Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Buxnadragtir úr hör www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Full búð af nýjum vörum frá og Str. 38-56 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sólvallagata - Parhús Mjög vel staðsett 248,8 fm parhús með aukaíbúð í kjallara á eftirsótt- um stað. Á 1. hæð eru þrjú her- bergi, eldhús og baðherbergi. Á 2. hæð eru tvær samliggjandi stofur, baðherbergi, eldhús og tvö her- bergi. Í risi eru tvö herbergi og bað- herbergi auk geymslna undir súð- inni. Í kjallara er þvottahús, geymsla auk 2ja herbergja íbúðar sem skipt- ist í eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Góður garður er til suðurs. Á suðurhliðinni eru tvennar svalir, annars vegar á 1. hæð og hins vegar á 2. hæð. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 5695 STANGAVEIÐI Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns er hafin. Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs- björgu, unglingar (innan 16 ára ald- urs) og ellilífeyrisþegar úr Reykja- vík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Vopnafjörður | Þann 30. apríl sl. lauk 43 ára sögu mjólkuriðnaðar á Vopnafirði. Það var í október 1963 sem hún hófst með því að Gunnar Sigmarsson ræsti vélar mjólk- urstöðvarinnar og því lauk nú eins og það byrjaði þegar Gunnar slökkti á vélunum í síðasta skiptið. Mjólkursamlag var stofnað á Vopnafirði í október 1963 undir merki Kaupfélags Vopnafjarðar og rekið þannig til 30. september 1989, eða í 26 ár. Í október sama ár var stofnað hlutafélag um samlagið og hét það Mjólkursamlag Vopna- fjarðar H/F til 30. ágúst 2005. 1. september 2005 keypti Mjólkurbú Flóamanna samlagið sem nú leggst af 30. apríl 2006. Við þetta missa fjórir vinnuna sem er bagalegt fyrir ekki stærra samfélag. Mjólk frá Vopnafirði fer til vinnslu hjá MS á Egilsstöðum þar sem öll neyslu- mjólk fjórðungsins er unnin. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Jón Þ. Guðmundsson og Gunnar Sigmarsson slökkva á Mjólkurstöðinni. Síðasti mjólkurdropinn ÁNÆGJA með störf flestra ráð- herra ríkisstjórnarinnar hefur minnkað, að því er fram kemur í nýj- um þjóðarpúlsi Gallup. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, er eini ráðherrann sem landsmenn eru ánægðari með nú en í síðustu könnun Gallup, sem gerð var í októ- ber í fyrra. Geir H. Haarde utanrík- isráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sitja jafnir í efsta sætinu af öllum ráðherrum rík- isstjórnarinnar, þar sem flestir eru ánægðir með störf þeirra. Ríflega 46% landsmanna eru ánægð með störf Geirs, en ánægja með störf hans hefur minnkað um tæp 15 pró- sentustig frá því í október á síðasta ári. Sama hlutfall fólks er ánægt með störf Guðna, en ánægja með störf landbúnaðarráðherra hefur minnkað um 3 prósentustig síðan í október. Af ráðherrum Sjálfstæðisflokks eru næst flestir ánægðir með störf menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, alls rúm- lega 37% landsmanna. Ánægja með störf hennar hefur þó minnkað um rúm 15 prósentustig síðan í síðustu mælingu. Minnst er ánægjan með störf Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra og Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra en innan við fjórðungur landsmanna, eða um 22%, er ánægður með störf þeirra. Minnst ánægja með Halldór Ánægja með störf allra þeirra ráðherra Framsóknarflokks sem mældir voru í október í fyrra hefur minnkað, samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúlsins. Enn sem fyrr er minnst ánægja með störf forsætisráðherra, Hall- dórs Ásgrímssonar, en um 28% þjóðarinnar eru ánægð með störf hans. Siv Friðleifsdóttir kemur sterk inn í stól ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála þar sem næst flestir, eða tæplega 36%, eru ánægð- ir með störf hennar. Tæplega 29% þjóðarinnar eru ánægð með störf Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ánægja með störf Jóns Kristjánssonar í stóli fé- lagsmálaráðherra er 18 prósentu- stigum minni en í síðustu mælingu er hann gegndi starfi heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Tæplega 29% landsmanna eru ánægð með störf Jóns nú í starfi félagsmálaráðherra. Minni ánægja með störf ráðherranna VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, sagði við síðari umræð- ur um ársreikning Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 2005 í borgarstjórn í gær, að reikningurinn endurspeglaði slaka rekstrarniðurstöðu. Hann sýndi að rekstrargjöld aðalsjóðs umfram rekstrartekjur, fyrir fjármagnsliði, næmu 2,9 milljörðum króna eða 25 þús. kr. á hvern íbúa. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir framsetningu Sjálfstæðisflokksins á ársreikningi Reykjavíkurborgar skrumskæla trausta fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Vilhjálmur sagði í umræðunum í gær að niðurstaða ársreikningsins væri afleit, ekki síst í ljósi þess góð- æris sem hefði ríkt í þjóðfélaginu og gríðarlegrar aukningar á skatttekjum borgarinnar á milli áranna 2004 og 2005. Hún hafi numið um 4 milljörð- um króna. „Þessi niðurstaða staðfest- ir þá slöku fjármálastjórn sem við- gengist hefur hjá R-listanum um árabil,“ sagði Vilhjálmur. „Ljóst er að slakur rekstur borgarinnar hefur á undanförnum árum leitt til aukinnar skuldasöfnunar, ekki síst í erlendri mynt, sem nú veldur mörg hundruð milljóna króna gengistapi,“ sagði hann einnig. Þá sagði Vilhjálmur að rekstrarniðurstaða nágrannasveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu sýndi, að þar sem íbúum hefði fjölgað mest, væri staðan best. „Stefna R- listans í skipulags- og lóðamálum hef- ur leitt til þess að fjölgun íbúa í borg- inni hefur verið mjög lítil,“ sagði Vil- hjálmur. Í ósamræmi við kosningaloforð Í tilkynningu sem borgarstjóri sendi frá sér í gær er bent á að rekst- ur borgarsjóðs hafi verið í jafnvægi í fyrra og hreinar skuldir hans hafi lækkað um 1,5 milljarða króna. „Sér- valdar niðurstöður Sjálfstæðisflokks- ins úr ársreikningum Reykjavíkur- borgar, þar sem m.a. er tekið tillit til afskrifta af eignum en ekki tekna af eigum borgarbúa, breyta því ekki. Þessi framsetning Sjálfstæðisflokks- ins á ársreikningi Reykjavíkurborgar skrumskælir trausta fjárhagsstöðu borgarsjóðs og er í hróplegu ósam- ræmi við þau fjárfreku kosningalof- orð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið nú í aðdraganda kosninga,“ seg- ir í tilkynningunni. Það kunni hins- vegar að vera eðlilegt að sveitarfélög, sem eru talsvert skuldugri en Reykjavík og eiga minni eignir, þurfi að skila betri niðurstöðu en borgar- sjóður fyrir fjármagnsliði. Vaxtabyrði þeirra sé hlutfallslega þyngri og tekjur þeirra af eignum sínum minni. Síðari umræða í borgarstjórn um ársreikning Reykjavíkurborgar Takast á um fjárhags- stöðu borgarsjóðs Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.