Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Scary Movie 4 kl. 6 - 7 - 8 - 9 og 10 B.i. 10 ára Firewall kl. 5.45 - 8 og 10:10 B.i. 16 ára V for Vendetta kl. 5:50 - 8:15 og 10 B.i. 16 ára The Matador kl. 6 og 8 B.i. 16 ára SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SCARY MOVIE 4 kl. 8 - 10 FAILURE TO... kl. 8 FIREWALL kl. 10 B.i. 16 ára SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 FAILURE TO... kl. 8 - 10 SYRIANA kl. 5:50 Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu Það fyndnasta sem þú hefur nokkurn tímann sagað! MYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ TRYLLAST AF HLÁTRI Fjórði og síðasti kaflinn af þríleiknum Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt STÆRSTA PÁSKAOPNUN ALLRA TÍMA Í USA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Söngvarinn Chris Martin, leiðtogihljómsveitarinnar Coldplay, segist vera að íhuga að gerast nem- andi í klassískri tónlist þegar hann verður orð- inn of gamall til þess að vera í hljómsveit. „Þegar ég verð fertugur, of gam- all til þess að vera rokkstjarna, þá hyggst ég fara aftur í skóla til þess að nema klassíska tónlist,“ sagði Martin, sem er 29 ára gamall, í viðtali við New York Post. Martin hélt erindi eftir tónleika Fílharmóníuhljómsveitar New York borgar sem lék lög úr kvikmyndum leikstjórans Stevens Spielbergs. Leikstjórinn er guðfaðir leikkon- unnar Gwyneth Paltrow, sem Mart- in er kvæntur. Hjónin voru viðstödd tónleikana þremur vikum eftir að þeim fæddist sonurinn Móses, en fyrir áttu þau dótturina Apple sem er tæplega tveggja ára gömul. Martin fór ekkert nánar út í það hvað hann hygðist gera á sviði klass- ískrar tónlistar. Í síðustu viku fékk Coldplay þrjár tilnefningar á Ivor Novello tónlist- arverðlaununum, en þar eru breskir lagahöfundar, tónlistarútgefendur og tónskáld verðlaunuð. Lag þeirra „Speed of Sound“ var á lista yfir alþjóðlegan smell ársins og það lag sem er mest leikið. Þá var lagið „Fix You“, sem er einnig að finna á síðustu plötu sveitarinnar, á lista yfir bestu lögin.    Fólk folk@mbl.is Kvikmyndaleikarinn Tom Cruiseer sagður hafa skráð unnustu sína Katie Holmes í stranga lík- amsþjálfun til að hún komist í toppform fyrir fyrirhugað brúð- kaup þeirra síðar í sumar. Holmes, sem fæddi fyrsta barn þeirra fyrir tveimur vikum, er sögð stolt af því hversu ákafur Cruise er í að fá hana í form og heilsugúrúinn Brad Kaufman, sem á að sjá um þjálfunina, segir ákafa hans hafa afar hvetjandi áhrif á hana. Martin, faðir Holmes, er hins vegar ekki jafn hrifinn af uppá- tækinu. „Dóttir mín þarf á hvíld, afslöppun og endurnæringu að halda,“ segir hann í viðtali við breska Reveal-tímaritið. „Katie leggur þegar stund á æfingar sem eiga að styrkja bak og axlir og ég get bara alls ekki fallist á það sem er að gerast,“ segir hann. UPPISTAND verður haldið á Gauki á Stöng í kvöld, en uppákoman er til styrktar dagdeild hjúkrunarheim- ilisins Eirar. Allur ágóði mun renna óskiptur til deildarinnar. Þau sem koma fram í kvöld eru Þórhallur Þórhallsson, Oddur Eysteinn Frið- riksson og Björk Jakobsdóttir. Í fréttatilkynningu segir, að Þórhallur sé hvað þekktastur fyrir að vera son- ur Þórhalls Sigurðssonar eða Ladda, en honum hefur gjarnan verið líkt við Jim Carrey. Björk Jakobsdóttir er einn af fáum kvenkyns uppistönd- urum hér á landi, en hún þykir mjög fyndin og má jafnvel heyra vott af kvenrembu í uppistandi hennar. Oddur Eysteinn Friðriksson er þekktur fyrir svartan húmor, en hann gerir töluvert grín að sjálfum sér. Það eru þeir félagar Oddur Ey- steinn Friðriksson og Rökkvi Vé- steinsson sem standa fyrir uppi- standinu, en þeir hafa staðið fyrir mánaðarlegu uppistandi um nokkurt skeið, auk þess sem þeir halda úti síðunni uppistand.is. Meðal þeirra, sem hafa notið góðs af fyrri kvöld- um, eru Samtök flogaveikra, Geð- hjálp, Barnaspítali Hringsins og krabbameinssjúk börn. Á meðal þeirra, sem hafa komið fram, eru Steinn Ármann Magnússon, Þor- steinn Guðmundsson og Bjarni töframaður. Fólk | Uppistand á Gauki á Stöng í kvöld Kvenremba og svartur húmor Þeir Rökkvi Vésteinsson og Oddur Eysteinn Friðriksson hafa staðið fyrir mánaðarlegu uppistandi um nokkurt skeið. Uppistand á Gauki á Stöng í kvöld. Fram koma Þórhallur Þórhallsson, Oddur Eysteinn Friðriksson og Björk Jakobsdóttir. Uppistandið hefst kl. 21.30. Miðaverð er 500 kr. www.uppistand.is ÍSLANDSMÓT barþjóna var hald- ið á Nordica Hóteli á sunnudags- kvöldið. Keppt var í gerð svokall- aðra Long-drinks sem eru drykkjarblöndur, fylltar upp með gosdrykkjum eða ávaxtasöfum. Íslandsmeistari varð Guðmundur Sigtryggsson, barþjónn á Nordica Hóteli, en sigurdrykkur Guð- mundar nefnist Harpa. Guðmundur verður fulltrúi Ís- lands á heimsmeistaramóti bar- þjóna sem fer fram í Grikklandi dagana 4. til 9. október. Í öðru sæti varð Valtýr Berg- mann með drykkinn Sex Bomb og í þriðja sæti hafnaði Þorkell Freyr Sigurðsson með drykkinn Vox.is. Íslandsmót barþjóna á Nordica Hóteli Morgunblaðið/ÞÖK Fagmannlega var að verki staðið við blöndun drykkjanna. Árni Gunnarsson, barþjónn á Vínbarnum, og blóðrauður drykkur hans. Barþjónarnir Þorlákur Sveinsson og Danilo Oribe frá Úrú- gvæ, sem er tvöfaldur heimsmeistari í „flair-barmennsku.“ Íslandsmeistarinn Guðmundur Sigtryggsson blandar sigurdrykkinn Hörpu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.