Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elísabet Bene-diktsdóttir fæddist í Kirkju- skógi í Miðdölum í Dalasýslu 23. júlí 1905. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 21. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðmunds- dóttir, f. í Geirshlíð Miðdölum 9.8. 1879, en alin upp á Þórólfsstöðum í sömu sveit, d. 15.8. 1947, og Benedikt Snorrason, f. á Svarf- hóli í Miðdölum 6.4. 1878, en al- inn upp á Erpsstöðum, d. 20.3. 1960. Börn þeirra voru níu auk tveggja fósturbarna: Hólmfríður, f. 1902, Katrín, lést tveggja ára, Elísabet, f. 1905, Guðmundur, f. 1907, Guðfinna, f. 1909, Frið- mey, f. 1911, Jónína Sólveig, f. 1914, Ragnheiður, f. 1917, Anna, f. 1919. Fóstursystkinin Guð- mundur Ólafsson, f. 1899 og Halldóra Benediktsdóttir, f. 1925. Ragnheiður er ein eftirlif- andi af systkinunum og Halldóra fóstursystir þeirra. Kirkjuskógi til níu ára aldurs. Flutti hún með foreldrum sínum og systkinum að Erpsstöðum ár- ið 1914 og ólst þar upp. Elísabet og Albert hófu búskap á Sauða- felli árið 1931. Þar bjuggu einn- ig foreldrar Alberts og systkini. Fluttu þau þá að Svalbarða í Miðdölum og bjuggu þau þar í tvö ár. Þá fluttu þau aftur að Sauðafelli og bjuggu þar í fjögur ár í tvíbýli við systur Alberts og mág, hjónin Finndísi og Harald. Árið 1940 keyptu þau jörðina Skörð í Miðdölum og bjuggu þar til ársins 1947. Þess má geta að sú baðstofa sem þau bjuggu í þar hefur nú verið endurbyggð á Þjóðminjasafni Íslands. Árið 1947 keyptu þau Erpsstaði af föður Elísabetar og fluttu þang- að þar sem þau bjuggu með blandaðan búskap. Erpsstaðir voru í eigu sömu ættar í 80 ár. Árið 1966 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur, keyptu íbúð í Álf- heimum 36 og bjuggu þar alla tíð síðan. Þegar heilsa þeirra fór að gefa sig nutu þau aðstoðar dætra sinna og tengdasona en þó sérstaklega Svanhildar yngstu dóttur þeirra sem bjó með þeim. En hugur þeirra dvaldi lengst af á æskustöðvunum í Dölum. Útför Elísabetar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarð- sett verður í Gufuneskirkju- garði. Hinn 13. mai 1931 giftist Elísabet Al- bert Finnbogasyni frá Sauðafelli í Mið- dölum, f. 28.8. 1900, d. 15.6. 1997. Hann var sonur hjónanna Margrétar Pálma- dóttur og Finnboga Finnssonar bónda á Sauðafelli. Elísabet og Albert eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Anna Mar- grét, maki Hildiþór Kr. Ólafsson. Dætur þeirra eru: a) María, b) Elísabet, maki Guðjón Baldursson, dætur þeirra eru Þórhildur og Margrét Anna. 2) Guðrún, maki Páll Björnsson. Börn þeirra eru: a) Birkir, maki Sigurlaug Helga Stefánsdóttir. Dóttir þeirra er Berglind Rún. Sonur Sigurlaug- ar Helgu og fóstursonur Birkis er Stefán Reyr. b) Albert, maki Jóhanna María Eyjólfsdóttir. Synir þeirra eru Anton Emil og Benedikt Aron. c) Hildur, maki Einar Einarsson. Dætur þeirra eru Hrund, Harpa Hlín, Helena Embla og Hekla Ylfa. 3) Svan- hildur. Elísabet ólst upp í Elsku amma mín, nú ertu komin til afa, mikið held ég að hann hafi verið ánægður að fá þig til sín. Ég var ekki fædd þegar þið afi fluttuð í bæinn, þannig að ég man bara eftir ykkur sem ömmu og afa í Álfheimum. Þar áttuð þú og afi ásamt Svanhildi fallegt heimili sem gott var að koma á. Þú tókst alltaf svo vel á móti öllum og oftar en ekki bauðstu uppá bestu pönnukökur og kleinur í heimi. Þú passaðir mig oft þegar ég var lítil meðan mamma var að vinna og á ég margar góðar minningar frá því. Þó að þú munir tímana tvenna, hafir búið í torfbæ og þurft að vinna öll erfiðu sveitaverkin varstu alltaf svo falleg og ungleg að fólk trúði ekki hvað þú værir gömul. Þú varst svo lagin í höndunum og vildir alltaf hafa eitthvað að gera og höfum við notið þess, það eru ekki svo fáir sokkaskórnir sem við höfum fengið frá þér og hafa yljað okkur um fæturnar og teppin sem þú prjónaðir handa okkur. Þú passaðir alla tíð upp á að gera ekki upp á milli okkar barnabarnanna og svo langömmubarnanna, það var alveg sama um hvert okkar var að ræða, það gekk alltaf jafnt yfir alla, þú passaðir mjög vel upp á það. Alltaf þótti þér jafn gaman að fá að fylgjast með hvað við ömmubörnin og langömmubörnin vorum að gera og fylgdist þú með því allt fram á síðasta dag, þú varst alltaf svo jákvæð og stolt af okkur. Þú varst alltaf svo dug- leg að koma í afmæli og veislur og varst alltaf svo fín og vel til höfð að maður gat ekki annað en verið stoltur af þér, ég eftir að sakna þess að þú komir ekki. Elsku amma, þú varst besta amma og langamma í heimi, ég og fjölskylda mín munum sakna þín. Þín Hildur. Leiðirnar skilja en ljós okkur skín, er liðinna daga við minnumst. Ég þakka af hjarta og hugsa til þín uns heima hjá Drottni við finnumst. (Ók. höf.) Sumarið var rétt gengið í garð, far- fuglarnir farnir að láta í sér heyra og bjartari og hlýrri tími framundan. Það var annar dagur sumars, þegar amma mín, Elísabet Benediktsdóttir, kvaddi þennan heim. Líkaminn henn- ar var orðinn þreyttur og lúinn, hún var búin að skila sínu verki hér vel. Hún var sátt og tilbúin til þeirrar ferðar sem bíður okkar allra. Hún var búin að lifa langa og farsæla ævi. Heil öld var að baki og gott betur en það. Hún var búin að gefa af sér og kenna okkur mikið með framgöngu sinni í lífinu. Við megum því vera þakklát. Heimahagar ömmu voru í Miðdöl- um í Dalasýslu, þar bjó hún lengst af. Þó eru minningar mínar um ömmu og afa í Dölunum þokuslæðu huldar og aðeins í myndabrotum. Þau fluttu til Reykjavíkur aðeins þremur árum eft- ir að ég var skírð heima hjá þeim í stofunni á Erpsstöðum. Þá fluttu þau í Álfheimana, og þaðan á ég ríkulegt safn af minningum um ömmu og afa sem dó árið 1997 tæplega 97 ára gam- all. Amma og afi voru miklir Dala- menn í sér alla tíð og tengingin við Dalina var sterk, svo sterk að hún náði líka til okkar barnabarnanna með sögum úr sveitinni þeirra. Amma hafði alla tíð ótrúlega gott minni. Hún mundi ótrúlegustu hluti, ekki bara frá gamalli tíð heldur líka atburði líðandi stundar. Þeir sem yngri voru nutu þess oft þegar minni þeirra brast að leita til ömmu og biðja hana að rifja upp. Við gátum því notið þess að leita til ömmu ef við vildum fræðast. Hún var búin að upplifa miklar breytingar í lífi sínu frá því hún bjó í torfbæjum í Dölunum. Í hennar viskubrunn var hægt að leita varðandi lífið á síðustu öld þegar hún bjó þar sinn búskap, áður en nútíma þægindi komu til. Þegar ég bjó um tíma sjálf í Döl- unum átti amma auðvelt með að fara með mér þangað í huganum. Þegar ég hafði áhuga á að fræðast um menn og málefni og bera saman lífið í Döl- unum núna og þegar hún var þar, þá var ekki í kot vísað hjá henni. En hún var ekki föst í gamla tímanum við gamlar sögur úr Dölunum. Hún hafði alla tíð áhuga á að fylgjast með og vita hvernig lífið gengi þar. Eftir ferðir mínar vestur hafði amma alltaf áhuga á að vita; hvernig var færðin, var snjór á Brekkunni, var sauðburð- urinn byrjaður, hvernig var tíðin, viðraði vel á lömbin, var komið eitt- hvert gras, var heyskapurinn byrjað- ur o.s.frv. Ég gætti þess að taka vel eftir, ekki síst þegar ég keyrði Mið- dalina. Voru þeir byrjaðir að heyja þar, og þá sérstaklega á Sauðafelli og Erpsstöðum, hvernig hafði þeim gengið, var búið að slá heimatúnið, voru þeir búnir að slá fyrir neðan veg. Amma hafði alltaf áhuga á svona fréttum, hún var fyrst og fremst Dalakona. Nú um páskana ræddum við amma síðast saman um Dalina. Hún var að spyrja mig hvort við ætluðum að skreppa vestur. Það væri nú ekki svo mikið mál fyrir okkur núna, það hefði aldeilis breyst frá fyrri tíð. Hún minntist þá ferðar sem hún fór einu sinni og sagði mér frá. Hún var farin einmitt um sumarmál, heilmikill snjór var á Brekkunni, ferðafólkið var á hestum, þeir voru síðan geymd- ir í Dalsmynni þegar þangað var komið. Bíll kom frá Borgarnesi, sótti fólkið og fór með það í Borgarnes þar sem gist var eina nótt. Daginn eftir var svo farið með skipi til Reykjavík- ur. Það var nú meiri sjóferðin sagði amma. Þetta var mikið ferðalag og tók tvo daga. Á síðustu árum fór amma yfirleitt einu sinni á sumri í dagsferð vestur. Hún var oft spurð hvort hún væri ekki þreytt og hvort hún væri ekki eftir sig eftir slíkar ferðir. Amma gerði alltaf lítið úr því og sagði yf- irleitt að þetta væri nú ekki svo erfitt ferðalag, bílarnir og vegirnir væru svo góðir, það væri nú meiri munur- inn, hún hefði enga ástæðu til að vera þreytt. Þannig samanburð hafði hún. Eftir að hún fór síðast vestur, daginn sem hún varð 99 ára, var hún spurð að þessu sama, ertu nú ekki eftir þig, þá svaraði amma: „Ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur á morgun.“ Amma var mjög gestrisin og fannst það mjög mikilvægt að taka vel á móti gestum sínum. Henni fannst það segja heilmikið um fólk hvernig það tók á móti gestum. Það gerði hún allt- af vel í Álfheimunum og það hefur hún líka gert í sveitinni, þótt þar hafi hún búið við allt aðrar aðstæður til þess en hér í Reykjavík. Allir þurftu að fá vel að borða hjá ömmu, hún var alltaf rausnarleg. Hún talaði í þessu sambandi oft um kjötið sem hún sauð niður í krukkur og geymdi þegar hún var í sveitinni. Það var svo gott að eiga það og grípa til, þegar óvænta gesti bar að garði, sagði amma, og rabarbarinn fyrir ofan Erpsstaðabæ- inn, hann kom sér líka vel á þessum stundum. Það hefur sennilega oft gerst hjá henni í sveitinni að gestir kæmu óvænt og bregðast þyrfti skjótt við til að metta marga. Á þeim tíma sótti hún ekki matinn í kæli- skápinn eða frystikistuna, skaust ekki í búðina, og gestirnir hringdu ekki á undan sér til að hægt væri að undirbúa komu þeirra. Amma var líka alltaf rausnarleg við okkur barnabörnin og síðar lang- ömmubörnin. Hún bar hag okkar allra fyrir brjósti og fylgdist vel með okkur öllum. Henni var það mikið í mun að okkur væri gert jafn hátt undir höfði. Hún lagði alltaf áherslu á það að gera eins fyrir okkur öll. Henni fannst ekki fallegt að mismuna fólki, hvað þá börnum. Hún hafði áhuga á því sem við vorum að gera hvert og eitt og vildi taka þátt í lífi okkar þegar þannig stóð á. Það gekk fyrir hjá henni að heimsækja börnin á afmælisdögum og auðvitað mundi hún þá alla og miklu fleiri afmælis- daga, fólks sem stóð henni nærri. Henni var mikið í mun að við rækt- uðum fjölskylduböndin, kæmum saman til að gleðjast hvert með öðru þegar þannig stóð á. Í því sambandi lá hún heldur ekki á liði sínu og bauð okkur öllum reglulega til sín að borða og til að hittast. Margar minningar eigum við öll úr Álfheimunum frá slíkum stundum. Það var bara verst ef einhvern vantaði, henni fannst mikið atriði að allir gætu komið, að allir hittust. Amma bar alla tíð aldurinn sinn vel. Hún leit alltaf svo vel út, og fólk hélt oft að hún væri mun yngri en hún í raun var. Hún vakti iðulega aðdáun hvar sem hún kom. Amma gaf sjálf þá skýringu þegar þetta barst í tal að hún hefði nú alltaf þvegið sér bara upp úr vatninu, hún hefði ekki verið að smyrja á sig fínum og dýrum kremum, kannski væri það skýringin. Lundarfarið hennar og hlýja viðmót- ið hefur hér sjálfsagt haft stór áhrif. En hún var einstaklega jafnlynd og með hlýja og góða nærveru. Hún var alltaf rólynd og yfirveguð. Aldrei sá ég hana skipta skapi. En hún hafði ákveðnar skoðanir og var föst fyrir. Þegar hún hafði tekið ákvörðun þá stóð hún, það var enginn hringlanda- háttur á ömmu, hún meinti alltaf full- komlega það sem hún sagði. En hún notaði ekki stór orð eða sleggjudóma um menn eða málefni. Hún var orð- vör og þegar henni fannst fátt gott til að segja þá lét hún frekar kyrrt liggja. Alla tíð hélt hún sínum andlega styrk og gaf okkur og kenndi með framgöngu sinni. Hvernig hún af æðruleysi tók öllu því sem að höndum bar í lífinu. Það eru óneitanlega mikil þáttaskil í lífi okkar nú við fráfall ömmu. Hún hefur skipað stóran sess hjá okkur öllum í fjölskyldunni. Við eigum margar minningar og þær eru allar góðar, amma var þannig. Við eigum henni mikið að þakka. Það var okkur dýrmætt að fá að hafa hana svona lengi hjá okkur og það var dýrmætt langömmubörnunum að hafa fengið að kynnast henni. Fyrir þennan tíma megum við vera þakklát. Elskulegri ömmu minni þakka ég samfylgdina og alla þá umhyggju sem hún sýndi mér alltaf og dætrum mínum. Ég þakka henni allt það sem hún var mér og fjölskyldunni minni. Góðu minningarnar sem við eigum munu ætíð lifa með okkur. Ég óska henni góðrar ferðar í nýja heima og bið henni Guðs blessunar. Elísabet. Elsku langamma. Ég bið englana að vaka yfir þér. Ég mun sakna þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Berglind Rún. Nú er hún Beta mín farin, hún náði því að verða 100 ára. Hún var ynd- isleg kona, falleg og hlý. Þau heið- urshjón Elísabet Benediktsdóttir og Albert Finnbogason föðurbróðir minn bjuggu að Erpsstöðum í Dala- sýslu. Ég var svo heppin að vera send í sveit að Sauðafelli, sem er næsti bær við Erpsstaði, aðeins 6 ára gömul og var þar næstu sex sumrin þannig að ég kynntist þeim barn að aldri, en mikill samgangur var á milli bæj- anna. Ég fór ósjaldan í sendiferðir fram að Erpsstöðum og oft var skroppið á milli bæja til að hitta ætt- ingjana. Þetta var um miðja síðustu öld og þá var búið í torfbæ á Erps- stöðum. Þegar gengið var inn gang- inn var bláa stofan „stásstofan“ á vinstri hönd, en þangað var gestum boðið, þar fannst mér alltaf frekar kalt. Þegar innar kom í ganginn var komið að búrinu góða með skyrinu sem við Beta áttum góðar minningar um, en það er önnur saga. Gegnt búrinu var gengið inn í lítið eldhús, þar var kötturinn malandi undir eldavélinni því þar var hlýtt og notalegt og Beta eitthvað að stússa. Til vinstri var lítið herbergi fullt af bókum, en á Erpsstöðum var bóka- safn sveitarinnar. Hægra megin úr eldhúsinu var baðstofan með litlu orgeli og rúmum með fram veggjun- um og borðstofuborð undir glugga. Í minningunni var borðstofuborðið uppdekkað með útsaumuðum dúk og himneskum kökum, þeim bestu sem ég veit og nýmjólk beint úr kúnni. Þau Albert og Beta fluttu síðar til Reykjavíkur ásamt Svanhildi dóttur sinni en hinar dæturnar Anna og Únna voru þá búsettar þar ásamt sín- um fjölskyldum. Mér þótti nú ekki verra að fá þau í götuna mína en þau fluttust í Álfheima 36 en við áttum heima á 46 þannig að tengslin voru náin áfram. Það var alltaf gott að koma til hennar Betu, alltaf tekið á móti manni með bros á vör og hlýju viðmóti, sama hvort var sem barn í litla torfbæinn á Erpsstöðum eða í vinkonuspjall í blokkinni í Álfheim- unum. Fáum árum síðar flutti ég til Sauð- árkróks en foreldrar mínir bjuggu áfram í Álfheimum 46. Eftir að foreldrar mínir voru látnir var alltaf gott að geta komið við hjá Betu og Albert en Albert lést 1997. Eftir það bjuggu mæðgurnar þar saman þar til Beta lést 21. apríl sl. Elsku Beta mín, þín er sárt saknað en ég veit að það verður tekið vel á móti þér hinum megin. Man ég kvöldin mild og hljóð meðal góðra vina, er aftansólar geislaglóð gyllti Miðdalina. (S.B.) Elsku Anna, Únna, Svanhildur og fjölskyldur. Hugur minn er hjá ykk- ur. Samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Margrét Yngvadóttir. ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Elísabetu Benediktsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: María. Langamma mín þú varst gráhærð og góð. Nú þú dáin ert, þú fórst frá mér. Von- andi lifnar þú aftur. Verður að engli sem horfir á börnin leika sér með bolta og brúðu en ekki legg og skel hlaup- andi út um móa og mel. Þú átt langömmubörn sæt og rjóð sem nú yrkja um þig ljóð. Langbesta langamman mín. Takk fyrir allt elsku langamma. Guð þig geymi. Þín Þórhildur. HINSTA KVEÐJA Aðstoða við gerð minningargreina Flosi Magnússon sími 561 5608 eða 896 5608

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.