Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 2
Ferjubakkamálið: Dauðsfallið enn óupplýst Rannsókn heldur áfram á því hvernig dauða Gunnhildar Gunn- arsdóttur bar að. Eins og fram hefur komið í fréttum fannst hún látin á heimili sínu að Ferjubakka 10 á þriðjudagsmorguninn og er ekki enn vitað með hvaða hætti það bar að. Vettvangsrannsókn er nú lokið og yíirheyslur yfir eiginmanni hennar halda áfram. Pá er beðið eftir niðurstöðum krufningar, en endanleg krufn- ingarskýrsla ætti að fást í næstu viku. - gse Akureyri: Eldur íVör Eldur kom upp í plötusmiðju skipasmíðastöðvarinnar Vör á Ak- ureyri um klukkan korter fyrir eitt í gærdag. Allir starfsmenn plötu- smiðjunnar voru í hádegismat en starfsmaður á trésmíðaverkstæði sem er sambyggt smiðjunni varð var eldsins og lét slökkviliið vita. Þegar það kom að húsinu hafði eldurinn læst sig í þakið og var það rofið til að ráða niðurlögum eldsins. Slökkvi- starfið gekk greiðlega og var því lokið um hálf þrjú. Litlu mátti muna að verr færi því í plötusmiðjunni voru gashylki sem tókst að fjarlægja í tíma. Eldsupptök eru enn ókunn, en líkur eru að því leiddar að neistar frá rafsuðu hafi komist í eldfim efni. Töluverðar skemmdir urðu af hita og reyk, en tjón af eldinum er að mestu bundið við lager plötusmiðj- unnar. -gse Erfiðleikar hraðfrystihúsanna: i.Vel- viljuð athugun“ 2 Tíminn Laugardagur 10. maí 1986 Framsóknarflokkurinn: íþróttafélögin greiði ekki húsaleigu fyriræfingatíma - og sitji við sama borð og nágrannasveitarfélögin Skipstjóradeilan: „Ofstæki rökþrota manna“ - segir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra „Ég hlýt að mótmæla þeim áburði, sem þar er hafður í frammi og vil benda á að ég hef þau lýðréttindi að fá að vera í stéttarfélagi og taka kjöri ef ég er kosinn til trúnaðarstarfa fyrir þetta félag. Undanfarna daga hef ég eingöngu verið að vinna að skylduverkum mínum fyrir félagið og sem starfsmaður Landhelgisgæslunnar hef ég ekki boðað nein verkföll eða neitað að vinna. Því lít ég svo á, að þetta sé bara ofstæki rökþrota manna,“ sagði Höskuldur Skarphéðinsson formaður Skipstjórafélags íslands í gær aðspurður um viðbrögð við yfir- lýsingu VSÍ og VMS frá því í fyrrinótt. í yfirlýsingu vinnuveit- enda segir, að lög hafi verið þverbrotin þar sem Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hafi verið í forsvari fyrir Skipstjórafélaginu í yfirstandandi deilu, en sam- kvæmt lögunum mega starfs- menn Gæslunnar „hvorki gera verkfall né taka þátt í verkfalls- boðun“. -BG 77/ hamingju - viltu giftast mér? Ásdís Sigurðardóttir tvítug yngismær úr Fjölbrautaskóianum í Breiðholti var í fyrrakvöld. Ikosin Ungfrú Útsýn. Myndin sýnir ívar Hauksson, sem sjálfur varð Herra Útsýn fyrir tveimur árum óska Ásdísi til hamingju, en þau skötuhjúin opinberuðu trúlofun sína við þetta tækifæri, viðstöddum til óvæntrar ánægju. Á Útsýnarkvöldinu, sem haldið var í Broadway, var einnig kosinn Herra Útsýn, en þann eftirsótta titil hlaut Einar Árnason 17 ára húsasmíðanemi og vaxtarræktarmaður úr Reykjavík. (Tímamynd-Pciur) í stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí n.k. er ítarlega fjallað um íþrótta- og æskulýðsmál. í henni kemur fram, að Framsóknarflokkur- inn vilji koma til móts við íþróttafé- lögin í borginni í húsaleigumálum með því, að framvegis þurfi þau ekki að greiða húsaleigu fyrir æfingatíma í íþróttasölum borgarinnar. Er á það bent, að í nærliggjandi sveitarfélögum þekkist það ekki, að íþróttafélögin greiði húsaleigu fyrir æfingatíma. í stefnuskránni kemur einnig fram, að Framsóknarflokkurinn vill gera sérstakt átak í málefnum íþróttafélaganna í Breiðholtshverf- með starfsemi sína nánast á götunni. Vill Framsóknarflokkurinn, að þessi félög verði aðstoðuð sérstaklega strax, þar sem mikið er í húfi, að börn og unglingar í Breiðholtshverf- um hafi sömu möguleika og jafnaldr- ar þeirra annarsstaðar f borginni til að stunda íþróttir í sínum eigin hverfum. um. Þar segir m.a.: „Ljóst er, að í úthverfum borgarinnar, þar sem íþróttafélög eru að hasla sér völl, verður að gera sérstakt átak til að koma þeim yfir byrjunarörðugleika. Er ekki vansalaust, að í Breioholts- hverfunum, sem nú eru fullbyggð, búa 25 þúsund manns, með tvö íþróttafélög, Leikni og ÍR, sem eru Hljómtækjakaup Reykjavíkurborgar: Gefur fjármálaráðherra borginni 10 milljónir? Rætt hefur verið um það innan borgarkerfisins að sækja um niður- fellingu á aðflutningsgjöldum vegna hljómtækjanna umtöluðu sem Reykjavíkurborg ákvað nýverið að kaupa vegna afmælishátíðahald- anna. Samkvæmt heimildum Tímans hefur það jafnvel verið fullyrt af hálfu embættismanna borgarinnar að borgin muni sleppa við þessi gjöld. Hvorki Geir Haarde aðstoð- armaður fjármálaráðherra né Sig- urgeir A. Jónsson yfirmaður tolla- deildar könnuðust þó við það í gær að slík beiðni hefði borist. Sigfús Jónsson forstjóri Innkaupstofnunar Reykjavíkur kvaðst heldur ekki vita til að slík umsókn stæði til. Niðurfelling þessara gjalda mundi þýða 10 milljóna sparnað borgarinn- ar, miðað við áætlaðan kostnað vegna þessara tækjakaupa í upphafi. Spurningin er hins vegar hvort fjármálaráðherra er tilbúinn til þess fyrir hönd ríkissjóðs, að gefa þessar 10 milljónir eftir. Kaup þessara hljómtækja hafa verið harðlega gagnrýnd af hálfu minnihlutaflokkanna, bæði á þeim forsendum að þau séu óhæfilega dýr og eins vegna þess að við ákvörðun um kaupin og þar með um meðferð 20 milljóna króna hafi verið gengið framhjá borgarráði, en afmælis- nefndinni falið að taka ákvörðun í málinu. Ekki náðist í Davíð Odds- son né Þorstein Pálsson í gær. - fer fram segir forsætisráðherra Ríkisstjórnin ræðir nú hugsanlega heimild til lántöku handa Byggða- sjóði og Fiskveiðasjóði til þess að koma þeim frystihúsum til hjálpar sem eiga í hvað mestum erfiðleikum. „Petta er í mjög velviljaðri athug- un, því við teljum ákaflega brýnt að koma í veg fyrir að þessi frystihús stöðvist. Ákvörðun um þetta verður tekin í næstu viku og ég er ákaflega vongóður um að þessi heimild verði veitt,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra, en hann ásamt fjármálaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra funduðu um vanda frysti- húsanna í gær og munu halda því áfram á mánudag. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg frystihús þyrftu að fá fyrir- greiðslu en að sögn Steingríms gæti verið um 12 frystihús að ræða. Byggðastofnun vinnur nú að könnun á fjárhag frystihúsanna. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.