Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 10. maí 1986 Við ættum að gera miklu meira af því að baka okkar eigin brauð en stundum er eins og við höfum ekki nógan tíma. En hér koma uppskriftir að mjög fljótlegu heilhveitibrauði og síðan af heil- hveiti-ostakexi sem er gott með súpum. Heilhveiti-sódabrauö 4 Vi bolli heilhveiti 2 bollar hveiti 1 msk. sykur 2 tsk. salt 2 Vi-2 Va bolli mysa Blandið þurrefnunum saman í stóra skál. Búið til holu í miðjuna og bætið út í nógri mysu til að deigið verði mjúkt og teygjanlegt. Hnoðið það síðan létt saman. Látið deigið á smurða bökunarplötu og mótið í kringlótt brauð um það bil 4 cm á þykkt. Búið til stóran kross ofan í brauðið með hveitistráðum hníf. Krossinn þarf að vera um það bil 1 cm djúpur. Bakið við 210° C í um það bil 25 mínútur og minnkið síðan hitann niður í 160° C og haldið áfram að baka í um það bil 20 mínútur eða þangað til holhljóð heyrist þegar bankað er í brauðið. Takið af plötunni og kælið á rist í að minnsta kosti 4 klukkustundir áður en byrjað er að skera af brauðinu. Heilhveiti-ostakex 1 bolli heilhveiti 1 bolli rifinn, sterkur ostur !4 tsk. salt 100 gr. smjör Va bolli sesamfræ 1-3 msk. vatn Blandið saman hveiti, osti og salti. Skerið smjörið saman við þangað til deigið er eins og gróft rasp. Bætið út í sesamfræinu og vatninu og hnoðið vcl. Mótið deigið í rúllu um það bil 3 crn í þvermál. Vefjið rúlluna inn í vaxpappír eða plast og kælið í nokkra klukkutíma. Skerið síðan Va cm þykkar sneiðar af rúllunni, leggið þær á vel srnurða bökunarplötu og pikkið mcð gaffli. Bakið við 180° C í um það bil 8-10 mínútur. Trefjar Stundum er dálítið erfitt að koma nógu magni af trefjum í fjölskylduna. Hvernig væri að prófa að baka hveitiklíðs-gul- rótarköku eða rúsínu-hveitiklíðs-kaffiköku? Pá ætti málið að vera unnið. Hveitiklíðs-gulrótarkaka 1 bolli heilhveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanell 1/2 tsk. salt 2 egg 3/4 bolli púðursykur 1/2 bolli matarolía 2 bollar hveitiklíð 1/2 bolli fínrifnar gulrætur 1/2 bolli rúsínur 1/2 bolli saxaðar hnetur Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanel og salti. Blandið síðan saman í aðra skál, eggjum, sykri, matarolíu, hveitiklíði og gulrótum. Hrærið vel saman og látið standa í 10 mínútur. Hrærið síðan saman við hveitiblönduna ásamt rúsínum og hnetuni, blandið öllu vel saman. Hellið í vel smurt kringlótt mót og bakið við 175°C í um það bil 45 mínútur eða þangað til kakan er gegnbökuð. Rúsínu-hvcitiklíðs kaffíkaka 1 1/2 bolli hveitiklíð 1 bolli súrmjólk 3/4 bolli smjör eða smjörlíki 1 bolli sykur 1 tsk. vanilla 2 egg 1 1/2 bolli heilhveiti 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 1/2 bolli rúsínur Blandið saman hveitiklíði og súrmjólk og látið standa í um það bil 10 mínútur. Á meðan er hrært saman í stórri skál smjöri og sykri þangað til það er ljóst og létt, hrærið síðan vanillunni saman við. Bætið út í einu eggi í einu og þeytið vel á milli. Blandið saman heilhveiti, lyftidufti og salti og hrærið út í eggjablönduna til skiptis við hveitiklíðsblönduna. Hrærið að lokum rúsínunum út í. HUNANG - lækningamátturinn eyðist við ofhitun Heilhveitibakstur Pessa dagana eru kvefdagar hér á landi. Hvenær er það ekki, spyr sjálfsagt einhver, en margir kannast áreiðanlega við að þeim er sérstak- lega hætt við að fá kvef á vorin, þegar sólin er farin að skína svo iokkandi, en ekki þarf meira til en að fara fyrir húshorn í skuggann, þar er lofthitinn allt annar en í skjólinu og sólskininu. Mörgum hefur orðið hált á þessum miklu hitabreytingum, ekki síst börnum sem tína af sér skjólflíkurnar í hita leiksins og at- huga ekki að þeirra er full þörf. Og afleiðingin er oft kvef. Hunang hefur notið trausts og tiltrúar kvefaðra. Flóuð mjólk með hunangi, heitt te með hunangi, yfir- leitt heitir drykkir með hunangi eiga að vera góðir bandamenn í baráttunni við kvef og hálsbólgu. En nú nýlega lásum við í dönsku blaði að hunang missti lækningamátt sinn ef það væri hitað upp fyrir 49°C. í hunangi eru efni sem hindra bakteríuvöxt. En sé hunangið hitað yfir 49°C eyðileggjast þessi efni og þar með er allur lækningamáttur hunangsins horfinn. En þar sem fæstir drekka mólkina sjóðandi heita, er skynsamlegast að taka svo sem eina matskeið af hunangi og skola henni niður með volgri miólk. Margir hafa þann sið að láta hunang að nokkru leyti koma í stað Sykurs sem sætuefni. Sumir nota jafnvel hunang við sultu- og saftgerð. í>ar gegnir hunangið vissu- lega sætuhlutverkinu en það breytir líka bragðinu. Ekki má gleyma því að í hunangi eru ýms næringarefni, svo að hun- angið hefur sína hollustu, jafnvel þó að bakteríueyðandi efnin hafi eyði- lagst. Og hollustan er ekki einungis bundin við innvortis notkun. Karen Blixen segir í bók sinni Jörð í Afríku frá því að hún hafi komist upp á lag með að lækna brunasár með því að eftir Svanfriði Hagvaag býfluga hunangsvax Það er náttúran sjálf sem framleiðir hunangið. 1 skólabókum lásum við um iðnu býflugurnar sem flugu blóm af blómi og söfnuðu hunangi sem þær söfnuðu í forðabúr sín, gerð úr vaxi. Maðurinn hefur tekið þessa iðnu hunangssafnara í þjónustu sína og víða eru rekin stór býflugnabú eingöngu í því augnamiði að fá af þeim hunangið. bera á þau hunang, þegar hún var orðin uppiskroppa með hefðbundin læknislyf. 1 dönsku blaði er fólki ráðlagt að halda sig að dönsku hunangi fremur en innfluttu ódýru hunangi. Yfirleitt sé búið að hita upp það innflutta, sem algengast er að komi frá Austurlöndum eða Mið-Amer- íku, og þar með eyðileggja bakteríu- eyðandi efnití. Þar að auki sé mjög algengt að í því sé að finna alls kyns meðalaleifar og önnur aðskotaefni, sem geri neytandanum ekkert gott. Buffborgararnir frá Hrímni Yr á Akureyri eru í handhægum umbúðum og þægilegt að grípa til þeirra þegar tími til matseldar er naumur en þörf er fyrir góða og holla fæðu. Buffborgarar frá Akureyri Kjötiðnaðarfyrirtækið Hrímnir Ýi á Akureyri hefur sent frá sér á markað nýjung sem ekki er ósenni- legt að falli í góðan jarðveg hjá nútímamanninum sem er á sífelldri fleygiferð og hefur lítinn tíma til að standa í mikilli matseld, en verður samt að nærast á hollum og nær- ingarríkum mat til að geta haldið áfram á sprettinum. Buffborgarar frá Hrímni uppfylla þessi skilyrði. Þeir eru að tveim þriðju hlutum úr fyrsta flokks nautakjöti (ungnautakjöti 1. fl.) auk grísakjöts og próteins. Þeir eru seldir frosnir, fjórir saman í pappakassa, sem rúmast vel í kæliskáp eða nest- istöskunni. Strangt eftirlit verður haft með hráefni og framleiðslu buffborgar- anna að sögn forsvarsmanna Hrímn- is og meira hugsað um gæði vörunnar en að halda verði niðri á kostnað þeirra. Eigendur Hrfmnis yí eru þeir Guð- mundur Kr. Guðmundsson kjötiðn- aðarmeistari og Jakob Haraldsson kjötiðnaðarmeistari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.