Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.05.1986, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. maí 1986 Tíminn 19 Tveir af landsliðsmönnumá Norðurlandamótinu í sumar, Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson, spila við Björn Eysteinsson og Guðmund Hermannsson. Það er Sigurður sem er að teygja sig í bakkann. 'iimamynd: Sverrir ÍSAL skorar á landsliðið Landsliðið sem fer á Norðurlanda- mótið ætlar að verja heiður sinn gegn úrvalsliði ÍSAL um helgina og verður leikurinn í skólastofunum á Loftleiðum á sunnudaginn. Hjá íslenska álfélaginu hf. hafa starfað og starfa ágætir bridgespilar- ar, þar á meðal er Sigurður Sverris- son sem er einn liðsmanna landsliðis- ins, ÍSAL fitjaði upp á því fyrir tveim árum að skora á landsliðið í einvígisleik fyrir Ólympíumótið í Seattle og „lagði á leikinn" þannig að Bridgesamband íslands fékk fjár- upphæð í ferðasjóð landsliðsins í réttu hlutfalli við árangur landsliðs- ins í einvígisleiknum. Þessi leikur fór 17-13 fyrir landsliðið eftir tölu- vert basl. ÍSAL-liðið hefur í vetur spilað einvígisleik við sveit Samvinnu- ferða, sem ÍSAL vann og einnig hefur ÍSAL sent sveitir á mót í vetur, bæði í fyrirtækjakeppnina og Flugleiðabikarinn. Það gæti því verið spennandi að fylgjast með leiknum á sunnudag, en liðin verða skipuð þessum spilurum: Landsliðið: Jón Baldursson, Sigurð- ur Sverrisson, Þórarinn Sigþórsson, Þorlákur Jónsson, fyrirliði er Örn Arnþórsson. ÍSAL: RagnarHalldórsson, Hannes R. Jónsson, Jakob R. Möller, Stefán Pálsson, fyrirliði Þórarinn Sófusson. Samvinnuferðasveitinni boðiðtil Hollands Sveit Samvinnuferða/Landsýnar hefur verið boðið í vikuferð til Hollands á vegum Sporthuscentrum og Arnarflugs um næstu mánaða- mót. Sveitin mun búa í sumarhúsum í Kempervennen og tekur þar þátt f sérstöku móti sem sett hefur verið upp fyrir sveitina, en einnig munu landslið yngri spilara Holiands, kvennalandslið Hollands og sterk atvinnumannasveit spila á mótinu. I Samvinnuferðasveitinni eru Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sig- urðsson. Frá Bridgefélagi Akureyrar Halldórs-mótinu hjá Bridgefélagi Ak- ureyrar er lokið, með sigri sveitar Harðar Blöndal. Með honum voru: Grettir Frí- mannsson, Þórarinn B. Jónsson og Páll H. Jónsson. Sveitin hafði forystu allt mótið, en undir lokin hrelldu þeir Páls menn Páls- sonar sigursveitina. Halldórs-mótið er árlegt mót sem hald- ið er til minningar um Halldór Helgason. Útibú Landsbankans á Akureyri gaf verð- laun til þessa móts. 17 sveitir tóku þátt í því. Röð efstu sveita varð annars þessi: Hörður Blöndal ...................298 Páll Pálsson ......................294 Stefán Sveinbjörnsson .............280 Jón Stefánsson ....................278 Rögnvaldur Ólafsson ..............275 Stefán Vilhjálmsson................274 Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Þetta var síðasta reglulega keppnin hjá félaginu á þessu starfsári, en næstu þriðju- daga verður Opið hús í Félagsborg, þar sem væntanlega verður gripið í spil, verði áhugi fyrir hendi. Bridgekeppnin að byrja Bridgesambandið minnir á þátttoku- tilkynningar á Bikarkeppni Bridgesam- bands íslands. Fresturinn rennur út mið- vikudaginn 21. maí n.k., kl 16 og sama dag verður dregið til fyrstu umferðar. Þátttökugjaldið er aðeins kr. 4.000 pr. sveit, sem greiðist við upphaf keppni, til BSÍ pósthólf 156 210 Garðabæ eða til Ólafs Lárussonar beint. Vakin er sérstök athygli á samþykkt stjórnar Bridgesambandsins þess eðlis ,að sigurvegarar í þessari Bikarkeppni öðlast rétt til þátttöku í Evrópubikar- keppni eða sambærilegri keppni á þeim kjörum sem Evrópusambandið býður upp á. Dagsetningar í keppninni eru þessar: 1. umferð skal vera lokið fyrir 18. júní 2. umferð (32 sveita úrslit) skal vera Iokið fyrir 16. júlí 3. umferð (16 sveita úrslit) skal vera lokið fyrir 18. ágúst 4. umferð (8 sveita úrslit) skal vera Iokið fyrir 31. ágúst Undanúrslit og úrslit verða svo spiluð 6. og 7. september á vegum Bridgesam- bandsins. Spiluð eru 40 spil í fjórum lotum í keppninni. í undanrásum eru spiluð 48 spil í fjórum lotum og í úrslitum 64 spil milli sveita í fjórum lotum. Guðmundur Hermannsson FRÉTTASTJÓRI Sumarbridge í Reykjavík 1986 Sumarspilamennskan í Reykjavík hefst þriðjudaginn 20. maí n.k. að Borgartúni 18 (hús Sparisjóðs vélstjóra). Spilað verður alla þriðjudaga og fimmtudaga í sumar og hefst spila- mennska að venju upp úr kl. 18 og í síðasta lagi kl. 19.30. Umsjónarmenn Sumarspilamennsku verða þeir Ólafur Lárusson og Hermann Lárusson. Sumarspilamennska í Reykjavík er opin öllu áhugafólki um bridge. Þar gefst tækifæri til að grípa í spil, tvisvar í viku í óbundinni keppni, þar sem hvert kvöld er sjálfstæð keppni. Spilamennskan í sumar verður aðskilin, þriðjudaga og fimmtu- daga, þannig að í raun verða tvær keppnir í gangi í einu. Bridgeferð til Luxemborgar Ferðaskrifstofan Úrval efnir til hóp- ferðar til Luxemborgar í tengslum við hið alþjóðlega bridgemót sem þar verður haldið í lok júní. Ferðaáætlun er þessi: 29. júní Flogið til Luxemborgar kl. 07:15 frá Keflavík. 29. júní Akstur frá flugvelli að Hótel Intercontinental þar sem gist verður meðan á mótinu stendur. 29/6-7/7 Dvalið á Hótel Intercontinent- al. 7. júlí Akstur frá hótelinu til flugvall- ar. 7. júlí Flug frá Luxembourg til Kefla- víkurkl. 15:00. Hægt er að framlengja dvölina í Lux- embourg og/eða taka sér bílaleigubíl og/eða sumarhús víðsvegar í Þýskalandi eða Frakklandi. Verðpr.mannítvíbýli kr. 23.830,- Verð pr. mann í einbýli kr. 32.820,- Innifalið: Flugfar, gisting, continental morgunverður og akstur milli flugvallar og hótels erlendis. Ekki innifalið: Flugvallarskattur kr. 750,- á mann og aukagjald fyrir „buffet" morg- unverð kr. 750,- á mann. Bridgefélag Reykjavíkur Tveimur spilakvöldum af þremur er lokið í Monrad sveitakeppni. Lansliðið heldur áfram sigurgöngunni og er langefst. Margar sveitir berjast síðan um annað sætið. Staða efstu sveita er þessi: Landsliðið...........................93 Sigurður B. Þorsteinsson.............69 Uglan ...............................68 Sigtryggur Sigurðsson................65 Samaris..............................62 Keppninni og þar með vetrarstarfinu lýkur næsta miðvikudag. Heilsubridge Hin árlega heilsubridge í tvímenningi verður haldin laugardaginn 17. maí í Domus Medica. Hefst keppnin kl. 13 og stendur yfir til kl. 18. Þátttakaer ókeypis, en skilyrði fyrir þátttöku er að annar eða báðir þátttakendur vinni við heilbrigðis- stofnun. Allir þátttakendur munu fá út- skrift af spilunum í lok keppi. Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgensen og Vigfús Pálsson sér um tölvuútreikninga. Þátttaka tilkynnist til Sigurðar B. Þorsteinsson á Landspítalanum s. 29000 eða Hauks Inga- sonar hjá Delta h.f. s. 53044. Munu þeir jafnframt hafa milligöngu um myndun para ef óskað er. í fyrra urðu sigurvegarar Sigurður B. Þorsteinsson og Þórður Harðarson. Brídgedeild Breiðfirðinga Sl. fimmtudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur, spilað var í tveimur riðlum, efstu pör urðu: Gunnar Þorkelsson-Óskar Þór Þráinsson 126 Magnús Oddsson-Sveinn Sigurgeirsson 124 Karen Vilhjálmsd.-Þorvaldur Oskarsson 123 Jóhann Jóhannsson-Kristján Sigurgeirsson 119 Baldur Ásgeirsson-Magnús Halldórsson 102 Ingibjörg Halldórsd.-Sigvaldi Þorsteinss. 100 Ólafur Ingimundars ,-Sverrir Jónsson 88 Næsta fimmtudagskvöld verður spilað eins kvölds tvímenningur. Verður það síðasta spilakvöldið á þessu vori. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst spilamennska kl. 19:30. ^RARIK Hk. N RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-86008: 75 stk. 25 KVA einfasa stauradreifispennar. Opnunardagur: Þriöjudagur 10. júní 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuö á sama stað aö viöstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Lauga- vegi 118,105 Reykjavík, frá og með mánudegi 12. maí 1986og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 07. maí 1986 Rafmagnsveitur ríkisins Tveir góðir Tveir hvolpar hressir og afar fallegir, sem fæddust 3. apríl sl. eru tilbúnir að fara á góð heimili. Collie/bl. ísl. Upplýsingar í síma 91-26231. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingardeildar ósk- ar eftir tilboöum í fullnaðar frágang á Grand- og Selárskóla. Innifaliö í útboöi þessu er málun, dúkalögn allar innréttingar, léttir innveggir hreinlætistæki raflagnir loftræstilögn og fleira. Byggingarstig er frá húsunum tilbúnum undir tréverk í fullgerð hús. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboöin veröaopnuöásama staðfimmtudaginn22. maí nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGA&'1 Fríkirkjuvagi 3 — Sími 2S800 t Systir okkar Sigríður Sveinbjarnardóttir Ystaskála Vestur Eyjafjöllum andaöist á heimili sínu 6. maí. Útförin verur auglýst síöar. Systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar Sigríðar Jónsdóttur Frá Lundi. Gísli Brynjólfsson og aðrir aðstandendur. + Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinsemd við sviþlegt andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar og bróður Kristjáns Birnis Sigurðssonar Ármúla Gerður Kristinsdóttir Sigurður Kristjánsson Sigurborg Kristjánsdóttir Heiðar Birnir Kristjánsson Víkingur Kristjánsson Júlía Hrönn Kristjánsdóttir Sigurður Sveins Guðmundsson Sóley Sigurðardóttir Magnús Sigurðsson Hlynur Kristjánsson AðalheiðurTryggvadóttir Guðmundur Sigurðsson Heiðar Sigurösson Ólafur G. Sigurðsson + Móöir okkar, fósturmóðir, tengdamóöir, amma og langamma Ólöf Dagbjartsdóttir er lést 4. maí, verður jarðsungin frá Hagakirkju á Barðaströnd mánudaginn 12. maí kl. 4.00 Steingrímur Friðlaugsson Dagný Þorgrímsdóttir Ásta Þorvaldsdóttir Ármann Brynjólfsson Bergur Þorvaldsson Ásdís Sigurðardóttir Vigdís Þorvaldsdóttir Bragi fvarsson Bjarni Þorvaldsson Sigurbjörg Ólafsdóttir Guðrún Halldórsdóttir GunnarSigurðsson Þórður Marteinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.