úrval varahluta fyrir þessar | vélar. HAGSTÆTT VERÐ meðan birgðir I endast. hdemalional VARAHLUTIR Bein lína í varahlutaverslun er 39811 BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin í Kiel veitir íslenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að upphæð 870 þýsk mörk á mánuði í 10 mánuði, frá 1. okt. 1986 til 31. júlí 1987, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundað háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu í þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 15. júní 1986. Umsóknum skulu fylgja námsvottorð, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárang- ur og eins manns, sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Umsókn og meðmæli skulu vera á þýsku. IR BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES:...........93-7618 BLÖNDUÓS:.......95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HÚSAVÍK:......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:.........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 interRent Tilkynning til framleiðenda sjávarvöruafurða Með tilvísun til laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins ber öllum framleiðendum sjávarafurða að senda Fiskifélagi íslands yfirlit yfir birgðir afurða sinna miðað við að kvöldi 14. þ.m. Yfirlit þetta skal sendast Fiskifélaginu eigi síðar en 23. maí. Fiskifélag íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.