Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn 5 Slysið í Chernobyl kjarnorkuverinu: Eldurinn kulnaður og geislavirkni minni - að áliti sérfræðinga frá Alþjóða kjarnorkuráðinu Moskva-Reuter Háttsettir kjarnorkusérfræðingar sögðu í gær að eldurinn í Chernobyl kjarnaofninum væri slokknaður og geislavirkni frá hinu skemmda kjarn- orkuveri færi minnkandi. Kjarnorkusérfræðingarnir eru í Sovétríkjunum á vegum Alþjóða kjarnorkuráðsins og sögðu þeir á blaðamannafundi í gær, að þeir héldu að ekki væri lengur hætta á „bráðnun" þótt hitastigið í kjarna- ofninum væri enn mjög hátt. Hópurinn á vegum IAEA var fyrsti hópur erlendra sérfræðinga sem fékk að konra nálægt Chernobyl kjarnorkuverinu þar sem slysið varð þann 26. apríl síðastliðinn. t>eir sögðu niðurstöður sínar vera byggð- ar á upplýsingum frá sovéskum yfir- vöidunt og þeirra eigin athugunum sem þeir gerðu þegar tfogið var með þá yfir Chcrnobylverið. Niðurstöður sérfræðinganna frá IAEA eru þær ýtarlegustu um slysið sem hingað til hafa verið birtar. Slysið átti sér stað þegar sprenging varð í einunt kjarnaofni versins. Verið var að gera að ofni þessum. Sovésk yfirvöld munu hafa í hyggju að senda kjarnorkusérfræð- inga á sínum vegum til Vínar ein- hvern tíma á næstu mánuðum og munu þeir eiga að skýra starfsmönn- um IAEA og fleirum nákvæmlega frá hvernig slysið varð. Yfirvöld í Kænugarði flýttu í gær sumarleyfum skólabarna á aldrinunt 6 til 13 ára. Munu þau verða send til hinna árlegu sumarleyfisbúða þann 15. maí í stað þess 25. Annars var allt rólegt í Kænugarði, þriðju stærstu borg Sovétríkjanna, enda árlegur frídagur í tilefni sigursins yfir nasistum árið 1945. Aukaþings- og héraðsstjórnar kosningar í Bretlandi: Thatcher tapaði Lundúnir-Reuter íhaldsflokkurinn breski tapaði miklu fylgi í aukaþings- og héraðs- stjórnarkosningum sem haldnar voru síðastliðinn fimmtudag. Flokkurinn tapaði óvænt einu þing- sæti og rúmlega sex hundruð sætum í héraðsstjórnum víðs vegar um Bretland. Þetta var versti kosningaósigur Margrétar Thatchers og flokks hennar síðan hún komst til valda fyrir sjö árum og raunar meiri en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Talsmenn Verkamannaflokksins voru hinir ánægðustu með úrslitin og sögðu flokk sinn vera á leið með að vinna hreinan meirihluta í neðri deild þingsins í næstu þingkosning- Helstu ástæðurnar fyrir tapi íhaldsflokksins voru sagðar hafa verið deilur innan ríkisstjórnar Thatchers í janúarmánuði um framtíð Westland þyrluflugvélar- fyrirtækisins og nýleg ákvörðun Thatchers um að leyfa bandarísk- um flugvélum að fljúga frá Eng- landi til árása á Líbýu. Þótt Verkamannaflokkurinn hafi verið ótvíræður sigurvegari í baráttunni um 500 sæti í héraðs- stjórnum landsins féll þó þingsætið ekki í skaut þeirra. íhaldsflokkur- inn missli nefnilega þingsæti sitt í Ryedale í Norður-Jórvíkurhéraði til Elísabetar Shields, sem var í framboði fyrir Bandalag l'rjáls- lyndra og jafnaðarmanna. Bretland: Kókflaskan hvorki listaverk ellegar ný vörutegund Skýrsla á vegum SÞ: Hver er ekki geislavirkur á þessum síðustu og verstu tímum? Hér er Svíi mældur í bak og fyrir. Maður skaut á rottu í Milwaukee: ROTTAN SLAPP EN SONURINN EKKI Milwaukce-Reuter Maður einn í Milwaukee í Bandaríkjunum sem í vikunni reyndi að skjóta rottu, er hafði komið sér makindalega fyrir í svefnherbergi hans, særði í þess stað 12 ára gamlan son sinn. Sonurinn svaf í næsta herbergi. Að sögn lögreglunnar særðist barnið, Michael Rollins að nafni, nokkuð illa og liggur nú á sjúkra- húsi. Faðirinn hafði vaknað snemma þennan morgun og fengið sér kornfleks og haft það með sér inn í svefnherbergi sitt. Eftir korn- fleksátið blundaði maðurinn du- lítið en vaknaði skömmu síðar og sá rottu vera að gæða sér á leifunum. Hófst þá skothríðin sem lauk með áðurnefndum af- leiðingum. Rottan slapp hinsveg- Borgarysinn eykst Nærri helmingur alls mannkyns mun búa í borgum um næstu aldamót Lundúnir-Reuter Nærri helmingur alls mannkyns mun lifa í borgum í lok þessarar aldar og fjórðungur borgarbúa í ríkjum þriðja heimsins mun lifa á landi án heimildar. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna. í skýrslunni kemur fram að fjölg- un borgarbúa í ríkjum þriðja heims- ins er mörgum sinnum meiri en fjölgunin í dreifbýli þessara landa. Það er möguleikinn á hærri laun- um, fleiri atvinnutækifærum og betri aðstöðu til að koma sér áfram sem dregur fólk í fátæku ríkjunum til borganna. „Heimurinn er á leið sem ekki verður snúið við, hann er að breytast í nær algjört borgarþjóðfélag," segir í skýrslunni. Flestar stærstu borgirnar eru í vanþróuðu ríkjunum og munu þær stækka verulega á næstu áratugum. Samkvæmt skýrslunni munu 26,1 milljón manna búa í Mexíkóborg, heimsins fjölmennustu borg, í lok þessarar aldar. Þar búa nú 18,1 milljón manna. Sao Paulo í Brasilíu mun fylgja skammt á eftir hvað varðar fólksfjölda í lok þessarar aldar. Samkvæmt skýrslunni mun 24 milljónir manna búa þar um næstu aldamót. í skýrslunni er gert ráð fyrir að fram að aldamótum muni fólki í heiminum fjölga úr 4,8 milljörðum upp í 6,1 milljarð manna. Lundúnir-Reuter Gosdrykkjarfyrirtækið fræga Kóka Kóla hefur tapað baráttu sinni í Bretlandi um einkarétt á flösku- gerð þeirri sem samnefndur drykkur er geymdur í. Lávarðardeild breska þingsins neitaði beiðni fyrirtækisins á þeim forsendum að hér væri hvorki um að ræða nýja vörutegund ellegar listaverk. Talsmenn Kóka kóla hafa að undanförnu reynt að fá kókflöskuna sjálfa skráða sem vörumerki í Bret- landi en dómstólar hafa neitað þess- ari beiðni. Málið kom loks fyrir fimm lög- fróða menn í lávarðadeildinni, æðsta áfrýjunardómstóls landsins, og var þar fyrirtækinu enn neitað um einka- leyfið. „Flaska er ílát, ekki vörumerki,“ sagði Tempelman lávarður, einn fimmmenninganna og bætti við að öðrum fyrirtækjum væri fullkomn- lega löglegt að selja vöru sína í flöskum svipuðum að gerð, svo lengi sem merkingin ylli ekki misskilningi. Hátíð harmoníkunnar Verður á Broadway sunnudaginn 11. maí kl. 15 SÓLISTAR Jón Hrólfsson N-þing Jakob Ingvarsson Reykjavík EinarGuömundsson Akureyri GunnarGuömundsson Reykjavík GarðarOlgeirsson Suðurland HLJÓMSVEITIR Stórhljómsveit Akkord Kvartett Guðna S. Guðnasonar 8. Félagar úr F.H.U. Djazzkvartett Karls Jónatanssonar í veitingahléi koma fram dansarar frá Nýja dansskólanum og Pianosóló/tríó Sig. Jóns. Húsið verður opnað kl. 14.00 aðgöngumiðasala við innganginn. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. / / SINF0NIUHLJ0MSVEITISLANDS FIMMTUDAGSTONLEIKAR (HÁSKÓLABIÓ115. MAI KL.20:30 Stjórnandi: David Robertson Einleikari : Manuela Wiesler, flauta. EFNISSKRA ÞorkellSigurbjörnsson: Læti Carl Ph.E. Bach : Flautukonsert í D-dúr S. Prokofief : Sinfónía nr. 5 Miðasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Ðlöndal og í Istóni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.