Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 24
M— ÞRÚÐUR HELGADOTTIR skipar 3. sætiö á lista Fram- sóknarflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar 31. maí. FJÖLSKYLDAN FYRST X-B Forstjóri Landhelgisgæslunnar skýtur málinu til ríkissaksóknara: Opinber rannsókn á fullyrðingum Jóns Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Irefur farið þess á leit við ríkissaksóknara að hann láti fara fram opinbera rann- sókn vegna ásakana sem Jón Sveins- son, fyrrverandi 3. stýrimaður á varðskipinu Tý, hefur birt í blöðum á hendur áhöfn skipsins. Samkvæmt 108. grein hegningar- laganna skal hver sá sem móðgar í orðum eða athöfnum cða cr með ærumeiðandi aðdróttanir við opin- beran starfsmann sætasektum, varð- haldi eða fangclsi allt að 3 árum. I’að er einnig tekið fram í þessari grcin að þó svo að aðdróttunin sé sönn skal hún samt scm áður varða sekt- um ef hún er sett fram á ótilhlýðileg- an hátt. Rannsókn ríkissaksóknara mun því snúast um hvort aðdróttanir Jóns séu sannar og hvort liann hafi sett þær fram á ótilhlýðilegan hátt. Dómsmálaráðherra, Jón Helga- son, hefur ákveðið að frekari rann- sóknar á störfum Landhelgisgæsl- unnar sé ekki þörf, en hann hefur lagt á það áherslu að nefnd scm starfar á vegum Alþingis og fjallar um eflingu Landhelgisgæslunnar flýti störfum sínum. -gse TF-JET, ný þota Þotuflugs Vr, við komuna á Reykjavíkurflugvöll í gær (Tímamynd-Sverrir) Grensásvegsmálið: Konan á batavegi Konan sem legið hefur meðvit- býlismaðurinn situr enn í gæslu- undarlaus á Borgarspítalanum síð- varðhaldi. Rannsóknarlögreglan an á sunnudag eftir að hafa lent í hefur yfirheyrt þá sem hugsanlega ryskingum við sambýlismann sinn geja gefiö upplýsingar um hvað er nú komin til meðvitundar og er gerðist sunnudagsmorguninn á á batavegi að sögn lækna. Rann- heimili þeirra. sókn málsins stendur yfir og sam- -gse Fyrsta þota Þotuflugs h/f komin til landsins: FLUGTÍMINN Á 50 ÞÚSUND KR. Fyrsta þota Potuflugs Vf kom til landsins í gær. Hún lenti á Reykja- víkurflugvelli eftir langt flug frá San Francisco, með tveimur millilend- ingum. Þotan er af gerðinni Cessna Citation II og tekur átta farþega. Fotan kostaði 1,5 milljónir Banda- ríkjadala eða um 60 milljónir ís- lenskra króna. I’otuflug Vf mun í framtíðinni bjóða þotuna til leigu og mun flug- tíminn kostar um fimmtíu þúsund. Valdimar J. Magnússon, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagðist vera bjartsýnn á að næg verkefni fengjust fyrirþotuna. Hérá landi væru margir sem starfs síns vegna þyrftu að ferðast mikið erlendis og munurinn á því að nýta sér þjónustu Þotuflugs Vf og áætlunarflugs, væri svipaður og á strætó og leigubíl Flugmennirnir, Stefán Sæmunds- son og Eyjólfur Hauksson, sögðu að þotan væri draumavél og það væri mjög gaman að fljúga henni. Ferðin hingað hefði gengið eins og í sögu þrátt fyrir mikinn mótvind því vélin getur flogið mjög hátt og því var hægt að lyfta henni yfir mesta vindinn. Eigendur Þotuflugs Vf eru Valdi- mar J. Magnússon, Finnbogi Kjeld, Stefán Sæmundsson, Eyjólfur Hauksson og Sæmundur Stefánsson. -gse DAG HVERN SENDIRHÚN SILLA FJÖLDA ÍSLENDINGA ÚR LANDI Á hverjum degi kemur fjöldi íslendinga í söiuskrifstofuna Lækjargötu, hver með sínar sérþarfir. Allir vilja þeir fá bestu þjónustu sem völ er á. Sillu og samstarfsmönnum hennar finnst gaman í vinnunni. Aflangri reynslu og fagþekkingu leysa þau hvers manns vanda. Og Sillu líkar vel við fólk sem vill fara eigin leiðir! Söluskrifstofur Flugleiða eru ferðaskrifstofur ótæmandi möguleika. í ár er framboðið meira en nokkru sinni áður. Við fljúgum til 21 viðkomustaðar í 15 löndum. Getum boðið sumarhús í Þýskalandi og Austurríki, flug og bíl í 7 Evrópulöndum og húsbáta í Englandi, Skotlandi, írlandi og Frakklandi. Þó er fátt eitt talið því við getum pantað framhaldsflug, bílaleigubíla og hótel hvar sem er í heiminum. Næst þegar þú ætlar úr landi, komdu við hjá Sillu. Þú kemur örugglega til baka. Síminn á söluskrifstofunni í Lækjargötu er 690100 FLUGLEIDIR ÓSA/SIA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.