Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 39 MINNINGAR Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR SIGURLAUGSDÓTTUR, Helgubraut 27, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir, Reynir I. Helgason, Sigþrúður M. Rögnvaldsdóttir, Reynir Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Herdís KristínKarlsdóttir, fyrrv. leikskóla- stjóri, fæddist á Siglufirði 30. októ- ber 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 11. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Karl Sturlaugsson húsa- smíðameistari, f. í Ytri-Fagradal í Skarðsstrandar- hreppi í Dalasýslu 27. apríl 1886, d. 8. febrúar 1948 og Herdís Hjartar- dóttir húsfreyja, f. í Langhúsum í Haganessókn í Skagafirði 15. ágúst 1894, d. 26. desember 1987. f. 15. ágúst 1968, gift Guðmundi Erni Guðjónsson aðalvarðstjóra, f. 11. mars 1965. Synir þeirra eru Matthías, f. 6. maí 1996, Davíð, f. 9. september 2000 og Markús, f. 8. janúar 2006. Herdís bjó á Siglufirði fram til tvítugs, en fluttist þá til Reykjavík- ur. Hún lauk prófi frá Uppeldis- skóla Sumargjafar 1. febrúar 1949 og var fóstra í Suðurborg 1949- 1951, forstöðukona í Brákarborg 1952-1954 og 1956-1989, fóstra í Tjarnarborg sumarið 1954 og fóstra í Foldaborg 1989-1994. Herdís var virkur félagi í KFUK í Reykjavík í rúm 50 ár, var leið- togi í æskulýðsstafi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið, m.a. fyrir leikskóla félgsins. Starfaði einnig í sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli. Útför Herdísar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Bræður Herdísar eru Hjörtur Gunnar, fyrrv. loftskeytamað- ur, f. 13. apríl 1926, d. 26. apríl 2000 og Guðlaugur Helgi, fyrrv. símafulltrúi, f. 25. desember 1928. Herdís giftist 1. janúar 1953 Gunnari Pétri Sigurðssyni vélfræðingi, f. á Ak- ureyri 30. júní 1930. Börn þeirra eru: 1) Karl flugstjóri, f. 10. október 1953. Sam- býliskona Laura Leoni lyfjafræð- ingur, f. 13. mars 1975. Dóttir þeirra er Eleanor, f. 21. júlí 2002. 2) Herdís hjúkrunardeildarstjóri, Mín elskulega móðir er horfin frá okkur. Söknuðurinn er mikill, en mitt í söknuði hugans kemur gleðin yfir því að hafa átt yndislega mömmu. Huggun er að annast Markús litla, sem gefur öllum sól- skinsbros og hjalar af kátínu og gleði. Þá minnist ég þess sem mamma kenndi mér, að lífið er kraftaverk, Guðs gjöf, sem ber að þakka sérhvern dag. Með mömmu og pabba lærði ég að byrja sérhvern morgun á því leggja komandi dag í Drottins hendur, og að kveldi þakka Guði varðveislu og náð. Morgun- og kvöldbænir urðu strax í æsku eðli- legur hluti daglegs lífs, sem dreng- irnir okkar Guðmundar, hafa nú gert að sínum bænum. Borðbænin hennar mömmu sem hún innleiddi á heimili sitt, er nú fastur liður á heim- ili mínu, ómissandi þáttur þar sem beðið er um blessun Guðs. Sú borð- bæn hefur í einfaldleika sínum snert við mörgum sem kynntust mömmu. Minningar mínar um mömmu eru fylltar gleði yfir kærleiksríkri og umburðarlyndri móður. Ein fyrsta minning mín um mömmu er eflaust úr eldhúsinu í Njörvasundi. Ég man eftir mér sitjandi í stórum eldhús- vask, þar sem ég var böðuð og seinna sat ég á eldhúsbekknum og fékk fótabað í vaskinum. Á sama eld- húsbekk fékk ég að hella upp á kaffi að fyrirmynd mömmu og ömmu. Í eldhúsinu fékk ég að vera með nefið ofan í öllu sem mamma gerði. Þegar gestir komu bað ég stundum um að fá að hella upp á kaffi, þó ég væri ekki há í loftinu. Síðan hnippti ég í mömmu og bað hana að spyrja gest- ina hvernig þeim líkaði kaffið. Þó ég væri ekki gömul vissum við báðar að ég var að fiska eftir hrósi fyrir myndarskapinn og góða kaffið. En það sem ég vissi ekki þá var að með þessu móti var mamma að byggja upp sjálfstraust hjá mér sem hún gaf mér í veganesti fyrir lífið. Mamma gaf mér þá dýrmætustu gjöf sem dóttir getur fengið, hún leiðbeindi mér og kenndi og var mér svo ákaflega sterk fyrirmynd. Ég fékk að fylgja henni eftir þar sem hún fór og sá handbragð hennar og verk. Hún átti aðdáun mín alla, þeg- ar ég fylgdist með störfum hennar í Brákarborg. Hún var í uppáhaldi hjá fjölmörgum foreldrum vegna um- hyggju sinnar í garð barna og for- eldra á leikskólanum. Hún var leið- togi sem lagði metnað í að skapa gott andrúmsloft á vinnustað sínum. Hún var ákveðin og röggsöm, þegar á þurfti að halda. Mamma var glæsi- leg og hafði sinn sérstaka stíl sem eftir var tekið. En síðast en ekki síst hlaut hún þá gjöf að snerta við lífi margra, var mikill mannþekkjari og átti trúnað vina sinna. Henni var tamt að hugsa fyrst og fremst um hag annarra. Mamma gaf mér ótrúlegt frelsi til að vera ég sjálf og var mér svo eft- irlát. Þegar ég fullorðnaðist undr- aðist ég stundum hversu mikið hún lét eftir mér og innti hana eftir því hvernig á því stæði. Hennar svar var að hún vildi að börnin sín yrðu sjálf- stæð. Síðustu 10 árin tengdust mamma og pabbi nýjum böndum, þegar hann hætti á sjónum, eftir miklar fjarver- ur, til þess að annast mömmu í veik- indum hennar. Sá tími sem fór í hönd var mömmu afar dýrmætur. Samfellt í 7 ár naut mamma hjúkr- unar og stuðnings pabba, þannig að þau gátu búið saman á heimili sínu og notið lífsins saman. Mamma naut einstakrar hlýju frá pabba sem ann- aðist hana af eljusemi og kærleika. Hann sá um allt heimilishald, ásamt því að hjúkra henni dag og nótt. Þegar mamma flutti á Eir vitjaði pabbi hennar daglega og annaðist hana áfram af einstakri nákvæmni. Kvöldstundirnar sem ég átti með mömmu á Eir eru mér afar dýrmæt- ar. Þar gátum við deilt með hvor annarri hugsunum okkar, fram á hennar síðasta dag. Góður Guð blessi minningu minn- ar ástríku mömmu. Að morgni og kvöldi minnst þess vel, málsupptekt láttu þína: Af hjarta eg þér á hendur fel, herra guð, sálu mína. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi. En nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Þegar mér ganga þrautir nær, þér snú þú til mín, Jesú kær. Hjartað hressi og huga minn. himneskur náðarvökvi þinn. (Hallgrímur Pétursson.) Herdís Gunnarsdóttir (Systa). Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Minningar koma upp þegar horft er til þess tíma sem ég kom fyrst inn á heimili Dísu og Gunnars í Frosta- fold. Dísa opnaði strax heimili sitt fyrir mér og fann ég að í hjarta hennar átti ég sérstakan sess allt frá fyrstu kynnum. Dísa var næm, skiln- ingsrík og fordómalaus í garð ann- arra og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Af Dísu mátti því margt læra um hvernig koma á fram við aðra og þann kærleika sem hún sýndi öllum, jafnt háum sem lágum. Sterkasta minningin sem ég á um Dísu er sennilega frá trúlof- unardegi okkar Systu, sem Dísa átti stóran þátt í að gera ógleymanlegan. Við Systa höfðum farið til Þingvalla til að setja upp hringa, af því vissi enginn og átti trúlofunin að koma öllum á óvart. Þegar við komum til baka og fórum í Frostafold, beið Dísa eftir okkur með uppdúkað kaffiborð. Hún hafði bakað tertu, sem síðar var alltaf kölluð „Trúlof- unarterta“. Hún vissi að tilvonandi tengdasyninum þætti tertan góð. Þannig kom Dísa okkur á óvart, gladdi okkur á þessum degi okkar Systu og átti þannig hlutdeild í hon- um. Hvernig Dísa vissi hvað í vænd- um var er ekki gott að vita en hún var mikill mannþekkjari og átti gott með að lesa fólk, sérstaklega þá sem henni voru kærir. Svona var Dísa, alltaf að gleðja fólkið sitt og hugsa um hvað hún gæti gert fyrir aðra. Mikið þótti Dísu vænt um drengina okkar Systu. Það leyndi sér ekki í öllum samskiptum hennar við þá. Þó að Dísa væri orðin mikið veik, hlust- aði hún alltaf af áhuga þegar henni var sagt frá afrekum og ævintýrum drengjanna. Elsku Dísa, nú þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú auðgaðir líf mitt með lífsspeki þinni. Við fjölskyldan eigum eftir að sakna þín, elsku tengdamamma, en gott er að vita að þú ert komin heim, heim í ríki Guðs. Mikil er náðin þín, dýrlegi Drottinn. Dásemd þín breytist ei, frelsari minn. Þú ert hinn sami um aldir og eilífð. Ekkert fær jafnast við kærleika þinn. Mikil er náðin þín. Mikil er náðin þín. Miskunn þú heitir mér, frelsari kær. Alls góðs sem nýt ég úr hendi þér hlýt ég: Heilaga miskunn í dag sem í gær. Haustið og vorið eins vetur og sumar, vermandi sólin og stjarnanna her, tilveran gjörvöll þann máttarsöng magn- ar: „Mikill er skaparinn. Faðir hann er.“ Þú gefur sakir upp. Friður og frelsi fyllir mitt hjarta með lofsöngva hreim. Dýrðarvon eilífðar, dásamleg náðin, Drottinn minn, Jesús, mér lýsir þú heim. (Magnús Guðmundsson.) Guðmundur Örn Guðjónsson. Góðar minningar eru dýrmætar og þær á ég svo sannarlega um Dísu frænku mína. Hún hefur verið mér sem fjórða systirin. Við vorum systkinadætur og aldar upp í síld- arbænum Siglufirði. Frá fyrstu tíð var mikill samgangur á milli heimila okkar. Faðir minn og móðir Dísu voru mjög náin systkini og ég held að pabba hafi fundist hann að ein- hverju leyti bera ábyrgð á velferð systur sinnar og barna hennar. Dísa gekk undir nafninu Dísa litla, á okk- ar heimili til aðgreiningar frá mömmu sinni sem var einnig kölluð Dísa. Þær voru margar Dísurnar í fjölskyldu minni á báða bóga (alls 4) og oft erfitt að greina hvaða Dísu var verið að tala um. Ég man eftir því þegar amma mín, sem bjó hjá okkur, kom úr bæjarferð einu sinni sem oft- ar og sagði við mömmu, Dísa bað að heilsa, þá spurði mamma og hvaða Dísa var það? þá brást amma hin versta við og hélt nú að hún ætti að vita það. Töluverður aldursmunur var á okkur Dísu og man ég ekki þann tíma þegar hún bjó á Siglufirði, en ég man hve gaman mér þótti þegar hún kom í bæinn og fór þá gjarnan með mig, litlu frænku sína í göngu- túra, smáferðalag, eða í berjamó fram í fjörð eða inn fyrir fjall. Ég hlakkaði alltaf til þegar von var á Dísu og Helgu frænku í heimsókn því að það fylgdi þeim svo mikil gleði og hlátur. Mér fannst þær ótrúlega skemmtilegar. Einnig man ég hvað mér fannst spennandi að fá jólagjaf- ir frá þessum stóru frænkum mínum sem bjuggu í Reykjavík en Dísa stundaði nám við Fóstruskólann á þessum tíma, en síðar var hún leik- skólastjóri í mörg ár á Brákaborg. Þegar ég var við nám í Reykjavík var ég fastagestur hjá Dísu og var oft og iðulega boðin í mat, en Dísa var fyrirmyndar kokkur. Þau ár sem ég bjó erlendis skrifuðumst við á og héldum sambandinu. Þegar ég kom heim í frí bjó ég hjá Dísu og Gunnari áður en ég hélt norður enda var allt- af tekið á móti mér opnum örmum. Frá því að við hjónin fluttum heim höfum við verið í nánu sambandi við Dísu og fjölskyldu og hefur aldrei brugðið skugga á samskipti okkar. Þau voru ófá skiptin sem Dísa hjálp- aði mér með eitt og annað og leit eft- ir drengjunum okkar. Hún var þeim sem besta amma. Það var alltaf hægt að leita til Dísu hún var alltaf boðin og búin að hjálpa þegar á þurfti að halda. Þegar faðir minn var orðinn veikur og þurfti að vera undir læknishendi í Reykjavík fengu for- eldrar mínir inni hjá Gunnari og Dísu á efri hæðinni í Njörvasundi. Ég gleymi því heldur ekki hve oft Dísa sat hjá mömmu minni þegar hún var orðin gömul og lasburða. Eitt af aðalsmerkjum Dísu var hversu rausnarleg og gjafmild hún var. Hún gat aldrei komið í heim- sókn án þess að koma með eitthvað með sér. Hún var yfirleitt með hálf- fulla tösku af einhverju góðgæti eða gjöfum sem hún hafði keypt og spurði hvort ég gæti ekki notað þetta rusl því að hún ætlaði hvort eð er að henda því. Dísa var fyrirmyndar kokkur eins og áður er getið en hún var líka mjög handlagin og saumaði mikið bæði út- saum og fatnað. Það var ekki ónýtt fyrir mig óreynda húsmóður að sækja í viskubrunn Dísu frænku, enda voru dyrnar ætíð opnar. Dísa var mjög myndarleg kona, lífleg og skemmtileg og hafði góða kímnigáfu, ég naut þess alltaf að vera í návist hennar. Það var hægt að reiða sig á Dísu í stóru og smáu, hún var hreinskiptin kona og kom til dyranna eins og hún var klædd og var ekkert að fara í kringum hlutina. Þessa eiginleika í fari Dísu mat ég mikils. Ég gat alltaf treyst því að hún segði mér það sem henni fannst. Ég minnist með gleði marga ferða sem við frænkurnar fórum á síðari árum saman, t.d. útilegu í Þjórsár- dal, skíðaferðar í Hveradali þar sem við tvær nutum útivistar og samvista í sólskini og blíðu eins og svo oft var á Siglufirði í minningunni og ekki má gleyma heita súkkulaðinu og meðlæti sem Dísa var fræg fyrir og var ómissandi á svona ferðalögum. Einnig er mér minnisstæð ferð okkar norður í land á slóðir forfeðr- anna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu með Tótu systur sem komin var frá Kaliforníu þar sem hún býr og Helgu frænku, en hún og Dísa voru bestu vinkonur. Sú ferð var okkur öllum ógleymanleg. Mikið var sung- ið, hlegið og sagðar sögur, enda líf- legar konur á ferð. Dísa var fróð um staði og fjöll og fræddi okkur hinar óspart. Í veikindum síðari ára var Dísa ótrúlega þrautseig og æðrulaus, aldrei heyrði ég hana kvarta þrátt fyrir líkamlegar hömlur og oft á tíð- um þjáningar sem hljóta að fylgja þeim sjúkdómi sem hrjáði hana. Dísa dvaldi á heimili sínu eins lengi og auðið var undir dyggri umsjón eiginmanns síns Gunnars, dóttur sinnar Systu og Guðmundar eigin- manns hennar. Síðari árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Dísa var ótrúlega dugleg að fara út fyrir veggi heimilisins og hafði mikla ánægju af. Það má þakka Gunnari sem var óþreytandi að fara með hana í heimsóknir á hina ýmsu staði. Hann leit eftir henni af ein- stakri umhyggju síðustu árin og fékk titilinn „besti eiginmaður í heimi“ frá sumum dvalargestum Eir enda eyddi hann oft miklum parti úr deginum við hlið Dísu. Um leið og ég kveð Dísu frænku mína vil ég þakka forsjóninni fyrir að gefa mér þessa góðu tryggu frænku sem mér þótti svo vænt um. Fyrir hönd okkar hjónanna bið ég góðan guð að blessa og styrkja Gunnar, Systu, Guðmund, Kalla, Lauru, Gulla bróður hennar og litlu barnabörnin sem Dísa mín fékk ekki að njóta eins og hún hefði kosið. Hvíl í friði. Sveinbjörg. Elsku Dísa. Við bræðurnir erum mjög heppnir að hafa átt þig sem frænku og langar að skrifa nokkrar línur í þakklæt- isskyni fyrir allt sem þú varst okkur. Það virðist ekki svo langt síðan að við vorum að leika okkur í Njörva- sundinu hjá þér. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og leika sér í þessu stóra húsi með ævintýralegum garði sem hafði heilan skóg af trjám, að okkur fannst, og fullt af spenn- andi leikföngum. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og varst okkur í raun sem amma. Við munum sér- staklega eftir því að fá að gista hjá þér er foreldrar okkar fóru til út- landa. Þetta var alltaf hálfgert æv- intýri. Aldrei fyrr höfðum við bræð- ur kynnst því að fá kvöldkaffi, kökur og mjólk áður en við fórum að sofa, ótrúleg upplifun fyrir litla peyja. Það virtist sem alltaf gætir þú galdrað fram algert góðgæti á kvöld- in svo sem heimsins bestu jólaköku og ástarpunga sem við fengum aldr- ei nóg af. Þú varst alltaf til í að hjálpa öllum og vildir alltaf gera öll- um til geðs. Þú varst sennilega ein besta, jákvæðasta og óeigingjar- nasta manneskja sem við bræðurnir höfum nokkurn tíma kynnst. Þú varst einfaldlega alveg ótrúlega góð manneskja. Ef allir væru eins og þú myndi heimurinn örugglega vera betri staður. Elsku Dísa, við þökkum þér kær- lega fyrir allar þær yndislegu stund- ir sem við fengum að njóta með þér. Við viljum trúa því að með nærveru þinni hafi þér tekist að gera okkur (og örugglega fleiri) að betri mönn- um. Takk fyrir allt. Ástarkveðjur Sveinn Vilhjálmur og Einar Ólafur. Frænka mín er látin. Hún bar höfuðið hátt í lifanda lífi, stolt og virðuleg, og veitti mér á sín- um tíma innsýn í heim sem hafði ver- ið mér framandi og hálfógnvekjandi fram að því. Ég bar mikla virðingu fyrir henni og leit upp til hennar sem manneskju. Dísa mín, þakka þér fyrir það sem ég fékk lært af þér forðum og þakka þér fyrir að ala upp yndislega dóttur sem hefur reynst mér sannur vinur í gegnum tíðina. Hvíl í friði og megi sál þín lifa í ljósi Guðs. Hulda B. HERDÍS KRISTÍN KARLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Herdísi Kristínu Karlsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðný Sigríður, Guðrún Herdís, Karl og Guðbjörg Jóna; Matthías Guð- mundsson; Sigursteinn; Inga, Gunnar, Róbert og Clara Rún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.