Tíminn - 14.07.1987, Page 1

Tíminn - 14.07.1987, Page 1
Mjólk undanhaldi samkvæmt skipulegri framleidslustjórnun Svo virðist sem framleiðslustjórnun í mjólkurfram- leiðslu ætli að skila nokkrum árangri á yfirstandandi verðlagsári þó útlit sé fyrir talsverða umframfram- leiðslu. Þannig er útlit fyrir að mjólkurinnlögnin hjá stærsta mjólkurbúi landsins, Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi, verði u.þ.b. 1,5-2 milljónum lítra minni á þessu verðiagsári en í fyrra. Samt sem áður má búast við 500 þúsund til 1 milljón lítra umfram- framleiðslu á þessu svæði. Hjá mörgum öðrum mjólkurbúum er einnig um umtalsverðan samdrátt að ræða þó misvel gangi að draga úr framleiðslu á hinum ýmsu svæðum. Mjólkurframleiðslan er nú að nálgast það magn sem fullvirðisréttur kemur fyrir á þessu verðlagsári og þó nokkrir framleiðendur hafa þegar náð fullvirð- ismarki. Sjá bls. 3 Stórbruni Málningar: Vindátt varði íbúðarhverfi Það verður að teljast mildi að vindátt stóð á haf út í Kópavogi þegar framleiðsiudeild Málningar h.f. brann til kaldra kola í miklum eldsvoða í gær. Ljóst er að eldurinn hefði læst sig í nærliggjandi íbúðar- hús ef vindur hefði snúist að ráði. Verksmiðjuhúsið sem stendur mitt í íbúðarhverfi varð alelda á skammri stundu síðdegis og átti slökkviliðið í talsverðum erfiðleikum með að ná valdi á eldinum eftir að það kom á vettvang, enda mikið af eldfimum efnum í verksmiðjunni. Vatnsskortur hamlaði einn- ig slökkvistarfi, en íbúar í nágrenni verksmiðjunnar höfðu vakið athygli bæjaryfirvalda á vöntun nauð- synlegra öryggistækja í hverfinu m.a. brunahönum. Bæjaryfirvöld höfðu viðurkennt slæmt ástand en ekkert hafði verið að gert. Sjá bls. 5 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987-150. TBL. 71. ÁRG. Mjólkursamlögin á landinu:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.