Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 12

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Af hverju eru bankarnir að selja?  Rætt við bankastjóra og sérfræðinga um hlutabréfasölu bankanna á morgun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá fulltrú- um íbúasamtaka í samráðshópi Sundabrautar: „Undanfarna mánuði hefur verið að störfum samráðshópur um út- færslu á legu Sundabrautar sem á að liggja frá Elliðavogi að sunnan, um Gufunes, Geldinganes, Gunnunes og Álfsnes, upp á Kjalarnes. Í hópnum eru m.a. fulltrúar Íbúasamtaka Graf- arvogs, Íbúasamtaka Laugardals- hverfa, Reykjavíkurborgar, Vega- gerðarinnar, Faxaflóahafna og stjórnmálaflokka. Verði rétt að farið við lagningu þessa eins mesta umferðarmannvirk- is Reykjavíkur, opnast ný og spenn- andi sýn á þróun byggðar í höfuð- borginni næstu árin. Geldinganes, Gunnunes og Álfsnes eru strax orðin ákjósanlegir valkostir íbúabyggðar. Á hinn bóginn eru hugmyndir um uppfyllingar í Gufunesi og Hallsveg sem tengibraut við Vesturlandsveg nú orðnar úreltar. Óafturkræf um- hverfisspjöll við Gufunes, eyðilegg- ing fjöru og fuglalífs, eru ekki lengur nauðsynleg vegna lagningar Sunda- brautar. Þá er Hallsvegur kominn úr myndinni sem aðaltenging við Vest- urlandsveg og umferðarmikil stofn- braut í gegnum friðsælt íbúðahverfi, sem klofið yrði í tvennt. Hugmyndin um jarðgöng (sem kalla má Sundagöng) þvert yfir (eða undir) Elliðavog, vinnur nú sífellt á. Fulltrúar íbúa í Laugardal og Graf- arvogi, sem eru með stærstu hverfum borgarinnar, hafa lagt þunga áherslu á að jarðgöng yrðu könnuð til hlítar til að vernda lífsgæði og heilsu allra borgarbúa með minni hávaða og loft- mengun. Kostir jarðganga eru m.a. þeir, að þau hafa minnst óæskileg áhrif á núverandi íbúabyggð, báta- umferð, skipaumferð og allt nátt- úrulíf Elliðavogs og nágrennis. Lagn- ing nýrra, umferðarþungra samgöngumannvirkja í grónum íbúa- hverfum er ávallt mjög viðkvæmt verkefni. Jarðgöng leysa flest vanda- mál og hafa minnst áhrif á lífsgæði íbúa í rótgrónum hverfum. Umhverfisáhrif jarðganga eru hverfandi miðað við aðra kosti og um- hverfismat ætti að geta gengið hratt fyrir sig. Sundagöng, sem eru efst á blaði í umræðunni nú, myndu byrja við Áburðarverksmiðjuna í tveimur tveggja akreina göngum undir El- liðavog. Þau gætu greinst í þrjár áttir sunnan megin Elliðavogs. Aðalgöng- in myndu sveigja til vesturs og koma upp á Sæbraut við Kirkjusand. Slaufa kæmi til austurs sem opnaðist á Sæbraut, sunnan Holtavegar. Þriðji og stysti leggurinn kæmi síðan út úr Köllunarkletti og tæki þungaumferð frá Sundahöfn. Þannig dreifa Sunda- göng umferð, sem kemur norðan að, miklu betur en aðrir kostir og hindra að allur umferðarþungi 30–50 þúsund bíla á sólarhring lendi á einu hverfi. Það sem skiptir tugþúsundir íbúa í Grafarvogs- og Laugardalshverfum mestu máli er að samþætt samfélags- áhrif séu kjarninn í mati á umhverfis- áhrifum og um leið arðsemisútreikn- ingum, því íbúar telja að lífsgæðin í hverfunum og verð eignanna séu mikilvægir þættir í arðsemi slíkra mannvirkja. Meginrök fulltrúa Íbúasamtaka Grafarvogs og Íbúasamtaka Laugar- dalshverfa í samráðshópnum fyrir Sundagöngum eru:  Þung og mikil umferð hverfur af yfirborðinu  Gróin íbúahverfi verða fyrir lág- markstruflun vegna skipulags- breytinga og framkvæmda  Jarðrask og umferð þungra far- artækja um íbúabyggð á fram- kvæmdatíma er í lágmarki  Verðmætt land fer ekki til spillis undir mannvirkið  Dreifing umferðar sunnanmegin er hámörkuð  Illviðri, hálka, ófærð og slagveður tefur ekki umferð um göngin  Hljóð-/hávaða- og sjónmengun verður í lágmarki  Svifryksmengun er lágmörkuð með þurrum göngum  Malbiksslit er minna í þurrum göngum  Langhalli er ekki yfir 5%  Mesta dýpt ganganna er 60–65 metrar undir sjávarmáli  Þjóðvegurinn til norðurs frá Reykjavík styttist umtalsvert  Engin þörf fyrir landfrek og mjög dýr tengimannvirki ofanjarðar  Engin röskun á landslagi við Sundin sem uppfyllingar og brýr valda  Útmokstur úr göngunum er verð- mætt fyllingarefni sem nýtist í vegstæði við áframhaldandi Sundabraut  Lífríkið í sundunum skaðast ekk- ert  Skipa- og bátaumferð um sundin, verður óhindruð  Umhverfisáhrif eru nánast engin  Samþætt samfélagsáhrif eru já- kvæð  Arðsemi, reiknuð af umferðar- magni, er sú hæsta af öllum göng- um hérlendis  Að öllu samanlögðu, virðast jarð- göng vera langbesti kosturinn við þverun Elliðavogs Meðfylgjandi er uppdráttur sem Bjarni Gunnarsson, verkfræðingur og fulltrúi íbúa í frumhönnunarteymi samráðshóps um Sundabraut, hefur gert. Teymið hefur einnig íhugað aðra lausn þar sem tenging við hafn- arsvæðið er sunnan við Klepp. Íbúar leggja þunga áherslu á að jarðganga- kosturinn verði skoðaður ofan í kjöl- inn þar sem slík lausn er augljóslega sú sem veldur minnstu tjóni á hverf- um þeirra og raunar borginni allri, um leið og hún þjónar mjög vel mark- miðum sínum sem gríðarlega arðsöm samgöngubót og yrðu þessi göng arð- sömustu jarðgöng á landinu öllu. Í augum íbúa var Sundabraut ekki aðeins samgöngubót heldur einnig ógn við lífsgæði þeirra og tilverurétt í hverfum sínum. Með því að leggja hana í göngum er það vandamál jarð- að og reyndar mörg önnur leyst í leið- inni. Sundabraut, nýjar forsendur, ný sýn                                                   Elísabet Gísladóttir Gauti Kristmannsson Guðmundur Jóhann Arason Magnús Jónasson, í samráðshópi um legu Sundabrautar fyrir Íbúasamtök Grafarvogs & Íbúa- samtök Laugardalshverfa.“ AUKNAR kröfur borgar- anna og fjölmiðla til opin- berrar starfsemi um upp- lýsingar og greiðari þjónustu og hvort og þá hvað opinber starfsemi geti lært af einkafyrirtækj- um hvað þetta varðar verð- ur umræðuefni á málþingi sem haldið verður á Grand hótel í Reykjavík nk. föstu- dag, 5. maí. Inngangsfyrirlestra flytja Tryggvi Gunnarsson lögfræðingur og umboðs- maður Alþingis og Erna Indriðadóttir MPA, verk- efnisstjóri upplýsinga- og samfélagsmála hjá Alcoa, en hún er fyrrverandi fréttamaður og var stunda- kennari við Háskóla Ís- lands í almannatengslum opinberra stofnana. Þau munu síðan taka þátt í pall- borðsumræðum ásamt Brynjólfi Bjarnasyni for- stjóra Símans, Ellý Katr- ínu Guðmundsdóttur sviðs- stjóra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og Gunnari Einarssyni bæjar- stjóra í Garðabæ. Málþinginu og um- ræðum stýrir Magnús Pét- ursson forstjóri Landspít- ala – háskólasjúkrahúss. Í fréttatilkynningu kem- ur fram að ýmsum spurn- ingum verði velt upp. Spurt verður t.d. hvort opinberar stofnanir eigi að hafa al- mannatengslastefnu og -starf, og í hverju það eigi að felast. Einnig verður spurt hvort stjórnendur ráðuneyta, stofnana, sveit- arfélaga líti á það sem sitt verkefni umfram það sem upplýsingalög setja þeim reglur um. Líta þeir ef til vill á þetta sem hlutverk stjórnmálamannanna? Er munur á ríki og sveitar- félögum, ráðuneytum og stofnunum? Geta opinber- ar stofnanir lært af einka- fyrirtækjum, íslenskum sem alþjóðlegum, sem líta á ofangreint sem lykilatriði sinnar stefnu og starfsemi? Að málþinginu standa Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Þátttöku- gjald með morgunverði er 3.800 kr. Upplýsingar um skráningu má finna á vef- fanginu: www.stjornmal- ogstjornsysla.is. Tryggvi Gunnarsson Brynjólfur Bjarnason Erna Indriðadóttir Málþing um opinbera stjórnsýslu Kröfur gerðar um greiðari þjónustu STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands (SHÍ) og Félag stúdenta við Háskól- ann á Akureyri (FSHA) lýsa sig ósammála ummælum Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptahá- skólans á Bifröst, sem hann lét falla um fjárhagsstöðu háskóla, einkavæð- ingu skóla og skólagjöld á nýafstað- inni ráðstefnu um skólamál á Hólum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu SHÍ og FSHA. Segja samtökin m.a. vilja að há- skólunum sé heimilt að afla fjár með fjölbreyttari hætti og gera þeim kleift að njóta tekna umfram beinan kostn- að af þjónusturannsóknum, endur- menntun og almenningsfræðslu án þess að til skerðingar komi á öðrum tekjustofnum. Ísland stendur Norður- löndunum langt að baki „Við teljum að Íslendingar vilji þjóðfélag þar sem allir geta stundað háskólanám, án þess að fjárhagslegar aðstæður ráði því hvort fólki fari í nám eða út á vinnumarkaðinn. Í því sambandi má einnig benda á að Ís- land stendur Norðurlöndunum langt að baki varðandi fjárframlög til há- skólastigsins með einungis 1,1% af vergri landsframleiðslu á meðan Norðurlöndin eru í kringum 1,7– 1,9%. Að lokum viljum við benda Runólfi Ágústssyni vinsamlegast á þá stað- reynd að einkareknu háskólarnir eru í raun „ríkisstyrktari“ en ríkisreknu háskólarnir. Þetta hljómar eins og þversögn en er það ekki. Viðskiptahá- skólinn á Bifröst, eins og Háskóli Ís- lands, fær greitt skv. reiknilíkani menntamálaráðuneytisins, en þar sem helmingur af skólagjaldalánum LÍN greiðist sem styrkur frá ríkinu er ekki hægt að segja annað en að einkarekni háskólinn hans Runólfs sé „ríkisstyrktari“ en ríkisháskólarnir,“ segir í yfirlýsingu SHÍ og FSHA. Einkareknu háskólarnir „ríkisstyrkt- ari“ en ríkisháskólar STARFSMENN neyðarbíls, sem gegnir þýðingarmiklu hlutverki í sjúkraflutningum veikra og slas- aðra á höfuðborgarsvæðinu, fóru í samtals 126 endurlífganir á ár- unum 2004 og 2005. Af þeim sjúk- lingum sem voru endurlífgaðir voru 25% lifandi 30 dögum eftir útskrift af Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, en á flestum Vest- urlöndum er 15% lifun eftir endur- lífgun og útskrift af sjúkrahúsi talinn góður árangur. Meðalaldur þeirra sem voru endurlífgaðir var 63 ár. Karlar voru 74% endurlífgaðra. Áður en neyðarbílinn kom á staðinn höfðu aðstandendur eða nærstaddir reynt grunnendurlífgun í 62% til- vika. Í neyðarbílnum er læknir frá slysa- og bráðasviði LSH sem og starfsmenn Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins. Þetta fólk er þraut- þjálfað, segir í ársskýrslu LSH, sem m.a. hefur skilað sérlega góð- um árangri í endurlífgun sjúk- linga utan spítalans. Góður árangur í endurlífgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.