Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn SPEGILL Margar ræður voru fluttar til hciðurs afmælisbarninu og honum þakkað gamalt og gott samstarf. Auðvitað flutti Indriði svo bráðsnjalla þakkar- ræðu og skcmmtu boðsgestir sér vel, svo sem sjá má. Talið f.v.: Magnús Bjarnfreðsson, Þórunn Friðriksdóttir, Indriði, Fn a jorns ottir, or gerður Kolbeinsdóttir og Andrés Kristjánsson. I'ar fyrir innan sitja 3 prentarar úr Eddunni: Ólafur, Gestur og Orn og eigmkona Arnar. Tímafólk úr Skuggasundi heiðrar IndriðaG. sextugan Gamalt samstarfsfólk Indriða G. Þorsteinssonar, sem unnið hafði með honum á Tímanum, þegar hann var til húsa í Edduhúsi í Skuggasundi, kom saman til að heiðra Indriða, fyrrum blaðamann og ritstjóra Tímans, í tilefni 60 ára afmælis hans. Afmælisbarnið og eiginkona hans, bórunn Friðriksdóttir, voru heiðursgestir, en frumkvæði að gleðskap þessum áttu þau Fríða Björnsdóttir, Kári Jónasson og Magnús Bjarnfreðsson, sem öll hafa unnið hér áður fyrr með Indriða G. Þorsteinssyni á Tímanum. Hófið var haldið að Þingholti fyrir nokkru og þar tók Gunnar V. Andrésson, fyrrum ljósmyndari á Tímanum, (en nú á DV) margar myndir. Við birtum hér með nokkrar þeirra. IVlenn ræða inálin af áhuga: f.v. Eystcinn Jónsson, Sigurður Hreiðar, Tómas Árnason og Indriði G. Þorsteinsson. Tveir á tali við barinn. Tómas Árnason fyrrum framkvæmdastjóri Tímans og Óðinn Rögnvaldsson, sem var yfirmaður í prentsmiðju og síðar í Blaðaprenti. í Þingholti er notalegt og hægt að láta fara vel um sig. Þarna sjáum við þrjár frúr sem hafa það gott: f.v. Hulda Arnórsdóttir (kona Óðins Rögnvaldssonar), Ragnhildur Valdimarsdóttir (kona Kára Jónassonar) og Sigríður A. Þórarinsdóttir (kona Odds Ólafssonar). Gamlir samstarfsmenn rifja upp liðna tíð. Indriði G. ræðir við Kristján Bersa Ólafsson skólastjóra Laugardagur 10. maí 1986 lllllllilil LJTLÖND llllllllllll FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Sérfræðingar Alþjóða kjarnorkuráðsins sögðu hitastig í Chernobyl kjarnaofninum enn vera hátt en eldinn í kjarna hans líklega vera slokknaðan. Hans Blix, framkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkuráðsins, sagði sov- ésk stjórnvöld ékki hafa lokað svipuðum kjarnorkuverum og því í Chernobyl eftir slysið. Sovéska fréttastofan Tass sagði þarlend yfirvöld nú íhuga að láta setja upp viðvörunarkerfi í kjarnorkuverum sínum sem færi í gang ef um væri að ræða útgeislun er haft gæti áhrif í öðrum löndum. STOKKHÓLMUR Sænskir vísindamenn sögðu jarðýtur hafa ýtt upp stórum sandhaugum í kringum Chern- obyl kjarnorkuverið til að koma i veg fyrir að mengað vatn kæmist í nálægar ár. BRÚSSEL — Evrópu- bandalagið frestaði í gær enn banni á innflutningi ferskra mat- væla frá ríkjum Austur-Evrópu í kjölfar slyssins í Chernobyl kjarnorkuverinu. MADRID — Spænsk stjórn- völd ráku líbýskan stjórnarer- indreka úr landi í gær og handtóku spánskan herforingja sem farið hafði með stjórnar- erindrekanum til Lfbýu fyrr á þessu ári. MOSKVA —Sergei Sokolov varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna sagði her landsins að vera á verði vegna nýjustu aðgerða Bandaríkjahers, nefnilega loftárásarinnar í Lí- býu. DHAKA — Leiðtogi Awami- flokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokksins í Bangladesh, krafðist þess að atkvæði yrðu greidd ao nýju í fimmtíu héruð- um landsins. Mikið var um ofbeldi í kosningunum á mið- vikudag og hafa valdamenn verið ásakaðir um stórfellt svindl. HÖFÐABORG — Ríkis- stjórn Suður-Afríku lagði fram drög að frumvarpi til þingsins þar sem gert er ráð fyrir að „vegabréfalögin“ svokölluou, sem takmarka ferðir svartra um landið, verði formlega tekin úr gildi. Oliver Tambo, leiðtogi svartra skæruliða, sagði í Nýju Delhi að minnihlutastjórn hvítra í Suður-Afríku ætlaði sér að gera friðarviðræður svartra og hvítra að „endalaus- um málflutningi". HAMBORG - Lögreglan handtók í gær 17 manns fyrir utan svæði þar sem geislavirk- um leifum er komið fyrir. Mót- mælendurnir reyndu að kom- ast framhjá tálmunum sem settar höfðu verið fyrir veginn er liggur til svæðisins. NAIROBI — Miklar rigningar hafa valdið flóóum í stórum hluta Nairobiborgar, tafið um- ferð og eyðilagt hús. Alls hafa 12 manns látist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.