Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 45

Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 45 DAGBÓK Ídag kl. 13 hefst á Hótel Sögu ráðstefna umkort og kortagerð á vegum LÍSU-samtakanna. Fyrirlesarar eru sérfræð-ingar á sviði kortagerðar. „LÍSU-samtökin einbeita sér að samræmingu landfræðilegra upplýsinga,“ segir dr. Haukur Jó- hannesson jarðfræðingur, sem er einn fyrirlesara á ráðstefnunni sem lýkur kl. 16.30. Á ráðstefnunni verður fjallað um forsendur þess að meta kort og upplýsingagildi þeirra. En er mikil nauðsyn á að samræma kort? „Já, það er nauðsynlegt að upplýsingar á kort- um séu nákvæmar og notendur kortanna geti reitt sig á að upplýsingarnar á þeim séu réttar.“ Er mikil misbrestur á því? „Já, það er töluverður misbrestur á að upplýs- ingar séu réttar, það á m.a. við um vegi, bæi, ör- nefni o.fl. Þar erum við langt á eftir nágranna- löndum okkar.“ Í hvaða samhengi er verið að fjalla um gæði korta? „Þarna verður fjallað bæði um grunn kortanna sjálfra og líka þær upplýsingar sem eru á kort- unum. Þessi grunnur sem við höfum haft í hönd- unum hingað til er ekki eins nákvæmur og hann hefði þurft að vera og ekki í samræmi við kröfur nútímans.“ Hvað einkennir góðan kortagrunn? „Að hann sýni landslagið rétt og upplýsing- arnar á honum séu áreiðanlegar.“ Hvað er langt síðan menn tóku að gera kort? „Það er löng saga en segja má að danska her- foringjaráðið hafi gert fyrsta nákvæma kortið af Íslandi og lauk því í seinna stríðinu. Síðan gerði ameríski herinn kort af Íslandi um 1950, sem við búum að enn í dag. Þau prentuðu kort sem allur almenningur hefur í höndunum byggist á þessu korti.“ Stendur til að gefa út mörg ný kort á næstunni? „Ég veit ekki um neitt nýtt prentað kort sem kemur út á næstunni, en það eru til betri korta- grunnar af landinu öllu en þeir sem nú eru til al- mennra nota fyrir almenning.“ Hvað er það helst sem er ábótavant í kortagerð okkar að þínu mati? „Meðal annars þarf í raun þjóðarátak til að lag- færa örnefni á þeim kortum sem út hafa verið gef- in almennt.“ Er enn til fólk sem getur leiðrétt þetta? „Já, en þetta er nákvæmnisvinna og þolin- mæðisvinna. Þetta er hins vegar svo umfangs- mikið að hið opinbera þarf að koma að þessu máli.“ Hverjum er þessi ráðstefna ætluð? „Hún er ætluð þeim sem nota og búa til kort af ýmsu tilefni, svo sem til ferðalaga og útivistar, til eftirlits og björgunarstarfa, til verklegra fram- kvæmda, til rannsókna og skráningar náttúru- og menningarminja o.s.frv. Ráðstefnan er öllum op- in. Fræðslumál | Ráðstefna um kort og nákvæmni þeirra Kortagerð á Íslandi  Haukur Jóhannesson fæddist í Reykjavík 1948. Hann lauk námi Háskóla Íslands í jarð- fræði árið 1972 og doktorsprófi frá háskól- anum Durham í Bret- landi árið 1975. Hann starfar hjá Íslenskum orkurannsóknum en áð- ur starfaði hann hjá Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun. Haukur er kvæntur og á fjögur börn. Tvímenningur. Norður ♠Á96 ♥ÁKD8 ♦ÁK1072 ♣5 Vestur Austur ♠53 ♠1072 ♥G1064 ♥752 ♦653 ♦DG84 ♣DG107 ♣832 Suður ♠KDG84 ♥93 ♦9 ♣ÁK964 Tvímenningur er skrýtið spil. Sjö spað- ar er falleg alslemma í NS – nokkurn veginn skotheld með því að trompa eitt lauf í borði – og í sveitakeppni væru menn fullsæmdir af þeirri niðurstöðu. En sannir tvímenningshaukar láta sér ekki detta í hug að spila neitt annað en sjö grönd. Skiptir þá engu þótt aðeins séu tólf slagir á toppi – sá þrettándi verður bara að skila sér með þvingun. Hermann Lárusson og Þröstur Ingi- marsson urðu Íslandsmeistarar í tví- menningi hinn 1. maí, eftir þriggja daga sleitulausa spilamennsku. Spiluð voru 182 spil – fyrst 90 í undankeppni, en síðan héldu 24 pör áfram og spiluðu önnur 92 til úrslita. Spilið að ofan var það næstsíðasta í keppninni. Á sjö borðum af 12 varð nið- urstaðan sjö spaðar. Eitt par missti al- slemmu, en fjögur pör reyndu sjö grönd. Tvær leiðir liggja til vinnings í sjö gröndum. Annars vegar er hægt að djúpsvína fyrir G10xx í hjarta, en hitt gengur líka að taka slagina fyrir utan hjartað og þvinga vestur í hjarta og laufi. Laufnía suðurs gegnir þar lykil- hlutverki. Sigur Hermanns og Þrastar var öruggur. Þeir hlutu 59,1% skor, sem var töluvert fyrir ofan næstu menn. Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Har- aldsson urðu í öðru sæti (55,7%), Ás- mundur Pálsson og Guðm. P. Arnarson í því þriðja (54,9%), fjórðu urðu Aðal- steinn Jörgensen og Sverrir Ármanns- son (54,8%) og fimmtu Vilhjálmur Þór Pálsson og Þórður Sigurðsson (54,5%). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 Be7 8. De2 0-0 9. 0-0-0 a6 10. Bb3 Dc7 11. g4 Rd7 12. f4 Rc5 13. f5 Rxb3+ 14. axb3 b5 15. Hhf1 Bd7 16. g5 b4 17. f6 bxc3 18. fxe7 cxb2+ 19. Kxb2 Hfe8 20. Dh5 Hxe7 21. Hf4 Rxd4 22. Bxd4 e5 23. Hh4 h6 24. gxh6 g6 25. h7+ Kh8 26. Dg5 He6 27. Bc3 Hc8 28. Hh3 Bc6 29. Dh4 a5 30. De1 a4 31. Bb4 axb3 32. cxb3 Bb7 33. Df2 Bxe4 34. Hc3 Bc6 35. Ha1 Db7 36. Ha7 Dxb4 Staðan kom upp í SM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins í Búdapest sem lauk fyrir skömmu. Tyrkneski alþjóð- legi meistarinn Adnan Sendur (2.400) hafði hvítt gegn austurríska kollega sínum Walter Wittmann (2.372). 37. Hc4! hvítur hefði staðið höllum fæti eftir 37. Dxf7?? Dxc3+! Eftir textaleik- inn er skást að fórna drottningunni eins og svartur gerði með 37. … Dxc4 en eftir 38. bxc4 f5 39. Dh4! stóð svart- ur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. 39. … Hb8+ 40. Kc1 f4? tapleikurinn þar eð nú nær hvítur að halda yfirráð- um sjöundu reitaraðarinnar og koma drottningu sinni á h6 en 40. … Bb7 hefði getað haldið taflinu gangandi. 41. Hc7! Be4 42. Dh6 Hb1+ 43. Kd2 Hb2+ 44. Kc3 Hc2+ 45. Kb3 og svartur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Ráðstefna – Blátt áfram Fyrirspurn, ábending ÉG var að fara yfir auglýsingu um dagskrárliði ráðstefnu 4. maí sem Blátt áfram auglýsir. Það sem ég gæti ímyndað mér, eða viljað sjá að sé komið inn á, er: Áhrif kynferð- islegrar misnotkunar á nánustu að- standendur, t.d. foreldri, systkini ef um barn í fjölskyldu er að ræða, því þetta er langt ferli frá uppgötvun til „endaloka“ ef um er að ræða að ger- andi sé sendur í fangelsi, sem sagt dæmdur (málaferli). Þótt þetta hafi auðvitað hræðileg áhrif á sjálfan þol- andann hefur þetta einnig gífurleg áhrif á nánustu aðstandendur. Rannsóknir sýna að u.þ.b. fimmta hver stúlka og níundi hver drengur verður fyrir svona hræðilegri reynslu hér á landi. Miðað við þessar skelfilegu niðurstöður er pottþétt einhver í þessum skrifuðum orðum að misnota barn í okkar „fallega“ hreina landi, Íslandi. Bið ég því fólk að hugsa þegar það les þetta: Skyldi einhver vera að misnota barn núna í mínu húsi eða nánasta umhverfi? Frændi, stjúp- pabbi, afi, mamma, pabbi, „vinur“? Að lokum vil ég hvetja fólk til að mæta á þessa ráðstefnu og þá sér- staklega fólk í áhrifamiklum stöðum þessa samfélags, svo sem ráðamenn þjóðarinnar, fulltrúa frá skólum o.fl. Tími er til kominn að stöðva þennan óhugnað gagnvart börnum. Börn eru ekki litlir „fullorðnir“. Manneskja með reynslu. Gullhringur týndist SÉRSMÍÐAÐUR gullhringur (á litlaputta) með smádemanti hang- andi neðan úr og með áletrun innan í, „sjáumst í norðurljósunum“, glat- aðist á leiðinni frá Skólavörðuholti niður í miðbæ. Finnandi hringi í síma 892 8449. Fundarlaun. Brandur er týndur ÞESSI bröndótti fress týndist frá Mos- gerði 9 fyrir 2 vikum. Hann er ómerktur og ólarlaus. Hans er sárt saknað. Þeir sem vita um hann vinsamlega hafi samband í síma 616 2615. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 55 ÁRA afmæli. Í dag, 3. maí,verður hálfsextugur Tryggvi V. Líndal, þjóðfélagsfræðingur og skáld, Laugavegi 139, Reykjavík. Hann þakkar lesendum Morgunblaðs- ins fyrir lesturinn á hugleiðingum og ljóðum hans þar í gegnum tíðina. Hann verður að heiman. Brúðkaup | Hinn 1. apríl sl. voru gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Kristjana Ósk Jónsdóttir og Hrafn Konráðsson. Ljósmynd/Jóhannes Long SIGURÐUR Flosason hefur aldeilis verið í eldlínu Íslandsdjassins um þessar mundir. Hann er að- alskipuleggjandi Jazzhátíðar Garða- bæjar (auk djasshátíðar undir Eyja- fjöllum) og stjórnandi föstudagsdjassins í Stúdentakjall- aranum (auk sumardjass Jómfrúar- innar), þar að auki var hann að gefa út tvöfaldan disk með 24 lögum sín- um við kvæði Aðalsteins Ásbergs og voru þetta seinni útgáfutónleikar af tvennum af því tilefni – þeir fyrri kvöldið áður í sneisafullum Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Það var líka sneisafullt þetta fyrsta djasshá- tíðarkvöld í glæsilegum sal Tónlistar- skólans í Garðabæ og stemmningin eldfim. Kristjana og kvartettinn fluttu helming laganna af diskunum og verður hér tæpt á því helsta, en disk- unum í heild gerð betri skil hér í blaðinu innan skamms. Fyrsta lagið á efnisskránni er lík- legt til vinsælda, samið í melódískum djassstíl sem Stefán S. Stefánsson hefur m.a. tileinkað sér. Það nefndist Enn og aftur á hinni stórgóðu skífu kvartetts Sigurðar frá í fyrra, Leiðin heim, og var einnig sungið á ensku á japönsku útgáfun skífunnar. Nú var kominn íslenskur texti eftir Aðalstein Ásberg: Hvar er tunglið? Elsta lagið sem flutt var á tónleikunum var af fyrstu plötu Sigurðar, Gengið á lagið, In memoriam, sem tileinkað var minningu Sveins Ólafssonar, sem var ásamt Vilhjálmi Guðjónssyni fyrsti íslenski djasseinleikarinn. Þetta er ein fallegasta ballaða sem Sigurður hefur samið og söng Kristjana firna- vel saknaðarljóð Aðalsteins Ásbergs ofið náttúrulýsingum. Sama má segja um verkið sem tileinkað var minn- ingu Önnu Pálínu Árnadóttur: Það var skip. Þótt ballöður, oftar kannski sönglög, skipuðu stóran sess á tón- leikunum voru þar sömbur og svíng- arar á ferð og salurinn tók vel við sér þegar Setjum kúrsinn var flutt (Lág- freyðandi á Leiðinni heim). Fönkið í Sýndu mér, leyfðu mér hitti einnig í mark eins og djassblúsinn Flest er afstætt. Það var sterkari keyrsla í þessum lögum en er á plötunni, sér- deilis er Kristjana mikil stemmnings- manneskja og eflist í margmenni. Spilamennskan var líka um margt lausari í sér eins og oft er á tón- leikum og sólóar stundum villtari. Sigurður og Eyþór sáu um sólóa, en breikin hans Péturs og öflugur hryn- slátturinn var príma og Valdi Kolli fylgdi honum vel eftir. Þetta var glæsileg byrjun á spenn- andi hátíð. Kristjana söng inn djasshátíð DJASS Tónlistarskóli Garðarbæjar Kvartett Sigurðar Flosasonar og Krist- jana Stefánsdóttir Kristjana Stefánsdóttir söngur, Sigurður Flosason altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Pétur Östlund trommur. Fimmtudagskvöldið 20. apríl. Djasshátíð Garðabæjar Vernharður Linnet Heimili fyrir þig - alhliða eignaumsýsla Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Pétursson, löggiltur fasteignasali, á skrifstofu Heimilis eða í síma 699 3444. Óskum eftir raðhúsi eða parhúsi í Grafarholti Bogi Pétursson lögg. fasteignasali 90 ÁRA afmæli. Á morgun, 4. maí,er níræð Margrét J. Jónsdóttir, Sóltúni, Garði. Að því tilefni tekur hún á móti gestum í samkomuhúsinu Gerð- um, Garði, laugardaginn 6. maí kl. 15. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.