Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 1
Barnvænt samfélag Adam Baker er Breti sem býr hér með fjölskyldu og kann vel við sig | Daglegt líf Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Fáum hæsta meðalverðið í Bretlandi  Íslenski humarinn löngum talinn sá besti Íþróttir | Jákvætt gagnvart Eiði  Heimir Örn til Danmerkur Fasteignasalan Miðborg auglýsir í blaðinu í dag FERÐASKRIFSTOFAN Perseus Tours í Moskvu selur ekki aðeins ferðir vítt og breitt um heim, heldur líka ferðir, sem aldrei eru farnar. Þær síðarnefndu kaupa þeir, sem vilja vinna sig í álit og sýnast stönd- ugri en þeir eru. Fyrir góða ferðasögu greiða menn aðeins tíunda hlutann af því, sem raunveruleg ferð kostar, en eigandi ferðaskrifstofunnar, Dímítri Popov, sér um að útvega falska far- miða og brottfararspjöld og minja- gripi frá viðkomandi landi. Þá er líka hægt að fá af sér mynd á Kína- múrnum eða á karnivali í Ríó og raunar næstum hvar sem er, að því er sagði í breska dagblaðinu The Times. Vegna þess hve Popov hefur góð sambönd sums staðar í útland- inu er stundum hægt að fá réttan stimpil í vegabréfið. Popov segist selja um 20 „ferða- sögur“ á mánuði og þá til fólks, sem vill láta vini og kunningja halda, að það eigi nú eitthvað í handraðanum. „Við seljum sýndarferðir, drauma, og þar með virðingu. Það vekur athygli þegar fólk segist ný- komið frá Brasilíu eða Kína og allt í einu er það orðið áhugaverðara en áður,“ segir Popov en hann útvegar fólki líka bæklinga með lýsingum á „áfangastaðnum“, hótelum, veit- ingastöðum og því merkilegasta á hverjum stað. Síðan er það „ferða- langanna“ að lesa sér til en þeim er ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara meðan á „ferðinni“ stendur. Sýndarferðir seljast vel Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. | Um 5,6 milljónir barna deyja ár hvert vegna van- næringar og því fer fjarri, að það þúsald- armarkmið Sameinuðu þjóðanna að hafa minnkað hungrið í heiminum um helming árið 2015, muni nást. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálparsjóði SÞ. Í skýrslunni segir, að líkamsþyngd eins af hverjum fjórum börnum undir fimm ára aldri sé of lítil en skilgreining á van- næringu er sú, að þar fari saman hungur og endurteknar sýkingar. Vegna þess þrífast börnin illa, eru of létt og ná ekki eðlilegri hæð. Verst er ástandið að þessu leyti í Suð- ur-Asíu þar sem 46% barna eru vannærð. Á Indlandi, Bangladesh og í Pakistan býr helmingur allra vannærðra barna. „Börn á þessu svæði búa næstum við stöðugt neyðarástand,“ sagði Ann Venem- an, framkvæmdastjóri hjálparsjóðsins. Ekki höfð á brjósti Í þróunarríkjunum er aðeins eitt af hverjum þremur börnum haft á brjósti fyrstu sex mánuðina en það sviptir þau nauðsynlegum næringarefnum, sem eru mikilvæg fyrir ónæmiskerfið og vernda þau fyrir sjúkdómum í öndunarfærum. Kína er kraftaverkið, að því er segir í skýrslunni. Þar hefur vannærðum börn- um fækkað um helming en í Mið-Aust- urlöndum og í Norður-Afríku hefur nær- ingarskortur beinlínis aukist frá 1990. Börnin deyja úr hungri London. AFP. | Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær, að lífið væri „einstaklega erfitt“ en ýmis hneykslismál skekja Verka- mannaflokkinn og búist er við slæmri útkomu hans í sveitar- stjórnarkosning- unum á morgun. Blair lét þessi orð falla er hann fagnaði því, að Verkamannaflokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Bretlandi í níu ár en innan flokksins er lagt hart að honum að ákveða hvenær hann ætli að standa upp fyrir Gordon Brown fjármálaráðherra. Kröfur um að Charles Clarke innanríkisráðherra segi af sér harðna enn en í ljós hefur komið, að meira en 1.000 erlendum afbrotamönnum var sleppt úr fang- elsi án þess að vera sendir til síns heima. Aftur á móti er búist við, að John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra sleppi fyrir horn þótt hann hafi játað á sig framhjáhald. Á morgun verður kosið í 4.360 sveitarstjórnum af 19.500 og er því spáð, að Verkamannaflokkurinn tapi allt að 200 mönnum. „Erfitt líf“ segir Blair Tony Blair GLEÐI og eftirvænting ríkti þegar ný heimasíða Spes-samtakanna, www.spes.is, var opnuð formlega í gær, en samtökin vinna að því að byggja upp barnaþorp í Afríkuríkinu Tógó fyrir foreldralaus börn. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, fékk það hlutverk að opna vefinn á leikskólanum Granda- borg þar sem einnig voru mættir Össur Skarphéð- insson, formaður Spes-samtakanna, og Njörður P. Njarðvík, brautryðjandinn. Össur segir starfið ganga ákaflega vel og búið að byggja þrjú hús af átta. „Það eru komin 50 börn og við stefnum að því að ljúka fjórða húsinu á þessu ári.“ | 6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Glatt á hjalla í Grandaborg KONUR sem þyngjast milli fyrstu og annarrar meðgöngu eru í meira en tvöfaldri hættu á háþrýstingi á síðari meðgöngunni, hafi þær haft háþrýsting á fyrri meðgöngunni. Konur sem hafa þyngdarstuðulinn (BMI) 25 eða meira og höfðu há- þrýsting á fyrstu meðgöngu, eru 82% líklegri til að fá einnig háþrýst- ing á þeirri seinni, miðað við konur sem hafa þyngdarstuðul undir 25. Þetta er m.a. niðurstaða rannsókn- ar Sigrúnar Hjartardóttur, kven- sjúkdóma- og fæðingarlæknis o.fl., en grein um rannsóknina er birt í aprílhefti tímaritsins American Journal of Obstetrics and Gynecol- ogy. Rannsóknin náði til 896 þrýsting, miðað við konu sem ekki hefur þyngst milli meðgangna. Sig- rún segir niðurstöðu rannsóknar- innar geta nýst við ráðgjöf til barnshafandi kvenna. Ljóst sé að slæmt sé fyrir konur sem hafi feng- ið meðgönguháþrýsting að þyngj- ast milli meðgangna. „Við höfum vitað það að það er aukin áhætta hjá konum sem hafa háþrýsting á fyrstu meðgöngu að fá hann aftur,“ segir Sigrún. „En við gátum samt ekki alveg sagt til um hversu mikil áhættan væri og hvað það væri sem hefði áhrif á áhættuna. Þetta hjálp- ar okkur að skilja þetta flókna fyr- irbæri sem háþrýstingur er og einnig styður þetta okkur læknana í því að gefa þau ráð að konur eigi að hugsa um þyngdina því yfirþyngd er áhættuþáttur fyrir svo margt.“ sjá sem myndu auka hættu á há- þrýstingi.“ Og sú varð raunin. Ef konur sem voru með háþrýsting á fyrstu með- göngu voru of þungar í upphafi meðgöngunnar þá eru þær í aukinni hættu á að fá meðgönguháþrýsting aftur í annarri meðgöngu, miðað við konur í eðlilegri þyngd. Sem sagt, fái tvær konur háþrýsting á með- göngu, önnur í yfirþyngd en hin í eðlilegri þyngd, er sú sem er of þung í um tvöfalt meiri hættu en hin á að fá háþrýsting á annarri með- göngu. Þá sýnir rannsóknin einnig fram á að ef kona þyngist á milli með- gangna sem nemur a.m.k. 2 eining- um á BMI kvarðanum (ca. sex kíló eða meira) er hún í meira en tvö- faldri hættu á að fá endurtekinn há- kvenna sem eignuðust börn á Landspítalanum 1984-1999. „Það eru þekktir ákveðnir áhættuþættir varðandi há- þrýsting hjá konum við fyrstu meðgöngu, með- al annars of- þyngd, fjölskyldusaga og einhverj- ar erfðir,“ segir Sigrún við Morgunblaðið. „En það sem við vorum að gera í þessari rannsókn var að skoða konur sem höfðu feng- ið háþrýsting á sinni fyrstu með- göngu og hvað gerðist hjá þeim á annarri meðgöngunni. Hvort ein- hverja áhættuþætti væri hægt að Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Sigrún Hjartardóttir Að þyngjast eykur hættu á háþrýstingi á meðgöngu París. AP, AFP. | Engin eiginleg niðurstaða fékkst á fundi fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Íransdeiluna í París í gær. Verður málið rætt áfram á fundi utanríkisráðherra landanna í New York á mánudag. Fundinn sátu fulltrúar ríkjanna, sem eiga fast sæti í öryggisráðinu, Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Kína og Rússlands auk Þýskalands, og virtist Nicholas Burns, fulltrúi Bandaríkjanna, vera bjartsýnn á það fyrir fundinn, að sam- þykkt yrði ályktun, sem greitt gæti götuna fyrir refsiaðgerðum gegn Íransstjórn. Af því varð ekki en samstaða var um, að kjarn- orkuáætlun Írana „færi í bága við kröfur alþjóðasamfélagsins“. Var samþykkt að halda viðræðum áfram í New York . Íransdeilan rædd áfram ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 119. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.